Morgunblaðið - 24.01.1960, Side 17

Morgunblaðið - 24.01.1960, Side 17
Sunnucfagur 24. jan. 1960 MORGUNBLAÐ ÍÐ 17 * KVIKMYNDIR ■:■ Úr kvikmyndinni Æskan graetur ekki. STJÖRNUBÍÓ Æskan grætur ekki ÞETTA er ný amerísk kvikmynd, sem gerist á munaðarleysingja- hæli í Bandaríkjunum. Ungur drengur, Leslie Henderson að nafni er einn meðal munaðar- leysingjanna og sker sig mjög úr hópnum sakir drengskapar og prúðmannlegrar framkomu, enda hefur hann gerst vörður smá- drengjanna gegn ofbeldi hinna stærri og meiri máttar. 1 ná- greinni við hælið er fangelsi og vinna fangarnir utan þess undir 'harðri stjórn # fangavarðarins Plug. Leslie verður góður vinur eins fanganns, sem Rudy heitir. Leslie hefur í tómstundum sín- um smíðað bát, sem hann fer á um fljótið, sem er þarna skammt frá. — Rudy hefur séð sér færi á að flýja úr fangelsinu og hann neyðir Leslie ,vin sinn, til þess að flytja sig á bátnum niður fljótið. Lögreglan eltir bátinn og lætur skothríðina dynja á honum og fer svo að Rudy lætur þarna lífið og fellur í fljótið. Leslie hverfur þá til lands og lögreglan reynir að pína hann til sagna, en hann er þrekmikill og skapfastur drengur og neitar að gefa lögregl- unni svör . . . Aðalhlutverkið, Leslie, leikur Sal Mipeo, en hann vakti fyrst athygli með leik sínum í einni af kvikmyndum þeim, sem James Dean lék í. 1 þessari mynd er leikur Leslie prýðisgóður og bendir til þess að hann eigi fyrir sér glæsilega framtíð sem kvik- myndaleikari. Annað veigamikið hlutverk, fangann Rudy, leikur James Whitmore, og er leikur hans sann ur og áhrifamikill. — Mynd þessi er mjög athyglisverð, þó að hún verði ekki sett í fremstu röð kvikmynda. TJARNARBÍÓ Dýrkeyptur sigur ÞETTA er ensk kvikmynd, byggð á skáldsögunni ,Room at the Top‘, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu undir nafninu: „Dýr- keyptur sigur“. — Segir hér frá ungum manni, Poe Lampton, sem verið hefur í stríðinu en kemur nú til Varnley og áær vinnu hjá bæjarstjórninni þar. Þessi ungi maður sem alizt hefur upp við fátækt í verksmiðjubæ í Norður- Englandi setur sér það takmark að brjótast áfram til auðs og frama. Hann kynnist mörgu góðu flóki sem tekur honum vel, því hann er geðfeldur maður. Meðal annara kynnist hann ungri og fríðri stúlku, Susan Brown, sem er dóttir auðugs verksmiðjueig- anda. Þau fella hugi saman, en er stíað sundur af föður hennar. Þegar svo er komið leggur Joe lag sitt við konu, Alice Aisgill, sem er óhamingjsöm í hjónabandi sínu. Takast með þeim ástir, enda þótt hún sé tíu árum eldri en hann. Fer svo að þau ákveða að giftast þegar hún hafi fengið skilnað frá manni sínum. 1 milli- tíðinni höfðu þau hittzt aftur Susan og Jos og hafði það þær af- leiðingar að hún varð þunguð af völdum hans. — Þegar faðir hennar kemst að því neyðir hann Joe til að giftast Susönu. . . Þetta er aðeins fátæklegur údtráttur úr þessari efnismiklu og áhrifa- ríku mynd, sem er í fremstu röð kvikmynda fyrir allra hluta sak- ir, því hún er ágætlega gerð, vel tekin og afburðavel leikin og sett á svið. — Frábær er leikur Simone Signoret í hlutverki Alice enda hlaut hún verðlaun, sem bezta leikkona ársins 1959 fyrir leik sinn í þessari mynd, eftir því sem segir í auglýsingu Tjarn- arbíós. Þá er og afburðagóður leikur Laurence Harvey’s í hlut- verki Joe og svipað mætti segja um fleiri leikara í myndinni. Mynd þessa ættu sem flestir að sjá, því hún er vissulega þess virði, að hún verði fjölsótt. Miele þvottavel vel með farin með suðu, er til sölu að Sogavegi 84. Sólarkatti Isfirðingafélagsins verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. — Ósóttir aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 2—4 e.h. í dag í Sjálfstæðishúsinu. Stjórnin. fsfirðingafélagið. Skrilstolustúlka Óska eftir að ráða stúlku til almennra skrifstofu- starfa hluta úr degi. Mála- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Lög — 8292“. Hafnarfjarðardeild félags Suðurnesjarmanna heldur sitt árlega þorrablót laugardaginn 30. jan. n.k. kl. 7,30 s.d. Aðgöngumiðar hjá Þorsteini Klemenssyni sími 50024 og Kristni Þorsteinsson sími 50793. — Vegna mikillar eftirspurnar óskast miðamir sóttir fyrir föstudagskvöld. Nefndin. Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs félags ins um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1960 liggja frammi í skrifstofu Verkamanna- félagsins Hlífar Vesturgötu 10, frá og með 25. janúar 1960. Öðrum tilboðum ber að skila í skrifstofu Verka mannafélagsines Hlífar fyrir kl. 6 e.h. sunnudaginn 31. janúar 1960 og er þá framboðsfrestur útrunninn. KJÖRSTJÓRNIN. íbúar I Hlíðunum athugið Verzlunin SKEIFAN, Blönduhlíð 35, sími 19177 mun framvegis annast móttöku á skyrtum fyrir okkur. — Leggjum áherzlu á vandaða og örugga afgreiðslu með fullkomnustu vélum og vönu starfsfólki. Festum á tölur. Eftirtaldir staðir annast ennfremur móttöku á skyrtum fyrir okkur. Efnalaugin Hjálp Bergstaðastr. 28A, Sími 11755 Skóverzlun og skóvinnustofa Gísla Ferdinandssonar Heimaveri, Álfheimum. Efnalaug Kópavogs (sækir, sendir) Kársnesbraut 49. Sími 18580 Efnalaugin Hjálp Grenimel 12. Sími 11755 SkátabúSin Snorrabr. 58—62. Sími 15484 Búðin Ingólfsstræti 7. Efnalaug llafnarfjarðar Gunnarssundi 2. Sími 50389. Og í afgreiðslu Skyrtunnar, Höfðatúni 2. — Sími 24866. Umslög Brún umslög í eftirtöldum stærðum, opin á hlið og á enda, nýkomin. 140x200 mm., 162x229 mm., 176x250 mm., 200x280 mm., 229x324 mm., 250x370 mm., Eggert Kristjánsson & Co hf. Sími 11400. Rennismiðir Rennismiðir Þrír duglegir rennismiðir óskast. Mikil ákvæðis- vinna. Mikil yfirvinna. Lysthafendur leggi nöfn sín og heimilisfang inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir 30. þ.m. merkt: „2500 — 8271“. 5fsZ***g&~ íjtvegtt1*1 «*■*%»**.®s-. 1050 24391. —-—y/, V S E SOJ UZNOJE EXP ORTNO- IMPORTNOJE \lslyl 1 \ Bcrcfiraþl 1 B i, -rrrrrr . % X/x(\ 8 7/A OBJEDINENIJE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.