Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. marz 1960 MORCVNBLAÐIÐ 5 ☆ Norðmenn, búsettir í New York, velja árlega unga stúlku, sem þeir nefna „Drottningu víkinganna*-, til þess aö fara til Noregs og bera kveðjur heim. I Noregi er ungu stulk- unni jafnan sýndur maig- víslegur sómi. Blóð Norð- manna, austan hafs og vest- an, verja jafnan nokkru rúmi til þess að ræða þessa kynnisför, en þannig verður þetta ferðalag til þess að treysta gömul bræðrabönd og auka ný kynni. Stúlka, sem varð fyrir valinu að þessu sinni, — Drottning víkinganna 1960, heitir Asta Olsson. Hún er 19 ára gömul og ætlar að gera söng að ævistarfi. — „Drottningin“ kom til Reykjavíkur með flugvél Loftleiða sl. sunnudags- morgunn. Meðan flugvélin var hér fór ungfrú Olsson í öku- ferð um bæinn og átti stutta viðdvöl á hiniu vistlega heimili norska ræðismanns- ins, Othars Ellingsen. Hún hélt svo áfram eftir við- dvölina hér til Óslóar, en þar hefst hálfs mánaðar ferð um Noreg, sem margir munu keppast um að gera hinni ungu drottningu æv- intýralega. Góðar framtíðarhorfur? í»eir eru stórkostlegir þessir miðlar. Ég fór til eins þeirra í gærkvöldi og hann kallaði fram svip systur minnar. — Sagði hún eitthvað? — Já, hvort hún sagði, — en ég hef bara aldrei átt systur. • Hann Sigurður Sveinsson er bezti maður, sem lifaður hefur. Hvernig veiztu það? Ég kvæntist ekkjunni hans. • Lögregluþjónninn: — Hvernig Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti- foss fór frá Lysekil 12. þ.m. til Rostock. — Fjallfoss er í Reykjavík. — Goðafoss fór frá Rvík í morgun til Akraness. — Guilfoss er í Rvík. — Lagarfoss er á leið til Rvíkur. — Reykjafoss er 1 Hull. — Selfoss er I Amsterdam. — Tröllafoss er á leið til New York. — Tungufoss fór frá Keflavík i gær til Hafnarfjarðar og þaðan til Austur-Þýzkalands. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er á Sauðárkróki — Arnarfell er á leið til Hamborgar. — Jökulfell er í Vest- mannaeyjum. — Disarfell losar á Aust- fjörðum. — Litlafell er i oliuflutning- um í Faxaflóa. — Helgafell er á leið til Sarpsborg. — Hamrafell er á leið til Aruba. H.f. Jöklar: — Drangajökull er á leið til Islands. — Langjökull er á leið til Ventspils. — Vatnajökull er 1 Rvík. Hafskip: — Laxá kemur til Vest- mannaeyja í dag. Eimskipafélag Itcykjavikur h.f.: — Katia er væntanleg til Keflavíkur ann- að kvöld. — Askja er I Fredrilcshavn. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er i Rvík. — Herðubreið kemur til Rvíkur síðd. í dag. — Skjaldbreið er á Húna- flóa á vesturleið. — Þyrill átti að fara frá Fredrikstad í gærkv. til Hjalteyrar. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21 í kvöld til Reykjavíkur. Loftleiðir h.f.: — Edda er væntanleg kl. 7:15 frá New York. Fer til Glasgow og London kl. 8:45. dettur yður í hug, að keyra um göturnar með 60 km hraða? Maðurinn við stýrið: — Ég hef aldrei heyrt aðra eins fjar stæðu, — ég fór alls ekki hrað ar en 25 km. Kona við hliðina: — Kæri lögregluþjónn, ekki vera mjög harður við hann því að hann er drukkinn og veit ekkert hvað hann gerir. MENN 06 = MALEFNI= Michael Blundell er sá maður, sem kemst næst því að vera foringi frjáls lyndra stjórnmálamanna í Kenýa um þessar mundir. Fyrir 35 árum afsal- aði hann sér lögfræði- stöðu í Englandi og hélt til Kenýa með 100 sterl- ingspund og byssu, til þess að gerast þar bóndi. Nú á Blundell 1200 ekrur Iands í hinum fögnu Subukia hæðar- drögum, 70 mílur frá Nairobi, og vegnar svo vel, að hann getur varið öllum sínum tíma til að vasast í stjórnmálum. Blundell var löngum fylgjandi því, að varð- veita forréttindi hvítra manna á hálendi Kenýa. Hann var foringi hinna kjörnu Evrópufulltrúa og barðist hatrammlega gegn Mau Mau mönnum. — En á síðasta ári þótti i honum nóg um ágrein- ing Evrópumanna og inn borinna í Kenýa, sagði af sér embætti landbún- aðarráðherra og stofnaði nýjan stjórnmálaflokk, sem hafði það á stefnu- skrá sinni, að binda endi á forréttindi hvítra, veita almennan kosn- ingarétt, en tryggja þó vel öryggi hinna hvítu íbúa landsins. Læknar íjarveiandi Snorri P. Snorrason, fjarv. 3—4 mán- uði frá 22. febr. — Staðgengill: Jón Þorsteinsson. Kristján Þorvarðarson læknir verður fjarverandi til 17. marz. Staðg.: Eggert Steinþórsson. • Gengið • Sölugengi 1 Sterlingspund ......... kr. 106.84 1 Bandaríkjadollar ..... — 38.10 1 Kanadadollar ......... — 40.07 100 Danskar krónur ........ — 551.95 100 Norskar krónur ........ — 533.25 100 Sænskar krónur ........ — 735.75 100 Finnsk mörk ........... — 11.93 100 Franskir Frankar ...... — 776.30 Það er sagt ágætt ráð að geyma silfurdiska og annan silfurborðbúnað í plastpok- um. Bæði hindrar það, að falli á silfrið og ver það nokkuð rispum. — En það er jafnframt brýnt fyrir fólki, að plastpokar geta verið börnum hættulegir, og hafa orðið af því mörg slys, að börn hafa dregið plastpoka yfir höfuð sér og kafnað. — Manni ber að beina sjónum út á ómælishaf fegurðarinnar; horfa þangað meðan óþrjótandi fróðleiksþráin elur stórfengleg orð og hugsanir. — Platon. 9 — Hinn minnsti sársauki í litlafingri, veldur okkur meiri á- hyggjum, heldur en eyðing mill- jóna meðbræðra okkar. William Hazlitt. STRAUBORD m e ð s æ t i sem hægt er að leggja saman Verð kr. 875 - Tfekla Austurstræti 14 Sími 11687. Ódýrt Flauelsbuxur barna og unglinga Kvenpeysur. Verð frá kr. 117.— Barnasamfestingar kr. 35.— ^arnapeysur með stuttum og löngum ermum. Verð frá kr. 20.— Smásala — Laugavegi 81. Grófu jakkarnir eiru komnir aftur í miklu úrvali. Einnig hinar margeftirspurðu drengjapeysur með kraganum. Skólavörðustíg 13 — Sími 17710. Skrifstofustarf Viljum ráða strax stúlku til vélritunar- og annarra skrifstofustarfa. Kvennaskóla-, Verzlunarskóla- eða önnur hliðstæð menntun æskileg. Sölumiðstöð Ilraðfrystihúsanna. Sími 2-22-80. Afvinna Dugleg stúlka óskast til að vinna við sniðningu. Uppl. í verksmðijunni. Nærfataefna- og prjónlesverksmiðjan Bræðraborgarstíg 7. tvgjgr******?* Tffa STDOIN simi: 3G3D2 Gnoðavogur 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.