Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. 5an. 19G0
MOFCTJNTtLAÐIÐ
11
Öryggishús á dráttarvélar
Framleiðsla þeirra hafin á Seyðisfirði
FYRIR nokkru rakst fréttamaður Morgunblaðsins á Seyðis-
firði inn til Vélsmiðjunnar Stál og sá, að á meðal verkefna
fyrirtækisins voru allmörg hús á dráttarvélar.
Þar sem hér er um nýja framleiðslu að ræða átti hann
eftirfarandi samtal við eigendur fyrirtækisins, þá Pétur
Blöndal og Ástvald Kristófersson.
— Er langt síðan þið fóruð að
hugsa um smíði þessara öryggis-
húsa?
— Já, það er nú komið nokkuð
á annað ár síðan við fórum að
hugsa um það fyrir alvöru. Á
Reynt að
afstýra far-
gjalda-
stríði
ALÞJÓÐASAMTÖK flugfé-
laga (IATA) munu innan
skamms boða til nýrrar ráð-
stefnu til að fjalla um fargjöld
á mörgum helztu alþjóðaflug-
leiðum. Eins og kunnugt er
náðist ekki samkomulag á
IATA-ráðstefnunni, sem hald-
in var um þetta mál í Hono-
lulu ekki alls fyrir löngu. Nú-
verandi gjaldskrá IATA geng
ur úr gildi 1_ apríl n.k. og er
óttazt, að verði ekkert að-
hafzt hefji stóru flugfélögin
víðtaekt .,fargjaldastríð“.
Meðal þeirra flugleiða, sem
ekki náðist samkomulag um
fargjald á var Atlantshafs-
leiðin, milli Evrópu og Ame-
ríku. Vitað er, að bandarísku
flugfélögin vilja lækka far-
gjöld mjög á þessari leið til að
auka ferðamannastrauminn,
því mörg þessara félaga auka
sætafjölda sinn um helming
með nýju þotunum. Allflest
Evrópufélögin eru lækkun-
inni andvíg á þeim forsend-
um, að smærri félögin verði
að halda núverandi fargjöld-
um til að tryggja rekstur sinn.
Ekki er ákveðið hvenær hin
væntanlega ráðstefna hefst,
en undirbúningur hennar er
þegar hafinn. Segir í tilkynn-
ingu frá William P. Hildred,
framkvæmdastjóra IATA, að
fyrsta verk hans verði að fá
ráðstefnuna til að framlengja
núverandi gjaldskrá um 30—
• 60 daga.
þeim tíma höfum við gert all-
margar tilraunir og mikið verið
teiknað og reiknað. Það er fyrst
nú, að við erum komnir það
lagt að farið er að smíða húsin
af fullum krafti.
— Hafa þessar tilraunir ekki
orðið ykkur kostnaðarsamar?
— Jú, við erum búnir að verja
til þeirra allmiklu fé og miklum
tíma.
— Hafið þið þá notið fjár-
hagsaðstoðar opinberra aðila?
— Nei, ekki er það nú. Satt
bezt að segja virðast ekki vera
til neinir opinberir aðilar, sem
láta þessi mál til sín taka þrátt
fyrir okkar mikla ríkisbákn. En
Dráttarvélar hf. . í Reykjavík
hafa hvatt okkur til framkvæmd
anna og tekið að sér að selja
húsin, enda eru þeir stærstu inn-
flytjendur dráttarvéla.
Slysin tilefnið
— Hvað kom ykkur þá til að
ráðast í þetta?
— Fyrst og fremst hin mörgu
traktorsslys sem orðið hafa á
undanförnum árum og ekki sízt
dauðaslysið, sem varð hér í firð
inum. Þau vöktu ökkur til um-
hugsunar um þá auknu slysa-
hættu, sem er að skapast við ört
fjölgandi notkun dráttarvéla.
Einnig mætti til nefna blaða-
greinar Arna G. Eylands, þar
sem hann er að reyna að veKja
athygli manna á vandamáli, sem
Úr vélasal Vélsmiðjunnar Stál á Seyðisfirði, þar sem nokkur
öryggishús á traktora sjást í smíðum. Fjarst sést eitt, sem þegar
hefur verið sett á dráttarvéi.
Alexander
Keflavík
Klemensson
— Kveðja
Hólabraut 16, Keflavík.
F. 6. okt. 1898. — D. 20. jan. 1960.
Kveðja frá bræðrum hans.
★
Vertu sæll, vinur og bróðir.
Vonimar falla
oft, fyrir andgusti dauðans,
þótt annar sé meiri.
Sigrari dauðans, hinn sanni,
sonur Guðs, lifir.
Náð hans er ný sérhvern daginn.
náð hans þig blessi.
Lítum við beygðir til baka,
þá brott ert þú farinn.
Hlýr eins og vorblærinn varstu,
vinunum þínum.
Leiddumst til leikja og starfa,
Nýr skólameistari á
Laugarvatni tekinn við
FYRIR nokkru átti blaðið tal við
Jóhann Hanness., hinn nýja meist
ara við Menntaskólann á Laug-
arvatni. Jóhann tók við starfi
sínu við skólann um sl. áramót,
er hann kom heim frá Ameríku
en þar hafði hann verið bóka-
vörður við Cornell-háskóla við
íslenzka safnið þar, hið sama og
áður höfðu verið Halldór
Hermannsson og Kristján Karls-
son.
Jóhann skólameistari er M.A.
í íslenzkum bókmenntum frá
Kaliforníuháskóla í Berkley. —
Hann hyggur gott til dvalarinn-
ar hér heima og kveðst vera
ánægður yfir að standa á ný á
íslenzkri grund, en erlendis hef-
ur hann nú dvalizt samfleytt i
10 ár.
Hinum nýja skólameistara lízt
staðurinn fagur og skólinn vel í
sveit settur og telur framtíð
hans muni bjarta.
— Hér þarf vissulega margt
að gera, segir Jóhann, og allar
horfur eru á því að framkvæmdi;
gangi hér að óskum.
— Ósk mín er sú, að hér megi
skólastarf blessast, enda ekki
ástæða til að efa að svo verði,
segir Jóhann Hannesson að lok-
um.
Til sölu og sýnis
Opel Caravan 1955. Sérlega
glæsilegur.
Chevrolet ’47 sendibifreið. —
Skipti óskast á nýlegri bif-
reið. —
lífið er fagurt.
Sameign var sæla og tárin,
sigur og tapið.
Fyndi einn fegursta blómið,
fylgdumst við allir
saman að sjá það og skoða
á sólríkum stundum.
Vetur þótt líði um landið,
lífið var fagurt,
stjrnanna leifrandi ljóma
litum við allir.
Þakkarorð titra á tungu,
tregi í hjarta.
Það er svo margt, er við minn-
umst,
þá moldin þig hylur.
Hjartans þökk, hjartkæri bróðir,
heilagir englar
ljósvarði leiðina þína
til landanna nýju.
Huggi Guðs heilagi andi
þá harmur nú særir,
veiklast ei vináttu böndin,
þótt vinirnir hverfi.
Sælurík samfunda vonin >
sorgunum eyðir.
Minninga geislarnir gylla
grátskýja tjöldin.
hér bíður úrlausnar. Það er satt
að segja furðulegt, að samtök
bænda og aðrir þeir, sem málið
er skyldast, skuli ekki hafa látið
þetta til sín taka fyrir löngu.
Fjöldi dráttarvéla í landinu mun
nú vera um 5000 og þeim fer ört
fjölgandi. Það er augljóst að því
lengur sem dregst að gera ráð-
stafanir til að forðast traktors-
slysin, því erfiðara verður það
viðfangs.
Mikið um traktorsslys hér
A það skal bent, að árið 1958
varð hér á landi eitt dauðaslys
á hverja 1000 traktora. í Svíþjóð
urðu dauðaslysin árið 1957 0,21
á 1000 traktora, £ Noregi 0,83.
Þrátt fyrir hina tiltölulega
lágu hlutfallstölu í Svíþjóð, hafa
Svíar gripið til róttækra aðgerða.
Hinn 1. júlí síðastliðinn gengu í
gildi ákvæði, sem gera það að
skyldu við sölu á nýjum traktor-
um, að traktorinn sé með öryggis
húsi eða öryggisgrind. Ákvæði
þessi voru sett að undangengn-
um víðtækum rannsóknum og
athugupum. .
Við álítum að slík ákvæði eigi
einnig að setja hér á landi, ekki
sízt þegar sannað er að þau
þurfa ekki að valda þjóðinni
aukinni gjaldeyriseyðslu.
■— Álítið þið þá að slík öryggis
hús eða grindur sé lausnin á
vandanum?
— Slíltur útbúnaður getur
aldrei orðið öruggur með öllu,
en óhætt er að fullyrða, að hann
hefði fyrirbyggt flest dauðaslys-
in, sem urðu hér árið 1958 og
með tilkomu slíkra öryggishúsa
er áreiðanlega stigið stærsta
skrefið til úrbóta.
Langalgengustu slysin verða,
er traktorinn veltur á hliðina. 1
sænskri skýrslu segir t. d. að af
slysum sem rannsökuð voru sér-
staklega, voru 121 eða 18% með
þeim hætti að hann „prjónaði".
Af þessum veltum til hliðar
urðu 54 af dauðaslysunum.
I apríl síðastliðnum voru gerð-
ar á Hvanneyri veltutilraunir
með þetta öryggishús okkar und-
ir eftirliti Öryggiseftirlits ríkis-
ins og Verkfæranefndar ríkisins.
Kom þar í ljós að húsin eru mjög
sterk og þola flestar algengustu
veltur sem koma fyrir.
— Hverjar álítið þið að undir*
tektir bænda verði?
— Ekki er gott að segja um
það fyrirfram, en bændur virð-
ast ótrúlega skeytingarlausir í
þessum efnum. Það er ærinn
ábyrgðarhluti að láta börn og
unglinga nota þessi tæki án þess
að fyllsta öryggis sé gætt í hví-
vetna.
— Hvað koma húsin svo til
með að kosta?
— Það er ekki fullséð ennþá,
en sýnt er að þau verða ekki dýr-
ari en samsvarandi hús innflutt.
Sennilega um eða innan við átta
þúsund. Ef bændur sjá sér ekki
fært að ráðast í kaupin af fjár-
hagsástæðum, ætti Tryggingar-
stofnun ríkisins að bjóða flam
skynsamleg lán til kaupanna.
Hún fengi það endurgreitt með
rentum og rentu-rentum.
Að fengnum þessum upplýs-
ingum kvaddi fréttamaður þá
Pétur og Astvald með þakklæti
fyrir greið svör.
K. 1L
- ÚTSAIAN
Bezt
Úlpur — Regnkápur — Pils
Peysur — Blússur — Belti
Náttföt — Sloppar — Undirföt
☆ Mikið vöruval
☆ Afsláttur 30-75%
Bergþórugötu 3. Sími 11025.
Vesturveri