Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. ján. 1960 M Ö R C. Tl N R r A f> IÐ 3 Óöinn var aðeins 3 sólar- hringa ó Ð IN N var allur fán- um skreyttur stafna á milli, þar sem hann lá út á ytri höfninni, er blaða- menn Reykjavíkurblað- anna fóry út í skipið með einum hafnsögumannsbát- anna. Við „tána“ á Ingólfs- garði lágu fánum skreytt varðskipin Þór og Albert. Lítils háttar kul var, Esjan snævi þakin, böðuð hækk- andi sól, en hríð var á yfir fjöllunum eystra. Óðinn á ytri höfninni í Reykjavík. Hann fór á skemmri tíma yfir hafið en nokkurt annað íslenzkt skip til þessa. Hefur þvf verið lögð alveg sér- stök áherzla á það, að hægt sé að sigla skipinu með mikilli ferð þótt slæmt veður sé og sjólag eftir því. Slíkt er að okkar dómi algjört undirstöðu atriði. Vegna þessa er skipið þannig byggt, að um það allt er innangengt, og loftræsting- Skipið skoðað Einn blaðamanna beindi þeirri spurningu til Péturs Sigurðssonar, hvort Óðinn væri ekki gott sjóskip. Svar- aði Pétur því til að enn hefði ekki komið það skip til fs- lands, svo hann vissi til, sem ekki væri talið sérlega gott heim frá Danmörku Þegar hafnsögubáturinn lagði að hlið Óðins, tóku nokkrir sjóliðar á móti bátn- um. Blaðamönnunum var vís- að upp í brú, þar sem Pétur Sigurðsson og Eiríkur Kristó- fersson skipherra sátu í skip- stjóraklefa ásamt tollþjónum sem kneifuðu Tuborgöl. Um leið og blaðamenn óskuðu hin um reynda skipherra til ham- ingju með skipið og siglingu þess heim, lét Eiríkur í ljósi mikla ánægju yfir hinu nýja skipi. Pétur Sigurðsson bauð blaða mönnum að ganga inn í mjög vistlegt herbergi, en yfir dyr- um þess stóð „setustofa". Er teppi á gólfum, húsgögn smekkleg en fábrotin. — Inn af því er svefnklefinn. Hér er gert ráð fyrir því að forsetinn búi á ferðum sínum með skip- inu, sagði Pétur Sigurðsson. Lýsti hann skipinu og útbún- aði þess allnáið fyrir blaða- mönnum, og verður hér aðeins stiklað á því helzta. Frumdrög gerð 1956 í upphafi máls sins gat Pét- ur þess, aðspurður, að hann hefði þegar árið 1956 byrjað að gera frumdrögin að Óðni. Höfð hefur verið til hliðsjón- ar reynzla sú og kröfur, er gera þarf til skipa sem Óðins. in gerð samkvæmt þeirri kröfu, enda er hún mjög góð. Mest 18 sjómílur Óðinn er 880 rúmlesta skip, lengd 64 metrar og breidd 10 metrar. Pétur sagði, að ekki hefðu hinar öflugu vélar skips ins verið reyndar til hins ítrasta ennþá. Heim var siglt með um og yfir 16 mílna hraða. Mest hefur verið farið með 18 sjóm. .hraða. Pétur Sigurðsson sagði frá miklum fjölda hvers konar siglinga- og öryggistækja, leitartækja, en skipið er búið hinum öflug- ustu ratsjám og í því er einnig fisksjá. Eitt tæki er í skipinu, sem forstjórinn hafði sérstakt orð á, en það er tæki, sem notað er til þess að gera sam- anburð á mælingum eftir korti og ratsjá. Eru tæki þessi mörg hver á stjórnpalli, en þar er mikið og gott gólfrúm. Þá skýrði Pétur Sigurðsson nokkuð frá mannaíbúðunum. Öll herbergi í skipinu eru eins. Einn maður býr í hverju þeirra, nema messadrengirnir eru saman í herbergi. En hvert herbergi er þó þannig úr garði gert, að hægt er að gera það að tveggja manna her- bergi, ef með þarf. — f gær, er skipið kom, var áhöfn þess 27 menn, en „kojupláss“ er fyrir 44. — Blaðamenn spurðu Pétur Sigurðsson hvernig undirbún- ingi að kaupum á þyrilvængju miðaði. Kvað hann það mól vera í athugun. Við töldum rétt að skapa aðstöðu fyrir þyrilvængju á skipinu, en við þyrilvængju sem björgunar- tæki, má ekki binda of miklar vonir. Björgunarstörf varð- skipanna eru yfirleitt unnin í slíku veðri, að ófært er fyrir þyrilvængju. En slíkar flug- vélar geta leyst af hendi mörg og margvísleg önnur störf, þegar flugskilyrði leyfa. Óðinn verður búinn einni fallbyssu, og verður henni komið fyrir á skipinu hér heima. Framan við brú er skot byrgi fyrir byssuna. Óskar Jónasson, yfirkafari. Pétur Sigurðsson forstjóri. sjóskip. ■»— Nei, á það er ekki fengin nein reynzla ennþá. Bauð Pétur nú gestunum að ganga um skipið, skoða það allt hátt og lágt. Komið var m.a. í matsal skipsins. Er hon- um skipt, og er annar fyrir yfirmenn og hinn fyrir undir- menn, en báðir eru salirnir eins. Má taka úr skilrúm og er þá hægt að koma saman i mat- sal, m.a. til kvikmyndasýn- inga, en sýningarvél er þar í skáp. Eldhús skipsins er mjög stórt og bjart. í því er t.d. kaffiteriuborð svonefnt, stál- borð mikið, sem heldur mat heitum. Þá verður þar „vél- kýr“, en það er vél, sem fram- leiðir ferska mjólk fyrir skip- verja úr mjólkurdufti, — 18 lítra af mjólk í senn. — Á bátaþilfarinu svo og upp á þaki stýrishúss eru gúmmí- bátar og einn opinn gúmmí- bátur með utanborðsmótor til daglegra nota. Auk þess eru tveir stórir bátar, sinn hvoru megin, báðir úr plasti. Annar er venjulegur bjargbátur, er tekur aila áhöfnina, en hinn er stór vélbátur ætlaður til vinnu við björgunarstörf o. fl. Má leggja niðrn1 öll grind- verk þar á þilfari svo og báts- uglur svo að slíkt sé ekki til trafala ef þyrilvængja verður á skipinu. Á sjálfu afturþilfar- inu er komið fyrir dráttar- vindu með 10 tonna afli, og ennfremur bómu, er ætluð er fyrir sama þunga. Að lokum gat Pétur Sigurðs- son þess, að aðal-eftirlit með smíði skipsins hafi JúlíuS Ól- afsson skipaeftirlitsmaður Landhelgisgæzlunnar haft. Blaðamennirnir voru stadd- ■ ir í hinu mikla vélarrúmi Óð- ins er vélsímanum var hringt og beðið um ferð á aðra afl- vél skipsins. — Var klukkan þá að verða 2, en Óðinn skyldi leggja að klukkan 2. Hagar sér allt öðru vísi Meðan Óðinn seig hægt og rólega í áttina að hafnar- mynninu, ræddu blaðamenn við ýmsa af áhöfn Óðins. — Sögðu þeir að hann hagaði sér allt öðru vísi en önnur skip, hreyfingin væri öll önn- ur, sem m.a. stafar af þvi hve kraftmikið skipið er. Og með- al þeirra, sem blaðamaður Mbl. ræddi við, var Óskar Jónasson yfirkafqri Landhelg- isgæzlunnar, sem á að baki sér 30 ára starfsferil hjá henni. — Já, ég var í eina tíð á gamla Óðni, sagði Óskar, sem lengst af hefur verið á Ægi. Og í matsal hittum við, að sjálfsögðu á sínum stað, messa guttann Hannes Jóhannsson, Skúlagötu 70, yngsta mann á- hafnarinnar. Hann sagði, að heimferðin hefði verið ánægju leg. — Er ekki gott að vera messi hér um borð, þar sem öllu er svo vel fyrir komið? Jú, Hannes samsinnti því. Strákarnir eru líka ágætir sagði hann, stilltir strákar. Og nærstaddir hásetar virtust kunna að meta þetta „siðferð- isvottorð messans", sem sjálf- ur hlýtur að vera vakandi i starfi, því annars væri hann ekki kominn á flaggskip flot- ans. Og hægt seig Óðinn í gegnum hafnarmynnið. Nú var klukkan á slaginu tvö. STAK8TEIHAH 2,900 Danir til Crænlands Kaupmannahöfn, 17. jan. — Einkaskeyti til Mbl. UM 2,000 iðnaðar- og verka- menn munu fara til Græn- lands í sumar. Helmingurinn fer á vegum „Danish Arctic contractors“, sem sjá um fram kvæmdir fyrir Bandaríkja- menn í Syðri-Straumfirði, Thule og í radarstöðvunum við Angmagsalik og Holsteins borg. Auk þess fara um 900 Danir á vegum Grænlands- málaráðuneytisins til starfa við Tæknistofnun Grænlands. Fjörugur í pó’itíkinni Blaðið Suðurland birti fyrir skömmu samtal við Gunnar Vig- fússon, skrifstofustjóra Kaupfé- lags Árnesinga á Selfossi. Ritar Guðmundur Daníelsson, rithöf- undur, samtalið, sem er fjörlegt og opinskátt. Berst talið m. a. að þeim mæta manni, Guð- brandi Magnússyni, fyrrverandi forstjóra Áfengisverzlunar rík- isins, sem eitt sinn var kaupfé- lagsstjóri austur í Rangárvalla- sýslu. Um Guðbrand er m. a. komizt að orði á þessa leið í fyrr- greindu samtali: „Var Guðbrandur fjörugur i pólitíkinni? — Já, þú veizt hann var fyrsti ritstjóri Tímans, sem hóf göngu sína í marz 1917, hann var mál- gagn Framsóknarflokksins og Guðbrandur duglegur baráttu- maður hans. — Hafði hann þá ekki áhrif á viðskiptavini kaupfélagsins? — Ekki er örgrannt um það. Ég man við einar kosningar, að karl nokkur gamall og svo skjálf læntur að hann gat ekki haldið á blýanti, hafði lofað Guðbrandi því að hann skyldi kjósa Fram- sóknarmennina, án þess þó að hann hefði áhuga fyrir nokkru sérstöku þingmannsefni. Guð- brandur sagði, að hann skyldi leita aðstoðar eins af kjörstjórn- armönnunum, sem hann til- nefndi, og það gerði karl En þegar í kjörklefann kom, hafði hann gleymt nöfnum frambjóð- endanna, sem hann átti að kjósa. Kjörstjórnarmaðurinn bað hann þá að nefna þá einhver nöfn, en karl vildi ekki hætta á neitt og sagði að lokum: „Ég held við verðum að sækja hann Guð- brand!" ‘‘ Skattamál I blöðum og tímaritum hefur undanfarið getið að líta margvis- legar hugleiðingar um skattamál. Sætir það vissulega engri furðu. Skattalöggjöf okkar íslendinga hefur leitt þjóðina út í öngþveiti og haft margvísleg áhrif til ills í þjóðfélaginu. Er óhjákvæmilegt að gera á henni stórfeldar breyt- ingar á næstunni. Valdimar Kristinsson viðskipta fræðingur skrifaði á sl. ári grein í tímaritið Frjáls verzlun, þar sem hann tók m. a. skattamálin til umræðu. Komst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Án efa myndi margt gott af því leiða, ef unnt reyndist að af- nema beina skatta á einstakling- um, en ýmsir erfiðleikar munu því samfara. Frá sjónarmiði ríkis ins ætti þetta þó að vera tiltölu- lega auðvelt í framkvæmA því cins og réttilega hcfur verSPÍfent á, er aðeins litils hluta af teuum ríkissjóðs aflað á þennan hátt, I þessu sambandi er rétt að benda á, að ef fríverzlunarsvæði Evrópu verður stofnað og íslend- ingar gerast aðilar að því, þá munu tollar ekki hafa sömu þýð- ingu og áður, en söluskattar ættu þá að verða því mikilvægari“. Eðlileg hlutdeild í þ j óðar tek j unum í þessari sömu grein er eini*- ig rætt um samninga vinnuveit- enda og verkalýðs um kaup og kjör. Er þá m. a. komizt að orði á þessa leið: „Bezt væri að sem flestar stétt ir launþega kæmu sér saman um hvaða hlutföll skuiu rikja milli launa þeirra og síðan væru gerð- ir heildarsamningar við vinnu- veitendur til langs tíma, enda væri launþegum tryggð eðlileg hlutdeild í vaxandi þjóðartekj- um. Hlutfallið milli stéttanna þyrfti að endurskoða á nokkurra ára fresti til athugunar á því hvort aðstæður hefðu breytzt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.