Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 12
12
MOFCUNRTJfílÐ
Finvntudagur 28. jan. 1960
Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjamason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsir.gar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið
ÓÐI
TVTÝTT og glæsilegt skip hef-
’ ur bætzt í íslenzka varð-
skipaflotann. Óðinn hinn nýi
er betur búinn og hraðskreið-
ari en öll okkar eldri varð-
skip. Má því fullyrða, að hann
sé mjög vel hæfur til þess að
gegna hinu mikilvæga hlut-
verki sínu.
N N
En nú skiptir það megin-
máli að hið nýja varðskip
er komið til landsins og
mun fljótlega taka upp
varðgæzlu á íslenzkum
fiskimiðum. Allir íslend-
ingar fagna því og bjóða
Óðin velkominn til ís-
lands.
Tillaga
Bjarna Benediktssonar
Alþingi samþykkti í marz
1956 tillögu frá þáverandi
dómsmálaráðherra, Bjarna
Benediktssyni, um að veita
ríkisstjórninni heimild til að
hefja undirbúning að smíði
nýs varðskips. Var þá þegar
auðsætt, að brýna nauðsyn
bar til þess að efla varðskipa-
stólinn þar sem fram undan
voru aðgerðir til frekari út-
færslu fiskveiðitakmarkanna.
Því miður dróst það fram í
árslok 1958 að samið væri um
smíði hins nýja varðskips.
Kemur það því allmiklu
seinna til gæzlustarfa en ráð
hafði verið gert fyrir upphaf-
lega.
Löggæzla og bjc'frgun
Islenzku varðskipin eru
ekki herskip í þeim skilningi,
sem venjulega er lagður í það
orð. Hlutverk þeirra er fyrst
og fremst að halda uppi lög-
gæzlu, tryggja það eftir
föngum að hin íslenzka fisk-
veiðilandhelgi sé virt, bæði af
útlendingum og íslendingum
sjálfum. Það hefur einnig
komið í þeirra hlut að annast
bj örgunarstörf og aðstoð við
hinn stóra fiskiskipaflota,
sem sækir á miðin umhverfis
landið.
Landhelgisgæzlan er ríkur
þáttur í varðveizlu íslenzks
sjálfstæðis og fullveldis. —
Verrid fiskimiðanna og bar-
áttan gegn rányrkjunni er
einnig þýðingarmikill þáttur
í lífsbaráttu þjóðarinnar. —
MYNDUN
SPARIFJÁR
CPARNAÐUR er undirstaða
allra framkvæmda. Þrátt
fyrir það hefur furðulítið
verið gert af opinberri hálfu
á undanförnum árum til að
hvetja almenning til sparn-
aðar. Það dugir lítt, að ráða-
menn þjóðarinnar minnist
stundum á það í ræðu og riti,
að sparnaður sé þjóðfélaginu
nauðsyn. Eina raunhæfa leið-
in er að gera ráðstafanir, sem
duga, til að fólk sjái sér hag
í því að leggja fyrir og eign-
ast sparifé.
Þjóðfélaginu til gagns
Fjölda mörgum er sparnað-
ur í blóð borinn, og þetta fólk
vill ekki eyða öllum tekjum
sínum, ef það hefur nokkur
tök á öðru. Margir vilja spara
til elliáranna eða til þess að
eiga nokkurn sjóð, ef sér-
staka erfiðleika ber að
höndum. Einnig þurfa flestir
að spara um langan tíma, ef
þeir vilja eignast dýra hluti.
Hvert svo sem markmiðið
er, og þó að fólk sé eingöngu
að spara í eiginhagsmuna-
skyni, þá kemur sparnaður-
inn þjóðfélaginu til góða.
Með því að leggja sparifé í
banka og sparisjóði, þá verða
peningarnir frjálsir til ráð-
stöfunar fyrir atvinnuvegina,
og þjóðin í heild nýtur góðs
af. Þegar einhverjir þurfa
svo á sparifé sínu að halda og
taka það út, þá leggja aðrir
inn, og með aukinni velmeg-
un eykst spariféð.
Eðlileg hringrás
Þessi eðlilega hringrás hef-
ur lengi verið mjög í molum
hér á landi. Hin stöðuga verð-
bólga hefur skaðað sparifjár-
eigendur miklu meir en
nokkra aðra. í mörg ár hefur
stór hluti þjóðarinnar heldur
viljað eyða hluta af tekjum
sínum jafnóðum í þarflitla
hluti, heldur en að leggja þá
á vöxtu, af ótta við að spari-
féð yrði verðlaust.
Þjóðinni er lífsnauðsyn
að þetta ástand breytist, og
það getur breytzt á tiltölu-
lega stuttum tíma eftir að
gerðar hafa verið ráðstaf-
anir, sem benda til að heil-
brigt efnahagsástand sé
fram undan.
Þeir heimsækja konunginn. — Þrír amtmenn: 6.000 krónur. — Landfógeti: 7.000 krón-
ur. — Sendiherra: 9.000 krónur.
UTAN UR HEIMI
Dýr mundi HafliBi allur
EMBÆTTISMAÐUR nokkur
í danska utanríkisráðuneyt-
inu hækkaði í tign — var
skipaður sendiherra Dan-
merkur erlendis. — Maður-
inn varð glaður við „for-
frömun“ sína — og skundaði
umsvifalaust á fund fínasta
klæðskera Danmerkur, þeirra
er sauma einkennisbúninga.
Hinn nýskipaði sendiherra
pantaði viðhafnarbúning —
og klæðskerinn tók mál af
honum í bak og fyrir. —
Nokkru síðar fór sendiherr-
ann að sækja búning sinn. —
Reikningurinn var — 11.000
krónur danskar.
— ★ —
Þessi maður fékk reyndar
ýmislegan „aukabúnað“, og varð
því reikningurinn hærri en ella.
Venjulegt verð fyrir viðhafnar-
búning danskra sendiherra er
nefnilega „aðeins“ 8.000—9.000
krónur.
Þeir, sem bera næstdýrustu ein
kennisbúningana, eru kammer-
Lengsta
farþegaskip
heimsins
FRAKKAR eru með réttu
stoltir af hinu myndarlega
skipi, sem sést hér á mynd-
inni í skipasmíðastöðinni í
Saint-Nazaire. Það á að heita
„France“ og verður í förum
yfir Atlantshaf. — •
] ★ „France“ verður lengsta far-
þegaskip heimsins — 315,15
metrar á lengd. Það verður
68.000 brúttólestir — og gang-
hraði þess verður um 31 hnút-
ur, eða nánast 60 km á klukku
stund. — Um 2.000 farþegar
munu geta ferðazt með skip-
inu í einu — þar af 500 á
fyrsta farrými, þar sem allt
verður með óvenjulegum
glæsibrag, hvers konar þæg-
indi og munaður fyrir farþega
til þess að gera ferðina sem
ánægjulegasta.
-fc Ráðgert er, að „France" verði
hleypt af stokkunum hinn 11.
maí í vor, og að það geti látið
úr höfn í fyrstu för sína í
september næsta haust.
herrar, amtmenn og riddaraliðs-
foringjar. Viðhafnarbúningar
þeirra kosta milli 5.000 og 6.000
— og jafnvel allt upp í 7.000 kr.
Þar á eftir koma hæstaréttar-
dómarar, ráðuneytisstjórar o. fl.,
en þeirra fínasta skart kostar
3.000—4.000 krónur. Lögreglu-
stjórar komast af með 900—1.000
krónur. — Þegar slíkt einvalalið
heimsækir kóng sinn um ára-
mótin, eins og venja er, þá gefur
þar að líta viðhafnarklæði, sem
samanlagt eru mörg hundruð
þúsund króna virði.
— ★ —
Þegar gamlir embættismenn
hætta störfum, selja þeir oft við-
hafnarbúninga sína — og þannig
geta yngri mennirnir sparað sér
nokkur útgjöld. — Þannig tókst
t. d. P. H. Lundsteen að fá not-
aðan amtmannsbúning, sem var
hbnum alveg mátulegur, þegar
hann var skipaður landshöfðingi
á Grænlandi á sínum tíma. —
Hann þótti hæfa hið bezta eftir
að búið var að setja á hann
„Grænlandsmérkið" með ísbirn-
inum — og þegar dönsku kon-
ungshjónin heimsóttu Grænland
fyrir nær átta árum, fékk Lund-
steen gott tækifæri til þess að
skarta í þessum ágæta búningi
sínum víða um landið.
— ★ —
En Grænlendingarnir tóku
ekki viðhafnarklæði landshöfð-
ingja síns neitt sérlega hátíðlega
— og varð Lundsteen að láta sér
lynda, að þeir kölluðu hann „um-
sjónarmanninn“. — Það gerði
hann líka — og hafði meira að
segja hið mesta gaman af þessari
nafngift....
100 þúsund
lundskjúlitur
'MOSKVU: — Talið er, að á)
Iþessu ári muni verða að(
)minnsta kosti 100 þús. land-
) skjálftar víðs vegar í heim-(
\ inum. Segja vísindamenn, að(
(sérhver hinn minnsti land-/
'skjálfti sé kröftugri en orka/
i sú, sem úr læðingi leysist, þeg-S
)ar öflugasta vetnissprengja, er\
I nú þekkist, er sprengd,
Rússneskur vísindamaður(
’ hefir nýlega komið með þá/
[hugmynd að virkja kraft/
'þann, sem myndast þegari
) landskjálfti verður. Myndi þá(
)verða komið upp nauðsynleg-(
\um útbúnaði til að nota kraft(
fþennan — á einhverjum þeim/
(stað, sem landskjálftar eru/
/ tiðir.