Morgunblaðið - 02.03.1960, Qupperneq 9
Miðvikudagur 2. marz 1960
lHORCl’NfíLAÐlÐ
9
burði og þjónustu í dag?
b) Hvað leiðir af því, sem álykt-
unin frá Evanston segir hér
að ofan þegar um er að ræða
daglegt starf þitt og þjónustu
í þjóðfélaginu? Að hve miklu
leyti geta prestar undirbúið
leikmenn undir þjónustu og
veitt þeim hjálp? Hvað leiðir
af þessarri ályktun fyrir hug-
myndir vorar um æskulýðs-
starfið?
c) Er hægt að líta á æskualdur-
inn sem gjöf? Hvaða ábyrgð
og hætta fylgir þeirri gjöf,
þegar um er að ræða endur-
nýjun einingu og kristniboð
kirkjunnar?
Form æskulýðsstarísins
Innan safnaðanna eru æskulýðs
félögin þýðingarmestu starfstæk-
in, sem söfnuðurinn ræður yfir
til að hjálpa æskunni. í sumum
tilfellum skortir á að þau hafi
nægilegt samband út á við, til
þeirra æsku, sem einnig þarf að
njóta þessarrar þjónustu. Endur-
nýjun kirkjunnar fyrir orðið um'
þjónustu sáttargerðarinnar þýðir |
að athyglinni skyldi beint einnig j
að þeirri æsku, sem er utan félag
anna.
a) Á hvaða breytingum í lífs-
venjum og starfsaðferðum í |
þínu æskulýðsfélagi er mest
þörf, til þess að endurnýja það
í þjónustunni?
b) Miða starfsaðferðirnar í ung-
mennafélögum vorum (í jöfn-
uðunum) að því að undirbúa
æskulýðinn undir raunveru-
legt köljunarstarf í þjóðfélagi
voru? Að hve miklu leyti sjá
þau æskulýðnum fyrir mögu-
leikum til að sleppa við (spill
inguna í) heiminum?
c) Tæknimótað og andpersónu-
legt múg-þjóðfélag býr í hag-
inn fyrir umhverfi, sem freist-
ar æskunnar til afbrota, bæði
á sviði kynferðislífsins og á
öðrum sviðum. Hvaða ábyrgð
hvílir á söfnuðunum og sér í
lagi á ungmennafélögum und-
ir slikum kringumstæðum og
. hvernig geta þau náð tökum
á þessu vandamáli?
Hlutverk vort:
Að íhuga köllunina
í ljósi Guðs orðs, eins og það
er opinberað í Kristi, kallar hið
sameiginlega líf í söfnuðinum sér
hvern kristinn mann til þess að
láta endurnýjast og ganga inn i
þjónustu til blessunar öðrum,
sem hann hefir verið sættur við
fyrir friðþægingu Guðs í Jesú
Kristi. Þetta felur i sér að starf
ast inn í tilgangsríka þjónustu
hans og hæfileikar verða að kom-
við aðra menn undir handleiðslu
Guðs. Að lifa í ljósi Krists, felur
i sér að bera allt sitt lif fram
fyrir Guð, alla haefileika, náðar-
gjafir og gáfur, svo að Guð fái
umbreytt þessu öllu í þjónustu
sinni meðal manna og notað það
þar. Að gefa sjálfan sig Guði á
þennan hátt þýðir blátt áfram að
gefa sig undir hans vald og hand-
leiðslu og ganga inn í það líf,
sem hann hefir skapað og endur-
nýjað og leitt í ljós í Jesú Kristi,
sem er Guðs ljós, sem er hið i*vja
lif Guðs, er brýzt inn í myrkur
hinnar gömlu aldar. Því hjá þér
eru lindir lífsins; í þínu ljósi sjá-
um vér ljós (Sálmur 36,9). Þessi
fórn og þjónusta eru óaðskiljan-
legur hluti af tilbeiðslu vorri
innan safnaðarins og rákn um
Guðs tilgang að sameina alla
hluti í Kristi (Sjá Róm. 12,1—2 og
Efes. 1,10).
Spurningar: Um
köllunairfræðslu vora
a) Hvaða kenningu flytjum vér
í æskulýðsfélögunum um hin.
kristnu hugtök, vinnu og köll-
un? Fær unga fólkið hand-
leiðslu til þess að velja sér
starf og lífsstöðu? Hvaða
möguleikar eru fyrir ungt trú-
að fólk að ræða saman vanda-
mál sín sem vinnandi fólk?
b) Hvernig verður þín kxistna
trú betur tjáð í atvinnulífi
þínu, í fjölskyldunni og í því,
sem þú gerir í frítíma þínum?
Endumýjað líf:
Gjöf til Drottins
og til bræðra vorra
Þér eruð útvalin kynslóð ....
Sjá I. Pét. 2,9. Pétur postuli minn-
ir oss á að kirkjan hefir bæði
prestlega, spámannlega og kristni
boðandi — það er fræðandi —
köllun. Þær fórnir, sem vér kristn
ir menn eigum að bera fram, eru
ekki dýrafórnir, eins og í hinum
gamla sáttmála, heldur vér menn
irnir sjálfir (Róm. 12,1). Sér-
hver kirkjunnar meðlimur er
kallaður til að færa slíka fórn.
Að vér bjóðum sjálfa oss fram,
sál og líkama, til þess að vera
skynsamleg, heilög og lifandi
fórn, þetta fær sýnilega mynd í
kveldmáltíðarþjónustu safnaðar-
ins, þar sem bænir vorar sam-
tengjast bænum æðstaprests vors,
Jesú Krists, sem er til hægri
handar Guði og sem bjður fyrir
oss (Róm. 8,34, sbr. Hebr. 7,23—
25). I daglegu lífi er vor almenna
prestsþjónusta fólgin 'æði í fyr-
irbæn, það er í bænum fyrir
öðrum, sérstaklega fyrir þeim,
sem ekki kunna að biðja eða
ekki geta beðið fyrir sjálfum sér,
ennfremur í annarri dýrmætri
þjónustu og vitnisburði. Sem
kristnir menn höfum vér rétt
til að gera oss dýrlegar vonir
(Róm. 8,14—25) en þetta þýðir
ekki að oss sé lofað neinum auð-
veldum sigrum. Vér verðum að
líða með honum, svo að vér meg-
um einnig vegsamlegir verða
með honum (Róm. 8,17, sbr.
Markús 10,42—45).
Heimildir til frekari rann-
sókna: „Local Churches come
alive“ frá Leikmannadeild Al-
heimsráðs kirkna (W.C.C.).
J. Hannesson, þýddi.
Afgreiðslustarf
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa hálfan daginn.
Aðeins stúlka með einhverja reynzlu í afgreiðslustörf-
um eða verziunarskólagengin, tvítug eða eldri kem-
ur til greina.
. tiUisUaldi,
Háteigsveg 2.
Stúika
óskast til afgreiðslustarfa í Tóbaks- og sælgætis-
verzlun í miðbænum. Helzt vön.
TÖBAKS- OG SÆLGÆTISVKKZLIMN
Lækjargötu 2.
Sendiráð
B andaríkjanna
vill selja nokkur skrifborð. Til sýnis n.k. fimmtud.
og föstud. frá kL 1—5 e.h. í skrifstofum sendiráðsins
Lauf.ásvegi 21.
Unglingspiltur
14—16 ára óskast til sendistarfa hálfan eða allan
daginn.
Davíð S. Jónsson & Co hf.
Þingholtsstræti 18.
Fokheldar 2ja herb. íbuðir
til sölu á lága verðinu
Laugarás s/f, Austurbrún 4, tilkynnir, þar sem
nokkrir hafa orðið að hætta við íbúðir sínar vegna
íjárskorts, bá er þeim íbúðum óráðstafað enn.
Allar upplýsingar á staðnum, og í sima 34471
kl. 13—-17 alla virka daga.
Zodiac
HEILSUHRAUST og DUGLEG
stúlka öskast
til aðstoðar við Brauðgerðarhús. Uppl. í 1 övdahls-
bakarí Nönnug. 16, sími 19239.
Skuldobréi tíl sölu
Höfum til sölu nokkur 50 þús. króna skuldabréf,
vextir 11%. Nánari upplýsingar gefa
TRYGGINGAR & FASTEIGNIR,
Austurstræti 10, 5. hæð sími 13428
og eftir kl. 7 sími 33983.
Afgreiðslustúlka
eða unglingsstúlka óskast í nýlenduvörubúð strax.
Upplýsingar í verzluninni Ingólfi Grettisgötu 86
eftir kl. 6 (ekki í síma).
Ungur vélstjóri
vanur viðgerðum og meðferð véla og sem gengt hefur
ábyrgðarmiklu starfi með beztu meðmælum óskar
eftir atvinnu í landi. Tilboð sendist Morgunblaðinu
fyrir laugardag merkt: „Vélstjóri — 9806“.
Hafnarfjörður
Verkakvennafélagið Framtíðin heldur aðalfund í Al-
þýðuhúsinu mánudaginn 7. marz kl. 8,30 e.h.
Fundarefní: Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÖRNIN.
Afgreiðslustarf
Duglegan og ábyggilegan ungan mann vantar oss nú
þegar til afgreiðslustarfa í kjötbúð.
VerzL Axel Sigurgeirssonar
Barmahlíð 8. Uppl. ekki í síma.
Klœðskerameislari
Ungur klæðskerameistari óskar eftir framtíðarat-
vinnu í vor helzt við fataverksmiðju eða afgreiðslu í
klæðaverzlun. Tilboð merkt: „Framtíð — 9805“ send-
ist Mbl. íyrir 12. marz.
Skrifstofustulku
vantar á opinbera skrifstofu um lengri eða skemmri
tíma. Laun samkv. launalögum. Uppl. í síma 18340
fyrir hádegi næstu daga.
Stúlka óskast
til afgreiðslusta’rfa.
Borgarhuðin
Urðarbraut, Kópavogi.