Morgunblaðið - 06.02.1960, Page 20
20
M O R C TJ 1\ tt L A Ð1Ð
Laugardagur 6. febrúar 1960
augnabliki heyrði ég suðið í
henni á leið niður og ég stóð einn
eftir innan um brotna bolla og
aðra hluti, sem lágu dreifðir út
um allar svalirnar, líkast þvi
sem eldingu hefði skyndilega
slegið niður úr heiðskíru loft-
'nu og tvístrað þeim í allar áttir.
Ég veit ekki hve lengi ég stóð
þama gersamlega úrræðalaus og
furðu lostinn eftir það sem gerzt
hafði. Hvað hafði ég sagt sem
var svona heimskulegt? Hvernig
hafði ég vakið þessa óskiljanlegu
oísareiði stúlkunnar? En nú
heyrði ég sama suðið í fjarska.
Lyftan var að koma upp aftur.
Josef kom aftur í Ijós með
undarlegan sorgarsvip á nauð-
rökuðu andlitinu. Ég þóttist vita
að hann kæmi einungis til að
hreinsa til og fjarlægja það sem
brotnað hafði. En hann gekk
beint til mín, hljóðlega og niður-
lútur, eins og hann vildi ekki eða
þyrði ekki að horfa á mig.
„Afsakið, hr. liðsforingi",
sagði hann í hálfum hljóðum og
hneigði sig lítillega. — „Leyfið
mér að þurrka af fötunum yð-
ar“.
Nú fyrst veitti ég því athygli
að það voru stórir, blautir flekk-
ir bæði á frakkanum mínum og
Ijósu sumarbuxunum. Þegar ég
laut niður, til þess að verja Edith
falli, hafði bersýnilega innihald
eins tebollans, sem hún velti um
koll í fallinu, skvetzt á mig.
Meðan Josef lá á hnjánum og
nuddaði flekkina með hvítu
þurrkunni sinni, horfði ég nið-
ur á hið gamla, gráhærða höfuð
hans og sá grunur læddist að
mér, að gamli maðurinn væri
svona niðurlútur af ásettu ráði,
til þess að ég sæi ekki óttasvip-
inn á andliti hans og áhyggju-
fullt augnaráðið.
„Nei, þetta dugir ekki“, sagði
hann loks, döprum rómi og án
þess að lita upp. — „Ég ætti lík-
lega heldur að senda bifreiðar-
stjórann til herbúðanna að sækja
frakka handa hr. liðsforingjan-
um. Hr. liðsforinginn getur ekki
farið út í þessum frakka. En hr.
liðsforingjanum er alveg óhætt
að treysta því, að þetta verður
allt orðið þurrt eftir eina klukku
stund og buxurnar skal ég
pressa vel og vandlega".
Hann sagði þetta eins og ekkert
væri sjálfsagðara eða eðlilegra,
en það var einhver hluttekning-
arhreimur í rómnum, sem kom
upp um samúð hans og ótta. Og
þegar ég fullyrti, að slíkt væri
alger óþarfi og að ég vildi miklu
heldur að hann hringdi eftir
bifreið fyrir mig, þar sem ég ætl
aði hvort sem væri beint heim,
ræskti hann sig snögglega og leit
á mig, góðlegum og örlítið
þreytulegum bænaraugum.
„Vill ekki hr. liðsforinginn
vera svo góður að dvelja hér ör-
lítið lengur? Það væri hræðilegt
ef hr. liðsforinginn færi núna
undir eins. Ég veit fyrir víst að
náðug ungfrúin yrði voðalega
æst, ef hr. liðsforinginn biði ekki
svolítið lengur. Ungfrú Ilona er
hjá henni núna .. og .. er bú-
in að koma henni í rúmið. En
ungfrú Ilona bað mig að segja,
að hún myndi koma rétt strax
og að henni þætti mjög vænt
um ef hr. liðsforinginn vildi
bíða eftir sér“.
Ég gat ekki annað en komizt
við. En hvað þau elskuðu öll
þessa veiku stúlku. Hvað þau
hlúðu öll að henni og afsökuðu
hana. Ég fann allt í einu sterka
löngun hjá mér til að segja eitt-
hvað vingjarnlegt, eitt hvað hug
hreystandi, við þennan gamla,
góða mann, og þess vegna klapp-
aði ég honum létt á öxlina:
„Látið þér þetta bara vera,
kæri Josef. Þetta gerir hvorki til
né frá. Það þornar strax í sól-
skininu og við skulum vona, að
teið yðar sé ekki svo sterkt, að
það skilji eftir sig bletti. Látið
þér það bara vera Josef og hreins
ið heldur brotin af gólfinu. Ég
skal bíða þangað til ungfrú Ilona
kemur".
„Oh, það er sannarlega fallega
gert af hr. liðsforingjanum að
bíða“. Gamli maðurinn andvarp
aði beinlínis af hugarlétti. „Og
hr. von Kekesfalva kemur líka
bráðlega og honum þykir áreið-
anlega vænt um að sjá hr. liðs-
foringjann. Hann bað mig alveg
sérstaklega að.... “
Hann lauk ekki við setninguna
því að nú heyrðist Xétt fótatak í
stiganum. Það var Ilona. — Hún
horfði líka niður fyrir sig, alveg
eins og Josef hafði gert, þegar
hún kom til mín.
„Edith bað mig að spyrja,
hvort þér vilduð vera svo góður
að koma niður í svefnhejrbergið
hennar sem snöggvast. Bara sem
allra snöggvast. Hún sagði að
þér mynduð gera sér mjög mik-
inn greiða með því“.
Við gengum saman niður
snúna stigann, í gegnum viðhafn
arstofuna og litlu setustofuna og
inn á langan gang, sem bersýni-
lega lá að svefnherbergi Ediths.
Öðru hverju snertust axlir okk-
ar í dimma, þrönga ganginum,
kannske af tilviljun, eða vegna
þess hvað ég var æstur og eft-
irvæntingarfullur. Loks stað-
næmdist Ilona fyrir framan her-
bergisdyr innst í ganginum.
„Þér megið til með að vera góð
ur við hana og nærgætinn“,
hvíslaði hún með ákafa. „Ég
veit ekki hvað kom fyrir þarna
uppi áðan, en ég þekki þessi
skyndilegu ofsaköst hennar. Við
þekkjum þau öll. En þér megið
ekki dæma hana hart fyrir þau.
Það er ekki hægt fyrir heilbrigt
fólk, eins og okkur, að gera sér
í hugarlund hvað það þýðir, að
verða að liggja svona frá morgni
til kvölds, dag eftir dag og ár eft
ir ár, eins og hún. Hún byrgir
þetta allt inni, en stundum verð
ur það að fá útrás, án þess acl
hún viti af því, eða ætlist til
þess. Þér megið trúa því, að eng
in er óhamingjusamari en hún
sjálf á eftir. Það er einmitt þá
þegar hún kvelst svo af blygð-
un og iðrun, sem maður verður
að vera henni enn betri og nær-
gætnari en endranær“.
Ég svaraði ekki, Það var held
ur ekki nauðsynlegt. Ilona hlýt-
ur að hafa veitt því athygli, hvað
ég var miður mín og vandræða-
legur. Hún drap hægt og varlega
á dyrnar og hvíslaði um leið: —
„Þér skulið ekki stanza lengi.
Bara andartak".
Ég ýtti á hurðina, sem opnað-
ist hægt og alveg hljóðlaust. I
fyrstu gat ég ekki greint neitt í
hinu stóra herbergi, nema rauð-
leitt rökkrið, því að ljósrauðu
tjöldin voru alveg dregin fyrir
gluggana og það var ekki fyrr en
eftir nokkra stund sem ég sá
móta fyrir útlínum rúmsins.
„Komið þér hérna og fáið yð-
ur sæti. Á stólnum þarna. Ég
skal ekki tefja yður nema eitt
andartak".
Ég gekk inn að rúminu. Það
rétt aðeins glitti í lítið andlit á
koddanum, í dökkri umgerð af
hári. Útsaumuðu blómin á ljósa
sængurverinu náðu alveg upp að
granna, barnslega hálsinum. —
Edith beið með eftirvæntingu,
næstum ótta, eftir því að ég sett-
ist. Þá fyrst þorði hún að tala.
„Þér verðið að fyrirgefa, að ég
skuli taka á móti yður hérna“,
sagði hún feimnislega — „en ég
var eitthvað svo máttfarin......
Ég hefði ekki átt að liggja svona
lengi úti í þessu sterka sólskini
.. það hefur alltaf slæm áhrif á
höfuðið á mér. .. Ég held næst-
um að ég hafi ekki verið alveg
með sjálfri mér, þegar ég .. en
.. þér ætlið að gleyma því öllu,
er það ekki? Þér ætlið ekki að
vera móðgaður við mig, þó að ..
þó að ég léti svona áðan, er það? “
Það var svo átakanlegur bæn-
arhreimur í röddinni, að ég flýtti
mér að grípa fram í fyrir henni:
„Hvað eruð þér eiginlega að
hugsa? .. Það var ég sem átti
alla sökina. .. Ég hefði auðvitað
ekki átt að leyfa yður að vera
svona lengi úti í hitanum.. “
. „Þér eruð þá raunverulega
ekki .. raunverulega ekki neitt
móðgaður við mig?“
„Ekki vitund“.
„Og þér ætlið að koma aftur
.. alveg eins og áður?“
„Já, alveg eins. En þó með
einu skilyrði".
„Hvaða skilyrði?" spurði hún
áhyggjufull.
„Að þér treystið mér betur eft
irleiðis og hættið þessum sífellda
ótta um, að þér hafið þreytt eða
móðgað mig. Hver hefur heyrt
slíka vitleysu milli vina? Ef þér
vissuð bara hvað þér lítið betur
út, þegar þér eruð glöð og ókvíð-
in og hvað þér gerið okkur öll
hamingjusöm með því, föður yð-
ar, Ilonu, mig sjálfan og allt
heimilisfóíkið. Ég vildi bara að
þér hefðuð getað séð sjálfa yður
um daginn, í ferðalaginu. — Þér
voruð svo kát og við vorum öll
svo ánægð. — Ég gat ekki um
annað hugsað allt kvöldið".
„Hugsuðuð þér um mig allt
kvöldið?“ Hún leit til mín dálít-
ið efandi. — „Er það nú alveg
satt?“
„Já, allt kvöldið. Það var
skemmtilegur dagur. Ég mun
aldrei gleyma honum. Ferðin var
alveg dásamleg, dásamleg“.
„Já“, sagði hún dreymandi. —
„Hún var dásamleg .. dásamleg.
Fyrst ökuferðin um sveitina og
svo brúðkaupsveizslan í þorpinu
.. það var allt dásamlegt frá
upphafi til enda. Oh, það væri
gaman að fara oftar slíkar öku-
ferðir. Það er kannske þessarri
heimskulegu inniveru, þessari
fangavist minni að kenna, hvað
ég er alltaf niðurdregin. Én þér
hafið alveg rétt fyrir yður, ég
er alltaf of tortryggin .. það er
að segja, ég hef verið það siðan
veikindi mín byrjuðu. Áður man
ég ekki eftir því að ég væri
hrædd við neinn eða neitt. Það
er bara síðan ég veiktist sem ég
hef verið svona hræðilega óviss
og óörugg með sjálfa mig. .. Ég
ímynda mér alltaf að allir séu
að stara á hækjurnar mínar, að
allir aumki mig og vorkenni
mér. .. Ég veit hvað þetta er
bjánalegt. Ég veit auðvitað að
þetta er bara heimskulegt og
barnalegt stolt. En hvernig get-
ur maður verið annað en tor-
tryggin, þegar allt er eins og
það er? Og bara að þetta gæti
tekið einhvern enda, svo að ég
þyrfti ekki lengur að vera svona
vond, svona andstyggileg og geð-
ill“.
„En nú fer það líka að taka
enda, innan skamms. Þér verðið
bara að sýna hugrekki, hugrekki
og þolinmæði, svolítið lengur“.
Hún reisti sig hægt upp á oln-
bogann: „Haldið þér, haldið þér
í hreinskilni, að þessi nýja aðferð
muni raunverulega lækna mig?
.. I fyrradag, þegar pabbi kom
upp í herbergi til mín, var ég
alveg viss um það. .. En í gær-
kveldi, ég veit ekki hvers vegna,
varð ég skyndilega hrædd um
að dr. Condor hefði skjátlast og,
að hann hefði sagt mér eitthvað,
sem ekki væri satt. .. Einu sinni
treysti ég dr. Condor, eins og
guði sjálfum. En það er alltaf
sama sagan. .. Fyrst athugar
læknirinn sjúklinginn, en þegar
tímar líða, fer sjúklingurinn að
athuga lækninn og í gær — en
ég myndi engum segja það öðr-
um en yður — í gær, þegar hann
var að skoða mig, virtist mér,
einu sinni eða tvisvar, eins og
hann væri að reyna að kasta ryki
í augun á mér .. að allt þetta
væru tóm látalæti og ekkert ann
að. .. Mér virtist hann vera svo
......gparió yður hlaup
& taÍUi maj-grn verzlcuia!
dÓftUÚÖL
ÁWIUM
HííXJM!
- Ausfcurstræti
3|tltvarpiö
Laugardagur 6. febrúar
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Frétt-
ir og veðurfregnir.
17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins-
son).
17.20 Skákþáttur (Baldur Möller).
18.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma
skilur allt“ eftir Stefán Jónsson;
IV. (Höfundur les).
18.55 Frægir söngvarar: Heinrich
Schlusnus syngur.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Erindi herra Pim“ eftir
Alan Alexander Milne, í þýð-
ingu Maríu Thorsteinson. — Leik-
stjóri: Valur Gíslason. Leikendur:
Þorsteinn O. Stephensen, Guð-
björg Þorbjarnardóttir, Bryndís
Pétursdóttir, Steindór Hjörleifs-
son, Indriði Waage, l>óra Borg og
Nína Sveinsdóttir.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.
Skáldið oc| mamma litla
1) Rúna mín, halló elskan! Upp-
skriftin, sem þú gafst mér var dá-
samleg ....
ég fór nákvæmlega eftir
3) .... og nú hefur maðurinn minn
boðið mér út að borða!
Líf Baldurs er í hættu Sús-1 En líf okkar allra er í hættu ef
anna. Við verðum að nota þennan þið notið þetta merkjaflagg.
gula klút í umbúðir. I Merkjaflagg! Hvað áttu við?
Það er eina leið okkar út úr
þessum ógöngum. Ég ber ábyrgð
á öllum þei mvandræðum er við
höfum lent í, Markús.