Morgunblaðið - 02.03.1960, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐ1Ð
Miðvik'udagur 2. marz 1960
JHttgttttMftMfr
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsirgar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstrseti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið
SÁRSAUKAÓP
A ÐALFUNDI miðstj órnar
Framsóknarflokksins er
nýlega lokið hér í Reykjavík.
Þær fregnir hafa af þeim
fundi borizt, að hann hafi
verið hnípinn og rislág sam-
koma. Aðalleiðtogar Fram-
sóknar reyndu að vísu að
hrækja hraustlega og bera sig
mannalega. En undir niðri í
liðinu sauð óánægjan með
forystu flokksins og fram-
komu alla að undanförnu.
Sérstaklega er það nú orðið
áberandi, að mörgum bænd-
um í flokknum hrýs hugur
við hinni nánu samvinnu hans
við kommúnista og bandalagi
hans við þá innan verkalýðs-
hreyfingarinnar. Einnig ásaka
margir óbreyttir flokksmenn
Framsóknar forystumenn
sína fyrir að hafa leitt yfir
flokkinn pólitíska einangrun
og fá honum það ömurlega
hlutskipti að berjast við hlið
kommúnista gegn lífsnauð-
synlegum viðreisnarráðstöf-
unum.
En þótt þessi óánægja
kæmi ekki nema að litlu leyti
upp á yfirborðið á miðstjórn-
arfundinum, var þó allt yfir-
bragð hans óvenju dauft og
vonlaust. Ber ályktun fund-
arins þess greinilegan vott.
t>ar er jóðlað á gömlum slag-
orðum frá kosningunum á s.l.
ári, en hvergi örlar á minnstu
viðleitni til þess að móta sjálf
stæða stefnu eða benda á já-
kvæð úrræði til lausnar þeim
vanda, sem hið íslenzka þjóð-
félag stendur nú gagnvart, og
fyrst og fremst er afleiðing
óstjórnar vinstri stjórnarinn-
ar undir forystu Framsókn-
arflokksins.
„Sjál£birgingsháttuir“
Kjarni yfirlýsingarinnar er
sársaukaóp Framsóknar-
manna yfir því að vera nú
ekki lengur þátttakendur í
ríkisstjórn. í ályktun aðal-
fundarins er því lýst yfir, að
Sálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn „hafi með
sjálfbirgingshætti hafnað
allri samvinnu við aðra
stjórnmálaflokka og stéttir
þjóðfélagsins“.
Já, ekki er að sökum að
spyrja. Það er auðvitað að-
eins „sj álfbirgingshætti" ein-
hverra vondra flokka að
kenna, að Framsóknarflokk-
urinn er nú ekki í ríkisstjórn.
Það hvarflar ekki að Fram-
sóknarmönnum að fortíð og
framkoma þeirra sjálfra eigi
einhvern þátt í því að skapa
þá skoðun hjá flestum þeim,
sem með þeim hafa unnið að
stjórnarsamstarf við Fram-
sóknarflokkinn sé ekkert
sældarbrauð.
Mikið starf
á skömmum tíma
En í sambandi við þá full-
yrðingu Framsóknarmanna,
að núverandi ríkisstjórn hafi
„hafnað allri samvinnu við
aðra stjórnmálaflokka og
stéttir þjóðfélagsins“, er rétt
að benda á nokkur atriði.
Núverandi ríkisstjórn hef-
ur aðeins setið að völdum í
rúmlega þrjá mánuði. Á þess-
um stutta tíma hefur stjórnin
unnið mikið og gagnlegt starf
í þágu alþjóðar.
Undir forystu hennar hefur
í fyrsta lagi náðst samkomu-
lag milli framleiðenda og
neytenda um nýjan verðlags-
grundvöll landbúnaðaraf-
urða. Með þessu samkomu-
lagi er stigið stórt spor fram
á við til eflingar vinnufriði
og samstarfi milli neytenda
við sjávarsíðuna og fram-
leiðenda í sveitum landsins.
í öðru lagi má á það benda,
að núverandi ríkisstjórn
hafði forystu um það um síð-
ustu áramót, að samkomulag
tókst milli útgerðarmanna,
vinnslustöðva og sjómanna
um að hefja róðra strax upp
úr áramótum, enda þótt til-
lögur ríkisstjórnarinnar um
efnahagslega viðreisn í land-
inu hefðu þá ekki verið lagð-
ar fram. Hér átti ríkisstjórn-
in einnig hlut að því að stuðla
að mikilvægu samkomulagi.
Fulltrúar allra flokka
til Genf
í þriðja lagi hefur ríkis-
stjórnin nú ákveðið að sendi-
nefnd íslands á Genfarráð-
stefnunni skuli skipuð full-
trúum allra stjórnmálaflokka
og þannig lögð áherzla á það,
að skapa sem mesta einingu
meðal þjóðarinnar ijm þetta
örlagaríkasta hagsmunamál
hennar í dag.
í fjórða lagi hefur svo rík-
isstjórnin haft forystu um
lögfestingu víðtækra við-
reisnarráðstafana til sköpun-
ar efnahagslegs jafnvægis í
þjóðfélaginu í alþjóðar þágu.
Þegar aðeins þessi örfáu
atriði hafa verið athuguð,
verður það augljóst, hve
rakalaus staðhæfing aðal-
fundar Framsóknarflokksins
er um að núverandi ríkis-
stjórn hafi með „sjálfbirg-
ingshætti hafnað allri sam-
vinnu við aðra stjórnmála-
flokka og stéttir þjóðfélags-
ins.“
UTAN UR HEIMI
Vilja fleiri ferðamenn
til Rússlands
ÞAÐ verður mikið að gera hjá
rússneskum ferðamálamönn-
um í ár. Þeir gera ráð fyrir, að
þetta verði „metár“ — að fjöldi
erlendra ferðamanna verði um
25% meiri nú en í fyrra. Þá munu
um 200 þús. erlendir ferðamenn
Ihafa heimsótt Sovétríkin, auk
— En þeir Rússar
sem óska oð
komast utan,
verba enn að
ferðast i hópum
oð fyrirsögn v/ð-
komandi starfs-
greinarfélags —
til „heppilegra"
landa
fjölda annarra erlendra gesta,
sem ekki teljast ferðamenn í
venjulegri merkingu þess orðs. —
Búizt er við, að öll ferðamanna-
hótel verði yfirfull um hásumar-
ið — og því hyggjast Rússar nú
leggja hvað mesta áherzlu á að
laða til sin þá ferðamenn, sem
vilja komast af sem ódýrast með
því að fara um í eigin bílum og
nota þá sem náttstað, eða leigja
sér tjöld á þar til skipulögðum
svæðum.
— ★ —
Einn af forstjórum „Intourist“,
ríkisferðaskrifstofunnar rúss-
nesku, Leonid Ghodorkov,
skýrði á dögunum nokkuð frá
áætlunum í þessum efnum í við-
tali við danskan blaðamann —
og verða hér birtar nokkrar
giefsur úr því, m.a. með tilliti til
þess, að hér hafa dvalizt fulltrú-
ar frá „Intourist" til þess að at-
huga um möguleika á sumarferð-
um Islendinga til Sovétríkjanna.
• REYNSLUSKORTUR
— Flestir þeirra ferðamanna,
sem heims'ækja Sovétríkin, eru
frá Austur-Evrópulöndunum, enn
sem komið er. En bandarísku
ferðamönnunum, og ferðalöngum
frá öðrum löndum, fjölgar stöð-
ugt, sagði Chodorkov. í fyrra
voru þeir bandarísku um 11 þús-
und, en við búumst við, að þelr
verði um 20 þúsund í ár. — Hann
játaði, að Rússa skorti enn
reynslu í þessum málum, og hörg
ull væri á vel þjálfuðu starfs-
fólki. — Rík áherzla er lögð á að
koma upp gisti- og veitingahús-
um, því að Rússar gjalda varhug
við að laða ferðamenn til staða,
þar sem ekki er aðstaða til að
veita þeim góða þjónustu, sagði
hann.
— ★ —
— Við viljum umfram allt forð
ast, að illt orð komist á okkur
í þessum efnum, sagði forstjór-
inn. Það er skynsamlegra að
i.byggja upp“ nokkur ferða-
mannasvæði smám saman — og
geta verið nokkurn veginn viss
um, að ferðamennirnir uni sér
þar vel allt frá byrjun.
• TUNGUMÁLIB
ÞRÖSKULDUR
Yfirleitt fá engir ferðamenn að
fara austur fyrir Moskvu. 1 hin-
um „evrópska“ hluta vestan höf-
uðstaðarins hafa nú hins vegar
verið opnaðar fimm ferðaleiðir
fyrir þá, sem ferðast vilja í eigin
bílum — malbikaðir vegir, þar
seai nóg er af hvers kyns „stöðv-
um“ til þess að veita nauðsynlega
þiórustu, ásamt sk pulögðum
svæðum, bar sem mc-nn geca
„lagt“ bílum sínum yfir nóttina
og íengið leigð tjöld. — Það er
t.d. hægt að aka gegnum Pólland
og um Brest inn í landið eða frá
Viborg til Moskvu, sem er 837
km leið, um Leningrad, Novgorod
og Kalinin. Ef menn vilja, er síð
an hægt að aka áfram til Yalta
og að því búnu e.t.v. heim um
Poltava og Kiev eða gegnum
Uúmeníu.
Fjallvegur í Kákasus. —
Þarna er fagurt útsýni.
Yfirleitt er býsna dýrt að
dveljast í hótelum — og „lúxus“-
íbúðirnar eru sannarlega ekki
fyrir aðra en þá, sem eru mjög
vel fjáðir, en þar fylgja líka flest
þægindi, íburðarmiklar máltíðir
— og einkabíll og einkabílstjórL
• EFTIRSÓTTIR BAÐSTAÐIR
Það „ferðamannasvæði", sem
hvað mest er gert til þess að
kynna erlendis, er Svartahafs-
ströndin. Rússarnir halda þvl
fram, að baðstaðir eins og Yalta
og Sotji geti keppt við hvaða bað-
staði í heiminum sem er — og það
staðfesta flestir þeir erlendir
ferðamenn, sem þar hafa unað
Á slíkri för er hægt að sjá tals-
verðan hluta Rússlands. Helztu
vandræðin, sem mæta erlendum
ferðamanni á leiðinni, eru í sam
bandi við málið (jafnvel í sjálfri
Moskvu er sjaldgæft, að þjónustu
fólk og aðrir sem ferðamenn helzt
hafa skipti við, tali annað en rúss
nesku) — og svo gengur harla
erfiðlega að fá varahluti í bíla þá,
sem algengastir eru á vesturlönd-
um.
Þessi mynd er frá einum af vinsælustu baðstöðuuum á strönd
Svartahafsins, Gagra.
Séð inn í „lúx-
us“-herbergi í
rússnesku ferða-
mannalióteli. —
Þar er m. a.
sjónvarp til af-
nota fyrir gest-
við sól- og sjóböð. Gisting og
fæði kostar sem svarar rúmlega
120 ísl. kr. á sólarhring í ferða-
mannahótelunum í Yalta.
Rússar ferðast yfirleitt tals-
vert um heimalandið — milljón-
um saman á ári hverju — en til-s
töluiega fáir fara til útlanda, þótt
utanferðum fari reyndar fjölg-
andi ár frá ári. Þannig fóru t.d.
168 þús. Rússar til útlanda sem
ferðamenn árið 1958, sem verður
að teljast lítið miðað við, að íbú-
ar iandsins eru yfir 200 milljónir
— og mikill meirihluti þessa
fó.ks dvaldist í löndunum ausfan
„já.ntjalds“.
Ástæðan er fyrst og fremst, að
það er svo kostnaðarsamt að ferð
ast erlenóis, sagði Chodorkov r
viðtalinu. Hinir vestrænu ferða-
menn, sem hingað koma, eru allir
fjársterkir menn, en þar sem
„kapitalisminn“ hefir verið af-
numinn hjá okkur, eru það að-
eins fáir Sovét-borgarar, sem
hafa ráð á að ferðast til hinna
„dýru“ landa. — Sama þjónusta,
sem hér kostar 1214 dollar, kostar
t.d. í Bandaríkjunum allt upp í
25 dollara.
• AÐEINS TIL
„HEPPILEGRA" LANDA
Þeir Rússar, sem vilja fara sem
Framh. á bs. 14.