Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 20
20
MORCUNTtLAÐIÐ
Fimmtudagur 28. jan. 1960
aér aukins álits meðal þorpsbúa.
Hvað sem því leið, þá hneigði
hann sig mjög djúpt og bað hr.
von Kekesfalva og föruneyti
hans að gera sér þann mikla
heiður, að drekka skál ungu brúð
hjónanna í hans eigin, heima-
gerða, ungverska víni, meðan
verið væri að ryðja götuna. Við
vórum hins vegar í alltof góðu
skapi til að hafna þessu vingjarn
lega boði hans. Og svo var Edith
lyft varlega niður úr vagninum
og við þrömmuðum af stað, eins
og sigrandi hetjur í gegnum þyrp
ingu af glápandi, masandi og lotn
ingarfullum þorpsbúum, í áttina
til hinnar skyndigerðu veizluhall
ar. —
Á tveimur stöðum í hlöðunni
voru upphækkaðir pallar, þannig
gerðir, að lausum borðum hafði
verið raðað á tómar bjórtunnur.
Á pallinum til hægri sátu ættingj
ar fjölskyldunnar og hið ómiss-
andi heldra fólk, sóknarprestur-
inn og lögreglustjórinn, umhverf
is ungu brúðhjónin, við langt
borð sem lagt var hvítum líndúk
og hlaðið mat og drykki.
Á hinum pallinum höfðu hljóm
sveitarmennirnir, fjórir tatarar
með yfirvaraskegg og rómantískt
útlit, komið sér fyrir með hljóð-
færi sín: fiðlur, bassafiðlu og
skálatrumbu. Gestirnir þyrptust
inn á dansgólfið í miðri hlöðunni,
en hópur af börnum, sem ekki
höfðu komizt inn vegna þrengsla,
gægðust inn um dyrnar, eða sátu
á sperrugrindinni og létu fæt-
urna hanga niður.
Nokkrir hinna ótignari ætt-
ingja voru látnir víkja frá heið-
ursborðinu, svo að við fengjum
rúm við það og það leyndi sér
ekki, að allir furðuðu sig stórlega
á lítillæti þessarra hefðarkvenna
og herramanna, þegar við sett-
umst hiklaust til borðs með þessu
óbreytta sveitafólki. Faðir brúð-
gumans fór sjálfur og sótti helj-
armikla vínkrukku, fyllti glösin
og brýndi róminn: „Nú drekkum
við skál þessarra tignu gesta“,
hrópaði hann og allir viðstaddir
endurtóku orð hans, svo hátt að
það hefði vel heyrzt úti á göt-
unni. Því næst sótti hann son
sinn og brúðina, feimnislega,
mjaðmabreiða, unga konu sem
leit eitthvað svo átakanlega út í
marglitu veizluklæðunum, með
hvíta myrtusviðarsveiginn. Hún
hneigði sig klaufalega fyrir
Kekesfalva, eldrauð í framan af
feimni og kyssti með lotningu
hönd Ediths. Edith var sýnilega
í mikilli geðshræringu, því að
brúðkaup hefur alltaf truflandi
áhrif á ungar stúlkur. Hún dró
hina einurðarlitlu brúði að sér
og vafði hana örmum. Svo var
eins og hún rankaði allt í einu
við sér, dró hring af einum fingr-
inum — grannan, fornfálegan,
ekki mjög verðmætan hring — og
gaf ungu konunni, sem varð bæði
glöð og undrandi yfir þessarri
óvæntu gjöf. Hún leit áhyggju-
full á tengdaföður sinn, eins og
til að spyrja hann, hvort hún
ætti að taka við svo dýrmætri
gjöf og hann hafði naumast
kinkað kolli til samþykkis, þeg-
ar hún brast í grát af einskærri
gleði.
Enn einu sinni streymdi heilt
flóð af þakklæti og hlýhug á
móti okkur. Alls staðar flykktist
þetta einfalda, hreinskilna fólk
að okkur og við gátum séð það
á svip þess og látbragði, að það
vildi sýna okkur sérstakan við-
urkenningarvott, en það þorði
ekki einu sinni að yrða á svo
tigið hefðarfólk. Gamla bónda-
konan, móðir brúðgumans,
skjögraði eins og drukkin, frá
einum til annars, með tárin í aug
um ,alveg frá sér numin vegna
þess mikla heiðurs, er éýni henn
ar hafði fallið í skaut. Og brúð-
guminn sjálfur sem var bæði
hreykinn og feiminn, sat bara og
glápti, fyrst á eiginkonu sína, því
næst á okkur og loks á þungu,
gljáandi kragastígvélin sín.
En nú gerði Kekesfalva það
viturlegasta ,sem hægt var að
gera til þess að stanza þessa sýn-
ingu á lotningu, sem farin var
að verða fremur vandræðaleg. —
Hann tók alúðlega í höndina á
föður brúðgumans, brúðguman-
um sjálfum og nokkrum hinna
tignari gesta og bað þá fyrir alla
muni að láta ekki nærveru okk-
ar trufla þessa ágætu brúðkaups-
veizlu. Unga fólkið. skyldi bara
halda áfram að dansa. Það gæti
ekki á neinn hátt veitt okkur
meiri ánægju, en með því að
skemmta sér sjálft. Jafnframt
gaf hann hljómsveitarstjóranum,
sem beðið hafði fyrir framan pall
inn með fiðluna undir vinstri
handleggnum, merki, fleygði til
hans peningaseðli og benti hon-
um að hefjast handa. Þetta hlýt-
ur að hafa verið talsvert stór
seðill, því að mannauminginn tók
eldsnöggt viðbragð, eins og lost-
inn af rafmagnsstraumi og þaut
upp á hljómsveitarpallinn. — Á
næsta augnabliki hófu fjórmenn-
ingarnir leik sinn, eins og aðeins
er á færi Ungverja og tatara.
Við fyrsta óm skálabumbunnar
var öll stilling fokin út í veður og
vind. f einu vetvangi var dans-
inn í fullum gangi, viltari, hóf-
lausari en áður, því að nú vildu
allir, bæði piltar og stúlkur, sýna
okkur hvernig sannir Ungverjar
dönsuðu. Á einu andartaki var
herbergið, þar sem fyrir
skemmtu hafði ríkt lotningarfull
og þvingandi þögn, orðið að há-
væru völundarhúsi, vaggandi,
hoppandi, stappandi líkama. Það
var því líkast sem allt húsið léki
á reiðiskjálfi og hvarvetna glamr
aði í glösum og flöskum, því að
méð svo villtum tilfinningahita
gaf unga fólkið sig dansinum á
vald.
Edith horfði með glampandi
augum á þennan glaða, háværa
hóp. Allt í einu fann ég að hún
lagði höndina á öxlina á mér. —
„Þér verðið að dansa líka“, sagði
hún skipandi.
Sem betur fór hafði brúðurin
ekki enn verið dregin út í hring
iðuna á gólfinu. Hún sat eins og
í leiðslu óg starði á hringin'n á
fingri sínum. Þegar ég hneigði
mig fyrir henni og bauð henni
upp i dans, roðnaði hún út að
eyrum vegna þess óverðskuldaða
heiðurs, er henni var sýndur, en
leyfði mér samt fúslega að leiða
sig út á gólfið. Fordæmi okkar
veitti brúðgumanum líka aukinn
kjark. Eftir ákveðinni bend-
ingu föður sins bauð hann
Ilonu út á dansgólfið og nú
lamdi skálabumbuleikarinn hljóð
færi sitt með meiri ákafa
en nokkru sinni áður og hljóm-
sveitarstjórinn handlék fiðl-
una sína eins og svartskeggjaður
Mephistofeles. Ég gæti ímyndað
mér að það hefði aldrei, hvorki
fyrr né síðar, verið dansað af
jafn taumlausum ákafa í þorpinu
og þennan brúðkaupsdag.
En dagurinn átti samt eftir að
færa okkur fleiri undrunarefni.
Hin höfðinglega brúðargjöf varð
þess valdandi, að ein af þessum
gömlu tatarakerlingurn ,sem
aldrei láta sig vanta við slík há-
tíðahöld, hafði rutt sér leið al-
veg að pallinum og reyndi með
allskonar brögðum að lokka
Edith til að láta spá fyrir sér. —
Edith var sýnilega á báðum átt-
um. Enda þótt hún væri innilega
forvitin, þá hikaði hún hins veg-
ar við að gefa sig að slíkum lodd-
araskap í viðurvist svo margra
áhorfenda. Ég flýtti mér að sker-
ast í leiknn með því að þoka hr.
von Kekesfalva og öðrum, með
mestu hægð, frá pallnum, svo að
enginn skyldi heyra orð af hin-
um leyndardómsfullu spádómum
gömlu konunnar og hinir for-
vitnu vorú því neyddir til að
fylgjast með því úr fjarska, þeg-
ar gamla konan kraup niður fyr-
ir framan Edith og tautaði alls-
konar óskiljanlegt þrugl, um leið
og hún athugaði lófana á stúlk-
unni. í Ungverjalandi þekkir
bara hver maður allt of vel
þessi aldagömlu brögð spákerling
anna, að lýsa framtíð og forlög-
um viðskiptavinanna sem bezt, til
þess að fá ríkuleg spákonulaun
að endingu. En mér til ólýsanlegr
ar furðu virtist það sem þess/
gamla, másandi keringlarnorn
hvíslaði að Edith, hafa mjag
mikil áhrif á ungu stúlkuna. —
Nasavængirnir voru byrjaðir að
titra, en það var óbrigðull fyrir-
boði ákafrar geðshræringar. Hún
laut alveg niður að gömlu kon-
unni, hlustaði með ákefð og leit
öðru hverju í kringum sig, til
þess að vera viss um * að engir
hlustuðu, nema hún ein. Loks gaf
hún föður sínum bendingu um að
koma og hvíslaði einhverju í eyra
hans. Hr. Von Kekesfalva stakk
hendinni óðar niður í brjóstvasa
sinn og rétti gömlu konunni
bunka af peningaseðlum. Upp-
hæðin hlýtur að hafa verið alveg
ótrúlega há á mælikvarða þorps-
búa, því að gamla, gráðuga kerl-
ingin féll á hnén, kyssti pilsfald
Skáldið ocf mamma litla
1) ... og svo hefurðu sagt mömmu, að 2) Það er bara hreinn uppspuni. Ég veit 3) . . . . hafirðu ekki þvegið upp í þrjá
það sé alltaf þú, sem þværð upp! ekki betur, en að t.d. núna .... daga!
Hvað er hún að gera þarna? — > elg. Og þarna kemur kýrín. Sús-
Hún virðist hafa fundið ungan * anna, farðu burt frá kálfinum!
Ediths og strauk með óskiljan-
legu tauti og muldri fót veiku
stúlkunnar. Að því búnu flýtti
gamla spákonan sér í burtu, eins
og hún væri hrædd um að pen-
ingarnir kynnu að verða teknir
af henni aftur.
„Við skulum fara héðan", hvísl
aði ég í flýti að hr. von Kekes-
falva, því að ég gat ekki betur
séð, en að Édith væri orðin náföl
í framan. Svo sótti ég Piszeta og
hann og Ilona hjálpuðu Edith aft
ur út í vagninn. Samstundis
hljóðnaði hljóðfæraleikurinn,
vegna þess að allt þetta góða fólk
vildi kveðja okkur sem bezt. —.
Hljómsveitarmennirnir röðuðu
sér I kringum vagninn, til þess að
leika eitt kveðjulag og allir þorps
búar hrópuðu og æptu ferfallt
húrra fyrir okkur.
Jonak gamli átti líka mjög erf-
itt með að stjórna hestúnum, þar
eð þeir voru algerlega óvanir slík
um orrustugný.
Ég hafði enn þungar áhyggjur
út af Edith, sem sat andspænis
mér í vagninum. Hún skalf frá
hverfli til ilja og virtist vera al-
gerlega á valdi ofsalegrar geðs-
hræringar. Og allt í einu brast
hún í ofsalegan grát með þung-
um ekka. En þetta var gleðigrát-
ur. Hún hló og grét til skiptis.
Gamla, slægvitra tatarakerlingin
hafði bersýnilega spáð henni
skjótum bata — og eflaust mörgu
öðru góðu að auki.
„Látið þið mig vera, látið þið
mig vera“, endurtók stúlkan óþol
inmóð og virtist hafa alveg nýj-
an og undarlegan unað af þessu
tilfinningaflogi. — „Látið þið mig
vera, látið þið mig vera“, hélt
hún áfram að endurtaka. — „Eg
veit, ég veit, að þetta er allt sam-
an vitleysa sem gamla konan
sagði. Oh, ég veit það vel sjálf.
En hvers vegna skyldi maður
ekki mega vera heimskur ein-
stöku sinnum? Hvers vegna
skyldi maður ekki láta blekkja
sig einu sinni?“
......PpariA yður hlaup
ö mllli rnargra verzkum!
ÚÓRUÚOL
ÁWIUM
UÍWM!
AuatursLræti
SHtltvarpiö
Fimmtudagur 28. janúar:
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —•
9.20 Tónleikar).
12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25
Fréttir og veðurfregnir).
12.50—14.00 ,,A frívaktinni", sjómanna
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00—16.30 Midegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Lá tvívegis við gjald-
þroti hjá Jóni Sigurðssyni? (Lúð-
vík Kristjánsson rithöfundur).
20.55 Einsöngur: Dora Lindgren syng-
ur; Fritz Weisshappel leikur und-
ir á píanó.
a) l>rjú sænsk þjóðlög í útsetn-
ingu Gustaf Hággs.
b) ,,Ett brev'* eftir Gunnar de
Frumerie.
c) „Skogen sover" eftir H. Alfvén
d) „En valarlát" eftir A. Bond.
e) „Under hággarne" eftir Josnss.
21.15 Upplestur: Bryndís Pétursdóttir
leikkona les þýdd ljóð.
21.25 Við orgelið (Dr. Páll Isólfsson
leikur og flytur skýringar).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Smásaga vikunnar: „Veitingahús-
in tvö" eftir Alphonse Daudet, í
þýðingu Þórarins Guðnasonar
•(Steindór Hjörleifsson leikari).
22.25 Sinfónískir tónleikar: „Samhljóm
an heimsins", sinfónia í þrem
þáttum eftir Hindemith (Fíl-
harmoníusveit Berlínar leikur;
höfundurinn stjórnar).
23.05 Dagskrárlok.