Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 8
8
MORCinSRT.Afílfí
Fimmtudagur 28. jan. 1960
Senor Juan Pablo de Lojendio segir Castro til syndanna.
UM hríð sást Fidel Castro
einn á sjónvarpstjaldinu.
En skyndilega birtist and-
lit spánska sendiherrans
afmyndað af reiði. Svo var
rifizt og skammazt, há-
reysti, handalögmál. Full-
komið Suður-Ameríkuupp
þot — og allir skemmtu
sér vel.
Þannig var ein lýsingin á
hinum sögulegu viðskiptum
Fidel Castro, skeggjaða for-
saetisráðherrans á Kúbu, og
spánska sendiherrans á Kúbu,
Senor Juan Pablo de Lojend-
io. Og auðvitað lyktaði upp-
þotinu með því, að sendiherra
Francos var færður út úr
sjónvarpshöllinni með valdi.
Og ekki nóg með það: Honum
var vísað af eyjunni og
kúbanski sendiherrann í
Madrid jafnframt kallaður
heim.
Talar tímunum saman
Castro er þekktur „Mara-
þon-ræðumaður“. Hann flyt-
ur sjónvarpsræður oft í viku
og stundum talar hann allt að
því 10 klst. samfleytt. Ræð-
um hans eru aldrei nein tak-
mörk sett í dagskránni. Hann
kemur þegar honum sýnist,
rýfur dagskrána og byrjar að
tala og getur haldið áfram
undir morgun, ef því er að
skipta.
Og þó að hann sé fyrirfram
ákveðinn í að tala og tilgreint
hafi verið hvenær ræðan hefj-
ist, kemur oft fyrir, að hann
mætir svo sem hálftíma of
seint. En enginn getur sagt
neitt við því. Það er Fidel
C-astro sem ræður.
Allir ekki jafnánægðir
Kvöld eitt í fyrri viku var
hann sem oftar í sjónvarpi.
Margt áheyrenda var í saln-
um, meðal þeirra gamli
hnefaleikakappin Joe Louis,
sem var sérlegur gestur
Castros. Og að venju réðist
Castro harkalega á þá, sem
hann tók fyrir í það skiptið.
Að þessu sinni voru Banda-
ríkjamenn og Spánverjar aðal
umræðuefnið. Hann dró fram
bréf frá einum stuðnings-
manna sinna og las: Spánska
sendiráðið í Havana og róm-
versk-kaþólska kirkjan á
Kúbu stunda andbyltingar-
starfsemi og grafa undan
stjórn Kúbu.
Áheyrendur í útvarpssal
klöppuðu mikið. Það var eitt-
hvað bragð að þessu.
En ekki fögnuðu allir jafn-
heitt og innilega. Spánski
sendiherrann, de Lojendio, sat
við sjónvarpstækið heima hjá
sér. Hann spratt á fætur, þeg-
ar Castro las upp sakargift-
irnar, hljóp við fót af stað og
nokkrum mínútum síðar
renndi spánskur sendiráðsbíll
á ógnarferð upp að sjónvarps-
höllinni í Havana.
Komnir í hár saman
Og sendiherran var ekki á-
rennilegur þar sem hann æddi
inn í höllina. Dyravörðurinn
hraut út í horn og de Lojend-
io ýtti óþyrmilega við þeim,
sem stóðu vörð við sjónvarps
salinn sjálfan. Lífverðir
Castros ruku upp til handa
og fóta, en hrökkluðust líka
úr vegi fyrir sendiherranum.
Og þarna stóð Senior Juan
Pablo de Lejondio, sendiherra
Frankos, öskugrár í framan
andspænis hinum skeggjaða
Castros, sem var aðeins að
byrja á ræðu sinni.
— „Ég krefst þess að fá að
svara þessum svívirðulegu á-
sökunum á hendur spánska
sendiráðinu", hrópaði sendi-
herran svo að undir tók í
salnum. Castro reyndi að ýta
honum frá sér og hélt áfram
ræðu sinni, en sendiherrann
sótti fastar á.
— „Nei, þú færð ekki að
segja eitt einasta orð‘‘, sagði
Castro höstuglega, þegar hon-
um þraut þolinmæðin.
En sendiherra Francos tók
ekki svona svar gilt. Nú var
hann líka kominn á sjónvarps-
tjaldið og þeir komnir í hár
saman. Þeir jusu úr skálum
reiði sinnar hvor yfir annan,
hávaðinn var ærandi.
Líf í tuskunum
Margt gerðist nú samtímis:
Lífverðirnir náðu sér, áheyr-
endur stukku úr sætum sín-
um, veltu um koll stólum og
bekkjum og þustu upp að svið
inu. Allir höfðu fengið málið
og hin undurfagra spænska
tunga hljómaði nú margradd-
að í æsingarfullum ópum og
köllum.
Dauðskelkaðir magnara-
verðir rufu sambandið við
sjónvarpsmyndatökuvélina en
gleymdu hljóðnemanum svo
að allir þeir, sem sátu við sjón
varpstæki sín, heyrðu, þegar
Senor Osvaldo Dorticos, for-
seti kúbanska lýðveldisins,
þreif hljóðnemann og hrópaði,
að sendiherrann á Kúbu væri
óæskileg persóna (persona
{ non grata). Ólætin stóðu í
sjö mínútur.
Rekum hann
Castro birtist nú aftur á
sjónvarpstjaldinu. Hann var
ekki'búinn að jafna sig. Sendi
herrann var heldur ekki bú-
mn að jafna sig, þegar hann
var leiddur út af hermönnum.
Joe Louis fór síðar miklum
viðurkenningarorðum um
menn Castros vegna þess að
sendiherran hafði sloppið lif-
andi heim.
Castros var enn að tala i
sjónvarpið, þegar farið var að
hengja upp breiða borða yfir
aðalgötum borgarinnar með
áletruninni: Við heyrðum
hvað þú sagðir, Fidel. Við
stöndum með þér. Rekum
spánska sendiherrann.
Þá var klukkan tvö eftir
miðnætti. Kluklcan liðlega 3
um nóttina lauk Castro ræð-
unni og hafði þá talað í góðar
fimm stundir. En klukkan sex
um morguninn var farin
fyrsta skipulagða mótmæla-
gangan til bústaðar sendi-
herrans, þar sem hann var
að taka saman föggur sínar.
Hópgangan var hávaðasöm,
líka þær, sem á eftir komu.
Brottrekinn — heimkvaddur
Spánski sendiherrann neit-
aði að vísu að taka við orð-
sendingu frá utanríkisráðu-
neyti Castros, þar sem hann
var beðinn að verða á brott
innan 24 stunda. En sendi-
herrann hélt samt heimleið-
is sama dag með flugvél og
var fylgt til flugvallarins af
fjölmennum herflokki. Fólk
hafði safnazt saman meðfram
leiðinni. sem hann ók, og hróp
aði ókvæðisorð að sendiherr-
anum.
Nokkru siðar veifaði hann
brosandi til fréftamanna, og
steig upp í flugvélina. Sömu
fréttamenn tóku á móti kúb
anska sendiherranum, sem
kvaddur hafði verið heim frá
Madrid í skyndi. En menn
voru þá næstum búnir að
gleyma þessum atburði, því
Castro ætlaði að tala aftur í
sjónvarp þá um kvöldið.
Eru Poujadistar oá
rísa upp oð nýju?
í tuskunum hjá Castro
PARÍS, 18. jan. (Reuter): —
Pierre Poujade, sem fyrr á ár-
um var áhrifamikill i frönskum
sljórnmálum, kveðst nú ætla að
hefja stjórnmálastarfsemi að
nýju, en litið hefur á honum bor.
ið síðan de Gaulle komst til
valda.
Poujade varð frægur mjög ár-
ið 1956, þegar hann hafði forustu
í hægrisinnuðum samtökum
skattgreiðenda, sem buðu fram í
þingkosningum og komu fjölda
fulltrúa- á þing. Gekk flokkur
hans, sem þá var laus í böndun-
um undir nafninu Poujadistar.
1 dag hélt Poujade fund með
blaðamönnum og skýrði frá því
að flokkur hans hefði í hyggju
að efla stórlega starfsemi sína.
Sagði Poujade að nú væri svo
komið að flokkur hans væri einu
samtökin, sem gætu unnið bug á
kommúnistum.
Poujade sagði fréttamönnum,
að 100 þúsund manns væru fast-
ir meðlimir í flokki hans, en auk
þeirra mætti fastlega vænta þess,
að 800—900 þúsund manns að-
hylltust flokkinn.
Ennfremur greindi hann frá
því, að flokksþing Poujadista
yrði haldið í París um miðjan
febrúar. Kvaðst Poujade í fyrstu
hafa ætlað að safna um 200 þús.
fylgismönnum sínum til höfuð-
borgarinnar á flokksþingið. Gall
inn væri aðeins sá, að ómögu-
legt hefði verið að fá nógu stór-
an fundarsal.
Poujade gagnrýndi de Gaulle
harðlega fyrir það, að franska
heimsveldið væri að leysast upp
í höndunum á honum. Einnig
sagði hann, að einvörðungu spillt
öfl í Frakklandi gætu fagnað
heimsókn Krúsjeffs.
íbúðoreigendur í Gnoðarvogi
stofnn framiarafélag
TÍUNDA desember síðastliðinn
stofnuðu eigendur íbúðarhúsa
við Gnoðarvog, sem byggð eru af
Reykjavíkurbæ, með sér fram-
farafélag til að gæta hagsmuna
sinna og bindast samtökum um
fegrun lóða í hverfinu.
Ákveðið var á stofnfundinum
að félagið bæri nafnið Gnoð —
í höfuðið á hverfinu, en það tak-
markast af Suðurlandsbraut að
sunnan, Álfheimum að vestan,
Gnoðarvogi að norðan og íþrótta-
sal Hálogalands að austan.
Eftirtaldir menn voru kosnir
í stjórn félagsins: Höskuldur
Jónsson, formaður, Guðjón Magn
ússon, varaform. Árni Jónsson,
gjaldkeri og Kristján Erlends-
son, ritari, en meðstjórnendur
voru kosnir: Gísli Jensson og
Óskar Sampsted.
íbúðareigendur í Gnoðavogi
eru alls 120, og mættu 90 þeirra
þegar á stofnfundi félagsins.
Bíll til sölu
Vil selja Skoda Station, árgerð
’52. Bíllinn er í 1. fl. standi,
mjög hentugur við verzlun
eða smá iðnfyrirtæki. Upplýs-
ingar í síma 50989, eftir kl.
8 á kvöldin.
Gegnum
glugga
og stal 2000 krónum
1 FYRRINÓTT komst innbrots-
þjófur inn í mjólkurbúð að Há-
teigsvegi 2. Þar stal hann nokkru
af peningum. Komst þjófurinn
gegnum glugga í snyrtiklefa búð
arinnar, án þess að brjóta nokk-
uð eða skemma. í peninga-
skúffu fann hann 2000 krónur í
skiptimynt.
En þegar þjófurinn hefur verið
kominn út á götuna aftur, virð-
ist sem hann hafi orðið eitthvað
óstyrkur. A stéttinni framan við
búðina fundust í gærmorgun,
þegar afgreiðslustúlkurnar komu
til starfa, 100 krónur.
•“—-----------—
Starfsaldur rábi
embættisveitingu
HAFNARSTJ ÓRNARMÖNNUM
hefir borizt bréf frá hafnsögu-
mönnum hér við Reykjavíkur-
höfn, svo og frá Starfsmannafé-
lagi Reykjavíkur, þess efnis að
við veitingu yfirhafnsögumanns-
starfsins, verði farið eftir starfs-
aldri, ef ekki önnur atvik koma
í veg fyrir slíkt.
Skákáhugi
á Akranesi
STARFSEMI Taflfélags Akraness
stendur með all miklum blóma og
eru taflæfingar reglulega á þriðju
dögum og fimmtudögum kl. 8,30
-—12 síðdegis og á sunnudögum
kl. 1,30—7.
Taflfélagið er til húsa í Bæjar-
húsinu við Kirkjubraut 8. For-
maður félagsins er Gunnlaugur
Sigurbjörnsson, vélstjóri. Starfs-
árið hófst 1. okt. með svonefndu
Haustmóti T.A. í 1. flokki, 2.
flokki og unglingaflokki.
Fyrsta flokks mótinu lauk
skömmu fyrir jól. Tvöföld um-
ferð. Efstur varð Guðmundur P.
Bjarnason, hlaut 5 vinninga, 2.
og 3. voru Guðni Þórðarson og
Þórður Egilsson með 3 vinninga
hvor. Guðmundur hlaut sæmdar-
heitið Skákmeistari T.A. 1959 í
fyrsta sinn. 1 öðrum flokki voru
þátttakendur 14 að tölu. Sigurr
vegari var Guðjón Stefánsson
með 12 vinn., 2. Ingimar Halldórs
son, 14 ára, með 11 vinn., og 3.
Jóhann Jóhannsson. Tveir efstu
flytjast upp í fyrsta flokk.
1 þriðja flokki voru þátttak-
endur 20 og var keppt eftir
Monrads kerfi. Ellefu umferðir
voru tefldar. Efstir og jafnir
voru Jón Alfreðsson. 10 ára, og
Jón Sigurðsson með 9 vinn. hvor,
og flytjast þeir upp í annan flokk.
Hraðskákmót T.A. hófst 10. jan-
úar. Þátttakendur voru 20 og
voru tefldar 9 umferðir eftir
Monrads kerfi. Hraðskákmeistari
var Vigfús Runólfsson með 13%
vinn., 2. Gunnlaugur Sigurbjörns
son, einnig með 13% vinn., 3.
Guðni Þórðarson með 12 vinn.
Skákþing Akraness hefst á
þriðjudag, 19. jan. kl. 8,30 í Bæj-
arhúsinu. Teflt er í fyrsta öðrum
og þriðja flokki. Mikil þátttaka
hefur verið í nýstofnaða ungl-
ingaflokknum ,þar sem piltar á
aldrinum 8-16 ára hafa sýnt hinni
hollu íþrótt mikinn áhuga. En
fjárskortur er mikill, en verkefni
mörg óleyst. Einkum er varðar
kennslu unglinganna. Ekki er
þeim unglingum hætta búin, sem
sækja af áhuga fundi félagsins.
1 fjáröflunarskyni gengst taflfé-
lgið fyrir hljómleikum og dans-
leik laugardaginn 23. jan. KK-
sextettinn, ásamt Ellý Vilhjálms
og Öðni Valdemarssyni, leikur
og syngur. Taflfélagið heitir á
bæjarbúa að veita því lið, með
góðri aðsókn að þessum skemmt
unum. Hljómleikarnir verða kl. 8
í Bíóhöllinni og dansleikurinn kl.
10 í Hótel Akranes.