Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 23
FMnmtudagur 28. jan. 1960 MORCVHRLAÐ1Ð 23 Lungnaveiki drap 10 ær á Borgarfirði — Alsir Framh. af bls. 1 mikill og ósvífinn áróður hefði verið rekinn til þess að reyna að efna til sundurþykkju með ríkisstjóminni. Slíkt mundi samt ekki takast. Ráðherrann greindi jafnframt frá því, að de Gaulle mundi flytja útvarpsávarp til frönsku þjóðarinnar á föstudaginn. — Sennilegt er, að forsetinn geri þá ýtarlega grein fyl'ir ráðagerðum sínum. Auk þess ítrekaði innanríkis- ráðherrann, að de Gaulle mundi fara til Alsír hinn 5. febrúar eins og áformað hefði verið. Ekki fékkst hann hins vegar til að Iáta neitt uppi um annað, sem rætt var á ráðuneytisfundinum. „Farið að lögum“ Ritskoðun er enn á öllum frétt- um frá Alsír. Samt er Ijóst, að ástandið þar er óbreytt. Paul DeLouvrier, stjórnarfulltrúi í Alsír, flutti ræðu í útvarp þar í dag og hvatti Alsírbúa alla til að beita skynsemi. Hann lofaði hinum öfgafullu hægrimönnum, sem nú hafa tekið upp vopn gegn de Gaulle og Alsíráætlun hans, því, að allt mundi að lokum ávinnast, ef vopnin yrðu lögð niður og farið að lögum. — Ég geri allt mitt til að koma í veg fyrir að leiðir Frakklands og Alsír skilji. Auðvitað skil ég mætavel afstöðu þeirra, sem í örvæntingu og af hugrekki ætla að beita áhrifum sínum til þess að Alsír verði frönsk um ókom- in ár, sagði hann. Af öllu hjarta — Og ég veit, að flestir hér í Alsír hafa þetta sama sjónarmið. Þjóðin heima í Frakklandi verð- ur að skilja það. Og ég, fulltrúi stjórnarinnar, geri mér vel grein fyrir því sem hér liggur að baki — og hugsanlegum afleiðingum. Þið vitið öll, að áhættan er mikil. Sambandsslit við Frakkland? — Enginn vill það hér. Stjórnar- kreppa? Enginn vill það hér. Að Alsír verði Frakklandi töpuð fyr- ir fullt og allt? DeLouvrier hvatti menn eindreg ið til að aðhafast ekkert, sem stofnað gæti sambandi Frakk- lands og Alsír í voða. — Við höfum ekki tapað neinu, sagði hann. Ég bið ykkur að hætta verk fallinu strax og ganga til vinnu. Ef regla kemst á aftur mun allt ávinnast. Ég bið ykkur þess af öllu mínu hjarta, af öllum kröft- um sálar minnar. Engin eftirgjöf Skömmu áður en DeLouvrier flutti ræðu sína höfðu uppreisn- armenn dreift fkugmiðum yfir Al- geirsborg. Þar voru borgarbúar hvattir til að gefa hvergi eftir og halda verkfallinu áfram. Á- varpið var undirritað af Lagaill- ard, foringja uppreisnarmanna. Munum þjóna þjóðinni Yfirmaður franska hersins í Alsír, Maurice Challe, flutti líka ræðu í útvarpið í Alsir í dag. Ræða hans vakti ekki síður at- hygli en ræða stjórnarfulltrúans. Challe sagði, að herinn hefði sýnt mikla þolinmæði til þess að komast hjá átökum í Alsír. — Herinn er staðráðinn í því að varðveita einingu sína. Þetta er her ríkisins, franski herinn. Það þýðir einungis, að herinn verður stjórn landsins hollur, hann mun þjóna þjóðinni. — Hér hefur verið barizt í þrjú ár, bæði með aðstoð hermanna frá heimalandinu og Alsír. Barátt unni verður haldið áfram svo að Alsír verði franskt land framveg- is, það getur ekki verið néinn annar tilgangur með þessari bar- áttu, sagði herforinginn. Algert verkfall Þrátt fyrir þessar áskoranir var ekki vitað annað í kvöld en að verkfallið væri svo að segja algert í borgum Alsír. Bæði I Oran og Algeirsborg héldu upp- reisnarmenn kyrru fyrir í götu- vígjum sínum. Franskir fallhlíf- arliðar og landgöngusveitir voru á varðbergi í nágrenninu, en ekki kom til neinna átaka — og sýnt, að ekkert slíkt væri í undirbún- ingi. Uppreisnarmenn ítrekuðu samt, að þeir mundu verjast til síðasta manns, ef herinn byrjaði að skjóta. Konur báru uppreisnarmönn- um vistir og vatn til götuvígj- anna. Uppreisnarmenn í Algeirs borg segjast hafa vopn og visúr til þriggja mánaða. Eitthvað mun hópurinn hafa stækkað í dag innan víggirðinganna, orð- inn nokkur þúsund. Myndum af Massu hampa uppreisnarmenn og áhangendur þeirra mikið. — „Lifi Massu, niður með de Gaulle“!, hrópa þeir. Grjótkast — skotið Vopnaðir flokkar uppreisnar- manna gengu um helztu götur Algeirsborgar í dag til að lna eftir því að verkfallið yrði yíir- leitt haldið. Búðir eru lokaðar og allt með kyrrð, en miKÍll fjöldi gangandi fólks á ferli, því bílar eru nú fáir eftir í umferð. Benzínafgreiðslum, sem öðrum sölubúðum er lokað vegna verk- fallsins. A einum stað, I Mostaganem, kom til átaka, er um 1,200 Mú- hameðstrúarmenn fóru fjölda- göngu til að lýsa stuðningi við de Gaulle. Var gerður aðsúgur að fólkinu og hafið grjótkast. Nokkrum skotum var hleypt af og munu sex menn hafa særzt. Uppreisnarmenn hafa gengið fast eftir því, að Múhameðstrúarmenn lokuðu verzlunum sínum og tækju þannig þátt í verkfallinu. Hefur komið til átaka út af þessu á nokkrum stöðum. Eining í Frakklandi. Annars eru fréttir af skornum skammti, eins og fyrr greinir, og mótmæltu erlendir fréttamenn í Alsír harðlega ritskoðuninni við DeLouvrier í dag. Andstæðingar de Gaulle hvöttu til verkfalla á nokkrum stöðum í Frakklandi í dag, en árangurslítið. Verkfallsbarátta var hafin meðal háskólastúdenta í París, en hún bar líka lítínn árangur. Talsmenn Múhameðstrúar- manna í Alsír hafa lýst yfir full- um stuðningi við de Gaulle — og miðstjórn Gaullistaflokksins ákvað á fundi í dag að kalla saman skyndifund þingmanna flokksins á fimmtudag til að ræða á hvaða hátt flokkurinn gæti bezt stutt forsetann. Það vakti líka athygli í Frakk- landi í dag, að útbreiddasta blað landsins, France Soir, birti for- ystugrein með yfirskriftinni: Þjóðin stendur öll að baki de Gaulle. Borgarfirði eystra, 20. jan. EINSTÖK veðurblíða var hér frá áramótum og til 15. þ.m., en þá kólnaði í veðri og gerði nokkurt frost, er haldizt hefur til þessa, með smá snjóéljum svo nú er lítilsháttar föl á jörðu. Veturinn til áramóta var sérstaklega mild- ur en mjög úrfellasamur, frost sjaldan en stórrigningar tíðar. Aldrei snjóaði svo heitið gæti nema í áhlaupinu mikla í fyrri hluta nóv. en þann snjó tók fljótt upp með öllu, einnig þann snjó er kom skömmu fyrir jóUn. Nær alltaf hefur því verið næg jörð fyrir sauðfé, en oft ónæðissamt vegna rigninga fyrir hátíðarnar. 1 RÚMAN aldarfjórðung, eða síðan árið 1935, hefi ég, vegna stjórnar Þjóðvinafélagsins, haft með höndum ritstjórn Andvara og Almanaks Hins íslenzka þjóð vinafélags. Nokkru eftir að bóka- útgáfur Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins voru sameinaðar, vakti ég máls á því, að rétt væri og reyndar nauðsynlegt að breyta Andvara, gera hann að reglulegu tímariti, er út væri gefið a. m. k. í 3 heftum á ári. Úr því ég var kjörinn forseti Þjóðvinafélagsins 1958, hreyfði ég þessu máli á nýjan leik. S.l. vetur var svo ákveðið að gera breytingu á Andvara, stækka hann og gera hann að sterkara þætti í félagsútgáfu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins en áð- ur. Talið var eðlilegt, að Menn- ingarsjóður hefði hlutdeild í rit- stjórn Andvara, úr því þessi breyting var ráðin. Ég hafði í fyrstu hugsað mér þriggja manna ritstjórn, tvo frá Þjóðvinafélag- inu og einn frá Menningarsjóði, en það varð úr, að ritstjórarnir yrðu tveir aðeins. Tók fram- kvæmdastjóri bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs, Gils Guðmundsson, að sér ritstjórnina af hálfu Menningarsjóðs, en af hálfu Þjóðvinafélagsins annaðist ég hana áfram. Nú hefir sú breyt- ing orðið á ritstjórn Andvara, að Helgi Sæmundsson, formaður -Menntamálaráðs, hefir tekið sæti Gils Guðmundssonar. Til- kynning um þetta, sem nýlega birtist í blöðum og útvarpi, hefir valdið misskilningi nokkrum, og þvi er þessi orðsending birt. Af hálfu Þjóðvinafélagsins mun ég Víðast hvar hefur fé verið gefið þó nokkuð með beitinni. Tíu ær drepizt úr lungnaveiki Nokkuð hefur borið á lungnaveiki í fé og hefur orð- ið að fara betur með það af þeim sökum. Á einum bæ hafa 10 ær drepizt úr veik- inni Vegir innan sveitar hafa nær alltaf verið færir í vetur og eru enn, vegurinn til Héraðs var lengi fær, en um nokkurn tíma hafa smákaflar á honum ekki verið færir svo þeir, sem farið hafa þar á milli, hafa orðið að annast ritstjórn Andvara eins og hingað til, þar til stjórn Þjóð- vinafélagsins gerir hér aðra skip- an á. ganga kafla yfir fjallið á milli bíla. Mikið félagslíf Unga fólkið hér sýndi sjón- leikinn „Karólína snýr sér að leiklistinni“ eftir Harald A. Sig- urðsson á milli hátíðanna. Einnig sýndi það leikinn upp í Héraði í Félagsheimilinu á Hjaltastað við góð^ aðsókn. Barnasamkoma var hér eftir nýárið, sóttu hana um 100 börn, auk fullorðinna. Þorrablót er nýafstaðið en þau hafa verið haldin hér árlega um nokkurt árabil og var þetta hið 14. í röðinni. Eru þau jafnan vel sóit. Var það nú nokkru fyrr en venjulega, vegna þess að fjöldi fólks var á förum héðan í at- vinnuleit í verstöðvarnar fyrir sunnan, einkum til Vestmanna- eyja. — I. I. Krúsjeff til Indlands LONDON, 27. jan. (Reuter). — Krúsjeff mun koma við í Nýju Delhi 11. febrúar á leið sinni til Indónesíu, að því er Tass-frétta- stofan tilkynnir. Hann mun dvelja tvo daga í höfuðborginni, en síðan skoða ríkisbúgarð og stálverksmiðju. 16. febrúar fer hann svo til Burma með við- komu í Kalkútta. Allar góðar kveðjur, sem mér bárust á sextugasta og fimmta afmælisdegi mínum, þakka ég af heilum hug. Davíð Stefánsson Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 50 ára afmæli mínu 18 þ.m. — Guð blessi ykkur ÖII. Eyrún Helgadóttir, Þórustíg 17 íbúð við Laufósveg til sölu. Á hæðinni, sem er ca. 83 ferm., eru 3 herb. eldhús, bað, innri forstofa. t risinu fyrir ofan hæð- ina eru 2 lítil herbergi, sem hægt er að stækka og geymslur. Eignarhluti í þvottahúsi í kjallara. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Láriis Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Þorkell Jóhannesson Jarðarför GUÐRlÐAR JAKOBSDÓTTUR Hávallagötu 3, fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 28. janúar kl. 2 e.h. — Athöfninni í kirkjunni verður út- varpað. Fyrir hönd vandamanna: Ema Öskarsdóttir, Jón S. óiafsson Útför GUÐUAUGAR JÓNSDÓTTUR saumakonu, frá Galtarholti verður gerð frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. þ.m. kl. 1,30 síðd. — Athöfninni verður útvarpað: Aðstandendor Móðir okkar GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hcillskoti, Öldugötu 53, sem lézt að Elliheimilinu Grund 22. þ.m. verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 29. þ.m. kl. 1,30. Guðmunda Jónsdóttir, Egill H. Jónsson, Gestur E. Jónsson. Jarðarför fóstursonar míns DAVlÐS SVANBERGS HARAUDSSONAR sem lézt að Vífilstaðahæli 21. jan. fer fram frá Fossvogs- kirkju laugardaginn 30. jan. kl. 10,30 f.h. Arnheiður Bjömsdóttir. Hjartanlegt þakklæti öllum þeim ,er sýndu okkur sam- úð við fráfall, JÓNS BJÖRGVINS SVEINSSONAR er fórst með m.b. Rafnkell. Unnur Uárusdóttir og böra, Kristín Guðmundsdóttir Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför MAGNÚSAR JÓNSSONAR Sérstaklega viljum við þakka lækni og hjúkrunar- fólki Dvalarheimilisins fyrir alla umönnun og hlýju í garð hins látna. Þuríður Kristjánsdóttir, Guðmundur Magnússon. Jarðarför mannsins míns, CARLS C. BENDER fyrrverandi kaupm. frá Djúpavogi fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. þ.m. kl. 10,30 árdegis. Jarðaförinni verður útvarpað. Guðleif Bender, böm, tengdabörn og barnaböra Qrðsending frd forseta Hins ísl. þjdðvinafélags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.