Morgunblaðið - 06.02.1960, Page 8
8
MORCtnvnr.4ÐIÐ
I^augardagur 6. febrúar 1960
Fárra góðra kosta völ — Ræða Ólafs Thors
Fram. af bls. 1.
bátaútvegsins vegna aflaleysis
og versnandi verzlunarárferðis.
I>ó tókst að forðast frekari út-
færslu uppbótakerfisins næstu
þrjú árin, enda var þá um að
ræða vaxandi velmegun og sæmi
legt efnahagslegt jafnvægi.
Fært út árlega
Síðustu fimm árin eða síðan
togarastyrkirnir voru ákveðnir
haustið 1954 hefur uppbótakerfið
hins vegar verið fært út svo að
segja á ári hverju við vaxandi
gagnrýni alls almennings. Um
þverbak keyrði þó vorið 1958,
þegar síðari lögin um útflutnings
sjóð voru sett, en þá var svo kom
ið, að erlendur gjaldeyrir hafði
verið hækkaður í flestum venju-
legum greiðslum um að minnsta
kosti 55%, sem samsvaraði 35%
gengislækkun.
Enn meiri varð gengislækk-
unin, að því er varðaði greiðsl
ur fyrir útflutning, þar sem
aðairegian var 80% uppbætur,
sem samsvarar 45% gengis-
lækkun. Sé miðað við þann
hluta útflutningsins, sem
mestar bætur hefur fengið,
nemur gengislækktinin nærri
því 50%, það er að segja hækk
un Bandaríkjadollars úr 16,32
kr. í um það bil 32,00 kr.
Verðfall krónunnar
viðurkennt
Útflutningssjóðslögin frá
1958 voru að því leyti spor i rétta
átt, að með þeim var viðurkennt
að nokkru það verðfail íslenzku
krónunnar, sem þegar var orðið,
Og einnig var reynt að gera kerf-
ið mun einfaldara en verið hafði
samkvæmt útflutningssjóðslögun
um, sem vinstri stjórnin setti fyr
ir jólin 1956. Hins vegar var Ijóst,
þegar er þessi lög voru sett, að
n»eð þeim var hvorki gengið nógu
langt í þá átt að viðurkenna það
gengisfall, sem raunverulega var
orðið, né heldur gerðar þær ráð-
stafanir aðrar í efnahagsmálum,
sem nauðsynlegar voru, ef ein-
hver líkindi áttu að verða til
þess, að þetta kerfi gæti staðið
til frambúðar. Engar hliðarráð-
stafanir voru gerðar, er stuðlað
gætu að peningalegu jafnvægi
eða tryggt, að þjóðin sætti sig
við þessar ráðstafanir án kaup-
hækkana, sem að óbreyttum að-
stæðum hlutu að færa allt kerf-
ið úr skorðum von bráðar.
„Ný veirðbólgualda
• • tc
nsin
Það fer ekki á milli mála, að
margir þeirra, sem að þessari
lagase tningu stóðu, gerðu sér
ljósa annmarka hennar og sáu, að
við hana yrði ekki búið nema
skamma hríð án nýrra róttækra
aðgerða, enda var svo komið í
byrjun desember sama árs, að-
eins rúmu hálfu ári eftir að lög-
in voru samþykkt, að sú ríkis-
stjór ,sem að þeim stóð, varð að
biðjast lausnar, og forsætisráð-
herra lýsti því yfir, að ný verð-
bólgualda væri risin og ríkis-
stjórnin væri ekki sammála um
nein úrræði til lausnar þeim
vanda. Var lausnarbeiðnin ský-
laus yfirlýsing um, að þær vonir
sem stjórnin hafði bundið við
þessar ráðstafanir, höfðu algjör-
lega brugðizt, og var sú niður-
staða ekki önnur en margir höfðu
séð fyrir frá upphafi.
Minnihlutastjórn Alþýðufíokks
ins, sem mynduð var 23. desem-
ber 3 958 með óbeinum stuðningi
Sjálfstæðisflokksins, tókst eftir
leiðum ,sem þessir flokkar urðu
sammála um, að stemma stigu
fyrir því, að hin nýja verðbólgu-
alda, sem forsætisráðherra vinstri
stjórnarinnar hafði svo rækilega
tilkynnt, að risin væri, flæddi
yfir þjóðfélagið og bakaði efna-
hagslíifi þjóðarinnar óbætanlegt
tjón. öllum var hins vegar ljóst,
að hér var aðeins um bráðabirgða
lausn vandamálanna að ræða. Má
reyndar augljóst vera, að vinstri
stjórnin hefði ekki vikið úr sessi,
ef hún hefði ekki sjálf gert sér
Hvað
koma í
Fullur skilningur á því mikla
verkefni, sem hér beið úrlausn-
ar, lýsti sér í stefnuskrám Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins við síðustu kosningar og síðan
í stefnuyfirlýsingu núverandi rík
isstjórnar, sem birt var Alþingi
og íslenzku þjóðinni, þegar stjórn
in tók við völdum 20. nóvember
sl. Hitt er mála sannast, að því
fór fjarri, að menn gerðu sér
fullkomna grein fyrir því, þegar
kosningar fóru fram í lok októ-
ber sl., og raunar ekki heldur,
þegar stjórnin var mynduð tæp-
um mánuði síðar, hve ástandið í
efnahagsmálum þjóðarinnar var
orðið hættulegt. öllum virtist þó
auðsætt, að varla yrði unnt að
bæta svo hið gamla kerfi, að við-
hlítandi gæti orðið. Hins vegar
var það verkefni eftir að gera
sér grein fyrir, hvað koma skyldi
í stað þess, hvenær og hvernig.
Á þeim tíma, sem síðan er liðinn,
hefur ríkisstjórnin gert sér grein
fyrir því, að hér var fárra góðra
kosta völ og í rauninni um ekk-
ert val að ræða. Aðeins ein leið
getur talizt fær; sú að játa með
nýrri breytingu á gengisskrán-
ingunni, hvert sé sannvirði ís-
lenzku krónunnar, og leitast síð-
an við með hliðarráðstöfunum,
að létta þær byrðar, sem þessi
breyting leggur á almenning, ag
að tryggja á annan hátt, að geng-
isbreytingin geti náð tilætluðum
árangri.
Greiðsluhallinn
gagnvart útlöndum
Þessi er niðurstaða þeirra rann
sókna, sem ríkisstjórnin og sér-
fræðingar hennar hafa fram-
kvæmt, síðan stjórnin fékk við-
unandi starfsfrið, er þingi var
frestað 7. des. sl., og er hún nú
lögð fyrir þing og þjóð með laga-
frumvarpi því, sem hér liggur
fyrir. Skal ég nú um leið og ég
vísa til hinnar ýtarlegu greinar-
gerðar, sem frumvarpinu fylgir,
leitast við með sem fæstum orð-
um að gera grein fyrir því, hvers
vegna ekki var lengur auðið að
búa við uppbótakerfið svonefnda
og hverjar eru í höfuðdráttum
tillögur ríkisstjórnarinnar og
hvaða áhrif sé líklegt, að þær
hafi á efnahagsafkomu lands-
manna.
Það er óhætt að segja, að meg-
invandamálið, sem leysa þarf í
efnahagsmálum íslendinga nú og
um leið það, sem sízt verður um-
flúið, sé greiðsluhallinn gagnvart
útlöndum. Þetta vandamál hefur
fylgt okkur svo að segja óslitið
frá styrjaldarlokum. Fyrstu árin
eftir stríðið var hallinn afleiðing
þeirrar uppbyggingar atvinnulífs
þjóðarinnar, sem þá var fram-
kvæmd og greidd var með notk-
un þeirra gjaldeyriseigna, sem
myndazt höfðu á stríðsárunum.
En að þeim þrotnum var hann á
árunum 1948—1953 jafnaður að
miklu leyti með aðstoð frá Banda
ríkjunum á vegum Marshall-á-
ætlunarinnar. Með þeirri aðstoð
og þeirri leiðréttingu á genginu,
sem átti sér stað árið 1950, tókst
að skapa nokkurt jafnvægi gagn-
vart útlöndum, og árið 1954 var
um lítinn sem engan halla að
ræða.
200 millj. kr. á ári.
Þetta jafnvægi stóð þó skem
grein fyrir því, að miklu meira
átak þurfti til að leysa til fram-
búðar vandamál verðbólgunnar,
ári þess að lagðar væru of þungar
byrðar á allan almenning í land-
inu.
ur en skyldi, og síðan verðlagið
innan lands komst alvarlega úr
skorðum eftir verkfallið vorið
1955, hefur greiðsluhallinn verið
mikill ár frá ári, óg þannig var
hann á árunum 1955—1958 tæpar
200 millj. kr. á ári. Hafia verið
nokkrar sveiflur í þessum efnum
frá ári til árs, einkum vegna
breytinga á birgðum og afla-
brögðum. Upplýsingar liggja enn
ekki fyrir um það, hver hallinn
hefur verið árið 1959, en varla
hefur hann numið minni upphæð
en 350 millj. kr., enda átti sér
stað óvenjuleg birgðaaukning á
árinu, en hún nam samtals 84
milij. kr. Er þá hallinn saman-
lagt að minnsta kosti 1100 millj.
kr. á fimm árum.
Jafnaður með tvennu
móti
Þessi þráláti greiðsluhalli hef-
ur verið jafnaður með tvennu
móti: erlendum lántökum og
rýrnun gjaldeyrisstöðunnar.
Hvort tveggja hefur nú gengið
svo langt, að út í algjört óefni
er komið. Aukning erlendra
skulda hlýtur að leiða til þess,
að greiðsla vaxta og afborgana
til útlanda fari vaxandi ár frá
ári, enda hafa útgjöld landsins af
þessum orsökum aukizt óðfluga.
Á árunum 1951—1955 nam
greiðslubyrði þessi ekki nema
30 millj. kr. á ári eða um 3%
af heildargjaldeyristekjum.
Árið 1958 var hún orðin 87
millj. kr., árið 1959 138 millj.
kr., og ef reiknað er aðeins
með þeim Iánum, sem þegar
eru tekin eða um samin, verð
ur hún 163 millj. kr. árið 1960
og nær hámarki, 183 millj.
kr., árið 1961. Miðað við þess-
ar tölur má áætla, að grciðslu
byrðin nemi um 10% af heild-
argjaldeyristekjum þjóðarinn
ar á árunum 1959—1961.
Þetta eru því ískyggilegar horf
ur, og þó mundi greiðslubyrðin
þyngjast enn stórlega á næstu
árum, ef ekki tekst að bæta úr
greiðsluhallanum. Á þetta vanda
mál var mjög rækilega bent í
hagfræðingaáliti, sem unnið var
fyrir vinstri stjórnina snemma
árs 1958, en þar var komizt að
þeirri niðurstöðu, „að á næstu
árum megi ekki bæta þá greiðslu
byrði, sem þegar hefur myndazt
eða rtú er að myndast“. Þegar
þetta var ritað, voru erlendu
skuldirnar þó mun lægri en þær
eru nú orðnar.
Aukning erl. skulda
Hin afleiðing greiðsluhallans
hefur verið lækkun gjaldeyris-
eigna og aukning gjaldeyris-
skulda bankanna við útlönd. í
árslok 1954 voru hreinar gjald-
eyriseignir bankanna í frjálsum
gjaldeyri 220 millj. kr., en í árs-
lok 1959 var í stað þessara eigna
komin hrein skuld að upphæð
65 millj. kr. Gjaldeyrisstaðan í
frjálsum gjaldeyri hafiði með öðr
um orðum versnað um 285 millj.
kr. á fimm árum. Hýrnun gjald-
eyrisstöðunnar í jafnkeypisgjald
eyri var 15 millj. kr. Svo var
líka komið um síðustu áramót, að
allir yfirdráttarmöguleikar ís-
lenzkra banka voru nýttir til hins
ýtrasta, enda var um að ræða
hreint neyðarástand í gjaldeyris-
málum. Úr þessu verður að bæta
svo fljótt sem unnt er, því að
gjaldeyrisforði, er nægi fyrir
nokkurra mánaða innflutningi,
er hverri þjóð nauðsynlegur til
þess að jafna tímabundnar
sveiflur í gjaldeyristekjum og
gjaldeyriseftirspurn. Það er
óhjákvæmilegt, að af því leiði
alvarlegar truflanir í innflutn-
ingi og stórtjón fiyrir framleiðslu
þjóðarbúsins, ef ekki tekst að
bæta gjaldeyrisstöðuna á einn
eða annan hátt verulega frá því,
sem nú er. Stöðugt vofir yfir, að
íslendingar geti ekki staðið við
greiðsluskuldbindingar sínar er-
lendis og innflutning nauðsyn-
legustu rekstrar- og og nauð-
synjavara.
Leiðir til atvinnuleysis
Þetta ástand í gjaldeyrismálun
um og hin þunga greiðslubyrði
hefur þegar skapað ástand, sem
hlýtur von bráðar að leiða til
stórfellds atvinnuleysis og rýra
framleiðslu og lífskjör lands-
manna vegna skorts á rekstrar-
og neyzluvörum. Það er því óhjá
kvæmileg nauðsyn að binda
endi á greiðsluhallann við út-
lönd, en það mun ekki takast
nema menn geri sér ljóst, eins og
segir í greinargerð frumvarpsins,
að „orsök greiðsluhallans er ekki
sú, að útflutningsframleiðsla og
gjaldeyristekjur séu ekki miklar.
Þær hafa aldrei verið meiri í
sögu þjóðarinnar. Orsökin er
röng gengisskráning og of mikil
útlán bankanna. Meðan sú orsök
er ekki brott numin, hlýtur
greiðsluhallinn að haldast,
hversu mikið sem útflutnings-
íramleiðsla og gjaldeyristekjur
aukast“. Þetta er sá mikli vandi,
sem blasir við okkur í dag: Þjóð,
sem aldrei hefur framleitt meira
eða búið við blómlegra atvinnulíf
en hefur þó á örfáum árum kom-
izt í svo botnlausar skuldir, að
við borð liggur, að hún glati því
Það er áætlað, að á árinu 1959
hafi meðalgengi á útflutningi
verið 87% af skráðu gengi, það
er að segja um það bil 30,50
kr. á hvern dollar. Meðalgengi á
innflutningi var hins vegar að
eins um 68.5% af skráðu gengi,
það er að segja um 27,50 kr. á
hvern dollar. Af þessum mikla
mismun á meðalálögum á inn-
flutning og útflutning hlaut að
leiða, að mjög erfitt var að ná
jöfnuði milli tekna og gjalda hjá
útflutningssj. Sannleikurinn er
sá að slíku jafnvægi var í raun-
inni aðeins hægt að ná með einu
móti, það er að segja með mikl-
um greiðsluhalla við útlönd, er
jafnaður var með erlendum lán-
um og þó sérstaklega með notk-
un gjaldeyrisforða bankanna og
söfnun gjaldeyrisskulda. Stafaði
þetta af því, að ekki voru greidd-
ar nema 55% yfirfærslubætur á
erlend lán, en hins vegar engar
yfirfærslubætur á söfnun gjald-
eyrisskulda bankanna. Sá gjald-
eyrir, sem þannig fékkst, var svo
seldur innflytjendum við mun
hærra verði en hann var keypt-
ur á. Af þessu er ljóst, hve sam-
tvinnaður greiðsluhallinn við
útlönd er því fyrirkomulagi í
gengismálum, sem verið hefur
við líði undanfarin ár.
Greiðsluhallinn er annars veg-
ar afleiðing uppbótakerfisins,
vegna þess að hið óeðlilega
lága verð á meginhluta inn-
flutningsins hlaut að ýta stórl.
undir eftirspurn eftir erlend-
um vörum og þar af leiðandi
stuðla að greiðsluhalla. Hins
vegar var greiðsluhallinn og
trausti, sem hún hafði áður áunn-
ið sér meðal annarra þjóða, og
tefli efnahagslegu sjálfstæði sínu
í voða.
Afleiðing
uppbótakerfisins
Því verður ekki trúað, að is-
lenzka þjóðin, sem brotizt hef-
ur úr fátækt til bjargálna á
tveimur mannsöldrum með
dugnaði og hagsýni, sé ekki
reiðubúin til að leggja nokkuð
á sig nú til að forðast þennan
voða. Ég hef líka sannfærzt
um það, að umframeyðsla ís-
Iendinga á undanförnum ár-
um er á engan hátt að kenna
eyðslusemi eða sérhlífni al-
mennings, heldur er hún bein
afleiðing uppbótakerfisins og
stefnunnar í efnahagsmálum.
Hér er það forystan, sem hef-
ur brugðizt, en hún hefur
ekki hingað til vísað á neina
færa leið út úr ógöngunum.
En hvers vegna er ekki hægt
að leysa þennan vanda með því
að halda uppbótakerfinu með
einhverjum breytingum eða út-
færslu?
Uppbótakerfið er í tveimur
meginatriðum frábrugðið venju-
legri gengislækkun. í fyrsta lagi
hafa þær álögur, sem lagðar hafa
verið á innflutninginn, verið að
meðaltali miklu lægri en þær
bætur sem útflutningsatvinnu-
vegunum hafa verið greiddar. Og
í öðru lagi hafa verið mismun-
andi bætur til einstakra greina
útflutningsatvinnuveganna —
og þó sérstaklega misháar álög-
ur á hina ýmsu þætti innflutn-
ingsins.
Hvort þessara atriða um sig fel-
ur í sér veikleika, er nægja til
þess, að ekki er hægt að leysa
með uppbótakerfinu vandamál
þau, sem við er að stríða í ís-
lenzkum efnahagsmálum. Skal
ég nú ræða þetta nokkru nánar.
sú skuldasöfnun erlendis, sem
honum fylgdi, beinlínis nauð-
synleg til að hægt væri að
ná greiðslujöfnuði hjá útflutn
ingssjóði.
Nauðsyn lánsfjár
Fyrir því má að sjálfsögðu
færa veigamikil rök, að fslend-
ingar þurfi á erlendu lánsfé að
halda til uppbyggingar atvinnu-
veganna. Hitt er stórkosetlega
hættulegt fyrir efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar, ef skulda
söfnun við útlönd er beinlíni*
gerð að ómissandi þætti í fjár-
hagskerfi landsins til þess eins
að skjóta sér undan því að horf-
ast í augu við veruleikann. Ein*
og segir í greinargerðinni, þá er
þessi galli uppbótakerfisins „svo
veigamikill, að hann einn gerir
það að verkum, að kerfið getur
ekki staðið til frambúðar, þar
sem því eru ákveðin takmörk
sett, hversu mikill hallinn get-
ur verið og hversu lengi hann
ur staðið".
Sjálfsblekking ein
En lítum þá á hitt meginein-
kenni uppbótakerfisins, hinar
mismunandi álögur og bætur á
hina ýmsu þætti inn- og útflutn-
ings. Ýmsir hafa talið þetta upp-
bótakerfinu til gildis og haldið
því fram, að með því væri
komið í veg fyrir óeðlilegar álög-
ur á almenning. Reynsla fslend-
inga af uppbótakerfinu með öll-
um þeim tilbrigðum, sem reynd
hafa verið á undanförnum árum,
átti að
staðinn?
Jatnvœgi með
greiðsluhal/a