Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. marz 1960 gwa málið nógu einfalt. En leysið bara frá skjóðunni — hvað er að?“ Ég sagði honum, í eins stuttu máli og mér var mögulegt, að ég hefði trúlofazt dóttur Kekesfalva og, að þremur klukkustundum síðar hefði ég ákveðið neitað stað reyndinni. En hann mætti alls ekki halda, að ég hefði í hyggju að segja neitt til að afsaka þessa ósæmilegu hegðun mína — þvert á móti, ég hefði einungis komið til þess að segja honum einslega og sem yfirboðara mínum, frá því að mér væri fullkomlega ljós hvaða skylda hvíldi á mér með tilliti til hinnar sVívirðilegu hegð unar minnar. Ég vissi hver skylda mín væri og myndi framkvæma hana. Bukencic starði á mig með aug ljósu skilningsleysi. „Hvaða vitleysa er þetta allt saman? Ósæmileg hegðun? — Hvaða skylda hvílir á yður? — Hvað .. Hvernig .. Hvers- vegna.. ? Bull og vitleysa. I>ér segist vera trúlofaður dóttur Kekesfalva? Ég sá hana einu sinni. .. Bæklaður, vanskapaður aumingi, er ekki svo? Nú jæja, það er ekkert ósæmilegt við það. En svo hafið þér hugsað yður betur um, geri ég ráð fyrir? Það hefur margur maðurinn gert og ekki verið kallaður óþokki. Eða hafið þér .. hann kom nær — „hafið þér kannske verið að gamna yður eitthvað við hana og orðið svo eitthvað á í mess- unni? Það er ég hræddur um að gæti orðið dýrt spaug'. Ég varð bæði reiður og skömm ustulegur. Það hvernig hann mis- skildi allt, hugsunarlaust og næstum kæruleysislega, reitti mig til reiði. „Leyfið mér allra virðingar- fyilst að taka það fram, hr. oberst', sagði ég og sló saman hælum — „að ég sagði þessi óþægilegu ósannindi um það að ég væri ekki trúlofaður, í viður- vist sjö liðsforingja við borðið okkar í kaffihúsinu. Ég laug í félaga mína sökum hugleysis og vandræða. Á morgun ætlar Hawliczek að skora lyfsalann á hólm, fyrir að breiða út fréttina, sem raunverulega var alveg sönn. Á morgun veit öll borgin það, að ég sagði ósatt í návist liðsforingjanna, félaga minna, að ég hef svívirt herinn. Við þessi orð mín leit hann upp, furðu lostinn. Hin seinvirki heili hans hafði bersýnilega að lokum skilið mikilvægi orða minna. Hann dökknaði í framan. „Hvar sögðuð þér að það hefði verið?“ „Við borðið okkar í kaffistof- unni“. „í viðurvist liðsforingjanna, félaga yðar, segir þér? HeyrðO þeir það allir?“ „Já, herra oberst". „Og veit lyfsalinn að þér hafið neitað því?“ „Hann heyrir það á morgun. Hann og allir borgarbúar". Ofurstinn sneri og togaði með ákafa í yfirvaraskeggið, eins og hann væri að reyna að slíta það upp með rótum. Ég sá, að inn- an við lága ennið starfaði heili hans sem ákafast. Hann æddi aft ur og fram um gólfið ,með hend- urnar krosslagðar fyrir aftan bak — einu sinni, tvisvar, fimm sinnum, tíu sinnum, tuttugu sinn um. Gólfið titraði dálítið undir hinu þunga fótataki og það glamr aði í sporunum. Loks staðnæmd- ist hann fyrir framan mig. „Og hvað er það sem þér ætl- ið að gera?“ „Það er, aðeins ein leið til fyrir mig. Þér vitið það sjálfur, hr. oberst! Ég kom einungis til að kveðja og til að biðja yður með fyllstu virðingu að sjá um að allt verði útkljáð á eftir, eins hljóð- lega og hægt er. Ég vil ekki að herdeildin verði svívirt af mín- um sökum“. „Vitleysa", tautaði hann. „Hel- ber vitleysa. Snotur, hraustur, heiðarlegur náungi eins og þér, vegna svona bæklaðs aumingja. Ég geri ráð fyrir að gamli ref- urinn hafi gabbað yður og þér ekki séð við honum fyrr en um seinan. Ah — þeirra vegna stend ur mér hjartanlega á sama. — Hvað koma þau okkur við. En þetta með félaga yðar og bölvað an lyfsalann er auðvitað verri sagan“. Hann byrjaði aftur að stika aftur og fram um gólfið, með meiri ákafa en áður. Það virtist vera hræðileg áreynsla fyrir hann að hugsa, því að hann varð dökkrauður í framan og æðarnar á gagnaugunum voru eins og digr ar, dökkar rætur. Að lokum stanzaði hann skyndifega. „Jæja, hlustið þér nú á mig. Svona mál verður að útkljá sem allra fyrst. Ef þessi saga berst út, getum við ekki gert neitt. — Fyrsta atriðið er þá, hverjir úr herdeildinni voru viðstaddir?" Ég nefndi nöfnin. Bukencic tók vasabókina sína upp úr brjóst- vasanum — hina frægu litlu, rauðu vasabók, sem hann dró alltaf upp, þegar hann stóð ein- hvern herdeildarmann að mis- gerðum, eins og hún væri sverð. Ofurstinn vætti blýantsoddinn með vörunum, að gömlum og góðum sveitasið, áður en hann skrifaði nöfnin eitt á eftir öðru, með gildum, naglbreiðum fingr- unum. „Eru þetta allir?“ „Já“. „Áreiðanlega allir?“ „Já, hr. oberst“. „Svo“. Hann stakk vasabók- inni^fftur niður í vasann eins og hann væri að sliðra sverð. — „Svo“. . „Gott og vel, við getum kippt þessu í lag. Á morgun skipa ég þeim að koma á minn fund, öll- um sjö, einum í einu, áður en þeir stíga fæti sínum út á æfing- arsvæðið og guð hjálpi þeim manni, sem þorir að muna eitt orð af því, sem þér sögðuð, þeg- ar ég er búinn að tala við hann. Ég tala sjálfur við lyfsalann. — Ég skal telja honum trú um að þetta sé allt tilhæfulaus vitleysa. Hvernig væri að segja honum, að þér vilduð biðja mig um leyfi, áðuf en þér .. áður en .. bíðið þér annars andartak..“ Hann kom svo fast að mér, að ég fann andardrátt hans. — „Segið mér hreinskilnislega, ég á við í fullri hreinskilni: höfðuð þér verið að drekka — ég á við, áður en þér gerðuð sjálfan yður að fífli á jjennan hátt?“ Mér hitnaði af blygðun: „Já, hr. oberst, ég drakk vissulega tvö koníaksglös, áður en ég fór þangað — og þar .. með miðdeg degisverðinum .. drakk ég tals- vert .. en .... “ Ég bjóst við heilu skamma- flóði, en í þess stað færðist ánægjubros yfir hörkulegt and- lit ofurstans. Hann neri saman höndunum og hló hátt og drýg- indalega. „Ágætt, ágætt. Nú veit ég. — Þannig ráðum við fram úr þeim vanda. Það er deginum Ijósara! Ég segi þeim bara, að þér hafið verið dauðadrukkinn og ekki vit- að hvað þér sögðuð. Þér hafið ekki gefið drengskaparorð yðar, geri ég ráð fyrir?“ „Nei, hr. oberst“. „Þá er allt í bezta lagi. Þér voruð bara fullur, segi ég þeim. Það hefur komið fyrir beztu menn, jafnvel erkihertoga. Þér voruð dauðadrukkinn, höfðuð ekki minnstu hugmynd um hvað, þér voruð að segja og skilduð einfaldlega ekki spurningar þeirra. Það er fullkomlega rök- rétt, er ekki svo? Og svo tel ég lyfsalanum trú um að ég hafi veitt yður ærlega ráðningu fyrir að álpast inn í kaffihús, í svo viðbjóðslegu ástandi. Jæja — þá er fyrsta atriðið afgreitt“. Reiðin sauð í mér yfir því að hann skyldi misskilja mig þann- ig. Það gerði mig bálreiðan að finna að þessi einlæglega góðvilj aði auli skyldi vera að reyna að halda ístaðinu fyrir mig. Ber- sýnilega hélt hann að ég hefði tafið hann svona, vegna hræðslu og vildi fá hann til að bjarga mér úr vandræðum. Fjandinn hafi það, hvers vegna gat hann ekki skilið mig? Og svo herti ég upp hugann. „Með fyllstu virðingu, hr. oberst, þá verð ég að benda yður á það, að slíkt myndi alls ekki gera út um málið, hvað mig snertir! Ég veit hvað ég hef gert og ég veit líka, að ég get ekki lit- ið framan í nokkurn heiðarlegan mann framan. Ég hef hagað mér ódrengilega og ég get ekki hald- ið áfram að lifa og .. “ „Þegið þér“, öskraði hann — Skáldið ocj mamma litla 1) Aldrei hef ég áttað mig á því hvað við er átt, þegar talað er um afskriftir! 2) Það er ósköp einfalt. Ef við keyptum okkur t. d. nýjan og falleg- an bíl ........ 3) Æi, góði reyndu að halda þér við raunveruleikann! a r í ú á Það var gaman að sjá þig, Markús. Ó, þetta er hún Jó'na, dóttir mín. Fyrirgefðu Markús að ég skyldi halda að þú værir frá fatahreins uninni. Frá fatahreinsuninni! Veiztu það ekki Jóna, að þessi maður, er bezti ljósmyndari og rithöf- undur um lífið í náttúrunni, sem uppi er. Ég hefði mátt vita það, að hann fengi ekki þetta sólbrennda, hraustlega útlit á strætum borg- arinnar. Komdu innfyrir Markús. og fáðu þér sæti og segðu hvers vegna þú ert kominn. „oh, ég bið yður afsökunar — en leyfið mér að hugsa í friði og hættið að rugla mig með þessum þvættingi. — Ég veit fullkomlega hvað ég á að gera og þarf ekki að fá neinar ráðleggingar hjá græn- jaxli eins og yður. ímyndið þér . yður, að þetta mál snerti aðeins yður einan? Vinur minn, það var aðeins fyrsta atriðið og nú kem- ur atriði nr. tvö. f fyrramálið verðið þér að fara héðan. Ég get ekki haft yður hér. Það verður að láta gras gróa yfir atvik sem þetta. Þér megið ekki vera hér einum degi lengur. Annars berg- málar öll borgin von bráðar af slúðursögum og hvar sem þér farið, verðið þér spurður spurn- inga og ég ætla ekki að láta slíkt koma fyrir. Ég vil ekki að neinn liðsforingi minn sé ertur með spurningum og litinn illu auga. Ég tek það ekki í mál. Frá morg undeginum að telja verðið þér fluttur í varaliðsdeildina í Czaslau. .. Ég ætla sjálfur að rita fyrirskipunina og fá yður bréf til ofurstans. Hvað í því stendur, kemur yður ekki við. Þér þurfið einungis að hverfa, gufa upp og það sem ég geri, kemur mér einum við. Þér og þjónninn yðar takið allt dótið yð ar saman núna í kvöld og svo yf irgefið þið herskálana svo snemma í fyrramálið, að enginn SUtltvarpiö Þriðjudagur 15. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amrpa segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Utvarpssagan: ,,Alexis Sorbas** eftir Nikos Kazantzakis, í þýð- ingu Þorgeirs Þorgeirssonar; VIII. lestur (Erlingur Gíslason leikari). 21.00 Islenzk tónlist: „Guðrúnarkviða** eftir Jón Leifs (Fílharmoníu- hljómsveitin í Osló flytur undir stjórn Odds Griiner-Hegge. Ein- söngvari: Handi Brandt Gunder- sen, Bjarne Buntz og Egil Nord- sjö. Höfundurinn flytur skýring- ar og les Eddu-textann). 21.25 Tónlistarpistill frá Vínarborg — (Guðmundur Jónsson óperusöngv ari). 21.45 Tónleikar: Eberhard Waechter syngur lagaflokkinn „An die ferne Geliebte“ eftir Beethoven. Undirleikari er Heinrich Schmidt. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (25). 22.20 Tengslin við Island, — kafli úr ræðu á ársþingi Þjóðræknisfélags Islands í Vesturheimi í sl. mán- uði (Richard Beck prófessor, for- seti félagsins). 22.40 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir). 23.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 16. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt“-eftir Stefán Jónsson; XIV. (Höfundur les). 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Frá eynni Mön, — erindi (Einar Guðmundsson kennari). 21.05 Sænsk kórlög: Utvarpskórinn í Stokkhólmi syngur lög eftir David Wikander og Gunnar de Fr^merie, við Ijóð eftir Pár Lag- erkvist. Söngstjóri: Eric Ericson. 21.30 „Ekið fyrir stapann'*, leiksaga eft ir Agnar Þórðarson, flutt undir stjórn höfundar; IV. kafli. — Sögumaður Helgi Skúlason. Leik- endur: Ævar R. Kvaran, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðmundur Páls- son, Karl Guðmundsson, Sigrún Sigurðardóttir, Halldór Karlsson og Snædís og Tinna Gunnlaugs- dætur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálumur (26). 22.20 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. BjörnSSon listfræðingur). 22.40 I léttum tón: Frá kvöldskemmt- un karlakórsins Fóstbræður í Austurbæjarbíó 1. þ.m. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.