Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 14
14 MORCUTS RLAÐIÐ Laue'srrlíic'nr R f°Krúar 1960 Verksmiðjuvinna Stúlka óskast til pökkunarstarfa. Uppl. hjá Ólafi Hjartarsyni sími 24000. KAFFIBRENNSLA Ó. JOHNSON & KAABER H.F. Endurnýjum gömlu sœngurnar Eigum dún og fiðurheld ver. Einnig æðardún og gæsadún. — Fljót afgreiðsla. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjuteig 29 — Sími 33361. Byggingasamvinnufélag starfsmanna Reykjavíkurbæjar Aðalfundur félagsins verður haldinn í Skúlatúni 2, mánudaginn 15. þ.m. kl. 17,30. Dagskrá' Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Afgreiðslustúlku vantar í sérverzlun hér í bænum, þarf að vera þjálf- uð í starfinu, og ekki yngri en 20 ára. Mánaðarlaun kr. 4000. — Umsóknir með nauðsynlegum upplýsing- um sendist blaðinu merktar: „Sérverzlun — 9564“. * Ura- og skartgripaverzlun á Akranesi til sölu. Verzlunin er á góðum stað í bænum. Upplýsingar í síma 5 og 165 á Akranesi. íbúð óskast til leigu strax, helzt í Kópavogi. Upplýsingar í síma 12556. Svefnsófar Hvílustólar, Sófasett, Sófaborð. Nýjar gerðir. — Mjög hagstætt verð. Húsgagnaverzlun ARNAR H. ARNARSSONAR Laugaveg 42 — Frakkastígsmegin. Þvottahúsið FÖNN tilkynnir: Sérstök áherzla lögð á skyrtuþvott, svo sem man- settskyrtur, sportskyrtur, vinnuskyrtur, kjólskyrt og kjólvesti. — Festum á tölur. — Plastumbúðir. Ennfremur allar tegundir sloppa og borðdúka. Sé komið með skyrtur og sloppa fyrir kl. 11 að morgni verður það afgreitt samdægurs. Reynið viðskiptin og sannfærist. 1. flokks þjónusta í hvívettna. SÆKJUM — SENDUM FANNHVÍTAR SKYRTUR, Þvottahiísii \m Fjólugötu 19B. — Sími 17220. „Frá heimi íagn aðarerindisins44 Helgidagaræður. Nýtt safn. Eftir Ásmund Guðmundsson. Útgefandi ísafoldarprent- smiðja. Reykjavík 1959. „VIÐ birtuna og varmann frá ljósi heimsins getur ísland orðið sannnefnd Sólareyja“. Þannig kemst Ásmundur Guð- mundsson biskup að orði í helgi- dagaræðum sínum hinum nýju, og eru þessi orð táknræn fyrir ræður hans og rit, og áhrif á ís- lenzka kristni. Hann var í kennslustarfi og biskupsdómi búinn þeim her- tygjum ljóssins, sem andlegum forystumönnum hæfir. Því var hann víðskyggn og sá vel til veg- arins. íslendingar hafa löngum kunn að því illa að láta mata sig á skoð unum eins og búfé við jötu. Jafn- vel í kaþólskri tíð var kristni íslands með sjálfstæðum svip og tók ekki nema hæfilegt tillit til fyrirskipana utan lands frá, enda var þannig kveðið um einn hinn kaþólskasta biskup, sem á íslandi hefur lifað: Guðmund Arason: Ræður Guðs laga greiðir geðbjartur snöru hjarta, hræðist himna prýði hann, en vætki annað. Það var fyrst eftir að allur þróttur var skekinn úr þjóðinni, sem hún lét einvaldskonunga Dana fara að segja sér fyrir í sáluhjálparefnum, og varð hald- in svo mikilli vanmáttarkennd, að hún taldi vist, að allt vær réttara sem útlendir menn hug' uðu en innlendir. Eldi lengi eftir af þessari andlegu vesöld. En upp úr siðustu aldamótum gerðust röskir menn og andlega vakandi kennarar í Prestaskól- anum, eins og dr. Jón Helgason, Haraldur Níelsson og Sigurður P. Sívertssen, og tók þá heldur að lifna yfir andlegu lífi í kirkjunni. Þessir menn voru gæddir vísinda legum hugsunarhætti og höfðu næga einurð til að kveða upp úr með skoðanir sínar. Auk þess bættist hér við hinn brennandi áhugi séra Haralds fyrir sálar- rannsóknum. Tók þá að vora i íslenzku kirkjulífi, og hlýir straumar nýrrar sannleiksástar og þekkingarfýstar sópuðu burt hinum dauða og stirðnaða rét trúnaði, sem hangið hafði á van- anum einum saman. Ásmundur Guðmundsson var einn af gáfuðustu lærisveinum þessara manna, hamhleypa til náms og starfa. Hann skildi það j snemma, að andlegt líf getur | ekki þroskast nema í frelsi, og að ! ekki er unnt að þjóna Guði eftir fyrirskipunum annarra. Eigi það að vera gert með einhverjum myndarskap, verður hver maður að leggja fram það, sem hann á dýrast í sál sinni: hollustu sína við sannleikann, vit sitt og skiln- ing. Þar sem annað hvort er lítið til af þessu eða því er vikið til hliðar af hjátrú, kemur falskur tónn í guðsþjónustuna. Guði t eigi annað boðlegt en fyllsta ein- lægni. Þessum sjónarmiðum hefur hann alltaf verið trúr, og því var hann hið bezta til foringja fallinn í íslenzku kristnilífi, og áhrif hans holl og vekjandi. Ungur gerðist hann snjall og vandlátur prédikari, eins og ræðusafn hans hið fyrra: Frá heimi fagnaðarerindisins, sem út kom fyrir fjörutíu árum, ber vitni um. Síðan liðu langir og annamiklir tímar við háskóla- kennslu, ritstjórn Kirkjuritsins, og nú siðast biskupsembætti, þar sem honum gafst tækifæri til að gaumgæfa kenningar Krists með ýtrustu nákvæmni, enda hefur hann skrifað mörg skýringarrit í kennslugrein sinni og ritað merkar bækur, eins og t. d. Ævi Jesú, sem innan skamms mun koma út í enskri þýðingu. Er það ein hin fegursta Krists-ævisaga, sem ég hefi augum litið, og höf- undinum til stórsóma. Má nærri geta, hvílíkur undirbúningur það er undir prédikunarstarf að hafa þannig um áratugi rannsakað helgiritin og brotið kenningar þeirra til mergjar. En enda þótt Ásmundur Guð- mundsson sé orðinn lærður guð- fræðingur, leggur hann meiri al- úð við að flytja fagnaðarerindi Krists en leiða lærisveina sína og kristni landsins um myrkvan og villugjarnan við guðfræðilegra heilabrota. Telur hann það mikil- vægara að leitast við „að sjá Jesú einan", hugsa um dýrlega vizku hans, dæmisögur og for- dæmi, en setja of mikið traust á misvitra guðfræðinga liðinna alda, sem stundum líkjast mest skýinu, er huldi drottin sjónum manna. Ræðurnar í þessu safni munu flestar vera frá biskupsárum hans. Þær eru þrungnar hugsun og mannviti, ritaðar á hreinni og blæfagurri íslenzku, og segja þjóðinni hiklaust til vegar á hættulegum tímum. Höfundur- inn stendur föstum fótum í jarð- vegi íslenzkra bókmennta að fornu og nýju, og grípur iðulega til dýrgripa tungunnar, fagurra ljóða, til að gjöra ræðu sína eftir minnilegri, enda glöggskyggn Enskur bíll Ford Zephyr árgangur 1958 ekinn 21 þ. km. með útvarpi til sölu. Upplýsingar í síma 22235. NÝTT LEIKHÚS Söngleikurinn Rjúkondi láð Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala frá kl. 2—6 í dag. — Simi 22643. Næst síðasta sýning. NÝTT LEIKHÚS Ásmundur Guðmundsson. á fagran skáldskap. En um fram allt er þó birta og mildi yfir allri kenningu hans, eins og jafnan verður hjá víðsýnum og frjálshuga mönnum. Kemur þetta hvað skýrast í ljós í ræðu þeirri, er hann flutti, er hann vígði eftirmann sinn í bisk- upsembættinu, en þá kemst hann þannig að orði: „Frelsi hefur löngum um ald- irnar verið höfuðeinkenni á kirkju íslandk Kom það snemma fram hjá. íslendingum, að þeir vildu trúa því og fylgja því, sem heilagur andi blés þeim í brjóst að væri satt og rétt, og hafa það að leiðarstjörnu. En þeir hafa lítt hirt um, að á þá væri lagt ánauðarok bókstafs og kennisetn inga manna. Þeim hefur skilizt, að Kristur vill ríkja yfir frjálsum mönnum, og þar sem andi hans er, þar er frelsi, því að manns- sálin er þannig stillt af skapara hennar og föður, að fagnaðar- erindi Krists megi snerta alla dýpstu strengi hennar .... Vér viljum setja sannleikann hátt í trausti þess, að sannleikurinn gjöri oss frjálsa." Hér er talað í anda Oddaverja og þeirra lærdómsmanna, sem hæst hafa borið höfuðið með vorri þjóð. Ræður hins fyrrver- andi biskups íslands eru góð og fögur gjöf til íslenzku þjóðarinn- ar. Megi hún njóta vel og eign ast sem flesta andlega forystu- menn honum líka. Benjamin Kristjánsson. ! Rúðstefnn um ! forgjöld ALÞJÓÐASAMBAND flugfélaga (IATA) hefur boðað til ráðstefnu í París 23. þ.m. í þeim tilgangi að ná samkomulagi um fargjöld á þeim flugleiðum, sem IATA- ráðstefnan í Honolulu gat ekki leitt til lykta. Hinn 31. marz rennur út samkomulag félaganna um fargjöld og ber þrýna nauð- syn til að gera nýja fargjalda- skrá til þess að forða beinu far- gjaldastríði á ýmsum höfuðleið- um. Hér er m. a. um að ræða gjöld á Norður og Mið-Atlants- hafsleiðunum, milli Evrópu og Afríku, til Austurlanda og A- Indía. Flugfélag íslands er aðili að IATA, en ekki er ákveðið hvort það sendir fulltrúa. Sigurður Olason Hæstaréttarlbg.oaóur Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögniaður Málfl utning'sskr i f siof a I Austurstræti 14. Simi 1-55-35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.