Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 1
24 sícíui Prentsmiðia Morgufiblaðsiiw Yfir 1000 manns fórust og þúsundir slðsuðust í jarðskjálfta i Marokkó Ferðamanna- bærinn Agadir hrundi til rusta á nokkrum sekundum Agadir, 1. marz. Á ANNAÐ þúsund manns fórust og þúsundir slösuðust, er mjög snarpur jarðskjálfti lagði hafnarbæinn Agadir á Atlantshafsströnd Marokko nær því í rúst um miðnætur- skeið sl. nótt. Þessi jarð- skjálfti var að afli svipaður jarðskjálftanum í Lissabon árið 1755, þegar 30—40,000 manns fórust. — Sjónarvott- ar segja, að í Agadir standi vart steinn yfir steini. Þar sem áður voru tígullegar ný- tízku byggingar, eru nú að- eins hrúgöld steinsteypubrota og járnbita. Hundruð manna hafa grafizt í rústunum, víða heyrast angistaróp fólks, sem grafizt hefur lifandi og í all- an dag unnu björgunarsveitir að því að koma þessu fólki til hjálpar og grafa upp líkin. Hrundi eins og spilaborg Agadir var 50,000 manna bær, mikill ferðamannabær og þar höfðu á síðustu árum risið mörg nýtízku hótel. Mikið var þar af ferðamönnum, bæði evrópskum og amerískum, því á þessum tíma árs er veðurblíða í Agadir og eft- irsóknarvert að dveljast þar. Samkvæmt síðari fregnum munu fjölmargir Svíar hafa ver- ið þar. Jarðskjálfti varð laust fyrir miðnættið. Fyrsta hræringin og sú öflugasta stóð ekki nema í 3—4 sekúndur. En Agadir var í rúst á eftir. Andartaki eftir jarð- hræringuna skall flóðalda á bæ- inn og fór hún um 300 metra á land. Þeir, sem lifðu hörmung- arnar, segja, að hávaðinn hafi verið ærandi. Stórbyggingar hrundu eins og spilaborgir, fá- klætt fólk var á hlaupum á götunum til að reyna að forða sér undan hrynjandi húsveggj- um og örvæntingaróp heyrðust úr öllum áttum. Hávaðinn var ógurlegur. Hjúkrunarstörf undir bcrum himni Engin leið er að gera sér grein fyrir því á þessu stigi málsins hve margir hafa farizt. Fullvíst er, að þeir eru langt yfir þúsund, en menn óttast, að tala hinna látnu sé jafnvel enn hærri. Þús- undir hafa slasazt meira og nunna. Læknar og hjúkrunarlið hafa unnið báki brotnu við að gera að sárum manna og flug- vélar hafa í dag flutt mörg hundr úð siasaðra til sjúkrahúsa í öðr- uin borgum Marokko. Hjúkrun- arfólkið stundar störf sín und- ir beru lofti eða í tjöldum, því Framh. á bls. 23. ÞESSI mynd var tekin úr Iofti yfir Reggane í Sahara- eyðimörkinni í Afríku þar, sem Frakkar sprengdu fyrstu kjarnorkusprengju sína ekki alls fyrir löngu. Dökki flekkurinn á gulu sandauðninni myndaðist við sprenginguna. Sprengj- unni var komið fyrir í 100 metra háum stálturni, en eftir sprenginguna fannst ekkert af turninum. Hann virtist hafa gufað upp. Menn bjuggust hálfpartinn við að gígur mundi mynd- ast í sandinn, en svo varð ekki, því yfirborð sandsins bráðnaði og varð að einni hcllu um leið og sprenging- in varð. Talið er að hitinn hafi orðið nokkur milljón stig. Við sprenginguna hef- ur því sáralítill sandur fok- ið upp, því utan við flekk- inn sést enn vegurinn, (neðst), sem Frakkar lögðu þegar þeir voru að koma turninum upp. Talið er að afl sprengjunnar hafi sam- svarað 100.000 tonnum at' TNT sprengiefni. Dökki flokk urinn er 300 m að þvermáli.) íslenzkir fuglor Skaut aðvörun arskoti ekki yfir — en því var ekki sinnt SNEMMA í gærmorgun kom varðskipið Albert að brezka togar- anum Bengali frá Grimsby þar sem hann var á siglingu aðeins 2,7 sjómílur undan Krísuvíkurbergi, segir í tilkynningu frá Land- helgisgæzlunni í gær. Varðskipið reyndi að athuga togarann, en þrátt fyrir aðvörunarskot og aðrar merkjagjafir var togarinn ekki stöðvaður, en hélt til hafs. Eftirförinni var haldið áfram þar til togarinn var kominn út fyrir fiskveiðitakmórkin. Bretar segja 11—12 mílur í fréttaskeyti frá London til Mbl. í gærkvöldi er það haft eftir sambandí brezkra togaraútgerð- armanna, að varðskipið hafi skot ið margsinnis á togarann, sem hafi verið búinn að taka inn veið arfæri og lagður af stað til Grims- by. Segir, að togarinn hafi beðið um hjálp, verndarskipið Undine komið á vettvang — og hafi varð skipið þá snúið frá. Ekkert tjón hefði hlotizt á togaranum vegna skota varðskipsins. Ennfremur, að atburðurinn hefði átt sér stað 11—12 mílur undan strönd ís- lands. Camilla 5,2 mílur fyrir innan í tilkynningu Landhelgisgæzl- unnar í gær segir þá, að sl. sunnu dagskvöld hafi varðskipið Þór komið að togaranum Camilla frá Hull, er hann var að veiðum 5,2 sjómílur innan fiskveiðitakmark- anna við Langanes. Ætlaði varð- skipið að taka togarann fastan, en herskipið Apollo kom á vettvang og kom í veg fyrir frekari að- gerðir. Apollo á vettvang í Lundúnafrétt er það haft eft- ir sambandi brezkra togaraút- gerðarmanna, að varðskipið hefði tvisvar skotið lausum skotum á Camillu. Segir, að togarinn hafi verið að veiðum 8 mílur undan íslandsströnd. Brezka freigátan Appollo hefði komið á vettvang og Þór hafi þá snúið frá. Tveimur verndarsvæðum lokað Samkvæmt tilkynningu land- helgisgæzlunnar var ekki vitað um neina brezka togara að veið- um í landhelgi síðdegis í gær. Verndarsvæði þeirra við Langa- nes var lokað í fyrradag og svæð- inu við Ingólfshöfða í gær. Hins vegar var búizt við því að brezku herskipin mundu opna nýtt vernd arsvæði við Snæfellsnes í gær- kvöldi. Sgharq FRÉTTIR hafa borizt um , að ein af ástæðunum fyrirí því að Frakkar sprengdu kjarnorkusprengju sína í Sahara einmitt á þessum tíma árs, hafi verið sú, að þegar kemur svolítið lengra fram á vorið, fari þúsundir farfugla þar yfir á leið sinni norður um, og gæti kjarnorkusprenging því höggvið skarð í fugla- tegundir í norðlægum löndum eða fuglarnir bor- ið geislavirk efni. Vegna þessarar fréttar spurðist blaðið fyrir um það hjá Finni Guðmundssyni fuglafræðingi, hvort íslenzkir farfuglar færu yfir þennan stað á leið sinni norður. Sagði hann það ekki vera. íslenzku farfuglarnir, sem lengst færu, flygju um Vestur-Evrópu og suður á strönd Vestur-Afríku. Þá leið mundi t. d. spóinn fara, máríuerlan og steindep- illinn. Færu þeir svona úr þessu að þokast norður eftir. Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.