Morgunblaðið - 02.03.1960, Qupperneq 2
2
MORGUN BLAÐIÐ
Miðvilcudagur 2. marz 1960
SnUið frá dfærunni
Hagnýtum framtakið og aukum framleiðsluna
FRAMSÓKNARMENN stagl-
ast á því daglega, að Ólafur
Thors hafi upplýst í áramóta-
ræðu sinni, að ekki þyrfti að
afla meira en 250 millj. kr.
nýrra tekna til þess að halda
atvinnuvegunurn í gangi með
uppbótakerfinu enn eitt ár til.
• Ennþá lengra út í fenið.
Þetta er að vissu leyti rétt.
En Ólafur Thors sagði meira.
Hann benti á það, að ef þessi
leið yrði farin áfram, þá
myndi þjóðin vaða enn lengra
út í verðbólgufenið og þá yrði
ennþá erfiðara að snúa við á
rétta braut síðar. Hann benti
einnig á það, að 250 millj. kr.
nýir skattar á almenning þýða
5—6% kjaraskerðingu. Verst
væri þó það, sagði Ólafur
Thors, að með framlengingu
styrkja- og uppbótakerfisins í
eitt ár enn, væri viðreisnin
gerð erfiðari og þrautafyllri.
• Snúið við
Þegar á þetta er litið, þarf
það ekki að sæta neinni furðu,
þó að ríkisstjórnin veldi ekki
áframhaldandi uppbótakerfi
og vildi ekki bera ábyrgð á
því að leiða þjóðina lengra
út í verðbólguöngþveitið. Hún
tók þann kost, sem sýndi
miklu meiri manndóm og
raunsæi, að hverfa frá upp-
bótakerfinu, segja þjóðinni
sannleikann og snúa inn á
nýjar og heillavænlegri braut
ir. Og það er athyglisvert, að
sú leið, sem ríkisstjórnin hef-
ur farið til viðreisnar, þýðir
að meðaltali aðeins 3% kjara
skerðingu. Þó er gert ráð fyr-
ir því, að efnaminnsta fólkið
í þjóðfélaginu, aldrað fólk,
sjúklingar, öryrkjar og fjöl-
mennar barnafjölskyldur beri
sama eða svipað úr býtum og
áður. Til þess að hindra kjara
skerðingu þessa fólks, hefur
ríkisstjórnin beitt sér fyrir
stórfelldri hækkun á bótum
almannatrygginga, auknum
f jölskyldubótum og lækkun
skatta.
* Hlutur sparifjáreigenda
réttur.
Þá hefur ríkisstjómin gert
ráðstafanir til þess að rétta
hlut sparif járeigenda og skapa
jafnhliða jafnvægi í efna-
hagsmálum þjóðarinnar. t
stað hafta og uppbótakerfis-
ins kemur nú aukið viðskipta
frelsi og heilbrigðari viðskipta
hættir. Þegar hið nýja efna-
hagskerfi er komið í fram-
kvæmd eiga íslendingar ekki
að þurfa að sækja um leyfi til
að lifa til hundrað nefnda og
ráða.
Þjóðin getur þá hagnýtt
framtak sitt, hugkvæmni og
dugnað til þess að auka fram ^
leiðsluna og gera rekstur at-
vinnutækja sinna hagkvæm-
ari og heilbrigðari.
UM ÞESSAR mundir stendur
yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins
málverkasýning bandaríska mál-
arahs Ponzi, en hann hefur sezt
að hér á landi og er kvæntur
Guðrúnu Tómasdóttur söng-
konu.
Á sýningunni eru 30 málverk
og er þeirra á meðal aílmargt
landslagsmálverka frá íslandi.
Sýningin var opnuð á laugardag-
inn og var aðsókn mjög góð yfir
helgina. Hafa 7 málverk þegar
seizt.
Ve: ður sýningin fram yfir
næstu helgi og er opin daglega
frá kl. 11 árdegis til 10 síðdegis.
Á myndinni sem hér fylgir
sést málarinn Ponzi hjá málverki
sínu frá Dimmuborgum, sem
vakið hefur einna mesta athygli
á sýningunni.
Útsvör og jaröasala
Frá Alþingi
1 GÆR voru stuttir fundir í Al-
þingi. Eitt mál var á dagskrá
efri deildar, frv. til laga um út-
svör. Var það til 3. umr. og af-
greitt sem lög. Fela lögin í sér
að ráðherra getur heimilað Ölafs
víkurhreppi að framkvæma fyr-
ir febrúarlok 1960 niðurjöfnun
útsvara, sem fram átti að fara
1959. Eru lögin samhljóða bráða-
birgðalögum, sem fyrr voru út
Sir Farndale
ter ekki
FISHING NEWS segir, að nú
sé útilokað, að Sir Farndale
Phillips, forseti samhands
brezkra togaraeigenda, geti
sótt Genfar-ráðstefnuna,
vegna veikinda. Hann var
skorinn upp í ársbyrjun og
hefur ekki náð sér eftir það.
Brezku togaraeigendumir fá
að tilnefna einn mann í sendi-
nefnd Breta á ráðstefnunni og
verður hann J. R. Cobley frá
Grimsby, varaforseti sambands
togaraeigenda.
Þá er einnig upplýst að Peter
Henderson, ritari fiskimanna-
deildar hins hrezka sambands
flutningaverkamanna, hafi verið
skipaður í brezku sendinefndina.
Dagskrá Alþingis
í DAG er boðaður fundur í sam-
einuðu Alþingi kl. 1,30. Þrettán
mál eru á dagskrá.
1. Fyrirsp.: Björgunartæki. Ein
umr. 2. Dvalarheimili í heima-
vistarskólum, þáltill. — Hvernig
ræða skuli. 3. Jarðboranir í
Krýsuvik og á Reykjanesi, þál,-
till. Ein umr. 4 Hagnýting far-
skipaflotans, þáltill. Ein umr. 5.
Fiskiveiðasjóður íslands, þáltill.
Ein umr. 6. Siglufjarðarvegur,
þáltill. Ein umr. 7. Samstarfs-
nefndir launþega og vinnuveit-
enda, þáltill. Ein umr. 8. Raf-
orkumál, þáltill. Ein umr. 9. Þjóð
háttasaga Islendinga, þáltill. —
Fyrri umr. 10. Bústofnslánadeild
þáltill. Fyrri umr. 11. Fjarskipta
stöðvar í íslenzkum skipum, þál
tiU. Ein umr. 12. Lögreglumenn,
þáltill. Ein umr. 13. Rafmagn á
4 bæi í Húnavatnssýslu. þáltill.
Fyrri umr.
gefin vegna þess, að í Ölafsvík-
urhreppi gleymdist að leggja á
útsvör á fyrra ári.
• Njassamenn
látnir lausir
BLANTYRE, Njassalandi, 1.
marz. — Síöustu tvær vikurnar
hefur 51 meðlimur þjóðþingsins
í Njassalandi verið leystur úr
haldi. Enn eru því 221 I haldi
Njassalandi, en um 1.300 Njassa-
menn voru fangelsaðir þegar
neyðarástandinu var lýst yfir á
síðasta ári.
Gífurleg kjörsókn
við prestskosn-
mgar
SAUÐARKRÓKUR, 1. marz. —
Á sunnudaginn fór fram hér 1
Sauðárkróksprestakalli prest-
kosning. Kosið var hér í bæn-
um og að Ríp í Hegranesi, sem
nú hefur verið sameinað Sauðár-
króksprestakalli. Hófst kosning-
in klukkan 1 síðdegis á simnu-
daginn og varð lokið rétt fyrir
klukkan 10 um kvöldið hér í
bænum, en hafði skömmu áður
verið lokið að Ríp. Tveir prestar
voru í kjöri, þeir séra Jónas
Gíslason Vík í Mýrdal og Þórir
Stephensen Hvoli í Dölum. Kjör
sókn var mjög mikil við kosn-
ingar þessar og varð hún yfir
80%. I Hegranesi höfðu allir kos-
ið, sem það gátu, að einum und-
anskildum.
Úrslit gætu orðið kunn xnn
helgina, en atkvæðin verður að
senda alla leið til Reykjavíkur
og telja í biskupsstofu.
— Guðjón.
Villfáhitaveitu
í húsið
FLUGMÁLASTJÖRI hefur skrif-
að bæjaryfirvöldunum bréf út af
því að hann vill fá lögn frá hita-
veitunni að hinu nýja flugstöðv-
arhúsi á Reykjavíkurflugvelli. A
fcæjarráðsfundi á föstudaginn var
samþybkt að vísa þessu evindt
til hitaveitustjóra og hitaveitu
nefndar.
Eitt mál var tekið til umræðu
í neðri deild, frv. um heimild til
að selja ábúendum tvær jarðir
í Austur-Húnavatnssýslu. Flytur
Jón Pálmason frv. þetta og talaði
fyrir því, en það var til 1. umr.
Auk hans tóku til máls Skúli
Guðmundsson og Björn Pálsson,
er báðir voru efnislega samþykk-
ir frumvarpinu.
Sjöturgur er í dag Þórarinn
Eyjólfsson trésmiður í Keflavík.
Grein um hann bíður vegna rúm-
leysis í dag.
13 lögfræðingar voru mættir
en uppboðinu var frestað
ÞRETTÁN kuldalegir júristar
stóðu í norðan bálinu í gær á
togarabryggju við Grandagarð,
hver með sína skjalatösku fulla
af alls konar bréfum upp á það,
að þeirra viðskiptavinir ættu
kröfu í togaranum Vetti, sem lá
bundinn við bryggjuna. Kl. 2,30
skyldi borgarfógetinn, Kristján
Kristjánsson, selja togarann á
uppboði um Ixirð í sjálfu skipinu.
Nokkru áður en uppboðið skyldi
hefjast, kom grænn Chevrolet
akandi fram bryggjuna óg nam
staðar, þar sem togarinn lá bund
inn. Þar var kominn Kristján
bæjarfógeti. Hann þurfti ekki að
stíga út úr bílnum, út í kuldann,
þar sem júristarnir norpuðu, og
ekki heldur að klifrast um borð í
hið niðurnídda skip, því einn
hinna 13 júrista bað um frest á
því að uppboðið á Vetci færi þá
fram. Það var Sigurður Ölason,
hrl., er bsð um frestinn í nafni
fj ármálaráð uney tisins.
Fulltrúi stjórnar Seðlabankans
á þessu uppboði ,Björn Ólafsson
lögtræðingur, tilkynnti að stjórn
banKans hefði fallizt á að veita
umbeðinn frest á uppboðinu. Þar
með var uppboðinu á Vetti enn
frestað til 26. þ.m. En júristarn-
ir, umboðsmenn lögveðskröfu-
hafa, tilkynntu borgarfógeta,
: /' NA IS hnúiar SV 50 hnútor ¥: Snjókoma f 06 i 7 Skúrír K Þrumur Kutíaskil Hifaski! H Hai L Latqi
LOFTVOG er nú hægt fall-
andi á N-Grænlandi og lítur
því út fyrir lygnandi og batn-
andi veður hér á landi. Þrátt
fyrir djúpa lægð (975 mb)
milli íslands og Noregs. Kald-
asti staðurinn í dag er Meist-
aravík (efst á miðju korti)
með 40 stiga frost, en hlýjast
í París (neðst til hægri) með
15 stiga hita. Djúp lægð er
austan við Nýfundnaland, og
mun vindur vera allhvass NA
en frostlaust á Nýfundnalands
miðum.
Veðurhorfur kl. 22 í gær-
kvöldi:
SV-land til Breiðafj. SV-
mið til Breiðafj.miða: Minnk-
andi norðaustan átt, víðast
úrkomulaust og létt skýjað. —
Vestf. til Austfj. Vestfj.mið til
Austfj.miða: Minnkandi norð-
austan átt. Batnandi veður.
SA-Iand og SA-mið: Norðaust
an kaldi, skýjað, sums staðar
dálítil snjókoma.
þar sem hann sat í Chevroletin-
um með hlýlega skihnhúfu á
höfði, að þeir myndu ekki véita
annan frest á uppfc>oðinu á togar-
anum. Borgarfógeti lét bóka
þetta ásamt öðru, er frestun upp-
boðsins skipti. — Júristarriir 13
hurfu síðan hver af öðrum af
bryggjunni og hrökktust undan
norðan bálinu upp Grandagarð
með tár í augum af moldrokinu
og kuldagjóstrinum. Hér hafði
sannast: Ekki eru allar ferðir til
fjár, þótt farnar séu.
Skotar stofna 1
fiskimóla-
raðuneyti
SKOTAR hafa ákveðið aíi
stofna sérstakt iáðuneyti
landbúnaðar og sjávarút-
vegsmála. Hafa mál þessi
að undanförnu heyrt und-
ir skozka heimaráðherrann.
Um tíma heyrðist orðróm-
ur, um það, að flytja
ætti sjávarútvegsmálin und
ir sjávarútvegsmálaráðu-
neyti Breta í Lundúnum,
en slíkt kemur ekki til
greina, hagsmunir Skota í
fiskimálum eru allt aðrir
en hagsmunir Englendinga.
Skotar eru hlynntir út-
færslu fiskveiðilandhelg-
innar, þar sm fiskiskip frá
Englandi og ýmsum öðr-
um þjóðum stunda rán-
yrkjuveiðar á skozkum
fjöðrum. Er búizt við þvi,
að stofnun sérstaks land-
búnaðar og sjávarútvegs-
málaráðuneytis í Edinborg
muni verða til þess að
styrkja kröfur Skota um
víkkaða fiskveiðilandhelgi.
— íslenzkir fuglar
Framh. af bls. 1.
En yfir Saharaeyðimörkina
kæmu þeir ekki.
Annars taldi Finnur ákaf-
lega ósennilegt, að ofannefnd
fregn hefði við rök að styðj-
ast. Jafnvel þó fuglar frá Ev-
rópu fari suður yfir Miðjarð-
arhaf og suður í Afríku, þá
sneiði þeir yfirleitt hjá aðal
eyðimörkinni. Þar gæti aldrei
verið um mikla fuglamergð
að ræða í einu, því fuglarnir
væru á ferðinni yfir langan
tíma og stönzuðu ekki í eyði-
mörkinni.