Morgunblaðið - 02.03.1960, Síða 14
14
MORCUlVTt 7. AÐ1Ð
Miðvikudagur 2. marz 1960
Hugsjónir
i fjötrum
Framh. af bls. 13
I>essir menn voru úr flokki
þeirra, sem höfðu tekið það trú-
anlegt, að „hundrað blóma“-
stefna Mao Tse tung’s yrði til
frambúðar, en hún varð skamm-
líf, — Og að ný og frjálsari stefna
væri komin til sögunnar í 'Sov-
étríkjunum, eftir að farið var að
ófrægja minningu Stálins. — í
trausti á aukið frjálsræði birtu
þeir greinar í tímaritinu NHAN
VAN og bókmenntatímaritinu
GIAI PHAN, sem á engan hátt
sýnndu svik við kommúnistiskar
hugsjónir, en innifólu gagnrýni
á stjórnina fyrir mistök, sem þeir
töldu, að henni hefði orðið á. —
Valdhafamir litu svo á, að þarna
örlaði á baráttu fyrir auknu
menningarlegu frjálsræði, sem
gæti leitt til baráttu fyrir stjórn
málalegu frelsi. Og því voru rit-
höfundar þessir ákærðir fyrir
starfsemi fjandsamlega ríkinu og
fengu sinn dóm.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
ferðamenn til útlanda, verða að
fara eftir fyrirsögn starfsgreinar
félags síns um flest, sem til
greina kemur í því sambandi. —
Starfsgreinafélögin, sem á þessu
sviði eru eins konar útibú
„Intourist“, skipuleggja hópferð-
ir starfsmannanna — en* aðeins
til þeirra landa, sem ferðaskrif-
stofan úrskurðar „heppilegust"
fyrir viðkomandi hóp. — Fáir aðr
ir en viðurkenndir rithöfundar
og aðrir iistamenn hafa ráð á því
að ferðast til útlanda á eigin
spýtur, að sögn Chodorkovs.
— ★ —
Rússi, sem fer einn síns liðs í
skemmtiför um heimalandið,
verður að hlýða ströngum regl-
um. — Þannig er hann t.d. skyld
aður til að tilkynna það lögreglu
viðkomandi staðar, ef hann
dvelst þar lengur en þrjá daga í
senn.
Það virðist enn eiga langt í
land, að Rússar komi á hjá sér
fullu ferðafrelsi.
Skrifstofustúlka
óskast. Uppl. í síma 15401.
VELASALAN H.F.
Hafnatrhúsinu.
Atvinna
Óskum eftir að ráða vana menn á mótorverkstæði og
bifreiðaverkstæði okkar. Allar nánari upplýsingar
gefur verkstjórinn Árni Stefánsson.
Hf. Egill Vilhjálmsson
Sími 22240.
Tilkynning
um lœknisskoðun
og bólusetningar barna
Framvegis tekur barnadeild Heilsuvemdarstöðvar
Reykjavíkur ekki á móti börnum búsettum utan
lögsagnarumdæmis Reykjavíkur og Seltjamamess,
hvorki til læknisskoðunar né bólusetninga.
Heilsuvemdarstð Reykjavíkur.
Verzlunar- og skrifstofupláss
Höfum til sölu ca. 50 ferm. húspláss á götuhæð við
Baldursgötu. Hentugt fyrir léttan iðnað, hárgreiðslu-
stofu, eða verzlun.
MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA
Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl.,
Björn Pétursson: fasteignaviðskipti.
Austurstræti 14, II. — Símar 2-28-70 og 1-94-78.
sem vhuium
Franskir eða bandarískir
kar Im enn
SEGJA má að reginmunur
sé á bandarískum og frönsk-
um karlmönnum, hvað við-
víkur konum, — og bílum.
Bandaríkjamaðurinn vill allt-
af eiga nýjustu og fallegustu
árgerðina, — sjái hann nýja
árgerð, þá býttar hann strax á
þeirri gömlu. Frakkinn ciftur
á móti, lætur sig engu skipta
þótt bíllinn hans sé ekki nýr
og líti ekki vel út, — bara ef
hann gengur. Frakkinn losar
sig lieldur ekki við gamla bíl-
inr. ef hann fær sér nýjan,
hann á þá báða.
Það sama gerir hann við
konurnar. Ef eiginkonan er
sæmileg húsmóðir og getur
fullnægt kröfum hans á öðr-
um sviðum svona nokkurn-
veginn heldur hann áfram að
vera kvæntur henni, en það
kemur aftur á móti ekki í veg
fyrir að hann fái sér aðra
konu . . .
Þetta er haft eftir banda-
rískri sýningarstúlku, Dorian
Leigh sem nú rekur model-
miðlunarskrifstofu í París.
Hún átti fyrir nokkru viðtal
um þetta efni við Art Buc-
hwald frá New York Herald
Tribune.
Annaðhvort eða . . .
Bandaríkjamaðurinn iítur
alvarlegri augum á hjónaband
ið, heldur hún áfram. Honum
finnst að annað hvort eigi
maðurinn að elska konuna
sína, eða þá að skilja við hana.
Hann fær geysilegt samvizku-
bit ef hann á tvo bíla í sinn
hvorum bílskúrnum.
En ef Frakkinn verður ást-
fanginn af einkaritara sínum
eða konu bezta vinar síns, eða
jafnvel báðum, finnur hann
upp einhverja heppilega leið
til þess að hafa ánægju af
öllum þrem konunum. Og það
sem meira er um vert. Hann
er í fullkomnu andlegu jafn-
vægi og þarf ekki að tala við
sálfræðing eða drekka sig
fullan eins og Bandaríkjamað-
urinn yrði að gera áður en
bann gæti farið heim til frú-
arinnar.
Frakkinn sér alltaf eitthvað
fallegt
Frakkarnir hafa þar að auki
langtum meiri áhuga á líf-
fræði konunnar heldur en
Bandaríkjamenn. Þeir banda-
risku láta sér nægja að taia
um fallegt andlit, fótleggi eða
barm, en Frakkarnir sjá miklu
meir en það. Þeir geta t.d.
slegið konunni gullhamra fyr-
ir fallegan olnboga, eða hné.
Það gerir svo sem ekkert til
hvort hún er falleg eða ekki,
þeir geta alltaf fundið eitt-
hvað fallegt á líkama hennar.
Bandaríkjamaðurinn er að-
e-ins hamingjusamur svo lengi
sem konan hans skilur hann,
en Frakkinn aftur á móti vill
ekki hafa að hans kona skilji
hann. Ef hann þarf á skilningi
að halda gengur hann í veiði-
félag!
I m konur
Og að lokum skulum við at-
huga hvað þessi fróða kona
segir um hversu evrópskar
konur bregðast við þegar
menn þeirra eru þeim ótrúir.
Sú ítalska verður ekki reið
er hennar maður er henni ó-
trúr. Hún segir aðeins við
hann að hún viti full vel að
hún verði einhvern tíma ljót,
gömul og feit, og þangað til
vilji hún fá að hafa hann í
friði.
Spánska konan verður
heldur ekki reið, heldur bíð-
ur og sér hvað setur en sú
franska situr ekki aðgerðar-
laus. Hún veit að er hennar
maður er orðinn þreyttur á
henni, þá er alltaf einhver
annar maður orðinn þreyttur
af sinni konu, — og hún hef-
ur að sjálfsögðu eitthvað eft-
ir af yndisþokka sínum enn...
í 0 0 0'0 0-0+'0 0 0 0 .00-0 0 0 0 0,0 0 0 « 0 0 0 0.0 0 0 00 0 0 0.0.0j
Fyrsta stórhríð vetrarins
ÁRNESI, 22. febr. — Um viku-
tíma hafa verið hér norðan hrið-
aráhlaup, að undangengnum all-
miklum frostum. Og í gær var
hér norðan dimmviðrisstórhríð
Lagaskrá komin út
LAGASAFNIÐ kom út árið 1954.
Síðan það kom út hafa orðið
miklar breytingar á löggjöf lands
ins. Á þessum tæpu 6 árum hafa
verið sett 232 ný lög, 198 lög hafa
verið felld úr gildi og 128 lögum
verið breytt. Lagasafnið er því
orðið varasöm heimild um gild-
andi löggjöf og harla tafsamt að
leita af sér grun um breytingar
er kunna að hafa verið gerðar
á löggjöfinni síðan Lagasafnið
kom út.
Próf. Ármann Snævarr, sem á
sínum tíma sá um útgáfu Laga-
safnsins ásamt próf. Ólafi Lárus-
sv,ii, hefir nú tekið saman Laga-
skrá. Er það skrá um þær breyt-
ingar er orðið hafa á íslenzkri
löggjöf síðan' Lagasafnið kom út,
og er lögunum skipað í ílokka
á sama hátt og gert er 1 Laga-
safninu. Skráin er nauðsynieg
öllum þeim, er Lagasafnið nota
og til mikils hagræðis í starfi.
Útgefandi er Hlaðbúð.
með miklu hvassviðri. Er þetta
fyrsta eiginlega stórhríðin á vetr
inum eftir nóvemberbylinn ill-
ræmda. —
Nokkur snjór er kominn og
þungfært fyrir bíla hér um sveit-
irnar. Er nú ófært til Akureyrar
í fyrsta sinn í vetur.
Virðist veturinn nú genginn að
fyrir alvöru, öðru sinni, en tíðar-
farið í vetur hefur eins og kunn-
ugt er verið með þeim eindæmum
að enginn man aðra eins veður-
blíðu að vetrarlagi.
Til marks um veðurblíðuna má
geta þess, að hægt hefur verið
að vinna stöðugt að byggingum
úti svo að segja hvern dag í vet-
ur og munu það sennilega vera
eindæmi hér.
Áætlunarferðir til Akureyrar
hafa aldrei fallið niður fyrr en í
dag. Hafa samgöngur alltaf verið
í bezta lagi að undanskildum snjó
kafla í nóvember, og vegir snjó-
og klakalausir langtímum saman.
Samgöngur hafa oftast verið
góðar við Norður-Þingeyjarsýslu
og frásagnarvert er, að bíll fór
nú á þorranum austur yfir Möðru
dalsöræfi til Austurlands og til
baka aftur. Gekk ferðin að ósk-
um. — Fréttaritari.
Fjölsótt tóm-
stundakvöld
HAFNARFIRÐI. — Stefnir, fél.
ungra Sjálfstæðismanna, tók ný-
lega upp þá nýbreytni í félags-
starfsemi sinni að efna til svo-
nefnds tómstundakvölds, þar sem
unglingar geta komið saman og
spilað á spil, teflt, farið í borð-
tennis ,bobb og fleira. Tókst
fyrsta tómstundakvöldið með
miklum ágætum og var Sjálf-
stæðishúsið troðfullt af ungling
um og færri komust að en vildu.
Er hér um mjög athyglisverða
nýjung að ræða hjá Stefni, sem
vert er að gaumur sé gefinn.
Á fimmtudagskvöldið verður
aftur efnt til tómstundakvölds og
verður það með svipuðu sniði og
hið fyrra. — G. E.
Vilja ræða við
Kúbumeim
WASHINGTON, 29. febrúar: —
Bandaríkjastjórn hefur í orðsend
ingu til Kúbu-stjórnar tjáð sig
fúsa til að hefja viðræður um
ágreiningsatriði í sambandi við
samskipti ríkjanna, einkum hvað
snertir eignir Bandaríkjamanna
á Kubu.
Svefnherbergissett
úr Mahogni — Mjög smekkleg.
Verð aðeins kr: 10 þúsund.
10% afsláttur gegn staðgreiðslu.
Trésmiðjan V ÍÐIB