Morgunblaðið - 06.02.1960, Side 12

Morgunblaðið - 06.02.1960, Side 12
12 MOnCUNRL4ÐlÐ Laugardagur 6. febrúar 1960 mtfrfðMfr tícg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Rítstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsin.gar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið HVAÐ TÆKI VIÐ ? ITM stærstu drættina í efna- hagsmálaþróuninni á ís- landi síðustu árin getur menn ekki greint á. Staðreyndirnar tala þar ólygnu máli. Og hvað segja þessar stað- reyndir? Þær segja þetta: Með sí- fellt vaxandi verðbólgu hefur hallarekstur íslenzkra fram- leiðslutækja stöðugt orðið geigvænlegri. Öll útflutnings- framleiðsla á íslandi er í dag rekin með stórkostlegum uppbótum og styrkjum, sem borgaðir eru af almannafé. Aðstaðan út á við Ef aðstaðan út á við er síð- an athuguð, kemur í ljós, að hrikaleg skuldasöfnun hefur átt sér stað síðustu árin. 2— 300 milljón króna greiðslu- halli hefur orðið á viðskipt- um þjóðarinnar við útlönd að meðaltali á ári síðustu 5—6 árin. Af þessu hefur það síðan leitt að þjóðin hefur glatað lánstrausti, þannig að hún hefur enga m iguleika til þess að óbreyttri stefnu í efna- hagsmálum sínum að fá lán til langs tíma með hagkvæm- um kjörum til lífsnauðsyn- legrar uppbyggingar í landi sínu. Það er vegna þessa hörmulega ástands í efna- hagsmálum þjóðarinnar, að núverandi ríkisstjórn hefur orðið að leggja fram tillögur um víðtækar og róttækar ráðstafanir til viðreisnar í þjóðfélaginu. Tilraun, sem ekki má mistakast En hvernig færi, ef þessi viðreisnartilraun misækist, hvað tæki þá við? Ef upplausnaröflum þjóð- félagsins tækist að brjóta niður þær viðreisnarráðstaf- anir, sem nú er verið að gera, t. d. á komandi sumri, hlyti af því að leiða nýja, stór- fellda gengisfellingu og hreint þjóðargjaldþrot. Það er að þessu, sem komm- únistar stefna, þegar þeir lýsa yfir „einróma vilja“ sín- um til að hrinda viðreisnar- ráðstöfununum. En vilja íslendingar að þeir komi þessum „ein- róma vilja“ sínum fram? Vilja t. d. íslenzkir bændur taka þátt í því glæfraspili með Hermanni Jónassyni og Eysteini Jónssyni að styðja kommúnista til þessara þjóð- hættulegu skemmdarverka? HITAVEITAN í R Æ Ð U, sem Geir Hall- -*■ grímsson, borgarstjóri, hélt sl. mánudag, benti hann á það að með hinum stór- virka gufubor, sem nú er not- aður við jarðhitaleit í Reykja- vík og víðar, hafi orðið þátta- skil í hitaveituframkvæmd- um í bænum. Tekizt hefur að fá stóraukið magn af sjóðandi heitu vatni í bæjarlandinu. Er hér um að ræða 70—80 sekúndulítra af 137 stiga heitu vatni. Samsvarar það 170—190 sekúndulítrum af heitu vatni frá Reykjum og umreiknað í rafmagnseining- ar samsvarar það 25—28 þús. kw. — Er því afl hinna tveggja nýju borhola svipað og nýju virkjunarinnar við Efra-Fall, sagði Geir Hall- grímsson í ræðu sinni. Hitaveita fyrir alla Reykjavík Síðar í ræðu sinni komst borgarstjóri m. a. að orði á þessa leið: „4300 hús í bænum eru nú tengd hitaveitunni. 42—43 þúsund. manns af 70 þús. íbúum Reykjavíkur eru tald- ir vera hennar aðnjótandi, eða um 60% bæjarbúa. Þó mikið hafi áunnizt í hita- veituframkvæmdum upp á síðkastið, þarf mikið átak og fjármagn til þess að allir Reykvíkingar verði sem fyrst aðnjótandi hitaveitunnar. Að þessu er markvisst unnið.“ Reykvíkingar fagna áreið- anlega þessum ummælum borgarstjórans. Hitaveitan hefur allt frá upphafi verið glæsilegasta fyrirtæki Reykja víkurborgar. Undir forystu Sjálfstæðismanna hefur verið unnið að því af framsýni og dugnaði að skapa stöðugt fleiri bæjarbúum þau lífs- þægindi, sem hitáveitan veit- ir. — Takmarkið í hitaveitu- málunum er, eins og Geir Hallgrímsson sagði í ræðu sinni, að allir Reykvíking- ar verði sem fyrst aðnjót- andi hitaveitunnar. Hvað vitum v/ð um inflúensu? INFLÚEN SUF AR ALDUR- INN, sem nú geisar í Evrópu, hefir ekki borizt hingað enn- þá. Þó er varla úr vegi að ræða ofurlítið um þennan sjúkdóm hér í þættinum nú, því að hann er mjög á dag- skrá úti í heimi — og hver veit nema hann eigi eftir að Dr. Preben von Magnus „heimsækja" okkur bráðlega — þó.t við munum ekki bjóða hann velkominn. — ★ — Yfirleitt þykir inflúensan, sem nú gengur, væg. Þó hefir fólk látizt hundruðum saman af völd um hennar, t.d. í Frakklandi — en einkum er það gamalt fólk og lasburða, og munu það fremur vera fylgikvillar inflúensunnar en hún sjálf, sem orðið hefir þessu fólki að aldurtila. — Lækn ar telja yfirleitt, að veira sú, sem veikinni veldur nú, sé sömu tegundar og sú, er olli hinni margumtöluðu Asíu-inflúensu árið 1957 — aðeins er veikin miklum mun vægari nú en þá. • A, B og C veirur En hvað vita menn raunveru- lega um þennan sjúkdóm? munu sjálfsagt ýmsir spyrja. — Danska blaðið Berlingske Tidende beindi einmitt þessari spurningu til sérfróðs manns um daginn, dr. Preben von Magnus, forstöðu- manns hinnar svonefndu „Serum-stofnunar rikisins" í Danmörku. — Birtum við hér í lauslegri þýðingu nokkuð af því, sem blaðið hafði eftir dr. Magn- us sem svar við spurningunni. — Menn vita svo mikið um inflúensuna, sagði dr. von Magn- us, að við verðum að láta okkur nægja að dvelja hér við fáein atriði. Ekki af því, að neinu sé að leyna, heldur vegna þess, að hitt er varla fyrir aðra en sér- fræðinga. — .InSlúensu-sóttkveikjan fannst í Englandi fyrir 25 árum, og er nú ein þeirra veira sem mest er um vitað. Miklar rannsóknir hafa farið fram, enda auðvelt að „rækta“ inflúensu-sóttkveikj una, eða einangra hana, eins við einn- ig tölum um. — Til eru allmarg- ar mismunandi tegundir (typur) af inflúensu-veirum, og oftast er greint á milli sex, en þar af eru þrjár — nefndar A, B og C — sem eru hinar eiginlegu inflú- ensuveirur. • Spánska veikin I ágætri samvinnu við WHO, Heilbrigðisstofunu Sameinuðu þjóðanna, hafa vísindamenn smám saman öðlazt örugga þekk- ingu á útbreyðslumöguleikum sjúkdómsins. — Það er nú ljóst, að sóttkveikjurnar geta borizt ' um heim allan, jafnvel sama veir I an, án þess að um sé að ræða I nokkrar verulega breytingu á i eiginleikum og „uppbyggingu" ‘ sóttkveikjanna. Þetta kom skýrt í ljós, er Asíu-inflúensan geisaði, en hún hófst, eins og kunnugt er, í Mongólíu og barst þaðan svo að segja um allan heim. Þegar veruleg inflúensa geisar, spyr ávallt fjöldi manna, hvort um sé að ræða sams konar far- sótt eins og þær, sem gengu milli 1918 og 1920 og fólk nefndi „Spánsku veikina". — Við vitum í rauninni ekki, hvað gerðist 1918 því að þá voru inflúensusótt- kveikjurnar ekki þekktar. Og það er ekki til neins að vera að deila um það, hvort það var sama veiran, sem olli fyrri og síðari faraldrinum 1918, eða hvort þar var um að ræða tvær mismun- andi „typur“. Já, eða hvort það var í raun og veru inflúensu- veira, sem olli þessum farsóttum. — Og jafnlítið vitum við um farsóttina árið 1920. 0 Þetta vitum við Síðan ræddi dr. von Magnus um þrjá síðustu inflúensufar- aldra sem gengið hafa í Dan- mörku, og sagði: — Ef við lítum til áranna 1957—’59, þá vitum við: -m \ Að fyrra faraldrinum, I | voriö 1957, otti veira, / sem var náskyld inflú- ensuveirum, sem við könnumst við frá árunum 1952 og 195 lf. Hinn viðurkenndi, danskj vísinda- mabur, dr. Preben von Magnus, svarar spurningu „Berlingske Tidende" \ Að pað var Asíuveiran J svonefnda, sem olli síö- / ari faraldrinum, um haustið 1957. Sú farsótt rénaði smám saman í byrjun árs 1958. íJ \ Að inflúensan, sem kom J I upp í febrúar 1959, var / ósícyld pessum tveim fyrrnefndu farsóttum, par sem pað var veira af TEGUND B, sem olli henni, en veirur pcer, sem ollu hinum tveim, voru af TEGUND A. Með öðrum orðum: Við vitum með vissu, að hinar þrjár síðustu inflúensufarsóttir hér í Dan- mörku hafa verið af mismunandi uppruna, og að Asíu-inflúensan — ef hún á eftir að koma aftur — hefir ekki sýnt sig á ný, enn sem komið er a.m.k. • Ein vörn — bóluefnl Því næst ræðir dr. von Magnus um það, að áður fyrr hafi oft verið mjög erfitt að ákvarða, hvort sjúklingur væri raunveru lega með inflúensu eða ekki. Nú sé tiltölulega auðvelt að ganga úr skugga um slíkt með rannsókn. Raunar sé þvílík rannsókn nokk uð seinleg — en auðvelt að fram kvæma hana, ef þörf gerist. — — Þá minnist hann á það, að hin svonefndu „antibiotisku1 lyf (penicillin o.s.frv.) séu óvirk gagnvart veirusjúkdómum. Aft- ur á móti séu til efni, sem nefnd séu „anti-virale“, og með þeim sé hægt að hafa áhrif á vöxt og við komu veiranna. Þetta hafi verið gert í ýmsum tilraunum. En áður en þessi efni fái raunhæfa þýð- ingu, verði menn að fullvissa sig um, að þau hafi engar óæski- legar verkanir. Hvort svo sé, hafi menn ekki enn getað gengið úr skugga um. — Sem stendur höfum við aðeins einn mögu- leika til að berjast gegn inflú- ensu og öðrum veiru-sjúkdóm- um —- bóluefni, sagði hann. —■ Kvað hann nú vera til bóluefini, sem veittu góða vörn gegn ýms- um tegundum inflúensu. • Vægur sjúkdómur Það sé þó vafamál, hvort bólu- setning við þessum sjúkdómi borgi sig. í fyrsta lagi vegna þess, að framleiðsla bóluefnisins sé dýr. 1 öðru lagi sé erfitt að framleiða það í svo miklu magni, að hægt sé að bólusetja heilar þjóðir, eða mikinn hluta lands manna, í tæka tíð, þegar inflú- ensufaraldur gýs upp. I þriðja lagi sé því sem betur fer svo varið, að inflúensa sé langoftast vægur sjúkdómur, sem mönnum batni yfirleitt af sjálfu sér við það að liggja nokkra daga í rúm inu. • Ekki á morgun .... — Ef ég ætti að draga saman i fá orð, það sem ég hefi hér verið að reyna að skýra frá, gæti ég e.t.v. gert það þannig, sagði dr. von Magnus: -g \ Á síöari árum hafa orðið I 1 verulegar framfarir i / veirurannsóknum, og má segja, að pað eigi ekki hvað sizt við um inflúensuna. Cþ \ Öll skilyrði til pess að J pekkja og greina sjúk- / dóminn eru nú miklu betri en fyrrum, og pekkingin á „byggingu“ sótt- kveikjanna eykst stöðugt. ty \ Menn hafa allvel rök- Tþ J studdar vonir um, að / með tímanum verði fram leidd kemisk efni til LÆKNINGAR á inflúensu og öðrum veirusjúkdómum. Þannig lítur Asíu-inflúensu- veiran út í rafeindasmásjá — En, bætti dr. von Magnus við, þar sem enginn skyldi vona, að við getum veitt þeim, sem sýkjast í næsta faraldri, aðra eða betri læknismeðferð en hingað til, virðist mér rétt að ég taki það fram að lokum, að ég tel ekki, að þetta framfaraskref, sem ég minnist síðast á, verði stigið á morgun ....

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.