Morgunblaðið - 02.03.1960, Side 13
Miðvikudagur 2. marz 1960
MORGU1VBLAÐIÐ
13
una, sem velt var um koll í
frelsisbyltingunni.
Þessar embættaveitingar
leiddu til þess, er hinir nýju
menn tóku við, að margir starfs
menn Musikakademíunnar og
leikhúsanna urðu að víkja. Má
hér við bæta, að leikhúsin í Ung
verjalandi höfðu sætt mikilli
gagnrýnij fyrir að sýna leikrit,
sem á engan hátt varða social-
istiskan raunveruleika, eins og
það er orðað.
Þegar Samband ungverskra
rithöfunda (er bannað var eftir
frelsisbyltinguna) var endur-
skipulagt í september 1959, voru
mættir á fundinum aðeins 80 af
þeim 500, sem áður voru í sam-
bandinu, og í sannleika sagt, —
aðeins 110 hafði verið boðið. —
Listar, með nöfnum manna, sem
lagt var til, að kosnir yrðu _ í
stjóm, var dreift meðal fundar-
manna. Menn gátu strikað út
nöfn, en fundarmönnum var ekki
leyft að setja önnur í staðinn.
frjálsir og gera tilraunir til að
túlka þær. í búlgörskum lögum
eru ákvæði um það, að tónlistar-
menn og söngvarar, sem ætla aS
skemmta opipnberlega, verða að
tilkynna yifrvöldunum fyrirfram
hvaða verk þeir taki til meðferð-
ar. í Tékkóslóvakíu hefur mið-
stjórn Rithöfundasambandsins,
þar sem kommúnistar ráða öllu,
bannað útkomu tveggja bók-
menntatímarita, vegna þess að i
þeim hafði verið vikið frá flokks
línunni. Þessi rit eru NOVY
ZIVOT og KVETEN en í báðum
kom fram viðleitni til þess að
viðurkenna hæfileika, sjálf-
stæða hugsun og sannleiksást,
þrátt fyrir kröfur flokksins um,
að sérhvert prentað orð beindi
huga lesandans að þeim ein»
sanna kommúnisma.
„Auðvalds“-bókmenntir
fordæmdar.
Hinn 18. júlí 1959 var birt tfl-»
skipun í lögbirtingablaði Austur-
! Þýzkalands (GESETZBLATT),
þess efnis, að í einkabókasöfn-
Höfuð Stalins-styttunnar eftir að henni hafði verið steypt.
yfir stjórnardeild fór með ýms
menningarmál, sagði að þótt sam
bandinu (endurskipulögðu)
væri ætlað að vera félagsleg
REYNIÐ að gera yður í hugar-
und land, þar sem rithöfundar
og listamenn verða að skipa sér
í fylkingu á hverjum morgni
frammi fyrir einhverjum em-
bættismanni ríkisstjórnarinnar,
til þess að heyra af hans munni
fyrirskipun um störf hans á þess-
um nýbyrjaða degi, — um hvað
hann eigi að skrifa um, hvaða
„línu“ hann eigi að fylgja, hvað
hann eigi að semja, teikna eða
mála — hlýða á fyrirskipanir
varðandi tæknilegar aðferðir við
störfin, hvernig lög hann eigi að
semja um hvað hann eigi að
syngja — um hvað hann eigi að
hugsa um það hvert og hve langt
hann megi láta hugsanir sínar
reika.
Slík mynd sem hér hefur ver-
ið dregin upp virðist fjarstæðu-
kennd, hlægileg, í augum þeirra,
sem njóta frjálsræðis vestrænna
landa, en þó verður naumast sagt
að hér sé mjög ýkt það, sem
raunverulega hefur gerst og er
að gerast í Sovétríkjunum og
fylgiríkjum þeirra, því að jafn
vel þótt engin stjórnarembætt-
ismaður í „eigin persónu" hafi
tekið sér stöðu við stól rithöf-
undarins í lesstofu hans, eða við
hlið listmálarans í vinnustofu
hans, — eða fyrir aftan ritstjór-
ann, þar sem hann situr við skrif
borð sitt 1 ritstjórnarskrifstof-
unni, þá verða þeir fyrir jafn
heimskulegum áhrifum og svo
væri, frá fyrirmælum, gegn-
smituðum af vilja flokksins, sem
þeir verða að fara eftir hvort
sem þeim líkar betur eða verr.
Því er með öðrum orðum svo var
ið, að í Sovétríkjunum og fylgi
ríkjunum, verður allt andlegt
starf að vinnast til framdráttar
kenningum flokksins — í hans
þágu.
Hugsjónaskortur
versti óvinurinn.
í Leiðarvísi til stjórnmálalegr-
ar sjálfmenntunar (nr. 1, Moskvu
jan. 1959), skrifar G. Nedoshi-
vin, í grein um ,List hins social-
istiska realisma“ (raunsæis-
stefnu):
.....hugsjónaskortur er versti
óvinur socialistiskrar listmenn-
ingar, því að frá honum er að
eins lítilfjörlegra lista að vænta,
innantómra, svo að það veldur
sársauka, er þær eru bornar
saman við hina voldugu þróun
sögunnar nú á tímum. Hinn kom
múnistiski flokksandi er sá lífs-
vökvi, sem listirnar þurfa, til
þess að vera í sannleika mikl-
ar“.
í fjölmörgum ræðum og grein-
um áróðursmanna Kommúnista-
ílokksin* er sýknt og heilagt
alið á hinu sama.
Þeir, sem ekki eru þegar í
stað tilkippilegir til að fylgja
línunni geta engar leiðir fundið
til þess að koma verkum sínum
fram. Þeir eru gagnrýndir heift
Hugsjónir í fjðtrum
arlega. Séu þeir starfsmenn út-
gáfufyrirtækis eða menningar-
félágs eða stofnunar, er þeim
vikið, frá störfum.
Skammflóðið, sem Pasternak
varð fyrir, eftir að skáldsaga
hans, Dr. Zhivago, var gefin út
í vestri, er í fersku minni. Semi-
chastny, einn af mörgum ung-
mennaleiðtogum Sovétríkjanna
kvað svo að orði:
„Pastemak . . . hefur búið mitt
á meðal vor og — vitanlega —
betur fyrir honum séð en venju
legum verkamanni sem hefur
stritað í sveita síns andlitis og
barizt. Nú hefur þessi maður
ákveðið að hrækja framan í þjóð
ina. Hvað getur mönnum dottið
í hug þegar annað eins og þetta
gerist? Við segjum stundum um
einhvern mann, að hann hagi
sér eins og svín en ég vil segja
fyrir mitt leyti, að það geti ver-
ið óréttmætt — gagnvart svín-
inu. Allir sem þekkja til svína,
eru kunnugir venjum þeirra, þau
saurga ekki bólið sitt eða stað-
inn, þar sem þau matast. Þess
vegna — ef við berum Pasternak
saman við svín, er augljóst, að
svínið hefir ekki gert það.erhann
gerði. En Pastemak, maðurinn,
sem telur sig meðal þeirra, sem
eru í hópí virðingarmanna í
þjóðfélaginu, hefur gert þetta.
Hann hefur saurgað staðinn, þar
sem hann hefur neytt fæðu sinn-
ar. Hann hefur svívirt þá, sem
vinna baki brotnu, en það er erf-
iði þeirra, sem hann á allt að
þakka“.
Vildi frelsi — var rekinn.
Konstantin Simonov, sem hlaut
Stalin-verðlaunin 1942, var vik-
ið úr ritstjórn bókmenntaritsins
Novy Mir (Ný veröld) ásamt
fimm öðrum, í nóvember 1958,
en alls voru 9 í ritstjórninni.
Hvers vegna? Vegna þess, að í
Novy Mir birtast allmargar grein
ar, þar sem hvatt var til þess,
að frelsi væri á sviði listanna
með því að draga úr flokkseftir-
litinu. Var litið á frávikningu
meirihluta ritstjórnarinnar sem
strengilega aðvörun á þingi rit-
höfunda, sem haldið var í des-
ember það ár. Var það einróma
skoðun blaðamanna, sem sátu
þingið.
I. Portyankin skrifaði í Sov-
etskaya Pechat (Soviet Press nr.
10. okt. 1959):
„í ritstjórnir blaða og tímarita
í Sovétríkjunum eru valdir menn
sem aðhyllast algerlega stefnu
og afstöðu Kommúnistafloks-
ins . . . .“.
Ennfremur sagði hann, um
skoðanir þær, sem endurskoðun-
armenn (revisionistar, þ. e. sem
áræddu að krefjast meira frjáls-
ræðis) létu í ljós í Questions of
History og Literary Moscow:
Það var aðeins tímabær íhlut-
un miðstjórnar flokksins, sem
hjálpaði þessum félögum okkar
til að vakna til umhusgunar um
þau alvarlegu mistök, sem þeir
höfðu gert sig seka um, fjand-
mönnum okkar til hinnar mestu
ánægju".
„Tímabær íhlutun" er sér-
kennilegt kommúnistiskt orðatil-
tæki.
í sömu grein, um hinar hefð-
bundnu og háleitu grundvallar-
éenningar Lenins um flokksand
ann í blöðunum, skrifar Porty-
ankin:
„I. I. Tairlin, sem þar til fyrir
skömmu var maður deildar, sem
fjallar um táknrææna list, inn-
an vébanda tímaritsins LIST og
þóttist vera andstæðingur borg-
aralegra hugsjóna í listum
reyndist vera ofstækisfullur
stuðningsmaður „abstraktion-
isma“, talsmaður andstæðinga
raunsæisstefnu, maður, sem
reyndi að gylla óþverra hinna
„ungu hæfileikamanna“, sem svo
voru kallaðir".
Portyankin sagði ekkert um
hvernig fór fyrir þessum for-
stjóra, sem gerðist endurskoðun-
armaður, en orðin „þar til fyrir
skömmu“, þurfa ef til vill ekki
neinnar skýringar við.
Moskvu-þjálfun.
Á Ungverjandi vakti það vax-
andi reiði Kadar-stjórnarinnar,
að höfundar voru hinir þrá-
ustu og neituðu að hafa „sam-
starf við áform flokksins“, og
tók hún þá ákvörðun í fyrra,
að knýja til hlýðni. í þessum
tilgangi voru gerðar miklar breyt
ingar á ráðuneyti því, sem fer
með fræðslu og menntun. For-
stöðumenn, sem með réttu gátu
vitnað til námsferils og unninna
afreka á sviði mennta, urðu að
ríkja fyrir öðrum, sem þjálfaðir
höfðu verið í Moskvu. Til dæmis
má nefna: Fyrrverandi sveitar-
foringi í AVH (leynilögregl-
unni), Vilmos Meruk að nafni,
var gerður að forstjóra deildar
þeirrar, sem fer með leikhúsa og
tónlistarmál, en hið eina afrek,
sem aðstoðarforstjóri Musik-
akademíunnar, Iistvan Sarkozi,
hefur unnið, er að hafa séð um
útgáfu söngvaheftis „Rakosi-
marzmanna". Sandov Mikus, sem
var skipaður forseti Sambands
ungverskra listamanna, er að
eins kunnur fyrir Stalin-stytt-
samtök allra rithöfunda í land-
inu, sem nkkurs væri um vert,
yrði ekki leyft, að neinir flokk-
ar manna innan sambandsins
hefðu samtök sín í milli. Kom
þar fram ótti við samtök manna
að sérstökum hugðarmálum, og
réðst hann þar næst beint að
þjóðlegum höfundum, og játaði
hreinskilnislega, að ríkisstjóm-
in vildi „gjarnan geta gleymt
tilveru slíkar fylkingar". Hann
kvað síðan svo að orði í aðvör-
unartón, að fyrirgreiðslu um út-
gáfu gætu aðeins þeir vænzt,
„Svínin hefðu ekki gert það,
sem hann gerði....“
„hverra stefna væri að styrkja
alþýðulýðveldið — og ala verka-
mennina upp í hinum sosialiist-
iska anda“.
Erfitt með að fá
útgefin verk.
Löngun til að bæla niður allt,
sem ber einhverri frjálsræðis-
þrá vitni, kemur allt af fram í
slíkum setningum —og í athöfn-
um gegn einstaklingum. Kunnur
ungverskur höfundur, Aron Tam-
asi, sagði nýlega vini sín-
um, að honum veittist æ erfiðara
að fá verk sín útgefin. Laslo
Lajtha, kunnasta tónkskáld Ung-
verjalands eftir Kodaly, sem hef
ur aldrei farið dult með skoð-
anir sínar á kommúnistisku
stjórnarfari, hefur orðið fyrir
því, að leynilögreglan hefur
tekið vegabréf hans, og heita má,
að honum hafi verið meinað að
hafa nokkur tengsl við menn í
vestrænum löndum.
Mörg önnur slík dæmi mætti
nefna frá öðrum fylgiríkjum,
dæmi, sem sanna, að gripið er til
eins konar spennitreyju til að
reyra um hverja nýja, skapandi
hugsun þeirra, sem vilja vera
um til útlána, megi ekki vera
neinar bókmennir, sem yrðu til
útbreiðslu á hugsjónum og stefn-
um í ríkjandi löndum auðvaldsog
afturhalds — í stuttu máli bók-
menntir andstæðar grundvallar-
kenningum socialismans og so-
cialistiskri þróun. Slík söfn mega
ekki, samkvæmt tilskipuninni,
lána bækur neinum, sem ekki
hafa náð 18 ára aldri. Borgara-
leg yfirvöld og þar með talin
lögreglan eiga að sjá um, að
ákvæði tilskipunarinnar séu
haldin — og „hæfa félaga“ frá
kommúnistiskum stofnunum og
félögum má kveðja til aðstoðar
við eftirlit með bókasöfnum.
Að því er virðist eiga stjórn-
arvöld Austur-Þýzkalands í meiri
erfiðleikum en kommúnistaleið-
togar í nokkru öðru landi við
að knýja menn til þess að fylgja
stranglega fyrirmælum um að
hörfa ekki um hársbreidd frá
hinni kommúnistisku línu, sem
menntamenn, atvinnuhöfundar
og listamenn hafa dregið.
í apríl síðastliðnum var
haldið rithöfundaþing í Bitt-
erfeld og tilganginum með þvl
þinghaldi var lýst þannig, að það
væri „til þess að styrkja tengslin
milli verkamanna og rithöfunda
og til hvatningar lesandanum að
gerast rithöfundur“.
Einkunnarorðin voru: „Þrífðu
pennann, verkamaður, hinn so-
cialistiska alþýðumenning þarfa
ast þín“.
Vart mun það vekja nokkrn
furðu, þótt vestur-þýzka tíma-
ritinu HINTER DEM EIS-
ERNEN VORHANG (Handan
járntjaldsins ), sem fjallar um
blöð og tímarit í A-Þýzkalandi,
fyndist þetta dálítið skoplegt. —
Birti það teiknimynd af all-
valdsmannslegum forstjóra, sem
heldur hátt á loft penna og papp-
írsblaði fyrir framan röð verka-
manna og segir:
„Stjórn verksmiðjunnar hefur
ákveðið, að hver einstakur ykkar
skuli fá penna og pappír —
— ókeypis — og þið skuluð eiga
mig á fæti, hver einstakur ykk-
ar, sem ekki hefur tilbúna sína
skáldsögu í seinasta lagi um ára-
mót næstu“.
Þau dæmi um hömlur og höft
á frjálsri hugsun, sem nefnd hafa
verið, eru táknræn um hversu
ástatt er í þessum efnum í öll-
um kommúnistal.ndunum. Hér
verður ekki farið út í að ræða
hliðstæða afstöðu kínverskra
kommúnistaleiðtoga og annarra
kommúnistaleiðtoga í Austur-
Asíu, en það mætti vera svo senr
til frekari áherzlu þess, sem tal-
ið hefur verið hér að ofan, að
Vietnam fréttastofan skýrði frá
því 20 janúar 1959, að alþýðu-
dómstóll hefði dæmt í fangelsi
fimm menntamenn, fyrir gagn-
byltingarstarfsemi, sem m. a. var
fólgin í því, að „heyja sálrænan
hernað 1956, 1957 og 1958,
„grímuklæddan sem bókmennta-*
og listastarfsemi“. J
Framh. á bls. 14.