Morgunblaðið - 02.03.1960, Síða 8

Morgunblaðið - 02.03.1960, Síða 8
8 MORCVlSfíLAÐIÐ Miðvikudagur 2. marz 1960 Enclumýjun kirkjunnar Endurnýjun trúrrar ráðsmennsku og varð- veizlu verðmæta f sumum kirkjum hefir end- urnýjunin leitt til þess að menn hafa á mjög raunhæfan hátt upp- götvað á ný og komið í fram- kvæmd kenningu Nýja Testa- mentisins um réttláta ráðs- mennsku yfir tíma, gáfum og fjármunum. Þetta hefir einnig í þrengri merkingu orsakir sínar í óánægju yfir gömlum kerfum varðandi fjármál kirkjunnar og sannfæringu uwi að fyrir með- limi kirkjunnar sé miklu eðli- legra að taka upp kerfi, sem líkist hinu biblíulega, að gefa einn tí- unda hluta af tekjum sínum (a. m. k. nettót'kjum, að frádregn- um sköttum) til þess að halda uppi starfi kirkjunnar og líknar- starfi hennar ásamt skólastarfi og kristniboði heima og í öðrum löndum. En þetta á sér miklu víðari hagnýtingu, er vér hug- leiðum að allt það sem vér eig- um og höfum; tími, heilsa, sér- gáfur o. fl. er oss af Guði gefið til að fullvinna þau góðu verk, seir Guð hefir fyrirfram ákvarð- að, að vér skulum lifa lífi voru í þeim. (Sjá Efes. 2,10 og X. Kor. 12,4—31). Spurningar: Trú- mennska á sviði fjármálanna a) Hvernig er kirkju þinni hald- ið uppi fjárhagslega? Er nú- verandi kerfi að þinni skoðun í samræmi við kenningu Nýja Testamentisíns og er það á- hrifaríkt til þess að sjá fyrir þeim fjármunum, sem á þarf að halda til þess að standa undir kristniboði kirkjunnar í heiminum? Eru nokkrar hreyf ingar í gangi til þess að end- urbæta fjármál þinnar kirkju? Hve mikinn hluta tekna þinna leggur þú til hliðar til kirkj- unnar starfa og til þess að hjálpa með öðru móti þeim, sem þurfandi eru? b) Hvað er þér kunnugt um hreyfingu „hinnar trúföstu ráðsmennsku" á öðrum svið- um? Ert þú þeirrar skoðunar að áherzla á þessa kenningu Seinni hluti myndi hjálpa til endumýjung- ar í kirkju þinni? Hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa ungum meðlimum kirkjunnar til að skilja betur að allur „tími þeirra“ og gáfur eru verðmæti, sem þeim er trúað fyrir af Guði til þess að nota þau í hans þjónustu — bæði í atvinnulífinu í heiminum — og einnig frítíminn — til þess að þessi verðmæti skuli notuð í virkri þjónustu heimakirkj- unnar? lyrúmennska í fyrirbæn, trúmennska gagnvart einmanna og þiáðu fólki Verk sáttargjörðar Guðs í Jesú Kristi er ekki takmarkað við kirkjurnar einar. „Því að í hon- um þóknaðist allri fyllingu Guðs að búa og fyrir hann að sætta alla hluti við sig, hvort heldur eru á himni og jörðu, með því að stofna frið með blóði hans á krossinum (Kólos. 1,19 n. eftir enskum texta). Friðþægingar- verk Guðs varðar allt hið skap- aða og mannkynið allt. Sáttar- gerð bæði gagnvart Guði og þar af leiðandi við alla menn er opin orðin og hún er boðin hverjum einasta manni. Hin nýja öld frið- þægingarinnar hefir brotizt inn í hina gömlu öld fjandskaparins. Guðs friðþægjandi og einingar- skapandi máttur er að verki í heiminum, hann berst gegn fram- andleik og fjandskap, aðskilnaði og einmanaleika, vantrausti og hatri milli manna. í öllum mann- legum samskiptum hefir þetta sitt gildi og nær til allra mann- legra vandamála. Friðþægingar- verk Guðs fyrir mennina og með- al þeirra er að finna í brenni- depli sínum í hinum tilbiðjandi IESUS NASAREUS REX IUDAEORUM. Yfirskriftin yfir krossi Krists: Jesús frá Nazaret, konungur Gyðinga. söfnuði, sem meðtekur hið opin- , beraða orð sáttargjörðarinnar og trúir því. En um leið og söfnuður- inn tilbiður Krist, friðþægjara sinn, flytur söfnuðurinn fyrirbæn fyrir gjörvöllum heiminum, hversu fullur af vandamálum og klofningi sem hann kann að vera. Þegar menn koma aftur heim frá tilbeiðslunni, skyldu þeir taka með sér orð sáttargjörðarinnar til þess að geta sjálfir starfað að þjónustu sáttargjörðarinnar i heiminum. Þjónustan verður að sýna sig í umhyggju fyrir öðr- um og í verki fyrir allan lýð, í kærleika og samfélagi, þrátt fyr- ir vantraust og fjandsamlega af- stöðu. Því að í orði tilbeiðstunn ■ ar hefir Guð opinberað sig sem sá Guð er í Kristi hefir sætt alla hluti við sig. _ Spurningar um þetta efni a) Hvaða starf vinnur söfnuður- inn fyrir þá, sem einmana eru, sérstaklega í stórum borgum, eða eru einangraðir og hjálp- ar þurfi? Hvernig getur hinn kristni æskulýður tekið meiri þátt í þessarri þjónustu kirkj- unnar í heiminum? ■ b) Á hvaða hátt skyldi þjónusta Altarissakramentsins tengja hina kristnu einstaklinga við það þjóðfélag, sem heima- kirkjan er í? c) Er fyrirbæn fyrir neyð heims- ins og þá sér í lagi þeirra, sem vér lifum á meðal og sorg þjá- ir, mótlæti eða vandi af ein- hverju tagi, þýðingarmikill hluti af opinberr! guðsþjón- ustu þinni og bæn þinni í ein- rúmi? Ef svo er ekki, hvers vegna er því svo farið? Vitnisburður gagnvart æskunni á vorri öld Aukinn skilningur á þeirri þjón ustu sáttargjörðarinnar, sem kirkjan er kölluð til að veita, íel- ur í sér endurnýjaðan skilning á hlutverki kirkjunnar. ^yrir vitnisburð og þjónustu ber kirkj- unni og sérhverjum staðarsöfn- uði að boða orð sáttargjörðarinn- ar þeim mönnum, sem eru frar.i- andi eða hafa gerzt framandi frá ljósi Krists og þjóna þeim í þeirri nýju einingu kærleika og ábyrgð- ar, sem friðþægingarverk Guðs hefir skapað meðal manna. >etta hlutverk kirkjunnar og þjónusta sáttargjörðar verður aðeins rækt af kirkju, sem er sátt við sjálfa sig, hefir einingu milli sinna ein- stöku heilda. Aðeins djúptæk rannsókn orðsins og innilegri þátttaka í lífi hins upprisna Krists getur sýnt kirkjunni þær lindir, sem endurnýjun einingar hennar og hlutverks hennar get- ur streymt frá. Þannig á vitnisburðurinn gagn- vart æskunni á vorri öld einnig uppsprettu sína í opinberun frið þægingarverks Guðs, sem sést í ljósi hins tilbiðjandi safnaðar. — Þessi þátttaka æskunnar í til- beiðsluþjónustunni getur í sjálfu sér verið vitnisbwrður gagnvart öðrum æskulýð. Hún getur verið þeim opinberun þeirrar staðreynd ar að Guð er að verki. Þar með er þeim boðinn möguleiki til þess að koma inn i samfélag Guðs lýðs. Og þegar æskan tekur þátt í vitnisburði og tilbeiðslu, þá læt- ur hún í ljós að hún vill að líf hennar verði byggt upp af Guði með kristnum mönnum, til þess að verða andlegt hús. En þetta andlega hús ber ekki að fela, það verður að vera tákn fyrir þann heim, sem er fyrir utan (I. Pét. 2,9). Spurningar: Um þátttöku æskulýðsins í samfélagi kirkjunna<r a) Hvers vegna fer oft svo að í raunveruleikanum er söfnuður inn oft fjarri því að svara til ofangreindrar lýsingar á hin- um tilbiðjandi söfnuði í vitn- isburði sínum? Mörgum ung- mennum finnst erfitt að ganga inn í hin venjulegu form þess safnaðar, er þeir tilheyra: — Hvað er hægt að gera til þess að hjálpa þeim? Er spurning- in þá aðeins að kenna þeim að meta hin venjulegu til- beiðsluform og ganga inn í þau, eða eru möguleikar fyrir hið unga fólk sjálft að finna sínar eigin tilbeiðsluaðferðir og ef til vill einnig að leggja nokkuð fram til að end«rnýja tilbeiðsluformin í sínum eigin kirkjum? b) Hefir þú heyrt um „heimilis- kirkjur" á sumum stöðum í Englandi, Hollandi og Þýzka- landi? Þær hafa myndazt ut- an um heimili (eitt ákveðið kristið heimili) í sérstakri götu, húsasamstæðu eða hverfi. Heldur þú að heimilis- kirkja gæti gegnt hlutverki sem milliliður milli safnaðar- kirkjunnar og hinnar einstöku fjölskyldu í þínu umhverfi? c) Menn hafa tilhneigingu (í borgum) til þess að komast í nánari tengsli við vinnustað sinn, skemmtistað, kunningja o. fl. en við dvalarstað sinn, þar sem þeir eiga heima. Hef- ir þetta áhrif á líf og þjón- ustu safnaðarkirkjunnar? Ætt um vér að reyna að mynda nýjar miðstöðvar fyrir vitnis- burð og tilbeiðslu, þar sem smáhópar safnast saman í öðru umhverfi en hinu venju- lega kirkjulega? í hvaða tengslum ættu slíkir hópar að vera við safnaðarkirkjuna? Hluttekning í kjörum annarra Verk Guðs í friðþægingunni krefst samfélags, þar sem æsku- lýðurinn lærir að taka þátt í kjörum annarra og bera um- hyggju fyrir þeim. Samfélag í Kristi nær yfir samfélag fjöl- skyldunnar, samfélag vina, sam- félag við samverkamenn og við alla, sem vér komumst í náin kynni við. Umhyggja fyrir öðr- um í öllum samböndum sem þessum gerir kröfur til persónu- legrar fórnfýsi, en er um leið þýðingarmikið tækifæri til þess að bera Kristi vitni á þýðingar- mikinn hátt, einmitt í samskipt- um við þá, sem vér þekkjum bezt. Spurningar: Um sam- skipti kristins æskulýðs við þjóðfélagið a) Hvað er sameiginlegt og hvað er ólíkt með kristnu samfé- lagi og almennum mannleg- um samskiptum með tilliti til - eðlis samfélagsins og árangur þess? b) Hvað ætti að einkenna kristna umhyggju fyrir mönnum og samfélagi þeirra á þessum sviðum: í samskiptum milli kynj- anna? í samskiptum við kennara, vinnuveitendur, húsbændur og aðra yfirmenn? í samskiptum við eldri kyn- slóðina? Hvaða dæmi þekkir þú, sem geta varpað ljósi yfir þetta í kirkjunni og utan henn ar? Vandamál hins nýja og hins gamla Sú þverstæða kemur í ljós í sambandi við starf kirkjunnar og boðskap hennar, sem er boðskap- ur sáttargjörðarinnar og hins nýja lífs í Kristi, að menn hafna honum oft á þeim forsendum að Örn, tákn Jóhannesar guðspjalla- manns, af því að guðspjallið bein- ir huganum til himna. hann sé gamaldags, kominn úr tízku og skipti ekki máli. Svo virðist sem ungu fólki veitist erfitt að skilja að boðskapur kirkj unnar er raunverulegur boðskap- ur til þess. Sú krafa felst í boð- skapnum að menn viðurkenni að Guð hefir gert alla liluti nýja og að endurnýjun lífsins, eins og hún er opinberuð í ICristi, nær til allra sviða mannlegs lífs. Þess vegna ætti það að vera áhuga- mál allra ungra kristinna manna, sem eru endurnýjaðir af Guðs orði og hafa tekið ábyrga afstöðu til annarra manna, að setja Guðs orð á skapandi hátt í samband við öll mannleg vandamál, sér í lagi æskunnar og gera þá upp- götvun með þeim að þetta hefir þýðingu fyrir allt líf þeirra. Spurningar: Hag- nýting boðskaparins til lausnar vandamála a) Hvaða leiðir og aðferðir er auðið að finna til þess að láta fagnaðarboðskapinn berast til ungmennafélaga, sem lítinn á- huga hafa fyrir honum, svo sem til pólitískra æskulýðsfé- laga? Verður þetta evangel- iska starf unnið að gagni ef kristinn æskulýður hefir eigi skilning og samstöðu með ungu fólki í þessum sóciölu eða stjórnmálalegu félögum? b) í sambandi við vandamál Evrópukirknanna höfum vér rætt ýms viðhorf í sambandi við vitnisburð kirknanna í þjóðfélaginu. Þannig er t.d. í velferðarrikinu oft að finna tilfinningu af djúpstæðu ör- yggisleysi þegar um er að ræða meiningu lífsins og til- gang. Hvað segir hinn kristni boðskapur fólki, sem þannig er ástatt fyrir? Hvernig skýr- ir þín kirkja þetta vandamál og hvernig bætir hún úr því? c) Hvernig getur staðarsöfnuður- inn og unga fólkið í honum hagnýtt Guðs orð á þann hátt að það leysi vandamál and- legra og félagslegra sviða á vorum tímum? Hvernig getur unga fólkið gert boðskapinn persónulegan með því að sýna sanna, mannlega samábyrgð í verki? d) Hvaða áherzlu ber að leggja á hið biblíulega sjónarmið um að vekja persónulega iðrun og endurnýjun í boðun fagnaðar- boðskaparins fyrir æskulýð- inn? 3. Þjónusta hins kristna æskulýðs gagnvan-t öðrum Vitnisburður felur í sér þjónustu. Þjónusta kristins manns gagnvart náunga sínum mun æfinlega verða vitnisburður um mátt sátt- argjörðarinnar, sem hefir gefið mönnum nýja ábyrgð og um- hyggju fyrir náunga sínum. En þjónustan er þýðingarmikil sjálfs sín vegna: Sem hlýðni við boð- orð Krists um að elska náunga sinn eins og sjálfan sig og sem hjálp við margvíslegium mann- legum þjáningum. Þannig er þjón usta þjónustunnar vegna raun- veruleg tjáning þeirrar endurnýj- unar, sem Guð hefir gert að veru- leika í mönnum með sínu dæm- andi og endurleysandi orði og að- gangi þeirra að kirkju Krists. í sköpunarverki sínu hefir Guð séð manninum fyrir möguleik- um til að þjóna náunga sínum með gáfum og hæfileikum, sem hann hefir gefið honum. En með endurnýjun þessarra hæfileika og helgun þeirra í kirkjunni, eru þessar gáfur og þessir hæfileik- ar ummyndaðir fyrir kraft Heil- ags Anda í orði og sakramentum, til þess að maðurinn skuli þjóna öðrum í stað þess að þjóna sjálf- um sér einum. Aðeins með þessu móti og þessari hagnýtingu gáfna og hæfileika fær maðurinn náð tilgangi Guðs með þeim. „Tími er kominn til að láta þjónustu leikmanna koma opin- berlega fram, svo hún sjáist í virkni sinni í heiminum. Hin mikla barátta trúarinnar í dag er háð í verksmiðjum, búðum, skrifstofum og á sveitabæjum, einnig í stjórnmálaflokkum og ríkisstofnunum, á fjölmörgum heimilum, í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, í samskiptum þjóðóu Mjög oft er sagt að kirkjan ætli að fara inn á öll þessi svið, en staðreyndin er að kirkjan er þegar inni á öllum þessum svið- um í persónum leikmanna sinna". (Evanston rep.). Spurningar: Hvernig verjum vér gjöfum Guðs? a) Að hve miklu leyti á lýsingin í I. Kor. 12 við um xirkju . þína? í þeim kafla greinir frá andlegum náðargjöfum. Er sumum þessarra náðargjafa haldið niðri með núverandi til beiðsluformi voru og safnað- arlífi? Hvernig væri auðið að gera þær aftur frjálsar? — Hvaða náðargjafir, sem þar eru ekki nefndar hafa hins vegar gildi í kristnum vitnis-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.