Morgunblaðið - 02.03.1960, Síða 22
22
MORCVHBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. marz 1960
I
ÆT
i Squaw
Valley
Olympíueldurinn, sem tendr-
aður var í Morgedal í Noregi
en fluttur flugleiðis til New
York og borinn til Kerlingar-
dals, logaði dag og nótt við
aðalleikvanginn. Sést hann á
myndinni til hægri. Á bak
við eldinn sést „turn þjóð-
anna“, sem Walt Disney lét
reisa, en það var mikil stál-
grind, er þar skjaldarmerki
allra þátttökuþjóðanna, er
voru 31 að tölu. íslenzka
merkið með hinum fjórum
landvættum sést um miðjan
turninn. Til hliðar eru högg-
myndir af íþróttafólki.
Vetrarleikarnir í Squaw
Valley heppnuðust mjög vel
og eiga hinir bandarísku
stjórendur leikanna þökk
skilið fyrir ágæta fram-
kvæmd þeirra.
•x ; : ■
I»jóðverjinn Georg Thoma
„stal“ sigrinum í norrænni
tvikeppni frá Norðurlanda-
búum. Tvíkeppnin sameinar
tvær elztu og rótgrónustu
greinar skiðaíþróttarinnar,
göngu og stökk og þótti sá
mestur fyrr á tímum, sem
sýnt gat yfirburði í þessum
greinum samanlagt. Lengst-
um hafa Norðurlandabúar
sýnt yfirburði ,en nú kom
hinn 24 ára gamli Thoma og
gerði strik í reikninginn.
v:
',Wíw
£ vV \
■MHHhHBrINHN
Þessi mynd átti að birtast á forsíðu Mbl. í gær en hún féll
niður af misgáningi. Hún sýnir hinar broshýru skíðakonur
Svía, sem sigruðu rússnesku „amazónurnar" í 3x5 km boð-
göngu kvenna. Þær eru talið frá vinstri: Irma Johansson, Sonja
Edström og Britt Strandberg.
Boðganga karla, 4x10 km,
geymir söguna um eitt ofsa-
legasta sekúndustríð, sem
dæmi eru um á Olympíuleik-
um. Eftir 40 km keppni skildi
ein sekúnda á milli Finna og
Norðmanna og tryggði hinn
gamli og trausti göngujöfur
Finna, Hakulinen, landi sínu
sigur með 500 metra enda-
spretti, og tókst honum að
komast fram úr Norðmann-
inum Brusveen, en norska
sveitin hafði -taft forustuna
fram að þessu, 39500 metra.
Myndin sýnir, þegar Hakul-
inen fer yfir marklinuna
með Brusveen „á hælunum.“
Nokkrum mínútum áður en þessi mynd var tekin voru þessir
tveir menn andstæðingar í harðri keppni. En að keppninni lok-
inni og úrslitum tilkynntum geta þeir faðmazt sem beztu
Verðlaunaafhending í Squaw Valley fór fram með miklum hátíðleika. Sigurvegarar stilltu sér
á háan pall framan við „turn þjóðanna“. Á þessari mynd sjást sigurvegarrar í parakeppni í list-
hlaupi á skautum. í miðjunni kanadíska parið sem sigraði, Ba/bara Wagner og Robert Paul,
til hægri þýzka parið sem fékk silfurverðlaun, Kilian og Baumler og til hægn bandarísku
hjónin Ludington, sem fengu bronz.
vinir. Þeir héldu uppi heiðri Norðurlandanna í 15 km. skíða-
göngu. T. d. Brusveen frá Noregi, sem sigraði svo óvænt.
T. h. Sixten Jernberg frá Svíþjóð, sem margir höfðu talið
sigur vísan — en hann varð annar.