Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 24
V EÐRID
Sjá veðurkort á bls. 2.
22. tbl. — Fimmtudagur 28. janúar 1960
Auðug fiskimið
Sjá bls. 13.
Bandaríski landherinn
fer 1.
marz
EINS og skýrt hefur verið frá
í fréttum hefur verið ákveðið
að bandaríski landherinn, sem
dvelst á Keflavíkurflugvelli
fari héðan til Bandaríkjanna
á næstunni, en flotasveitir
verði sendar hingað í hans
stað. í landhernum eru um
1400 manns.
Blaðinu er kunnugt um, að
meginhluti landhersins muni
fara héðan 1. marz nk. með
herflutningaskipi sem kemur
til Reykjavíkur. Síðast í febr-
úar mun nokkur hluti hersins
fara héðan.
Öfærð á Hellisheidi
ALLMIKIL fannkoma og skaf-
renningur var af fjöllum á Hellis
heiði í gær. Ýtur voru þar að
verki fram til kvölds, en þá var
skafrenningur orðinn svo mikill,
að ákveðið var að fresta til morg-
uns frekari ruðningi. Um Krísu-
víkurleiðina var enn ókunnugt í
gærkvöldi, er blaðið hafði tal af
verkstjóra Vegagerðarinnar. Aðr
ir vegir hafa verið greiðfærir.
Þó munu einhver brögð hafa
verið- að því, að svellbunkar
Erindaflokkur
í útvarpinu um
Jón Sigurðsson
1 KVÖLD kl. 8,30 hefst í útvarp-
inu erindaflokkur um Jón Sig-
urðsson forseta. Fjalla þessi er-
indi um viðskipti forsetans við
Dani og íslendinga á árunum
1851—1855. Lúðvík Kristjánsson
ritstjóri flytur þessi erindi.
Erindið í kvöld ber fyrirsögn-
ina: Lá tvívegis við að Jón Sig-
urðsson yrði gjaldþrota
Marga mun fýsa að heyra
þessi erindi Lúðvíks, sem hefur
lagt mikla rækt við að kynna sér
allar heimildir um líf og starf
Jóns Sigurðssonar.
Skatf-
ur á
áfengi
til ræktunar
auðna landsins
EITT af erfiðustu verkefnum
nefndarinnar, sem fjallar um
endurskoðun sandgræðslulag-
anna, er að finna tekjustofn
fyrir hinar nauðsynlegu fram-
kvæmdir. Til tals hefir komið
að leggja skatt á alia gripi
landsmanna til þess að bera
kostnaðinn. Fallið hefir ver-
ið frá þessari skattiagningu.
t enda mætir hún mikilli and-
spyrnu.
Blaðið hefir frétt að nefnd-
in muni nú leggja til að
áfengi allt verði skattlagt til
þessara þarfa í svipuðu formi
og Skógræktin skattleggur tó
bakið. Það má því segja að
tóbakið sé notað til þess að
klæða landið skógi, en brenni
vínið til þess að rækta auðn-
irnar. Heyrzt hefir að lagðar
verði 4—5 kr. á hvern líter
áfengis handa sandgræðsl-
mynduðust á vegum norðan
lands.
Málfundafélagið
Oðiim
MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn
hefur kvikmyndasýningu fyrir
börn félagsmanna í Tripólibíó,
sunnudaginn 31. jan. ki. 1:15.
Aðgöngumiðar afhentir í Sjálf
stæðishúsinu frá kl. 8—10 föstu-
daginn 29. jan. Sími 14724.
Giftingarhring, by ssu
og 8000 kr. stolið
HAFNARFIRÐI. — 1 fyrrinótt
var brotizt hér inn á tveimur
stöðum og stolið nær átta þús-
und krónum í öðrum staðnum og
ýmsu öðru fémætu, og í hinum
vinnufatnaði og fleira. Er talið
víst að sami aðilinn hafi verið
hér að verki í báðum stöðunum,
enda bendir allt til að svo sé.
Annað innbrotið var framið í
Sundhöllina og var komizt þar
inn með því að brjóta upp glugga
að baka til. í skrifstofu hallar-
innar var lítill peningakassi
geymdur í skrifborði og í honum
voru um 6900 krónur, sem hirt
var, en einnig voru þar 1000 kr.
sem Sundfél. Hafnarfjarðar átti,
Keflvíkingar
sigruðu
KEFLAVÍK, 26. ja*. — Á sunnu-
daginn var lauk sýslukeppni
Gullbringu- og Kjósarsýslu í
skák. Áttust þar við tíumanna
sveitir frá Keflavík, Kópavogi og
Sandgerði, en keppt var um bik-
ar sem Ólafur Thors forsætisráð-
herra hefir gefið.
Á sunnudag sigraði Keflavík
Sandgerði með sex vinningum
gegn fjórum.
Heildarúrslit keppninnar voru
þau að Keflavík vann 10 skákir,
gerði 7 jafntefli og tapaði 3 skák-
um. Kópavogur vann 6 skákir,
gerði 7 jafntefli og tapaði 7 skák-
um, Sandgerði vann 5 skákir,
gerði 4 jafntefli en tapaði 11
Yngsti keppandi Keflavíkur í
þessari keppni var aðeins 11 ára
gamall. — BÞ.
startbyssa og skot, og var því
einnig stolið. Þá var tekið kven-
úr og giftingarhringur, sem ein-
hver sundgesta hafði gleymt.
En það, sem bendir til þess að
sami þjófurinn hafi brotizt inn
á báðum stöðuiium, var appel-
sínubörkur, sem lá á víð og dreif
í Sundhöllinni. Það hafði nefni-
lega verið brotizt inn sömu nótt
í verzlun Jóns Gíslasonar við
Reykjavíkurveg og ýmsu stolið
þar, svo sem vinnufatnaði, síga-
rettum sælgæti og að öllum lík-
indum appelsínum. Þá var einnig
brotin upp hurð að skrifstofu
Jóns Gíslasonar í næsta húsi, en
engu mun hafa verið stolið þar.
— Málið er í rannsókn. — G.E.
Spilakvöld
H AFN ARFIRÐI. — Stefnir
efnir í kvöld til bingó-spils í
Sjálfstæðishúsinu og hefst það
kl. 8,30. Hefir félagið nokkr-
um sinnum áður efnt til bingó-
kvölda og hafa þau verið mjög
vinsæl. — öllum er heimil
þátttaka.
Kosið í vor
í Danmörk?
KAUPMANNAHÖFN, 27. janúar
Einkaskeyti til Mbl. — Ekstra-
bladert segir í dag, að margt
bendi til þess, að þingkosningar
verði látnar fara fram í mai i
vor Hingað til hefur þessi orð-
rómur aðeins borizt úr herbúð-
um stjórnarandstæðinga, en nú
eru áhangendur stjórnarinnar
líka farnir að taka undir hann.
Svo mikið er víst, að um greini
legan kosningaundirbúning er að
ræða hjá jafníðarmönnum og rót
tækum, sem ekki virðast ráðgast
neitt við Réttarsambandið. Ekki
er búizt við því að Starcke haldi
áfram sem ráðherra, enda þótt
þrír sömu flokkarnir myndi
stjórn að kosningum loknum.
Sýnt þykir, að áhugi stjórnar-
innar á kosningum í vor hriðvex
vegna óeiningarinnar í vinstri-
flokknum, en Thorkil Kristen-
sen hefur tekið sérstöðu til
efnahagsmálanna. — Síðasta
Gallupskoðanakönnum leiðir í
ljós að stjórnin stendur ekki
höllum fæti.
„MARGT er sér til gamans
gert“, varð einum blaðamann-
inum að orði, þegar hann sá
myndina af snjókerlingu þess-
ari, sem gerð var í gær á fót-
stalli Hafmeyjarinnar í Tjörn-
inni. Sannast að segja vorum
við í vafa um, hvort birta ætti
myndina, því að vafalaust
myndu einhverjir líta á það
sem smekkleysu. — En svo
komumst við að því að þetta
var verk ærslafullra ung-
menna, sem hugðtust reisa fénd
um listaverksins, sem þarna
var „veglegan" minnisvarða.
(Er nema von að blessaður
sakleysinginn stari skelfdum
augum á fyrribærið).
Ösóttir vinningar
ÓSÓTTIR vinningar í Landshapp
drætti Sjálfstæðisflokksins. Dreg
ið var 15. janúar 1960.
Nr. 30504
— 36466
— 2450
— 21129
— 15289
— 35023
— 10650
— 13915
Vinninganna má vitja í skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálf-
stæðishúsinu við Austurvöll á
venjulegum skrifstofutíma.
Afhentu
hálfa
kr.
million
í TILEFNI af komu varðskipsins
Óðins til landsins í dag gengu
fulltrúar fjáröflunarnefndar
Landhelgismerkisins, þeir Einar
Magnússon, menntaskólakennari,
og Kristján Benediktsson, kenn-
ari, á fund dómsmálaráðherra
Bjarna Benediktssonar og af-
hentu honum hálfa milljón
króna, er ganga skulu til kaupa á
þyrilvængju, en svo .sem áður
hefir verið skýrt frá er á hinu
nýja varðskipi aðstaða til lending
ar fyrir slíkar flugvélar. Formað-
ur fjáröflunarnefndarinnar, Lúð-
vík Guðmundsson, skólastjóri,
hafði fyrir áramótin skýrt frá ár-
angri söfnunarinnar. Dómsmála-
ráðherra þakkaði þeim, sem starf
að hafa að söfnuninni, fyrir hina
veglegu gjöf.
Tregur afli Vest-
mannaeyjabáta
VESTMANNAEYJUM, 27. jan:
— 1 Vestmannaeyjum eru um
sextíu bátar byrjaðir róðra með
línu, en gæftir hafa verið heldur
lélegar. í gær reri um helmíngur
bátanna og aflinn var mjög treg-
ur, 2—4 lestir á bát. Sjóveður
hefur ekki verið gott.
Mest hefur verið um löngu og
ýsu, en eitthvað er nú meira af
þorski. Fiskur er sjaldan mikill
hjá Vestmannaeyjabátum fyrr en
í febrúar, svo að enn má vona
hið bezta. — Bj. Guðm.
Flugvélar saknað
LISSABON, Portúgal, 27. jan.
(Reuter). — Níu flugvélar leita
nú að portúgalskri farþegaflug-
vél með níu mönnum, sem ekki
hefur komið fram síðan í gær.
Var hún á leið til portúgölskU
eyjarinnar Timor frá Ástralíu.
Sandgerðisbátar
SANDGERÐI, 27. jan: — Frá
Sandgerði hefur ekkert verið
róið frá föstudegi til mánudags
en allir bátarnir, 14 að tölu reru
á þriðjudag. Fengu þeir samtals
85 tonn. Hæstur var Víðir II með
9,6 tonn, næst Helga með 8,6 og
Muninn með 7,7. Fleiri Sandgerð
isbátar eru á sjó í dag.
Bnr tveimur Iömbum ó nýúrsdug
Borg í Miklaholtshreppi,
18. jan.
SÍÐAN um áramót hefir verið
einmuna veðurblíða, logn og
frostlaust veður suma daga, snjó
laust að heita má. Hafa því sam
göngur verið jafn greiðfærar
sem á sumardegi. Heilsufar fólks
má teljast yfirleitt gott, þótt kvef
pestir hafi verið að stinga sér
niður á stöku bæ, þá hefir það
ekki haft neinar alvarlegar af-
leiðingar, sem betur fer. Fremur
fámennt er nú orðið á bæjum,
því flestir ungir menn sem heim-
an geta farið, hafa farið til ver-
tíðarvinnu, þá helzt til Ólafs-
víkur.
Bar tveim lömbum á nýársdag
Þann 1. þ.m. bar vetur-
gömul ær tveimur hrútlömb-
um. Er það all einkennilegt
hátterni hjá ánni, þar sem hún
var gemlingur í fyrra og gekk
geld. Eigandi ærinnar er Krist
ján Sigurðsson, bóndi í Hrís-
dal.
1 dag er hér norðan stormur
með 8—10 st. frosti. Er það einn
kaldasti dagur, sem komið hefur
á þessum vetri, en snjólaust.
— Páll.
Óðinn sýndur
almenningi
FORSTJÓRI Landhelgisgæzl-
unnar skýrði blaðinu frá því
í gærkvöldi, að ákveðið hefði
verið að gefa almenningi kost
á að sjá Óðin hinn nýja, á
laugardag og sunnudag kl. 2—
4 síðdegis.