Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudaeur 17. marz 1960.
MOK r.riNnr áoið
13
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA S JÁL FSTÆÐISM AN N A RITSTJÖRI: BJARNI BEINTFINSSON
VAKA
félag lýðræðis-
sinnaðra stúdenta
ára
Rætt við Sigmund Böðvarsson formann félagsins
U M þessar mundir eru 25 ár liðin frá því að Vaka, félag lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, var stofnuð. Ailt frá stofnun félagsins
hefur það verið langöflugasta stjórnmálafélagið í háskólanum,
enda hefur félaginu tekizt að hrinda í framkvæmd mörgum helztu
hagsmunamálum stúdenta og bryddað upp á ýmsum nýjungum í
félagslífi háskólastúdenta, sem reynzt hafa mjög vinsælar og
gagnlegar. Vaka hefur haft hreinan meirihluta í stúdentaráði
mikinn hluta þessa aldarfjórðungs og er óhætt að fullyrða, að
starfsemi ráðsins hefur einkennzt af mun meiri framkvæmdum
og festu í störfum þau árin heldur en þau tímabil, sem vinstri
félögin hafa farið með meirihlutavaldið.
í tilefni af þessum tímamótum í sögu Vöku hefur tíðindamaður
síðunnar átt eftirfarandi viðtal við formann félagsins, Sigmund
Böðvarsson, stud. jur., sem mikið hefur starfað í félaginu frá
því að hann kom í háskólann og er því þaulkunnugur sögu Vöku
og starfsemi.
Hver voru tildrögin að stofnun
Vöku, Sigmundur?
Tildrögin voru þau, að á ár-
unum eftir 1930 tók mjög að
bera á því, að áróðursmenn ým-
issa ofbeldis- og öfgastefna fóru
að hafa . afskipti af málefnum
stúdenta og reyndu að beita stúd-
entum og samtökum þeirra, svo
sem stúdentaráðinu, málstað sín-
um til framdráttar. Hér bar mest
á kommúnistum og nazistum. Um
þessar mundir var meirihluti
stúdentaráðs kosinn af háskóla-
deildunum, þannig að hver deild
kaus sinn fulltrúa í ráðið, en af-
gangurinn var kosinn í almenn-
um kosningum. Forvígismönnum
fyrrnefndra öfgastefna tókst að
koma því svo fyrir, að fylgis-
menn þeirra hlutu kosningu í
deildunum og nokkrir einnig í
almennum kosningum ,en þegar
í ráðið kom beittu þeir sér fyrir
alls kyns pólitískum samþykkt-
um, sem ekkert áttu skylt við
vilja stúdenta almennt.
Hér hefur því verið þörf á sam-
tökum á móti?
Já, lýðræðissinnar í háskólan-
um sáu, að við svo búið mátti
ekki sitja. Þeir ákváðu að efna
til samtaka gegn nazistum og
kommúnistum í háskólanum og
stofnuðu Vöku, félag lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, í marzmánuði
1935. Höfuðmarkmið félagsins
hefur verið alla tíð síðan „að
vinna gegn hvers konar of-
beldis- og öfgastefnum innan
Háskóla íslands“. Hin pólitísku
félögin voru þá Félag róttækra
stúdenta,' sem mestmegnis var
skipað kommúnistum, og Félag
þjóðernissinnaðra stúdenta (naz-
ista).
Fyrsti formaður Vöku var Jó-
hann Hafstein.
Hvað er að segja um starf Vöku
að öðru leyti?
Veigamesta starf Vöku er að
sjálfsögðu unnið í stúdentaráði
og nefndum þess. Þar hafa Vöku-
menn jafnan lagt áherzlu á að
vinna fyrst og fremst að brýn-
ustu hagsmunamálum stúdenta
og hefur orðið mikið ágengt. Rétt
er að taka fram til þess að leið-
rétta misskilning, sem nokkuð
hefur borið á, að stúdentar hafa
jafnan staðið fast saman um
hagmunamál sín og deilur hafa
yfirleitt ekki staðið um þau í
stúdentaráði enda þótt fulltrúar
séu úr hinum ýmsu stjórnmála-
félögum stúdenta. Hins vegar
koma fyrir ráðið ýmiss konar
pólitísk mál, einkum viðvíkjandii
samskiptum þess við hin tvö al-
þjóðlegu stúdentasamtök, það
er kommúniska sambandið og
hið lýðræðislega. — Ýmis
erlend stúdentaráð í austri
og vestri biðja okkur um álykt-
anir í ýmsum málum, sem oft
eru pólitísk, og væri okkur oft
ekki sætt að sitja hjá, þegar þau
eru til umræðu. Stúdentar um
allan heim eiga vissar sameig-
inlegar erfðavenjur og réttindi,
sem þeir standa fast um. Má
þar m. a. nefna hið akademiska
frelsi, sjálfstæði háskólanna, rétt
inn til að afla sér menntunar
o. s. frv. Stúdentar víða um heim
eru beinlínis kúgaðir af yfir-
völdunum og fyrrnefnd réttindi
þeirra fótum troðin. Þá ber stúd-
entum hvar sem er að sameinast
til mótmæla, enda þótt um há-
pólitísk mál kunni að vera að
ræða. Slík mótmæli hafa oft bor-
ið mikinn árangur og orðið við-
komandi stúdentum að miklu
liði. — Enn má nefna, að meðal
undirokaðra þjóða eru stúdentar
oftast í fararbroddi í frelsishreyf
ingunni og æskja þá oft liðsinnis
stúdenta í öðrum löndum. —Loks
skal þess getið, að oft getur borið
við, að til kasta stúdentaráðs
komi innlend mál, sem stúdentar
telja snerta sig sérstaklega, og
ber oft að gera um þau ályktanir,
enda þótt þau kunni að vera
pólitísk. Hins vegar tel ég ein-
sýnt, að stúdentaráð eigi að forð
ast að taka þátt í flokkspólitísk-
um innanlandsdeilum.
Hver telur þú vera veigamest
þeirra hagsmunamála stúdenta,
sem Vaka hefur hrundið í fram-
kvæmd?
Eins og ég tók fram áðan hafa
ekki staðið stórdeilur um hags-
munamálin sjálf. Hins vegar er
ekki fyrir það að synja, að flest
hin merkustu þeirra eru frá Vöku
komin. Væntanlega er orsökin sú,
að Vaka er öflugusta félagið í
háskólanum, hefur flesta með-
limi, er eina félagið, sem mynd-
að getur samstilltan meirihluta
í stúdentaráði o. s. frv. Og loks
er sú ástæðan, sem að mínu áliti
er ekki veigaminnst, að félags-
menn eru ekki af lakara taginu!
En svo ég snúi mér aftur að
hagsmunamálunum, þá má m. a.
drepa á, að í stúdentaráði hefur
Vaka á síðari árum beitt sér fyrir
og hrundið í framkvæmd vinnu
miðlun stúdenta, sem þegar hefur
orðið stúdentum til mikils gagns.
Ferðaþjónusta stúdenta var sett
á stofn fyrir nokkrum árUm, en
því miður hefur áhugaleysi stúd-
enta mjög staðið henni fyrir þrif-
um. Lítil þátttaka hefur verið í
innanlandsferðum hennar, en á
hinn bóginn hafa margir stúd-
entar notið góðs af samböndum
hennar við ferðaþjónustur stúd-
enta erlendis. Það er ekki úr
vegi að benda á, að stúdentar
geta ferðazt um Evrópu þvera
og endilanga á vegum ferðaþjón-
ustunnar fyrir ótrúlega litla pen
inga.
Bókmenntakynningum hefur
stúdentaráð haldið uppi um
mörg undanfarin ár og hafa þær
jafnan vakið mikla athygli og
njóta mikils álits út á við. —
Útgáfustarfsemi súdenta hefur
aukizt stórlega undir forystu
Vöku. f stað þess, að áður fyrr
kom aðeins út eitt tölublað af
Stúdentablaði á ári, kemur það
nú út allt skólaárið. Vett-
vangur stúdenta, sem er nokkurs
konar skýrsla um störf ráðsins,
kemur nú út mánaðarlega, svo
að stúdentar geta nú betur fylgzt
með störfum ráðsins. Handbók
stúdenta, sem lengi hefur vant-
að, er nú fullprentuð og kemur
út á næstunni. — Þá má geta
þess, að á sl. hausti réð stúdenta-
ráð sér fastan starfsmann, en á
því hefur lengi verið brýn nauð-
syn, en fjárskortur hamlað þar til
nú.
Viltu segja eitthvað fleira um
þetta efni?
Já, ekki verður svo rætt um
hagsmunamál stúdenta, og af-
skipti Vöku af þeim, að eigi sé
minnzt á háskólalögin nýju. Þar
voru stúdentum tryggð ýmis
mikilsverð réttindi, jafnvel fram-
ar því, sem stúdentar annars stað
ar á Norðurlöndum njóta. Á ég
þar við aðild stúdenta að stjórn
háskólans, þar sem þeir fengu
með lögunum fulltrúa í háskóla-
ráð með atkvæðisrétti um ýmis
mál og að auki fulltrúa á fundum
háskóladeildanna.
Húsnæðisskortur hefur lengi
verið félagslífi stúdenta fjötur
um fót, en um þessar mundir er
að rætast úr, þar sem stúdentar
fá nú til umráða fjögur herbergi
í kjallara háskólans. Yfirleitt má
segja, að á undanförnum árum
hafi verið lögð mikil áherzla á
að efla félagslíf stúdenta t. d.
með tafl- og bridgemótum, kaffi-
kvöldum, ferðalögum o. s. frv.
Karlakór og leikfélag eru meðal
nýmæla í félagslífinu.
Fjölmargt fleira mætti telja
upp af þeim málum, sem stúd-
entaráð hefur með höndum og
Vaka hefur unnið að, en sú upp
talning yrði líklega of löng í
svona viðtali.
Já, en hvað geturðu sagt okkur
um félagsstarf Vöku inn á við?
Það hefur á undanförnum ár-
um aðallega verið fólgið í funda-
höldum og blaðaútgáfu. Vöku-
menn hafa á fundum sínum rætt
ýmis þau mál, sem efst hafa ver-
ið á baugi meðal stúdenta og þjóð
arinnar á hverjum tíma. Blað
Vöku hefur að jafnaði komið út
tvisvar til þrisvar á ári. Eina
tekjulind félagsins eru dansleik-
ir, sem haldnir eru þrisvar á ári
eða svo.
Hvað er annars efst á baugi í
málefnum stúdenta um þessar
mundir?
Innan háskólans er líklega
mest rætt þessa dagana um
tillögur, sem fram hafa komið um
allmiklar breytingar á kosninga
fyrirkomulaginu til stúdentaráðs.
Samtök manna, sem telja sig ó-
pólitíska, hafa lagt til að upp
verði tekin hin gamla skipan
að kosningarnar fari fram innan
deildanna, þ. e. háskólanum verði
skipt í fimm „einmenningskjör-
dæmi“, þremur uppbótarsætum
verði úthlutað milli deildanna, en
níundi fulltrúinn verði kosinn af
fráfarandi stúdentaráði. Pólit-
ískar ályktanir verði bannaðar í
stúdentaráði séu þær óviðkom-
andi hagsmunum stúdenta, en
þriðjungur ráðsmanna getur úr-
skurðað, að mál séu svo vaxin
og verða þau þá ekki rædd í ráð-
inu. Ýmsar fleiri breytingar eru
Almennur fundur háskóla-
stúdenta var haldinn í fyrra-
kvöld um nýtt kosningafyrir-
komulag í háskólanum. Svo
sem sjá má á myndinni. var
fundurinn mjög íjölsóttur,
enda urðu umræður mjög
harðar og deilur illvígar. Til
þess að Iagafrumvarpið verði
endanlega samþykkt, þarf
annar almennur fundur að
fjalla um það. Sá fundur
verður haldinn um helgina,
og má telja víst, að sá
fundur verði enn fjölmenn-
ari, enda tvísýnt um úrslit
málsins.
fyrirhugaðar, sem ég hirði ekki
um að telja hér upp.
Mér skildist á þér áðan, að þú
myndir vera lítt hrifinn af slík-
um breytingum?
Satt er það og vegna þessa vil
ég benda á eftirfarandi: Deilda-
kjör var á sínum tíma lagt nið-
ur, vegna þess að pólitík óð uppi
innan deildanna, ekki aðeins við
kjör til stúdentaráðs, heldur
einnig við stjórnarkjör í deild-
arfélögunum. Hætt er við og jafn
vel fullvíst, að svo mundi fara
á ný með hinni nýju skipan og
væru það slæm skipti. Ákvæðið
um, að þriðjungur ráðsmanna
geti hindrað framgang hvaða
máls sem er með því að úrskurða
það pólitískt er að mínu áliti
hrein fjarstæða. Þá yrði aug-
ljóslega öllu lýðræði varpað fyr-
ir borð, minnihluta gefið vald
yfir meirihluta. Auk þess verð-
ur stúdentaráð oft að gera álykt-
anir um pólitísk mál, eins og ég
rakti áðan. Hægt væri að tala
langt mál um þetta og fjölmargt
fleira í tillögum hinna ópólit-
ísku, en ég geri ráð fyrir, að hin-
um almenna lesanda muni þykja
þessar innbyrðis deilur okkar
stúdenta „óinteressant" og mun.
ég því ekki fjölyrða frekar um
þær.
Segðu mér þá að lokum, Sig*
mundur, hvernig hafið þið hugs-
að ykkur að halda upp á 25 ára
afmælið?
f þessum mánuði mun koma út
afmælisblað Vöku, og verður það
mjög vandað og fjölbreytt að
efni. Afmælishátíðin sjálf verð-
ur haldin í Þjóðleikhússkjallar-
anum 23. þ. m. og vil ég nota
tækifærið til þess að hvetja alla
Vökumenn eldri sem yngri til
pess að taka þátt í henni.