Morgunblaðið - 24.01.1960, Side 15

Morgunblaðið - 24.01.1960, Side 15
Sunnudagur 24. jan. 1960 MORCUISBLAÐIÐ 15 sunnudag kl. 14.00—18.00 og næstu kvöld kl. 20,30—22.00. Leikkonan Elsa Martinelli er ein af ungu stjörnunum, sem mikla athygli vekja. Hún er frá Rómaborg, en hefur að und- anförnu leikið í kvikmyndum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu löndunum, m. a. í myndinni Manu ela, sem hér var sýnd fyrir stuttu. Áður en hún byrjaði að leika, sat hún mikið fyrir hjá ljósmynd- urum, enda „fann“ hana ljós- myndari frá Life, og einnig sýndi hún tízkufatnað. Hér á myndinni er Elsa með litlu dóttur sína. ★ ★ ★ í sumar léku þessi tvö, Henri Vidal og Silvia Lopez, í sinni sið- ustu kvikmynd „Viltu dansa við mig“. Nú eru þau bæði látin, Silvia 20. nóvember úr hvítblæði, Henri Vidal úr hjartasjúkdómi. Það hefur verið höggvið stórt skarð í hóp franskra kvikmynda- leikara á þessu hausti. Tveir af helztu yngri kvikmyndaleikur- Rank lávarður, brezki kvik- mynda- og iðnjöfurinn, skýrði 1 nýlega frá því í ræðu, að hann hefði fundið ráð til að fást við áhyggjurnar, sem á hann sæktu.. — - Ég hef bara geng- ið í miðviku- daglsklúbbinn, sagði hann. — Við klúbbfélag arnir höfum það þannig, að ef áhyggjur af einhverju tagi sækja á okkur, þá skrifum við þær bara á blað og stingum því gegnum rifu á þar til gerðum kassa. Á hverj- um miðvikudegi opnum við svo kassann og komumst að raun um að flestar áhyggjurnar voru í fréttunum óþarfar. Ef ekki — nú þá má allt i af stinga miðanum aftur í kass- | ann og geyma hann til næsta miðvikudags. ★ ★ Þó það líti út fyrir að Frakkar umberi með eng- ilsþolinmæði hin ar ströngu ráð- stafanir de Gaulle-stjórnar- innar, til að koma Frakk- landi aftur á réttan kjöl, þá nöldra þeir auðvitað sín á milli. Að sjálfsögðu kvarta þeir mest undan skóttunum og margar grín sögur eru sagðar af ráðstöfunum Antoine Pinays, fyrrv. fjár- málaráðherra. Hér er ein: Skattheimtu- maðurinn kom á heimili skatt- greiðanda, sem ekki taldi sig geta greitt það sem á hann var lagt. — í>ér virðist þó lifa ágætu lífi, sagði skattheimtu- maðurinn. Hér sitjið þér yfir hérasteik. — Þetta er mesti mis- Hér á myndinni er ein af flug- freyjum Loftleiða, Ása Jónsdótt- ir, sem einnig er leikkona, í hópi ungra brezkra sjónvarps- og útvarpsmanna. Það eru Mac- Donald Hobbley og kona hans og söngkonan Carol Carr. Yzt til hægri er ungfrú Bell, sem vinnur á skrifstofu Loftleiða i London. Myndin er tekin í boði, sem haldið var 12. þ. m., í til- efni þess, að opnað var nýtt hótel, sem Skyways nefnist og stendur við Lundúnaflugvöll. — Voru þar m. a. gestir frá flug- félögum þeim, sem halda uppi áætlunarferðum til og frá Lund- únum, fréttamenn o. fl. skilningur, svaraði skattgreið- andinn. Þetta er kötturinn minn. Ég hafði ekki lengur efni á að gefa honum að borða, svo þá var ekki um annað að ræða en að borða hann. um þeirra, Gerard Philip og Henri Vidal, létust skyndilega. Henri Vidal varð fyrst frægur fyrir leik -sinni í Fabiolu fyrir 10 árum. Þá lék hann á móti Mic- hele Morgan, og gengu þau skömmu síðar í hjónaband. Stð- an hefur hann leikið í fjölmörg- um myndum, sem margar hafa komið hingað, m. a. „Ósvikin Parísarstúlka“, sem nú er verið að sýna í Tjamarbíói, þar sem hann leikur á móti Brigitte Bar- dot. ★ ★ Þýðingar úr einu tungumáli á annað geta stundum verið æði broslegar. Einn af starfsmönnum við brezka sendiráðið í Teheran segir eftirfarandi sögu: — Þau hjónin fengu boðskort í brúðkaup ír- anskeisara. — Þar stóð: — „Konurnar eru beðnar um að mæta í náttkjólum og með háa hanzka“. Kona sendiráðs- mannsis treysti því bó að hér væri ekki um að ræða einhvern þjóðlegan kvennabúrasið og fór í kvöldkjólnum sínumm, en ekki náttkjól. — nokkrum íbúðum enn óráðstafað í húsi II. byggingarflokks

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.