Morgunblaðið - 24.01.1960, Page 20

Morgunblaðið - 24.01.1960, Page 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. jan. 1960 unar, hafa ráðið af orðum hans, sem gladdi svo heila fjölskyldu, sem gerði gamlan mann ungan aftur, sem sannfærði sjúka stúlku um það, að hún myndi aftur verða hress og heilbrigð? Hvað gat það hafa verið? „Jæja, hvað gengur að yður? Hvers vegna eruð þér svona hik- andi?“ spurði Edith óþolinmóð. „Þér hljótið að vita hversu hvert orð er mér mikils virði. Jæja — hvað sagði dr. Condor við yð- ur?“ „Hvað sagði hann?“ endurtók ég algerlega ráðþrota. „Er .. þér vitið það nú þegar .. hann var mjög bjartsýnn. .. dr. Condor vonast eftir því að ná bezta mögu lega árangri með tímanum........ Hann hefur í hyggju, skildist mér, að reyna alveg nýja aðferð og hefur þegar aflað sér upplýs- inga um hana .. mjög áhrifa- mikla aðferð .. ef .. mér hefur skilizt rétt .. auðvitað skil ég ekkert í henni, en hvað sem öðru líður, þá getið þið reitt ykkur á hann, ef hann. .. Ég held, satt að segja, ég er alveg viss um, að hann muni ráða bót á þessu öllu“ Annað hvort veitti hún undan- faerslu minni enga athygli, eða þá að óþolinmæði hennar þoldi engin andmæli, „Ég sagði alltaf að þessar nú- verandi aðferðir hans væru al- veg gagnslausar. Þegar á allt er litið, þá þekkir maður sjálfan sig bezt. .. Munið þér eftir því, þeg ar ég sagði yður að þetta væri allt tilgangslaus hégómi, allt þetta vesen með nudd, rafmagns- aðgerðir og fótaútbúnað? Það er alltof seinvirkt. .. Ég tók þenn- an útbúnað af mér núna í morg- un, án þess að spyrja hann ráða eða leyfis og þér getið ekki hugs að yður hvað mér létti við það. .. Ég gat gengið miklu betur á eftir. .. Ég held að það sé aðal- Já, Markús, ég verð að viður- kenna að þér hefur gengið ágæt- lega að afla matar, enn sem kom- i& er. Ilega þessi skrambans þyngd, sem hefur hindrað mig svona. Nei, það þarf að taka þetta allt öðrum tökum — ég hef lengi vitað það. En .. en segið mér nú fljótt, hvernig er þessi læknismeðferð franska prófessorsins? Þarf ég að fara í burtu á meðan þær verða reyndar? Er ekki hægt að gera það hérna heima? O, hvað ég hata, hvað ég hef mikinn viðbjóð á þessum heilsuhælum. Og það sem meira er, ég þoli ekki með nokkru móti að horfa á sjúklinga. Ég hef fengið nóg af sjálfri mér. .. Jæja, segið þér mér nú allt um þetta. .. Út með það. .. Hvað er gert ráð fyrir að þetta taki lang- an tíma? Er þetta raunverulega jafn fljótvirkt og af er látið? — Pabbi sagði að þessi prófessor hefði læknað sjúkling sinn á fjór um mánuðum og að nú gæti hann gengið upp og niður stiga, eins og ekkert sé. .. Það .. það er ótrú- legt. .. Jæja, sitjið þér ekki þarna eins og tuskubrúða .. seg- ið þér mér nú alla söguna...... Hvenær ætlar hann að byrja og hvað býst hann við að það taki langan tíma?“ „Segðu henni alveg eins og er“, sagði ég við sjálfan mig. — „Teldu henni ekki trú um að allt sé öruggt og visst“. Og svo beitti ég varkárari aðferð. „Það getur enginn læknir sagt nokkuð ákveðið fyrirfram um það, hve langan tíma þetta muni taka. Nei, ég held að ekki sé hægt að segja neitt ákveðið, eins og sakir standa .. og svo .. dr. Con dor talaði einungis um aðferðina svona almennt .. það er talið að hún hafi borið hinn ákjósanleg- asta árangur, sagði hann, en hvort hún er algerlega óbrigðul .. ég á sko við, að slíkt verði aðeins reynt í hverju einstöku tilfelli. .. Hvað sem öðru líður, þá verðum við að bíða þangað til hann.... “ Þakka þér fyrir Baldur. Heyrðu, ég hefi verið að hugsa. Heldur þú að það geti verið að einhver úr ferðahópnum hér í sópaði hún burtu öllum mínum veiku viðvörunarorðum. „Kæri vinur, þér þekkið hann einfaldlega ekki. Það er aldrei hægt að toga neitt ákveðið svar út úr honum. Hann er svo hræði- lega varkár og gætinn. En ef hann lofar einhverju, þó ekki sé nema í orði kveðnu, þá er hægt að treysta því, að hann efni það. Maður getur reitt sig á hann og þér vitið ekki hversu mjög ég þarfnast þess, að sigrast í eitt skipti fyrir öll á þessu, eða að hafa a. m. k. ákveðnar líkur fyr- ir að gera það. .. Þolinmæði, er haldið áfram að endurtaka við mig, þolinmæði. En maður þarf þó að vita, hversu lengi er þörf slíkrar þolinmæði. Ef mér væri sagt, að lækningin myndi taka sex mánuði, eða heilt ár — þá það. Ég myndi sætta mig við þann dóm og gera það sem af mér væri vænzt. En guði sé lof, að við erum þó a. m. k. komin á þetta stig. Þér getið ekki gert yð- ur í hugarlund, hversu glöð og bjartsýn ég hef verið frá því í gær. Mér ilnnst eins og ég sé nú fyrst byrjuð að lifa. í morgun ók- um við til borgarinnar — já, þér nágrenninu geti verið valdur að öllum þessum óhöppum okkar? Það gæti verið. Ég held að Baldur hafi á réttu eruð auðvitað alveg undrandi. — En nú, þegar ég er komin yfir það versta og örðugasta, er mér alveg sama hvað fólk segir eða hugsar, eða hvort það starir á eftir mér og vorkennir mér...... Ég ætla að fara í ökuferðir á hverjum degi, bara til þess að sýna sjálfri mér það hvart á hvítu, að nú sé þessarri löngu 1 bið lokið og nú þurfi ég ekki að vera þolinmóð lengur. Og á morg un, sunnudag — þá hafið þér auð vitað frí frá störfum — höfum við hugsað okkur alveg sérstaka skemmtun. Pabbi hefur lofað okk ur því, að aka með okkur út í stóðhöfnina. Ég hef ekki komið þangað í mörg ár, a. m. k. fjögur eða fimm ár. .. Ég vildi aldrei fara út úr núsinu framar. .. En á morgun ökum við þangað og þér komið auðvitað með okkur. Þér munið verða undrandi. Við Ilona höfum hugsað okkur að koma yður á óvart“. Hún sneri sér hlæjandi að Ilonu. — „Á ég að segja honum frá þessu stóra og mikla leyndarmáli núna?“ „Já“, svaraði Ilona hlæjandi. — „Við skulum ekki eiga nein leyndarmál lengur". • • • . . eparið yður hla.up ó milli margra vfjrzlama- WkUlMt (i ÓÍIUM tfWM! • Austurstræti að standa Markús. Nei, sjáið þið. Þarna er flug- vélin aftur. Hún flýgur í hringi yfir okkur. 31Utvarpiö 8.30 Fjörleg músík fyrsta hálftíma vikunnar: Lúðrasveit Heykjavík ur leikur; Herbert Hribershek stjórnar. 9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 9.^0 Morguntónleikar: a) Tokkata úr orgelsinfóníu í D-dúr eftir Charles Widor (Höfundur leikur). b) Strengjakvartett í F-dúr eftir Ravel (Léner kvartettinn leik ur.) d) Sinfónía í C-dúr (Klassíska sinfónían) eftir Prokofjeff (N BC-sinfóníuhljómsveitin í New York leikur; Arturo Tos- canini stjórnar). 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Séra Sigurjón Þ. Arnason prédikar; séra Magnús Runólfsson þjónar fyrir altari. Organleikari: Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Tveir hershöfðingjar. —- Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri talar um minningabækur eftir De Gaulle og Alanbrooke. 14.00 Miðdegistónleikar: „Otelló", ópera eftir Verdi (Ren- anta Tebaldi, Aldo Protti, Mario del Manaco o. fl. syngja me<5 kór og hljómsveit Cecilia akadem íunnar í Róm; Albertó Erede stjórnar. — Þorsteinn Hannesson velur þætti úr óperunni og kynn- ir þá). 15.30 Kaffitíminn: Létt tónlist frá hollenzka útvarpinu. 16.00 Veðurfregnir. — Endurtekið leik ritið „Zykov-fólkið" eftir Maxim Gorki, 1 þýðingu Olafs Jónsson- ar (Aður flutt 28. nóv. sl.). Leikstjóri: Helgi Skúlason. 17.30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) Lilja Kristjánsdóttir flytur frásöguþátt: Drífa. b) ,,Já, og nei“, spurningaþáttur. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra (Guðmundur Matthíasson stjórnar þættinum). 19.35 Tilkynningar. — 20.00 Fréttir. 20.20 Barokktónlist: a) Concerto grosso í a-moll eftir Hándel. b) Konsert í d-moll fyrir tvær fiðlur eftir Bach. 20.50 Við rætur Himalaja; III. erindl; Kasmír (Rannveig Tómasdóttir). 21.20 „NNefndu lagið“: Nýr músík- þáttur með getraunum og skemmtiefni. Svavar Gests hefur umsjón með höndum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 25. Janúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Tónleikar), 12.15—13.15 Hádegisútvarp — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Framfærslumál (Björn Bjarnason ráðunautur). 15.00—16.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 13.25 Veðurfregnir. 18.30 Tónlistartími i barnanna (Fjölnlr S.tefánsson). 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 19.00 Tónleikar: Valsar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsíns leik- ur serenötu í E-dúr op. 22 eftir Dvorák; Hans Antolitsch stjórn- ar. 21.00 í»ættir úr sögu íslenzkra handrita Möðruvallabók (Bjarni Einarsson cand. mag). 21.25 Einleikur á fiðlu: Louis Kaufman leikur vinsæl lög. 21.40 Um daginn og veginn (Guðni Þól'ðarson blaðamaður). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Islenzkt mál (Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22.25 Nútímatónlist: „Catulli carminae* ftir Carl Orrf (Annelies Kupper, Richard Holm og útvarpskórinn í Munchen syngja; Eugen Joch- um stjórnar). 23.15 Dagskrárlok. Þriðjudagur 26. janúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og veðurfregnir). 15.00—16.30 Midegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Tónleikar: Harmonikulög. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson kand. mag.) 20.35 Utvarpssagan: „Alexis Zorba** eftir Nikos Kasantzakis í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar; I. lestur (Erlingur Gíslason leikari les). 21.00 Tónleikar: Þjóðlög frá Israel. 21.30 Erindi: Vormerki andlegs þroska (Grétar Fells rithöfundur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 22.30 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir). 23.25 Dagskrárlok. En í brennandi ákafa sínum Copen^ofl«n C0SI>ER — Þarna kemur dóttir mín — og tengdasonur binn Bókhaldsbækur Eftirtaldar bókhaldsbækur nýkomnar. JOURNAL, níu og tólf dálka, HÖFUÐBÆKUK, A 4 stærð, tveggja, þriggja og fjögurra dájka. HÖFUÐBÆKUR, A 5 stærð, tveggja dálka. Eggert Kristjánsson & Co hf. Sími 11400. Skrifstofustúlka Stórt, þekkt fyrirtæki í miðbænum, vill ráða stúlku á skrifstofu nú þegar. Verzl- unarskóla eða önnur hliðstæð menntun æskileg. Tilboð eir greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Auðvelt starf — 4230“. a r í ú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.