Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. marz 1960 2ja herbergja íbúð ósksist. Þrennt í heimili. — Uppl. í sima 15327 frá kl. 1—6. 2 herbergi og eldhús óskast 14. maí eða 1. júní fyrir barnlaus hjón, sem bæði vinna úti. Tilb. merkt „Reglusöm-9347“, sendist Mbl. fyrir laugardag. Þvottavél til sölu Notuð Rondo þvottavél til sölu, í Mjóstræti 3. Sími 19194. — Pedigree barnavagn til sölu að Vitast. 1, Hafn- arfirði. Uppl. í síma 50602, eftir kl. 7 á kvöldin. Brúðarkjóll mjög fallegur til sölu. Tæki færisverð. Upplýsingar í síma 14830. Iðnaðarhúsnæði 60—100 ferm., óskast. — Tilboð merkt: „9880“, send- ist MbL Til sölu hálf síður pels úr moldvörpuskinni, með- al stærð. Einnig cape (næ- lon), á sama stað. Uppl. í síma 23336. Múrarar Tilb. óskast i að múrhúða ásamt handlangi ca. 100 ferm. íbúð. Tilb. sendist MbL, fyrir fimmtud.kv. — merkt. „Fljótt — 9878“. Þrífótur. — Stativ fyrir 8 m/m kvikmyndavél óskast. Tilb. sendist afgr. fyrir laugard. 19. marz — merkt: „Þrífótur — 9879“. Til leigu óskast 3ja eða 4ra herb. íbúð á hitaveitusvæði. Tilb. merkt „Mánaðargreiðsla — 9329“, sendist Mbl. Húsnæði Sólrík, skemmtileg risíbúð nálægt Miðbænum til leigu í næsta mán. Tilb. merkt „Húsnæði — 9877“, sendist Mbl., fyrir 17. þ.m. Trésmíði Vinn allsk. innanhúss tré- smíði í húsum og á verk- stæði. Hef vélar á vinnust. Get útvegað efni. Sann- gjörn viðskipti. Simi 16805. íbúð 3—4 herb. og eldhús óskast. Eigi síðar en 14. maí. Uppl. í síma 18103, virka daga. Bílskúr Góður bílskúr við Hrísa- teig til leigu. — Upplýsing ar í síma 12527. íbúð 2ja til 3ja herb. íbúð óskast til leigu nú þegar eða sem fyrst. Upplýsingar í síma 18598. — I dag er þriðjudagurinn 15. marz, 75. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 06:36. Síðdegisflæði kl. 18:55. Slysavarðstofan er opín allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.ii. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Vikuna 12.—18. marz verður nætur- vörður í Ingólfsapóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði: — Krist- ján Jóhannesson, sími 50056. I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 1413158% = I.O.O.F. Rb. 4 = 1093158^ — □ Edda = Fundir felldir niður. RMR Föstud. 18-3-20 Vs-Fr-Hvb. Húsmæðrafélag: Reykjavíkur: — Síð- asta saumanámskeið fyrir páska byrj- ar mánudaginn 21. þ.m. kl. 8 í Borgar- túni 7. Þær konur, sem ætla að sauma þar verða að gefa sig fram í síma 1-18-10 og 1-52-36. Kvenfélagið Aldan heldur fund mið- vikudaginn 16. þ.m. kl. 8,30 síðd. Báru götu 11, uppi. Spiluð verður félagsvist. Kvenréttindafélag íslands: — Fundur verður haldinn í félagsheimili prent- ara, Hverfisgötu 21, í kvöld kl 8,30 e.h. Aðalefni fundarins: Erindi með skugga myndum um barnaleikvelli (Petrína Jakobsson). Æskulýðsráð Reykjavíkur: — Tóm- stunda- og félagsiðja þriðjudaginn 15. Halaklipptur himnaskrápur hrökklast fram í svörtum skýjum eins og bykkja, bleik og skinin, brjótist um I forardýjum. marz 1960: Lindargata 50 kl. 5,45 e.h. Frímerkjaklúbbur; kl. 7,30 e.h. Ljós- myndaiðja; kl. 6,30- e.h. Bast- og tága- vinna; kl. 8,30 e.h. ,,opið hús“ (leik- tæki o. fl.). — Laugarnesskóli kl. 7,30 e.h. Smíðar. — Melaskóli kl. 7,30 e.h. Smíðar. — Framheimilið kl. 7,30 e.h. Bast- og tágavinna. — Víkingsheimilið kl. 7,30 og 9,00 e.h. Frímerkjaklúbbur. — Laugardalur (íþróttahúsnæði) kl. 5,15, 7,00 og 8,30 e.h. Sjóvinna. Aðalfundur Sögufélagsins verður haldinn í Háskólanum fimmtudaginn 17. marz kl. 17:30. 1 ------[S T5 R r? Lárétt: — 1 dýrið — 6 bókstaf — 7 óþékktur — 10 holskrúfur — 11 flana — 12 slagur'— 14 skamm stöfun — 15 slæmur — 18 helgi- tákn. Lóðrétt: — 2 keyrir — 3 guð — 4 stúlka — 5 líkamshlutar — 8 Slyddumökkur, hreggi hrakinn, hreytir ýrum þvers um veginn, eins og loðinn hundur hristi horaðan skrokk, af sundi dreginn. Gjóluköst úr ýmsum áttum ámátleg í gjótum hvæsa, eins og grimmir urðarkettir eða reiðir svarkar fnæsa. gleður — 9 nýrra — 13 verkfæris — 16 ull — 17 einkennisstafir. Lausn síðustu krossgátu: Lárétt: — 1 hrafnar — 6 lái — 7 alikálf — 10 sýn — 11 Nóa — 12 ss — 14 fr — 15 áfast — 18 snauð- ar. Við og við í glætu grárri glórir í skafla milli kletta, eins og vitrir aulabárðar ámátlega glyrnur bretta. (Hannes Hafstein: Úr: Fúlviðri). Lóðrétt: — 1 hlass — 2 alin — 3 fák — 4 nían — 5 ráfar — 8 lýs- an — 9 lofta — 13 sáu — 16 fa — 17 SÐ. W.'M ili Oyrja fyrr ■jc Tóbaksframleiðslan á árinu 1959 komst nálægt metinu frá 1956, sem var 3,01 milljpn tonn. Árið 1959 voru alls framleidd 2,93 milljón tonn af tóbaki. Þessar töl- ur, sem birtust í mánaðarriti FAO, „Monthly Bulletin of Agri- cultural Economics and Statis- tics“, fela ekki í sér framleiðsluna í Sovétríkjunum og kínverska meginlandinu. Allt bendir til þess að tóbaks- framleiðslan og tóbaksneyzlan muni enn aukast á þessu ári. — Aukin notkun síuvindlinga og smávindla hefur leitt til þess, að nú eru framleiddir fleiri vindling ar á hvert kílógramm af tóbaki en áður. En búizt er við að þegar til lengdar lætur muni fram- leiðsluaukningin fyrst og fremst stafa af vaxandi fjölda reykinga- manna. Það sem í þessu sambandi er þyngst á metunum er hin sí- vaxandi tóbaksnotkun kvenfólks og svo hitt, að unglingar byrja nú að reykja miklu fyrr en áður. J ítiib í gær fór héðan frá Reykjavík danskur mað ur Dr. Herbert Rosen- berg að nafni, en hann hefiur verið hér á veg- um Fálkans. Kom hann fyrst og fremst í því skyni, að annast upptöku á orgeltónlist, leikinni af Dr. Páli ísólfssyni. Fór upptakan fram í Dóm- kirkjunni. Mbl. hafði tal af Dr. Rosenberg og spurðist fyrir um árang- urinn. — Um það er ekki unnt að segja að svo stöddu, svaraði hann. Það er miklum erfiðleik um bundið að hljóðrita í kirkjunni. Orgelið er mjög gott, en kirkjan lít il, teppi á gólfum og er hljómburður því ekki góður. Jafnframt hljóðritaði Dr. Rosenberg tónlist í í upptökusal útvarpsins, m.a. leikna af Rögnvaldi Sigurjónssyni, Gísla Magnússyni og Birni Ó1 afssyni. Var hann ánægð ur með tæki útvarpsins og tækniaðstoð alla, en áleit upptökusalinn full Iítinn, þar væri unnt að hljóðrita kammermúsík, dansmúsík o.s.frv., en ekki tónlist stærri hljóm sveita. Dr. Rosenberg kom frá Skandinavian Grammo- fon í Danm, sem er ein grein fyrirtækisins His Masters Voice. Hefur hann unnið þar sl. fjórt- án ár og hefur yfirum- sjón með hljóðritun sí- gildra verka. VILLISVAIMIRIMIR - Ævintýri eftir H. C. Andersen — Nú get ég loks talað, sagði Elísa. — Ég er sak- laus! Og fólkið, sem hafði séð, hvað gerðist, beygði kné sín fyrir henni eins og dýr- lingi — en hún hneig með- vitundarlaus í faðm bræðra sinna. Allar hinar miklu geðshræringar, ang- ist og þjáningar höfðu orð- ið henni um megn. — Já, hún er vissulega saklaus, sagði elzti bróðir- inn — og svo sagði hann upp alla söguna. En á með- an hann talaði, kom upp ilmur, eins og frá milljón- um rósa — því hver einasti brennikubbur í bálkestin- um hafði skotið rótum og bar nú greinar og lauf- krónu fagra, svo að þarna var komið ilmandi lim- gerði ,hátt og gróskumikið, alsett rauðum rósum. En efst uppi var hvítt og ljómandi blóm, og lýsti af því sem af stjörnu. Kon- ungurinn sleit það af og festi á brjóst Elísu. Þá vaknaði hún aftur, og hjarta hennar var þrungið friði og unaði. Og nú tóku allar kirkju- klukkurnar að hringja, sjálfkrafa, og fuglar him- insins þustu að í stórum hópum. Síðan var genginn brúðargangur heim til hall- arinnar — og þvílíka brúð- arför hafði áreiðanlega enginn kóngur áður augum litið. SÖGULOK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.