Morgunblaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. febr. 1960
MORGVlSltlAÐIÐ
9
Athuga-
semd
frá stjórn Lands-
samband 'islenzkra
stangveiðimanna
í MORGUNBLAÐINU 16. jan.
var birt grein eftir Hermóð Guð-
mundsson bónda í Aðaldal. Þar
sem allmikils misskilnings gætir
þar í túlkun hans á aðalfundar-
samþykkt sambandsins, vill
stjórn Landssambands ísl. stang-
veiðimanna gefa eftirfarandi
upplýsingar, jafnvel þótt henni
sé ekki grunlaust um, að grein-
arhöfundur viti betur og rang-
túlki viljandi samþykktina.
Fulltrúar, er sátu Landssam-
bandsfundinn, voru á einu máli
um að mótmæla því opinberlega,
er gerðist á sl. vori, þegar Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna bauð
í stóra laxveiðiá, sem tvö af
sambandsfélögunum hafa haft á
leigu nokkur undanfarin ár.
Auk mjög hárrar leigu, er félög-
in greiddu fyrir ána, var annað
félagið komið af stað með og
búið að kosta nokkru til klaks-
og eldisseiða til aukinnar fiski-
ræktar á þessu vatnasvæði.
Var það einróma álit fundar-
manna, að fyrirtækjum, sem
njóta hárra uppbótastyrkja frá
því opinbera, hafi verið veitt þau
fríðindi í öðrum tilgangi, en að
nota það uppbótafé sitt í að yfir-
bjóða í laxveiðiár á Islandi.
Telja verður vafasamt, að þau
fyrirtæki, sem njóta slikra frið-
inda, hafi leyfi til að leika sér
svo með almannafé.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
mun fá allháar uppbætur á út-
fluttan fisk og ívilnanir hjá op-
inberum lánastofnunum. Auk
þess var á sl. vori flutt á Alþingi
þingsályktunartillaga um skatt-
fríðindi fyrir S. H., svo að það
er ekki úr vegi að benda á að
fyrirtækl, sem þannig eru rek-
in, og þurfa slíkrar hjálpar við,
ættu varla að hafa mikið fé af-
lögu til að leika sér með. Það
er þetta og ekkert annað, sem
stangveiðimenn hafa verið að
mótmæla.
Þá skal á það bent, að þau fé-
lög, sem eru innan Landssam-
bands ísl. stangveiðimanna hafa
algjörlega sjálf með allar ár-
leigur að gera. Sambandið sem
slíkt kemur þar hvergi nærri,
enda stofnað í öðrum tilgangi,
m. a. til að vinna jafnan að nauð-
synlegum endurbótum á lax- og
silungsveiðilöggjöf landsins,
koma í veg fyrir hverskonar
Heyknosar-
inn sparar
þurrkun um
þriðjung
EITT af erfiðustu verkefnunum
við heyverkunina er þurrkun-
in. Fjöldi aðíerða hefir verið
reyndar til þess að flýta henni,
auk vélþurrkunar, sem víðast
hvar í heiminum hefir reynzt of
dýr verkunaraðferð, þar sem
orkan er alls staðar svo mikils
virði. Bandaríkjamenn hafa nú
um nokkurt skeið notað aðferð
með góðum árangri til þess að
flýta sólþurrkun heysins og víð-
ar mun aðferð þessi þekkt.
Til þessa er notaður svonefnd-
ur heyknosari (Hay-Condition-
er). Hann er tengdur aftan í
dráttarvél þá, er notuð er við
sláttinn, og tekur hann til
vinnslu næsta múga við þann
sem sleginn er í hverri umferð.
rányrkju og ofveiði í ám og vötn-
um, takmarka sem mest alla
veiði vatnafiska í sjó, stuðla að
aukningu fiskistofnsins í ám og
vötnum, vinna að því að tekin
verði til fiskiræktunar ár og
vötn, sem fisklaus eru, en líkleg
mættu teljast til árangurs af
slíkri ræktun o. s. frv. Má segja,
að nokkuð hafi áunnizt í þeim
efnum. Ber að þakka þeim mönn
um, sem þar hafa lagt hönd að
verki og er ekki hallað á neinn,
þótt sagt sé, að þar eiga íslenzk-
ir stangveiðimmn sinn stærsta
hlut. Þeir hafa tekið á leigu
gjörsamlega fisklausar ár, lagt í
það töluverða vinnu og fjármagn
að gera þær laxgengar og rækt-
að í þeim lax, með því að sleppa
í þær kviðpokaseiðum, sem hef-
ur verið erfitt að afla, sérstak-
lega nú hin síðari ár, þar eð ekki
er nema ein klak- og eldistöð í
landinu — stöðin við Elliðaám-
ar í Reykjavík. En hún var fyrst
og fremst stofnuð í þeim tilgangi,
að viðhalda laxinum í Elliðaán-
um sjálfum eftir að þær voru
virkjaðar.
Eftirspurn eftir klak- og eldi-
seiðum til þessarar stöðvar er nú
Gamanleikurinn „Tengdasonur óskast“ hefur orðið eitt allra
vinsælasta leikrit, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt um langan
tíma. Leikurinn verður sýndur I 45. sinn annað kvöld og er
það síðasta sýningin á leiknum hér i Reykjavík. — Myndin
er af Bessa Bjarnasyni í hlutverki sínu.
Heyknosarinn tætir heyið inn
milli valsa, sem merja það í
sundur. Við þetta merjast og
deyja frumurnar í heyinu. Af-
leiðingin verður sú að heyið tap-
ar mun fyrr vatnsinnihaldi sínu
því frumurnar lifa meðan vatns-
magn heysins er yfir 40—50%.
Þetta flýtir því þurrkun heysins
um Víi, eftir því sem bandarískar
tilraunir hafa sýnt. Hey, sem
þarf þriggja daga þurrk, þornar
á tveimur dögum.
Það má trúlega einnig nota
þennan sama knosara við hirð-
ingu í vothey. Sem kunnugt er,
er nauðsynlegt að merja heyið
eða saxa, sem nota skal til vot-
heysgerðar. Við það er frumu-
vökvinn kreistur út úr stráun-
um og þá eiga mjólkursýrugerl-
arnir hægara með að hefja starf-
semi sína og sýrist heyið fyrr og
betur. Til þessa hafa hér á landi
oftast verið notaðir saxblásarar.
Víða háttar svo til að bæði eru
til saxblásarar og gnýblásarar á
sama bæ, en hinir síðarnefndu
eru einvörðungu notaðir við
hirðingu þurrheys. Með notkun
heyknosarans úti á töðuvellin-
um sjálfum vinnst tvennt. Ef
verka skal heyið sem þurrhey er
það fljótara að þorna, og ef
Þessi mynd sýnir heyknos-
arann og tengingu hans við
sláttuvélartraktorinn. Knos-
arinn er knúinn með drif-
tengingu frá aflvélinni. í
horni myndarinnar neðst til
hægri er skýringarmynd, er
sýnir hvernig heyið tætist
inn milli valsanna.
verka skal það sem vothey et
saxblásarinn óþarfur, en gný-
blásarinn getur þjónað hlutverki
hans, þar sem þegar er búið að
knosa heyið. Það virðist því vera
hagkvæmari vélanotkun að taka
heyknosarann í notkun, en hætta
við saxblásarann.
orðin það mikil, að hún getur
ekki afgreitt nema lítið brot af
því, sem pantað er. Er það því
orðið fyrir löngu eitt hinna nauð-
synlegu verkefna í þessu landi,
að sett verði á stofn stór klak-
og eldistöð til eflingar vatna-
fiskalífinu í landinu, Með því
skapast auknir möguleikar á, að
fleiri vötn og ár verði tekin til
ræktunar, og önnur ræktuð á
ný sem hafa vegna rányrkju,
eða af öðrum orsökum, orðið fyr-
ir þverrandi fiskigengd.
Stangveiðimenn hafa sýnt, að
hægt er að rækta upp fisklaus-
ar ár og sumar þeirra eru farnar
að gefa á þriðja hundrað laxa
á ári eftir 15—20 ára ræktun.
Þar með er aukið mikið verð-
gildi þeirra jarða, sem að þess-
um vatnasvæðum liggja. Er oss
kunugt um, að margur bóndinn
er þakklátur stangveiðimönnum
fyrir þetta starf, enda eiga báðir
aðilar þar sameiginlegt áhuga-
mál.
Að lokum skal á það bent, að
gefnu tilefni, að margar ár á Is-
landi voru orðnar fiskilitlar, jafn
vel sumar fisklausar, þegar ís-
lendingar tóku við þeim eftir að
útlendingarnir höfðu stundað hér
veiði um árabil.
Oss er ekki kunnugt um, að-
útlendingar þeir, sem hafa
stundað veiðar, hafi lagt mikið
að mörkum til viðhalds, hvað þá
aukningar, vatnafiskalífsins í
landinu.
Flestir þeirra voru trúlega ekki
örir á mikil fjárútlát, þótt auð-
kýfingar væru, enda er nú svo
komið, að útlendingar sækjast
lítið eftir því að taka á leigu
laxveiðiár á íslandi. Þykir þeim
nú orðnar allháar upphæðir, sem
þeir þurfa að greiða fyrir sport-
ið. Mun þessa gæta víðar en á
íslandi, m. a. að sagt er í Noregi
og Nýja Sjálandi, svo dæmi séu
nefnd.
Aðdróttunum þeim og róg-
burði um íslenzka stangveiði-
menn, sem Hermóður er að
vér oss að vísa heim til föður-
dylgja með í grein sinni, leyfum
húsanna.
Orlof húsmædra
1 GÆR var útbýtt á Alþingi
frumvarpi til laga um orlof
húsmæðra. Flutningsmenn
eru Auður Auðuns, Katrín
Smári, Karl Kristjánsson og
Björn Jónsson.
1 fyrstu grein frumvarpsins
segir:
Komið skal á fót orlofsnefnd-
um, einni eða fleiri á starfssvæði
hvers héraðssambands kvenfé-
laga, er hafi það hlutverk að sjá
um veitingu orlofsfjár til hús-
mæðra.
Um fjáröflun í þessu skyni
segir svo í 3. gr.:
Fjár þess, er orlofsnefndir
hafa til ráðstöfunar skal aflað
með þessum hætti:
Vann 10 skákir
af 15
HVOLSVELLI, 13. febrúar. —
Skákfélag Hvolhrepps hefur
undanfarin ár verið aðaldriffjöðr
in í skáklífi Rangæinga. Reglu-
legar taflæfingar hafa verið í
húskynnum Hvolsskóla og skák-
keppni farið fram á vegum fé-
lagsins, eftir því sem við hefur
verið komið, bæði við Arnesinga
og Skaptfellinga. '
Hinn kunni skákmaður frá
Vestmannaeyjum, Vigfús Ólafs-
son, sem nú er skólastjóri barna-
skólans að Seljalandi, tefldi fjöl-
tefli fyrir skömmu við skákmenn
félagsins. Teflt var á 15 borðum
og vann Vigfús 10 skákir, gerði
3 jafntefli og tapaði tveimur.
Kunna skákmenn Hvolhrepps
Vigfúsi miklar þakkir fyrir kom-
una og vænta frekari samvinnu
við hann í framtíðinni.
— Fréttaritari.
MALFLUTNINGSSKRIFSTOFA
Páll S. Pálsson
Bankastræti 7. — Simi 24 200.
V iðtækj avinnustof a
ARA PALSSONAR
Laufásvf gi 4.
1. Sérhver húsmóðir frá 18—65
ára aldri skal greiða árlega í
orlofssjóð 10 krónur. Ef verð-
gildi peninga breytist, skal
breyta gjaldinu í samræmi við
það. Skal gjald þetta inn-
heimt af sýslumönnum og
bæjarfógetum — í Reykjavík
af tollstjóra— um leið og á
sama hátt og skattar til ríkis-
ins eru innheimtir.
2. Með gjöfum, áheitum og öðr-
um þeim hætti, sem orlofs-
nefndum og kvenfélögum þyk
ir henta.
3. Með framlögum bæjar- og
sveitarfélaga.
4. Með framlögum ríkisins.
Að því er varðar framlög sam-
kvæmt 4. lið skal félagsmálaráðu
neytið sjá um skiptingu þeirra
milli orlofssvæða. Framlag ríkis-
ins skal vera jafnt orlofsfram-
lagi kvenna samkvæmt 1. lið.
í 4. grein segir að rétt til orlofs
fjár eigi allar konur, sem veita
heimili forstöðu án launa-
greiðslu fyrir það starf.
Ýtarleg greinargerð er með
frumvarpinu.
34-3-33
Þungavinnuvétar
Loftpressur
með krana til leigu. —
G U S T U R h.f.
Símar 12424 og 23956.
Matsvein vantar!
Karl eða konu á m.b. Björn,
sem rær með net frá Hafnar-
firði. Uppl. í síma 18716 eða
um borð í bátnum í Hafnar-
firði.