Morgunblaðið - 06.02.1960, Síða 15
Laugardae;ur 6. febrúar 1960
McntcTiNTiT4niÐ
15
UNDANFARIÐ hafa komið fram
í dagblöðum allmikil skrif
um þörf Matsveina- og
veitingaþjónaskólans fyrir auk-
ið húsnæði, og langar
mig a aðleggja þar orð í belg.
Þetta virðist eiga rót sína að
rekja til þarfar eins ágæts veit-
ingamanns hér í bæ til að losna
við veitingastað, sem að vísu er
nýbyggður, en þó í húsnæði, sem
byggt var sem verzlunarhús. —
Áður en lengra er farið vil
ég taka fram, að ég hefi hans
orð fyrir þörfinni, sbr. Mbl. 31.
jan. þ. á., og að ég er þeirrar
skoðunar, að þörf sé aukins gisti
rýmis hér, en að því kem ég
síðar.
Matsveina- og veitingaþjóna-
skólinn er stofnaður samkvæmt
lögum nr. 82/1947, en reglugerð
fyrir skólann var sett 1956. Skal
hann starfa aðallega í tveimur
deildum, það er 1) til sveinsprófs
í matreiðslu, og 2) til sveinsprófs
í framreiðslu. Skulu þessar deild
ir vera þriggja ára og starfa
fjóra mánuði á ári að bóklegri
og verklegri kennslu, en að öðru
leyti fer námið fram hjá meist-
urum í iðninni á veitingahúsum
eða farþegaskipum. Auk þess
skal skólinn starfa í tveimur
námskeiðadeildum, þ. e. 1) tvö
fjögurra mánaða námskeið til
prófs fyrir matreiðslumenn á
fiskiskipum, og 2) námskeiða-
deild fyrir þá, sem lokið
hafa prófi frá skólanum í
matreiðslu og framreiðslu, svo
og aðra, sem starfa við gistihús
eða veitingahús. Það er tekið
fram, að í verklegum námsgrein-
um mega að jafnaði ekki vera
fleiri en 20 í hverri deild.
Lög um skólann eru sniðin eft-
ir norrænni löggjöf um iðn-
fræðslu, eins og yfirleitt öll okk-
ar iðnfræðsla, þ. e..verklegt nám
undir stjórn meistara, en bóklegt
og verklegt nám í skóla nokkra
mánuði á ári yfir námstímabilið,
sem venjulega er þrjú til fjögur
ár. Þó að Matsveina- og veitinga-
þjónaskóli okkar sé ekki gamall.
eis og sjá má af framangreindu,
hefir hann getið sér góðan orðs-
tír undir stjórn hins dugmikla
skólastjóra, sem er ágætlega
menntaður í sinni grein auk þess
að vera á réttri hillu. Skólinn
á að geta útskrifað 40 matsveina
og þjóna árlega. Hvort þetta
verður nægileg aukning í þess-
um iðngreinum í framtíðinni fer
eftir þróun veitingamálanna í
landinu, en eins og er, ætti þetta
að nægja.
í viðtali við skólastjórann í
Mbl. kemur fram, að hann álítur
þörf fyrir skólann að starfrækja
veitingahús svo að nemendur öðl
ist meiri verklega þjálfun en nú
gerist í skólanum, og, að mér
skilst, að allt iðnnámið fari fram
í skólanum. Víða um lönd eru
viðurkenndir skólar, þar sem
menn geta lært þessar iðngrein-
ar að öllu leyti, en það eru oftast
dýrir einkaskólar. Ef ríkisvaldið
ætti að hafa frekari afskipti af
þessum málum en gert er ri
fyrir í skólalögunum, væri það
helzt á þann hátt að gera ný-
sveinum kleift, með lánum og
styrkjum, að fara utan og starfa
á fyrsta flokks veitingahúsum um
einhvern tíma. Persónulega álít
ég, að skólastjór„r opinberra
skóla ættu ekki að vasast of
mikið í viðskiptamálum og alls
ekki að gera skólana að
áhættusömum viðskiptafyrir-
tækjum. Annað mál er, og
vel athugandi, að heimila ei
staklingum, er áhuga hafa á, að
stofna til slíkra skóla. Mér er
sagt, að í húsi Sjómannaskólans,
en þar er m. a. Matsveina- og veit
ingaþjónaskólinn, séu að jafn-
aði 260—280 nemendur. Þe
eru „hetjur hafsins“, og skyldu
þeir ekki mega fá veizludúkuð
borð og mat öðru hverju, þeir
gætu fengið mislitt vatn í stað
víns. Auðvitað allt fyrir lítinn
pening.
Það er flestra skoðun, að hér
sé þörf fleiri gistihúsa, og er ég
þeim sammála. Þegar taiað er um
gistiherbergjaskort í höfuðborg-
inni, miðað Við fyrri tíma, láist
flestum að gæta þess, að h. u. b.
helmingur landsmanna er fluttur
hingað á suð-vesturkjálkann,
margir nýlega, með aðstoð for-
eldra og annars heimafólks, og
er því gjörbreytt viðhorf, hvað
snertir þörf fólks annars staðar
af landsbyggðinni fyrir gistihús
hér í höfúðstaðnum. Undanfarið
hefur berbergjanýting í gisti-
húsum hér í bænum verið 85—
90% miðað við árið .Er það mjög
hár hundraðshluti á „heimsmæli
kvarða", en nýtingin er verst
yfir sumarmánuðina, þegar sum-
argistihúsin eru starfrækt. Þetta
sýnir, að sem „ferðamannaland“
erum við illa á vegi staddir.
Mér skilst, að Búnaðarfélag fs-
lands hafi í stórhýsi sínu við
Hagatorg gert ráð fyrir 70—75
gistiherbergjum. Eiga þau að
vera með öllum nýtízku þægind-
um og húsið að öðru leyti mjög
miðað við þarfir hótelgesta. —
Þessa bygging er staðreynd, það
er búið að steypa hana upp að
miklu leyti.
Það hefur margur hlegið að
framtakssemi okkar íslendinga,
en sem betur fer mest við sjálf-
ir. Einhver útlendingur sagði
nýlega, að það væri ágætt að
verzla við menn, sem keyptu
togara í tylftum og alla af sömu
gerð. Ef gistihúsarekstur á að
vera þjóðinni atvinnuvegur á
borð . við útflutningsatvinnuveg-
ina og flugið, þurfum við að gjör
breyta áróðri erlendis bg að-
stöðu innanlands.
Vonandi rís hið ný-fyrirhugaða
gistihús upp í fyllingu tímans.
Um staðarvalið má deila, en ég
tel, að meðan ekki er aðstaða
til að taka á móti erlendum gest-
um úti um land á öllum árstím-
um, þyrfti þetta gistihús að hafa
upp á eitthvað sérstakt að bjóða
fyrir útlendinga. Ég hefi oft
hugsað um það, þegar ég hefi
á fögrum dögum verið staddur
á Öskjuhlíðinni, hve dásamlegt
gistihússtæði væri vestan við
„Beneventum", þar sem sér suð-
ur og norður yfir. Þar mætti reisa
gistihús, sem hefði þá kosti allt
árið um kring, sem erlendir ferða
menn kjósa að njóta.
3. febr. 1960.
Karl Kristinsson.
Biidge-keppni
Heimdallar
EFTIR 2 umferðir í bridgekeppni
Heimdallar er staðan þannig:
1. Gunnlaugur og Jó-
hann 173,5
2.—3. Óskar og Halldór 173
2.—3. Asgeir og Hreinn 173
4. Bjarnar og Þröstur 170,5
5. Hámundur og Jónas 164,5
6. Bernharður og Torfi 158,5
7.-8. Sigurður og Ólöf 157
7.—8. Kristján og Friðjón 157
9. Iris og Anna 151
* 10. Magnús og Einar 150,5
11. Gunnar og Gunnar J 148
12. Elías og Gunnar 143,5
13. Ólafur og Grétar 142
14. Skúli og Valur 122
Þriðja og síðasta umferð verð-
ur spiluð í Valhöll nk. mánudag,
h. 8. febrúar, og hefst kl. 8.
Bækur Scotts
WASHINGTON, 1. febrúar —
Vísindaleiðangur hefur fundið
eina af bækistöðvum Scott-Ieið-
angursins á Suðurheimskauta-
landinu. óÞar fundust m. a. bæk-
ur, tóbaksbirgðir o. fl., allt eins
og skilið hefði verið við það i
gær.
Maðurinn á þessum myndum
hefur verið mállaus í þrjú ár,
en sézt hér vera að þylja
brezku barnaþuluna „Mary
had a little Iamb“ hárri og
skýrri rödd. Maðurinn heitir
Alfred Glass og er 63 ára. —
Fyrir þrem árum var hann
skorinn upp og tekin úr hon-
um raddböndin. Bjargaði það
lífi hans, en síðan hefur hann
ekki getað talað, þar til á
mánudaginn.
Hina nýju rödd sína á hann
að þakka Lionel nokkrum
Fothergill, sem hefur fram-
leitt tæki sem gerir mönnum,
sem áður hafa getað talað, en
misst röddina vegna lömunar,
uppskurðar eða vegna sálar-
sýki, kleift að tala aftur.
Fyrsta tilraunin með þetta
nýja tæki var gerð á mánu-
daginn. Alfreð Glass hélt
„vibrator“ að hálsinum og tal-
aði í Y-laga pípu, og úr hátal-
aranum á borðinu hljómaði
hin löngu týnda rödd hans
sjálfs, sem ekki hafði heyrzt
í þrjú ár.
Fothergill uppfingamaður
vinnur nú að því að fram-
Ieiða smækkaða útgáfu af tal-
vél sinni, og verður hún ekki
mikið stærri en lítil ljós-
myndavél.
Ástæðan fyrir því að Alfred
Glass þuldi einmitt þessa
þekktu brezku barnaþulu er
sú, að þulan á merkilega sögu.
Edison notaði hana nefnilega
til að lesa inn á fyrstu hljóm-
plötuna.
Karl Kristinsson:
Leysir Lido vandann?