Morgunblaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 3
Fímmíudagur 18. febr. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 3 gerist kvik- myndaleikkona ÞH> munið vafalaust mörg eftir Gittu litlu Hænning — litlu, dönsku söngkonunni, sem heimsótti okkur fyrir skömmu og öðlaðist miklar vinsældir fyrir skemmtilegan söng sinn og framkomu. — Nú hefir heldur en ekki hlaupið á snærið fyrir henni. Hún hef- ir verið ráðin til þess að leika í kvikmyndum í Þýzkalandi — og er þegar byrjuð að kynna sér fyrsta hlutverkið. — Byrjunarlaun hennar eru 16.000 danskar krónur fyrir hverja mynd — dálaglegur skildingur fyrir 13 ára telpu. m Fyrsta þýzka kvikmynd- in, sem Gitta kemur fram í, nefnist „Sohlager Parade 1960“. Er það músíkmynd, eins og nafnið bendir til. Danska kvikmyndaleikkonan Vivi Bak, sem nú er mjög vinsæl, leikur þar eitt aðal- hlutverkið. — Alls er Gitta ráðin til þess að leika í níu kvikmyndum í Þýzkalandi r.æstu þrjú árin — á vegum fjögurra félaga. g Upphaf þessa alls var hljómplata ein, þar sem Gitta syngur lagið „Pretty Eyed Baby“ með Laurie Lon- doh. — Forstjóri þýzka hljóm- plötufyrirtækisins Electrola, heyrði þessa plötu — og bauð Gttu og föður hennar, Otto Hænning, sem löngum hefir sungið með henni, til Þýzka- lands. — Þar sungu þau inn á nokkrar plötur — og svo Enn hreinsnð til í Alsír París, 17. febrúar. —■ (Reuter) — FRANSKA stjórnin er nú að endurskipuleggja hina borgaralegu stjórn sína í Alsír. — Tilskipanir voru gefnar út í dag, þar sem nýir amtmenn eru skip- aðir í 8 af 12 ömtum í Alsír. Þá er þar einnig mælt fyrir um endur- skipulagningu b o r g a r - stjórnarinnar í Algeirs- borg — og kallaðir verða heim til Frakklands all- margir borgaralegir emb- ættismenn í Alsír. Þessar ráðstafanir munu vera enn einn liður í „hreinsunaraðgerðum" de Gaulles, sem miða að því að koma í veg fyrir, að ofstækismenn meðal franskra landnema í Alsír geti enn á ný risið upp gegn ríkisstjórninni. GITTA — hljóp á snærið . kom tilboðið um hlutverk í fyrrnefndri kvkmynd. Hún var mynduð til reynslu í snatri. „Utkoman" þótti hin bezta — og innan skamms höfðu fjögur kvikmyndafélög boðið henni samning. |g í þessum kvikmyndum mun hún meðal annars leka á móti Laurie London og Rex nokkrum Gildo, sem nú er átrúnaðargoð þýzkra ungl- inga. — Þótt Gitta hafi eflaust meðfædda leikhæfileika, ei þessi mikli árangur ekki þvi einu að þakka, því að hún hef ir notið góðrar leiðsagnar i sviðstækni — og lærifaðir hennar á því sviði er íslend- ingur, balltettdansarinn Frið- björn Björnsson, sem einnig hefir nokkuð leikið í kvik- myndum. — Nú á Gitta litla að æfa sig sem bezt í þýzku næstu mánuðina, og síðan flyt ur öll fjölskyldan til Múnr- hen í sumar — og starfið „Inge Toft“ til- búin í aðra ferð HAIFA, ísrael, 17. febr. Reuter. Danska flutningaskipið Inge Toft kom til Haifa í dag, en það hef- ir verið kyrrsett í Port Said und anfarna níu mánuði, vegna þess að það ætlaði að sigla um Súez- skurðinn með farm frá ísrael innanborðs. Skipið fór frá Port Said á mánudag, eftir að farm- inum hafði verið skipað þar upp. Við komuna til Haifa sagðist , skipstjórinn, Erhard Sohultz, i tilbúinn að gera aðra tilraun til i þess að fara um Súez-skurðinn, i ef þess yrði óskað — sama væri 1 að segja um skipshöfnina. 1 Nasser Egyptalandsforseti, 1 sem nú er í heimsókn í Sýr- landi, sagði í Damaskurs í dag, ^ að ísraelskt skip eða skip, sem (flyttu vörur frá ísrael, fengju „alls ekki að fara um Súez- , skurðinn STAKSTEIHAR FRIÐBJÖRN — lærimeistarinn Enn er hann tregur H AFN ARFIRÐI — Surprise seldi í Bremerhaven í gær 155 lestir fyrir 98 þúsund mörk, sem er fremur góð sala. Ágúst kom af veiðum í fyrradag, og var hann með 172 lestir. Keilir fór á veiðar í gær, og hinir togar- arnir eru allir á veiðum. — Hef- ur verið reitingsafli hjá þeim undanfarið. Landlega var hjá línubátunum frá föstudegi til mánudags sl., en þá fengu þeir samtals 40 lestir. Bœjarstœði Ingólfs við Aðalstrœti verði friðlýst Á FUNDI bæjarráðs, er haldinn var á þriðjudaginn, var lagt fram ávarp undirritað af 14 þjóðkunnum mönnum, um „frið- helgi á bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar“ við Aðalstræti. Ávarp þetta sem stílað er til bæjarráðs og borgarstjóra. Efstur á blaði undirskriftanna er séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, en síðan koma próf. Einar Ólafur Sveinsson, Helgi Hjörvar rithöf., próf. Magnús Már Lárusson, próf. Ólafur Lárusson, Pétur Bene- diktsson bankastjóri, próf. Sig- urður Nordal, Þorkell Jóhannes- son rektor háskólans, próf. Guðni Jónsson, Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður, Matthías Þórðarson fyrrum þjóðminjavörður, Ragn- ar Jónsson forstjóri Helgafells- útgáfunar, herra Sigurbjörn Em- arsson biskup og Tómas Guð- mudsson skáld. Ávarpið er svohljóðandi: „Vér, sem undir þetta á- varp ritum, beinum því til Alþingis og ríkisstjórnar, for- ráðamanna Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar, að bæjar- stæði Ingólfs Arnarsonar við Aðalstræti verði friðlýst sem þjóðlegur helgistaður. Ingólfur Arnarson festi byggð og landnám norrænna manna'á íslandi. „Ingólfur er frægastur allra landnámsmanna", segir Landnámabók, „því að hann kom hér að auðu landi og byggði fyrst ur landið. Og gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæm- um.“ En frá höfuðsetri Ingólfs í Reykjavík, á dögum sjálfs hans og nánustu niðja hans og með þeirra ráði, þróaðist hið íslenzka þjóðfélag og lýðveldi, með alls- herjarlögum, alþingi við Öxará og allsherjargoða í Reykjavik“ Sameign allra íslendinga „Efalaust verður að telja, að bær Ingólfs í Reykjavík hafi staðið við sunnanvert Aðalstræti að vestan, andspænis þeim stað þar sem síðar var kirkjan og gamli kirkjugarðurinn. Öllum má kunnugt vera, hversu það bar til, að höfuðborg landsins var reist í túnum og tóftum hins fyrsta landnámsmanns, þar sem ævaforn sögn hermir, að guðirn- ir hafi visað honum til bólfestu. Söguhelgi þessa staðar er sam- eign allra íslendinga. Engin þjóð önnur kann frá slíkum atburðum að segja úr sinni sögu, þar sem í einn stað koma upphaf og fram- tíð. Ekki þarf orða við um það, að bæjarstæði Ingólfs á að vera um aldur og ævi friðhelgur þjóð- minningarstaður. Það er á valdi vorrar kynslóðar að skila þessum helgistað í hendur óbomum kyn- slóðum til varðveizlu, eða ofur- selja hann bráðri eyðingu, sem aldrei verði úr bætt. Engin kyn- slóð í þessu landi getur framar átt þess kost að velja hér á milli. Hér eru síðustu forvöð. Og eng- um getur blandazt hugur um það, hvorn kostinn ber að taka.“ Minnismerki í einhverri mynd Það er ályktun vor með upp- tökú þessa máls nú, að bæði sé skylt og auðgert að greina þetta atriði algerlega frá sérmálum Reykjavíkur, svo sem stöðu ráð- húss og almennri skipan höfuð- borgarinnar. Enda viljum vér binda málefni vort við þetta eitt, en forðast að ganga í deilur um önnur efni. Það er og ályktun vor, að friðhelgun þessa staðar sé ekki og skuli ekki vera háð sérstakri húsbyggingu né mikl- um mannvirkjum á þessum stað, heldur skyldi reisa þar minnis- merki í einhverri mynd, eða marka staðinn að sinni, en frið- aður gróðurreitur fyrir almenn- ing gerður þar umhverfis. Árið 1974 mætti gefa efni til, að virðulegum áfanga væri náð í þessu máli, en þá mun verða talið ellefu alda afmæli íslands- byggðar og landnáms Ingólfs. „Skilningsstfranmur fólksins“ Tíminn birtir í gær frásögn Ht ræðu Hermanns Jónassonar, for- manns Framsóknarflokksins við umr. viðreisnarfrumvarps ríkis- stjórnarinnar í Efri deild. Kemst Tíminn m.a. að orði á þessa leið í þessari frásögn: „Uermann hóf mál sitt á því, að lýsa þeirri skoðun sinni, að það hættulegasta við þetta frv. væri það hve þær álögur sem það boðaði kæmu þjóðinni á óvart — þær kæmu eins og þruma úr heiðskíru lofti. — Taldi Hermann það mikilvægt fyrir stjórnendur hverrar þjóð- ar að gera sér grein fyrir því, að ekki yrði stjórnað gegn skiln- ingi fólksins. Það væri ekki hægt að beita þjóðarskútunni upp í skilningsstraum fólksins“. — Já, það er ekki hægt, segir Hermann Jónasson, „að beita þjóðarskútunni upp í skilnings- straum fólksins“! Var það ef til vill vegna þess, sem vinstri stjórn in gafst upp og hrökklaðist frá völdum á miðju kjörtímabili? Var Hermann að reyna að sigla beitivind „upp í skilningsstraum fólksins::?! Samráðin við verkalýðssamtökin Formaður Framsóknarflokks- ins, lætur í þessari ræðu sinni mikið yfir áhuga vinstri stjórn- arinnar fyrir því að hafa „samráð við verkalýðssamtökin“ um lausn efnahagsmálanna. En hvernig tókust blessaðri vinstri stjórn- inni þessi ,samráð?“ Eins og margsinnis hefur ver- ið bent á, var eina leiðbeining Al- þýðusambands íslands og verka- lýðssamtakanna til vinstri stjórn arinnar um lausn efnahagsmál- anna sú, að umfram allt mætti ekki leggja á nýja skatta á al- menning til þess að mæta kröfum útflutningsframleiðslunnar um aukinn stuðning. En hver urðu þá úrræði vinstri stjórnarinnar í þessum málum? Engin önnur en þau, að leggja stöðugt á nýja skatta og tolla á almenning. Vinstri stjórnin gekk þannig í berhögg við vilja og yfir lýsingar verkalýðssamtakanna, og skeytti ekki hið minnsta um þau fyrirheit, sem hún hafði gef- ið um samráð við þau um lausn cfnahagsmálanna. Alþýðusambandsþing felldi Hermann Það er líka öllum í ferskn minni, að það var einmitt alls- herjarþing verkalýðssamtakanna, Alþýðusambandsþing, haustið 1958, sem felldi vinstri stjórn Hermanns Jónassonar. Hann bauð sjálfum sér á fund þingsins, hélt þar mikla ræðu og grátbað fulltrúa verkalýðsins um að gefa eftir um skeið kauphækkun, sem launþegar áttu rétt á, og gefa þannig vinstri stjórninn enn einn frest til þess að reyna að ná samkomulagi um raunhæfar að- gerðir í efnahagsmálunum. En Hermann gekk bónleiður til búð- ar af Alþýðusambandsþingi. Hann fékk þar hreint hryggbrot. Hann og stjórn hans höfðu áður svikið öll loforð við verkalýðs- samtökin, sem vinstri stjórnin hafði gefið. Nú kærði Al- þýðusambandsþing sig ekki leng- ur um samráð við vinstri stjórnina um lausn efnahags- málanna. Þar með var draum- urinn búinn og vinstri stjórnin fallin. Af þessu öllu saman dregur Hermann Jónasson nú þá ályktun, að ekki sé hægt að „beita þjóðarskútunni upp i skilningsstraum fólksins“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.