Morgunblaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 10
10 MORCUNBL4Ð1Ð Fimmtudagur 18. febr. 1960 Tltg.: H.f. Arvakur Reykjavik. UTAN UR HEIMI Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið ÖMURLEGT HLUTSKIPTI FRAMSÓKNAR Fdlk til sölu TVTÚ ER runnin upp mikil -*■’ örlagastund í lífi þjóðar- innar, þegar á að leiða hana út úr myrkviði hafta- og of- stjórnarbúskapar, sem hefur staðið um langt skeið. Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafa tekið hönd- um saman til að leysa þetta mikla og erfiða verkefni og hafa með því sýnt virðingar- verða djörfung og manndóm. Það mun engan undra, þó að framkvæma eigi viðreisn- aráætlanirnar í andstöðu við Alþýðubandalagið, þ. e. Kommúnistaflokkinn. Flestir ráðamenn þess flokks munu ekki eiga aðra ósk heitari, en að á Islandi verði stofnað „alþýðulýðveldi“, til dæmis í líkingu við það sem er í Ung- verjalandi. Slíkir menn geta aldrei af heilum hug staðið að viðreisnaráætlunum, sem eru í anda frjálslyndis og lýðræð- is. — Um Framsóknarflokkinn gildir hins vegar allt ann- að. — Hann ei íslenzk- ur flokkur. Jafnvel segja sumir, að hann sé svo alís- lenzkt fyrirbrigði, að hann eigi engan sinn líka í víðri veröld! Tvær ástæður Það hlýtur að vera, að ein- hverjar óeðlilegar orsakir liggi því að baki, að það skuii líka eiga að framkvæma við- reisnaráætlanir í andstöðu við þennan flokk. Og Tíminn hefur verið að læða því að lesendum sínum undanfarið, að „almannarómur“ skildi ekki hvað hér lægi að baki. Það eru fyrst og fremst tvær ástæður fyrir því, að nú- verandi stjórnarflokkar treysta sér ekki ti’ að gera nauðsynlegar breytingar á efnahagskerfinu í samráði við Framsóknarflokkinn. Hin fyrri er sú, að þó að vitað sé að flestir Framsókn- armenn viðurkenni með sjálfum sér nauðsyn róttækra ráðstafana og gætu þar með fallizt á flest af því, sem nú á að fara að gera, þá myndu þeir aldrei fást til samstöðu, nema að þeir fengju að koma að einhverjum klíku-sjónar- miðum. En þau mundu tví- mælalaust minnka líkurnar fyrir góðum árangri. Óheilir í samstarfi Hin ástæðan er enn al- varlegri og ættu almennir Framsóknarmenn að hug- leiða hana sérstaklega. Sannleikurinn er sá, að flestir forystumenn Fram- sóknarflokksins eru svo óheilir í öllu samstarfi, svo að ekki sé meira sagt, að aðrir flokkar eru búnir að fá nóg af, — að minnsta kosti í bili. Þegar Framsóknarflokkur - inn hefur verið í stjórn með öðrum flokkum, þá virðist það hafa verið eitt hans aðal- áhugamál, að rægja sam- starfsflokkana og hagnast sem mest á þeim. I þessu sam- bandi má nefna, sem dæmi, að í síðustu skiptin, sem marg- nefndur flokkur hefur verið í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, hefur litið þannig út, sem að Tíminn væri stöðugt í stjórnarand- stöðu og áróðurinn og rógur- inn gegn samstarfsflokknum hefur verið gengdarlaus. Efldu kommúnista eftiir megni Svipað er að segja um sam- starfið, sem Framsóknar- menn og Alþýðuflokkurinn tóku upp og leiddi til valda- töku vinstri stjórnarinnar. Meðan á því samstarfi stóð hikuðu Framsóknarmenn ekki við að efla kommúnist- ana innan verkalýðshreyfing- arinnar eftir megni, þrátt fyr- ir það, að þeir eru höfuðand- stæðingar Alþýðuflokksins. Þær voru ekki heldur til að efla samhuginn, yfirlýs- ingar Framsóknarmanna frá vinstri-stjórnar-dögunum um að Sjálfstæðisflokknum skyldi haldið utan stjórnar um ófyrirsjáanlega framtíð. En slíkt tal er þó bezt að flokka undir hreinan barna- skap. Sjálfstæðismenn ætla sér ekki að hefna þess á neinn hátt. En þeir kref jast heilinda af samstarfsmönnum sínum og þess er ekki að vænta, að óbreyttu hugarfari for- ystumanna Framsóknar- flokksins. SENDIHERRA SAUDI Arabíu var í heimsókn hjá Ðar el Diaffa í Yemen og langaði til að eignast fallega gjöf til að færa húsbónda sínum. Gjöfin átti að vera korn- ung, falleg stúlka, ambátt úr kvennabúri prinsins af Sanas. Sendiherrann bauð 2.800 thater (um 14.000,00 danskar kr.) í stúlkuna og prinsinn samjþykkti kaupin. Þannig hefur verið verzlað með fólk í þúsundir ára á Ara- bíuskaga. Þannig er verzlað enn. Þessi viðskipti fóru ekki fram fyrir 1001 ári, þau voru gerð árið 1955. Sameinuðu þjóðirnar hafa út- búið samþykkt gegn þrælahaldi, sem mörg lönd hafa staðfest, þeirra á meðal Danmörk. Síðan hefur ekkert gerzt. Einn af þingmönnum danska Þjóðþingsins, frú Else Zeuthen, hefur nú óskað eftir því að full- trúi Danmerkur hjá fSameinuðu þjóðunum krefjist þess að skipuð verði nefnd sérfræðinga til að rannsaka ástandið í þessum mál- um. Hvað kemur það Danmörku við þótt fólk sé selt mansali? Því svarar frú Zeuthen þannig að sem meðlimur Sameinuðu þjóðanna hafi Danmörk eins og önnur lönd skuldbundið sig til að útrýma ómannúðlegu ástandi í heiminum. Þrælahald sé ómann- úðlegt. The Anti Slavery Society í Lon don heldur því fram að milljónir þræla séu í heiminum í dag, þar af 500.000 á Arabíuskaga. Sjónarvottur Það er erfitt að fá upplýsingar um þrælahald, ekkert land viður kennir það opinberlega. Samt sem áður er talsvert vitað um það. The Anti Slavery Society í London hefur safnað ýmsum upp lýsingum, og þaðan er til dæmis sagan af viðskiptunum í Yemen. Franski læknirinn dr. Claudine norska flug- og sjóhernum hafa að undanförnu dvalizt suður á Ítalíu til að kynna sér flugvél, sem þeir eru að vona að komið geti í stað Katalínu-báta norska hersins. Norðmenn hafa enn nokkrar Katalínur í notkun, en hafa nú mjög í hyggju að leggja þær til hliðar. Flugvélin, sem hér er um að ræða, heitir Grumman Tracker. Hún er tveggja hreyfla og hefur Fayein var um þetta leyti í Yemen, og var hún kölluð til hall arinnar til að skoða ambáttina, því ekki vildi sendiherrann kaupa köttinn í sekknum. Þegar dr. Fayein komst að því í hvaða tilgangi læknisskoðunin var framkvæmd sagði hún að stúlkan væri sjúk og sendiherr- ann hætti við kaupin. Ambáttin var hvít. í Saudi Arabíu, Yemen, Oman, Hadramaut, sums staðar í Sahara og sennilega í Spanska Marokkó er rekin víðtæk þrælasala. Karl- mennirnir eru notaðir sem þjón- ar og verkamenn, konurnar þjónustustúlkur og hjákonur. Börn þrælanna verða einnig þrælar, en aðbúð þeirra verður betri en keyptra þræla og sums staðar er farið með þau allt að því sem meðlimi fjölskyldunnar. Farið er með þrælana eins og húsdýr, yfirleitt vel, og er þeim ekki misþyrmt frekar en góður bóndi misþyrmir nautgripum sínum. Saudi Arabía og Yemen flytja inn þræla. Franski sendi- herrann í Saudi Arabíu gaf ríkis- stjórn sinni skýrslu um þetta árið 1953. Þar stendur m.a.: Margir Afríkumenn, sem eru Múhamedstrúar eru tældir til Arabíu. Trúboðar eru sendir til Afríku og bjóða þeir að kosta pílagrímsför til Mekka. Margir láta freistast. Þeir eru fluttir til strandarinnar, settir þar um borð í seglskútur og siglt með þá til hafnarborgarinnar Lith. Þar tekur lögreglan þá fasta fyrir að koma inn í landið á ólöglegan bátt. Næsta dag eru þeir svo af- hentir þrælasölunum. Franski sendiherrann heldur því fram að árlega séu 600 manns tældir til að fara til Arabíu. The Slavery Society telur að um miklu fleiri menn sé að ræða. Fyrir tveim árum var fylgzt með því í frönsku Vesturafríku hve margir fóru pílagrímsferð til Mekka. 21.000 fóru, 9.000 komu til baka. Hvað varð um hina? Verðlag Verð á þrælum er nokkuð mis- jafnt. Meðalverð mun vera ná- lægt því sem hér segir, reiknað í dönskum krónum: verið framleidd síðan 1952. — Bandaríski herinn notar hana til könnunarflugs með ströndum fram og út á hafið. ítalir og Jap- anir hafa líka fengið þessa flug- vél í sama tilgangi. Grumman Tracker hefur 390 km hámarksflughraða, en venju- legur hraði er 250 km á klst. — Flugþolið er um 2,000 km og flug vélin getur notazt við mjög stuttar flugbrautir. Katalínubátarnir hafa hins vegar um 225 km meðalflughraða og geta fullhlaðnar eldsneyti flogið 3,900 km. Grumman 'i stað Katallnu ? N O K K R I K foringjar úr Stúlkur undir 15 ára, frá 4.000, til 10.000,— menn undir 40 ára um 3.000—, eldri konur 800,— The Anti Slavery Society hef- ur lista yfir þekkta þrælasala. Helztir þeirra eru: Amadou Bou- bone, sheikinn Abdallah Bou- heiri, hann selur aðallega prins- um, og Hedj Mohamadou, allir frá Djedda. Hvað er hægt að gera við þessu vandamáli? Með kröfunni um sér fræðinganefnd, eru Sameinuðu þjóðirnar neyddar til að láta mál ið til sín taka, láta rannsaka það og koma því til leiðar að þræla sala verði afnumin. Ruslakista við ísland ? KAUPMANNAHÖFN, 16 febrúar (Reuter): — Endanleg ákvörðun hefur nú verið tekin um það að ýtarlegar hafrannsóknir verði framkvæmdar með tíu hafrann- sóknarskipum á svæðinu milli ís- lands og Færeyja. Er tilgangur- inn með þessum rannsóknum að leita að heppilegum stað á hafs- botni, þar sem kasta má hættu- legum geislavirkum úrgangsefn- um. 1 rannsókninni eiga að taka þátt skip frá Bretlandi, Rúss- landi, Danmörku, Noregi og Is- landi. Aðgerðirnar eiga að standa í þrjár vikur og hefjast í byrjun júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.