Morgunblaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 12
12 MORCl’NBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. febr. 1960 Einstætt afrek HINN 23. janúar sl. var merkur og minnisverður dagur í sögu hafdjúpsrann- sóknanna, því að þann dag var sett heimsmet í djúp- köfun — 11.521 m. — Það voru tveir ungir menn, sem hér voru að verki, bandaríski liðsforinginn Don Walsh og Jaques Piccard, sonur hins heims- fræga vísindamanns og djúpkafara, próf. Auguste- Piccard. En þeir félagar unnu einmitt afrek sitt í köfunarskipinu „Trieste“, sem Piccard eldri fann UPP> og smíðað var að fyr- irsögn hans. — 'k — uppi um vísindalegan á- rangur þessarar köfunar, en vitað er, að þeir félagar höfðu góð skilyrði til þess á leiðinni niður í hafdjúp- in að athuga dýralíf sjáv- arins og annað, sem fyrir augun bar. — Það, sem hvað mesta athygli hefir vakið í sambandi við köf- unina, er það, að á 11.300 metra dýpi sást lítill fisk- ur — um það bil 30 cm langur, en það mun hafa verið almenn skoðun, að dýralíf væri ekki að finna á svo miklu dýpi. Þessi uppgötvun getur m. a. haft þýðingu í sam- bandi við þær fyrirætlan- ir, sem uppi hafa verið, um að sökkva geislavirkum úr- gangsefnum frá kjarnorku- verum niður í djúpar gjár á hafsbotni — en sú fyrir- ætlun mun hafa byggzt á þeirri skoðun, að líf væri ekki fyrir hendi þar. — ~k — Myndin, sem hér fylgir, var tekin, þegar Eisen- hower Bandaríkjaforseti veitti hinum tveim ungu köfurum viðurkenningu fyrir hið einstæða afrek þeirra. Fátt eitt hefir verið látið Er útilokun Norðfiröinga frá nothœfu útvarps- sambandi að Ijúka NESKAUPSTAÐ, 15. febrúar. — Undanfarna daga hafa útvarps- Blítf veður - leiðinleg hey Fréttabréf úr Breiðdal ÞAÐ sem af er vetri he&ur tíð verið mild, en fádæma úrfella- söm frá sept_ til desember. Nú eftir áramót óvenju blíðviðri. Til laxveiða ó Grænlandi KAUPMANNAHÖFN: — Dönsk stjórnarvöld hafa veitt ferða- skrifstofunni Aero-Lloyd leyfi til að skipuleggja sex sumarferðir til Grænlands með ferðafólk. Þetta verða allt 16 daga ferðir og lagt verður upp í þá fyrstu 16. jún. Argonaut-vélar frá Flying Enterprise munu fara allar ferðirnar. Áætlað er, að frá Kaupmannahöfn verði flogið til Reykjavíkur með viðkomu í Manchester. Síðan verður hald- ið tii Narssarssuak. Verður hópn um skipt í þrennt, einn verður í Narssarssuak annar í Narssaq og sá þriðji í Julianehaab, stærsta bænum á þessum slóðum. Farið verður með ferðafólkið á Græn- landsjökul og einnig verður þeim sem vilja, leyft að veiða lax að vild. Þeir, sem hýstu fénað fyrri hluta vetrar fengu um mánaðar- innigjöf fyrir áramót. Hinir hafa náiega engar innigjafir ennþá. Hey eru ákaflega leiðinleg til gjafar. Þ. e. sá hluti sem ofspratt og, eða hraktist, en tíð var sem kunnugt er ákaflega erfið s.l. sum ar. Slátrun var með mesta móti, vegna fjölgunar síðustu ára. Yf- irleitt voru lömb talin fremur rýr, og er erfitt að skýra það, því maímánuður 1959 var með eindæmum góður, og áttu ær því að mjólka vel. Hafnarey, hinn nýi bátur, fisk- aði mjög sæmilega á vetrarvertíð í fyrra. Síldarvertíð varð að lokum með þolanlega útkomu, en haustvertíð mjög léleg. Skip- stjóraskipti urðu í ársiok Þór- hallur Hálfdánarson , frá Hafn- arfirði hætti, en við tók Svanur Sigurðsson, frá Ósi, sem um skeið hefur verið stýrimaður á Fell- unum. Er mjög gleðilegt þegar ungir efnismenn flytja aftur heim á æskustöðvar, og gerast virkir þátttakendur í uppbyggingu at- vinnulífs í heimabyggð sinni. Þess þarf strjálbýlið með, og það ber að heiðra og þakka. Báturinn hóf róðra strax upp úr áramót- um og hefur fiskað vel. Allur afl- inn er unninn í hraðfrystihúsinu, og því góð atvinna. — P. G. notendur í Neskaupstað orðið varir við það að útvarpað hefur verið dagskrá Ríkisútvarpsins á svipaðri bylgjulengd og gert var í fyrra í endurvarpsstöðinni í Naustahvammi, sem er innst í Neskaupstað. Mun hér vera um að ræða tilraun til að bæta hlust- unarskilyrði í Neskaupstað á þann hátt að flytja efnið eftir fjölsíma til Reyðarfjarðar, en venjulegri símalínu þangað til Neskaupstaðar og útvarpa því svo frá símstöðinni þar um lítinn sendí. Endurvarpað í tilraunaskyni Landssíminn mun hafa tekið þessa þjónustu að sér og komu nokkrir menn frá honum hingað um miðja síðustu viku. Settu þeir sendinn upp og hafa síðan útvarp að dagskrá ríkisútvarpsins í til- raunaskyni. Það sem af er virðast tilraunir þessar hafa gefið góða raun, og hafa hlustendur yirleitt heyrt ágætlega síðan þær hófust. Landssíminn eða útvarpið hafa ekki enn viljað tilkynna opnun þessarar endurvarpstöðvar og munu sennilega ekki gera það fyrr en meiri reynsla er komin á um það hvort stöðin er full- nægjandi við mismunandi hlust- unarskilyrði. Norðfirðingar vona, að tilraun þessi takist vel, svo sjá megi fyr- ir endann á margra óra útilokun þeirra frá nothæfu útvarpssam- bandi við Ríkisútvarpið og dag- skrá þess. — FréttaritarL < Guðbjörg Sveinbjarnar- dóttir — minningarorð GUÐBJÖRG fæddist 26. apríl ár- ið 1913 á Yzta-Skála undir Eyja- fjöllum, í þeirri sveit, sem mörg- um þykir fegurst á íslandi. Þar sem fornar syngja frægðaróð hárra og hrikalegra fjalla, er gnæfa tignarleg við himin á aðra hönd, en á hina byltast ólgandi öldur hins breiða hafs og brotna á söndunum, lék hún sér lítil stúlka, írjáls og áhyggjulaus í faðmi náttúrunnar, meðan ham- ingjudísirnar dönsuðu kringum hana og örlaganornirnar spunnu henni vef. Það er alkunna, að fátt mótar meir viðhorf manns- ins til lífsins og lyndiseinkunn hans en svipmót landsins, æsku- stöðvarnar og lífsbaráttan í skauti fósturjarðarinnar, þar sem allir heyja sömu orustuna, mennirnir, dýrin og jurtirnar. Guðbjörg bar það ætíð með sér, að hún var dóttir fjallanna. Hún var alin upp þar sem mæt- ast svalur úthafsvindur og mild- ur fjallaþeyr, þar sem hinar blá- eygu dætur Ægis syngja sinn endalausa ögrandi söng og fjall- ið heillar alla þá til uppgöngu, sem fróðleiks fýsir og mennt- unar. Hún var viljasterk og glað- vær, ástrík og óeigingjörn. Snemma lögðust skyldustörfin þungt á herðar þessarar kjark- Nýtt veiðimaima- hús við FJliðaár RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur lætur nú byggja nýtt veiði- mannahús við Elliðaár. Gamla húsið er fyrir löngu orðið úr sér gengið og lélegt. Hefur Stein- grímur Jónsson rafmagnsstjóri, akveðið að hið nýja veiðihús verði í hólmanum ofantil við Sjávarfossinn svonefnda, fyrir ofan brú og eru framkvæmdir hafnar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur tilkynnt rafmagnsstjóra að það vilji gefa húsgögn til hins nýja veiðimannahúss. Er ráð gert að nýja veiðimannahúsið verði fullsmíðað fyrir næsta veiðitímabil í Ellðiaánum. Á fundi bæjarráðs á föstudag- inn tilkynnti Steingrímur Jóns- son rafmagnsstjóri því um hina góðu gjöf og að hann hefði fært félaginu þakkir fyrir. Fékk 20 lestir í róðri — Ólafsvík, 15. febr. EINN bátur, m.b. Glaður, hefur verið hér á netaveið- um og fiskað ágætlega und- anfarna daga, yfirleitt 12—20 lestir. Bezti dagurinn var í dag og fékk báturinn 20 lest ir. — Þrír bátar aðrir eru nú hættir á línu og leggja netin í kvöld. Það eru Vík- ingur, Fróði og Jökull. Ágætis afli var hér í dag, en þó nokkuð misjafn. Fengu bátarnir frá 8 upp í 13 lest- ir. — Bj. Kópavogsbúar, Seltirnin 33 í DAG eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á Þorrablót Sjálfstæðisfélaganna, sem haldið verður n.k. föstudag kl. 8,30 í samkomuhúsinu í Garðaholti. Miðapantanir í Kópavogi í síma 19708, kl. 6— 8 í kvöld og á Seltjarnamesi í símum 12296, 14434 og 14637. miklu konu. Þar sem Guðbjörg var fjórða í röðinni af tólf börn- um hjónanna Sigríðar Önnu Ein- arsdóttur og Sveinbjamar Jóns- sonar bónda á Yzta-Skála, kom það í hennar hlut að styrkja og styðja móður sína og gæta yngri systkina sinna. Hún lagði mikla alúð við þetta hlutverk sitt, sem krafðist í svo ríkum mæli fórn- fýsi og sjálfsafneitunar, en þó fyrst og fremst skilnings, skiln- ings á lífinu og leit mannanna að hamingju. Guðbjörg giftist árið 1938 Jóni G. Bjarnasyni frá Mið-Grund, þróttmiklum og kjarkgóðum at- orkumanni. Fluttust þau til Reykjavíkur og hófu búskap þar, þó að hugur þeirra væri allur austur undir fjöllum. Þau hjón voru samhent og einhuga og varð heimili þeirra brátt annað heim- ili allra vina og vandamanna að austan, er þurftu að reka erindi sín í höfuðstaðnum. Mátti með sanni segja að hús þeirra lægi í þjóðbraut. Oft áttu þar góðir vinir dá- samlegar stundir. Var þá hug- urinn látinn reika um heim minn inganna, glaðst yfir kátlegum ævintýrum og atvikum. Þá var sem mildur háfjallablær léki um stofuna og þýður ómur löngu lið- inna tíma blandaðist sjávarróti og svanaklið. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleð- in skín á vonarhýrri brá? Jón og Guðbjörg fóru á hverju sumri austur í sumarleyfi hans. Þar skein heillastjarna þeirra skærast og hæst í heiðloftunum og þar gafst tækifæri til að lifa aftur unaðsstundir æskunnar. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, sem öll eru hin mannvæn- legustu. Hið yngsta missti nú móður sína aðeins fimm mánáða gamait. Þessi litla stúlka er því á þeim aldri, sem helzt þarfn- ast umönnunar og aðgæzlu móð- ur, og þó börnin eigi góðan föður, sem að fremsta megni reynir auk föðurhlutverksins að vera, þeim ástrík móðir, hafa þau mikils misst. Vissulega eiga þau trausta stoð þar sem Anna elzta dóttirin er. Guðbjörg andaðist 10. desem- ber sl. að heimili sínu. Hún var kvödd burt frá skyldustörfunum svo snöggt, að við, sem eftir lifum, skiljum ekki hvemig slíkt má vera. Þegar hún gekk kát og hress til hvílu sinnar að kvöldi hins 9. desember hefði enginn trúað því, að hún mundi ekki vakna aftur til þessa lífs. Við stóðum öll höggdofa við þessa harmafregn. Það var óseigjanlega sárt að horfa á hana hverfa úr augsýn sjá hana síga niður í frosna jörð- ina á köldum vetrardegi, og eiga að sætta sig við, að hún sé ekki lengur til. En ég veit ,að handan ómuna- djúpsins mikla, sem skilur lif- endur og dauða, er tekið á móti henni tveim höndum af ættingj- um og vinum og ég sé að hinum megin við djúpið, brotnuðum sorgaröldum af upp rennur varnardagur. Vinur. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.