Morgunblaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 18. febr. 1960 MOHCVlVnLAÐIÐ 19 Við dyr dauðans Undanfarna daga hafa sjón- varpsmenn verið önnum kafn- ir við kvikmyndatöku i San Quentin-fangelsinu i Banda- rikjunum. — Þeir hafa verið að kvikmynda einhvern fræg- asta afbrotamann heimsins, Caryl Chéssman — í klefa dauðadæmdra. — I’að á sem sé að gera Chessman „ódauð- legan" — áður en hann lætur lífið hinn 19. þ.m. (á morgun) í gasklefanum. ★ Arið 1948 var Chessman dæmdur til dauða — fyrir margs konar afbrot, svo sem mannrán og nauðganir. Að- eins 90 dögum síðar skyldi hann færður til gasklefans, sem er skammt frá klefa hans. __ En Ghessman lifir enn —■ og þeir eru til, sem trúa því, að hann muni „leika á böðul- inn“ enn einu sinni — þótt nú virðist fokið í flest skjól. Menn eru orðnir svo vanir því, að aftöku hans sé frestað. — En nú virðist hann sjálfur hafa misst móðinn — í fyrsta sinn öll þessi ár. — Þegar hæstiréttur Kaliforníu neitaði enn um daginn að taka mál hans upp að nýju, sagði hann: __ Nú er öllu lokið fyrir mig — ekkert eftir, nema gasið . . . Hin tólf ára langa barátta hans fyrir lífi sínu er kunn um heim allan. Hann virðist sérfræðingur í alls kyns laga- flækjinn, en ekki er að sjá, að hann hafi beitt neinum óvið- urkvæmilegum herbrögðum í því sambandi. Það, sem hann hefir fyrst og fremst hengt hatt sinn á, er réttarbókun í málinu. — Þegar mál hans var fyrst tekið fyrir, 1948, Síðasta mynd- in af Chess- man? — Hún er tekin úr kvikmynda- filmunni, sem sjónvarps- mennirnir tóku af hinum fræga fanga í „dauðaklef- anum“ á dög- unum. gerðist það, að réttarskrifar- inn dó, áður en hafði hrein- skrifað hin hraðrituðu blöð sín. — Sá, sem við verkinu tók, var ólæknandi áfengis- sjúklingur — og þar að auki tengdur ákærandanum í mál- inu. — Chessman hefir haldið því fram, að hin hreinskrifaða bókun sé ekki í samræmi við það, sem gerðist í réttarsaln- um 1948 og það, sem hinn látni réttarskrifari festi á blað. Hann heldur því sem sagt fram, að réttarbókunin, eins og hún liggur fyrir, sé ekki hlutlaus. Þess vegna hef- ir hann sífellt gert kröfu til þess, að mál sitt væri tekið upp að nýju. Það hefir verið viðurkennt á ýmsum dómsstigum, að rétt- arbókunin væri ekki nákvæm eða gallalaus — en ekki hefir þó þótt ástæða til að taka Sumkomur Hjálpræðisherinn. — f kvöld kl. 20,30: Kvöldvaka. Veitingar o.fl. Johannes Sigurðsson talar. Schannong’s minnisvarðar (ðster Farimagsgade 42, Kþbenhavn 0. málið upp frá rótum af þeim sökum. — Fimmtán sinnum hefir hæstiréttur Bandaríkj- anna vísað á bug kröfunni um að taka málið upp aftur — og litlar líkur eru til, að Chess- man verði nú neitt til bjarg- ar. — Þá er aðeins dauðinn eftir — og Chessman veit, hvemig hann muni bera að höndum. í sjálfsævisögu sinni skrifar hann: — Gasið vellur fram og sveipast um manninn í stóln- um eins og þoka. Hann andar að sér hinum væmna ilmi, sem minnir á angan ferskju- blómsins. Hann svimar — og smám saman missir hann tök in á meðvitundinni. Hjartað slær hraðar og hraðar. Það hamast, og hávaðinn er eins og í loftþjöppu . . . en svo . . . nú slær það hægar . . . og hægar .. stanzar-------. Nuuðsynlegt uð endurskoðu húsnæðismúlulöggjöfinu Frá Alþingi Á FIJNDI sameinaðs þings í gær urðu nokkur orðaskipti milli Hannibals Valdemars- sonar og Jóhanns Hafsteins um húsnæðismál og fjáröflun til þeirra. Talaði Hannibal á fundinum fyrir tillögu um ráðstafanir til fjáröflunar fyr- ir Byggingarsjóð ríkisins, sem hann flytur. Er tillagan í f jór- um liðum og lagt til að sjóðn- um verði útvegað 100 millj. kr. lán, helmingurinn tekinn að láni erlendis. í framsögu- ræðu sinni kvað Hannibal brýna þörf úrbóta í þessum málum og taldi hann að lán þau, er Seðlabankinn veitti í janúar sl. væru aðeins sýnd- arlán. Jóhann Hafstein kvað það eft- irtektarvert, að félagsmálaráð- iherra V.-stjórnarinnar skyldi láta það verða sitt fyrsta verk á þessu þingi að bera fram tillögu um leiðréttingu á húsnæðismála- löggjöfinni. Væri hann flm. sam- mála um að leiðréttinga væri þörf á þeirri löggjöf, sem V.- stjórnin hefði sett, enda hefðu til lögur hennar verið í þessum mál um verið mjög haldlitlar. Þá vék ræðumaður að því, er jafnvægi skapaðist í efnahags- málum eftir gengisbreytinguna 1950, er varð til þess, að spari- fjármyndun nærri tvöfaldaðist. Þegar húsnæðismálalöggjöfin var sett 1955 undir forsæti Olafs Thors, var hin stóraukna spari- fjármyndun í landinu sem þá hafði orðið forsenda þess að bank arnir gátu skuldbundið sig til þess að láta mikið fé af mörkum til íbúðabygginga. Eftir að V.- stjórnin hafði sezt að völdum og tryggt sér yfirráð yfir bönkun- um, dró hinsvegar úr sparifjár- mynduninni svo að bankarnir gáfust upp á framlögum sínum til íbúðalánanna. Menn urðu hins vegar að gera sér ljóst, að höf- uðundirstaða lánveitinga væri sparifjármyndun í landinu sjálfu. Þá minntist Jóhann Hafstein á þau ummæli Hannibals Valdi- SAS-slysið Fram. af bls. 1. Fyrrnefnd grein í „Flygposten" vekur athygli vegna þess, að þegar eftir Ankara-slysið, lýstu forráðamenn SAS því yfir, að tæknilegir gallar hefðu áreiðan- lega ekki verið orsök þess. — -k — Helno Larsen, yfirmaður danska loftferðaeftirlitsins, seg- ir í þessu sambandi, að „bygg- ing“ hæðarmælisins hefði e. t. v. getað valdið því, að flugmaður- inn á Caravelle þotunni hafi tal- ið sig vera í meiri hæð en raun var á — en þetta sé aðeins eitt atriði af mörgum, sem rannsaka þurfi. Ekkert ákveðið sé hægt um málið að segja á þessu stigi. marssonar, að lán þau, er veitt hefðu verið í janúar, væru sýnd- arlán og þaðan af verri. Þetta væru þó alveg samskonar lán og Hannibal hefði veitt í sinni ráð herratíð og hælt sér af. Jóhann Hafstein sagði að lok- um, að þessi mál yrði að taka til gagngerðari endurskoðunar en lagt væri til í þáltill. Hannibals og yrði það eitt af mikilvægari verkefnum núverandi ríkisstjórn Nokkrir fleiri tóku til máls, en umr. síðan frestað og tillög- unni síðan vísað til allsherjar- nefndar. — Krabbe Framh. af bls. 1 Verður birt í heild 1 grein þessari, sem verður birt í heild hér í blaðinu á morgun, er m. a. sagt, að Danir hafi aldrei fullkomlega fyrirgefið íslending- um lýðveldisstofnunina 1944. Og íslendingar hafi ekki heldur fyr- irgefið Dönum hve margir þeirra litu á Island, sem danska ný- lendu. Þá er þess getið, að í bók Krabbe komi fram sjónarmið Is- lendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra og rakin samskipti land- anna í stuttu máli. — Þá má að lokum geta þess, að fyrirsögn greinaarinnar er eitthvað á þessa leið: „Fyrrverandi fulltrúi Is- lands í Kaupmannahöfn, Jón Krabbe, gerir harða árás á kon- unginn sáluga í endurminningum sínum. S elskapskjólar til sölu. — Lágt verð. Saumastofan, Rauðarárstíg 22 Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig á, 70 ára afmæli mínu 14. febrúar s.l. Guðbjörg Snorradóttir, Húsum. Ég þakka hjartanlega öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum og heillaóskum á 95 ára afmæli mínu 11. þessa mánaðar. Ellert Kr. Schram, skipstjóri. Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á sextugs afmæli mínu 10. febrúar og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Með beztu óskum og kærri kveðju. Einar Skúlason Eymann. Litli drengurinn okkar sem andaðist 10. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtud. 18. þ.m. kL 3,15 síðdegis. Ingibjörg Jónsdóttir, Jón B. Ágústsson. Maðurinn minn SKÚLI S. I>. SlVEBTSEN Öldugötu 52, verður jarðsettur föstudaginn 19. þ.m. frá Dómkirkj- unni kl. 13,30. María J. Sívertsen. Útför eiginmanns míns FINNBOGA THEODÓBS Bogahlíð 11, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 19. þ.m. kL 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Ingiríður Theódórs. Hjartanlega þökkum við öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför STEFÁNS MAGNÚSSONAB trésmiðs. Sigríður S. Ólafsdóttir, Gróa Guðbjömsdóttir, Magnús V. Stefánsson. Þakka sýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar DAGBJABTAB HANNESDÓTTUB Holtsgötu 13. Júlíus Ámundi Jónsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu JÓNÍNU JÓNSDÓTTUB Vatnsstíg 16 A. Olga Jónsdóttir, Jón M. Jónsson, Héðinn Jónsson, Lilja Kristinsdóttir, og barnabön. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengda- móður og ömmu MAGNEU JÓNSDÓTTU R Bjarni M. Einarsson, Þórey Bjamadóttir, Georg Bjarnason, María Bjarnadóttir, Ólafur Metúsalemsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.