Morgunblaðið - 17.03.1960, Page 20

Morgunblaðið - 17.03.1960, Page 20
V E D R I Ð Sjá veðurkort á bls. 2. F járlögin Sjá bls. 11. 64. tbl. — Fimmtudagur 17. marz 196C Verður mjólkiri hér vítamínbætt ? í FEBRÚAR — marz hefti bún- aðarritsins Freys er skýrt frá tilraunum, sem fram fóru á til- raunabúi danska ríkisins í Hille- röd með að setja c-vítamín í mjólk (ascorbinsýru). Var dags- birtan látin verka á ascorbinsýru mjólkurinnar til að mynda bragð galla. Tilraunir þessar leiddu í Ijós, að ascorbinsýrumagnið þverr mjög snögglega í dagsbirtu og um leið koma fram bragðgall- ar, svipaðir og sólbragð og tólg- arbragð. Við geymslu mjólkur í myrkri minnkaði ascorbinsýru- magnið mjög hægt, en því lægri sem geymsluhitinn er þeim mun minna verður tapið. Rannsóknir á verkan dags- birtunnar á ascorbinsýruna, og við bragðgalla, sem myndast við ljósverkanir, sýndu, að eyðingu ascorbinsýrunnar og nefnda bragðgalla er hægt að forðast með því að vernda mjólkina gegn öllu ljósi með bylgjulengd neðan við ca. 500 mu: þ.e.a.s. útblátt og blátt Ijós. Mjólkurflaska, sem ætti að uppfylla þessar kröfur, yrði að hafa sterkan gulan lit. Rauðar eða brúnar flöskur má jafnvel nota, þar sem slíkar flösk ur taka til sín enn meira af hinu «ýnilega ljósi. Tilraunir héríendis Mbl. hafði í gær tal af >ór- lialli Halldórssyni, fulltrúa borg arlæknis, og spurðist fyrir um, hvort tilraunir með að setja c- vítamín í mjólk hefðu átt sér stað hérlendis. Kvað fulltrúinn það ekki vera, hinsvegar hefðu athuganir og tilraunir með að eetja d-vítamín í mjólk átt sér sta ðhérlendis, en ekki væri tíma bært að ræða um það á núver- andi stigi málsins, m.a. kæmu til greina tekniskir erfiðleikar hjá mjólkursamsölunni og einnig væri þarna um kostnaðaratriði að ræða, sem ekki hefði verið leyst ennþá, en það væri skoðun eín, að æskilegt væri að vítamín- bæta mjólk hérlendis með d-víta míni og einnig c-vítamíni yfir vetrarmánuðina. Hefur Þórhallur lagt áherzlu á þetta áður í greinum í blöðuxn og tímaritum. Dularfullur togari Seyðisfirði, 16. marz: — Á HÁDEGI í gær kom er- Iendur togari hingað inn til að fá vatn. Togarinn lagðist að bryggju milli klukkan 5 og 6 og varð mönnum starsýnt á hann, því hann virtist veiðafæralaus með öllu og voru hvorki málaðir á hann einkennisstafir eða nafn, að séð væri. Skipstjórinn, sem er Belgi, sagði að togarinn væri eign gríska skipakóngs ins Onassis, og voru skips- menn belgískir og grískir. Spurði skipstjórinn heima- menn, hvar helzt væri að kaupa fisk á íslandi og var honum bent á Vestmanna- eyjar. Togarinn fór héðan um kl. 10 í morgun og kvaðst skipstjórinn þá ætla að halda til Vestmannaeyja til að kaupa fisk. — K.H. Olafsvíkur-bátar með 5177 tonn frá áramótum ÓLAFSVÍK, 16. marz: — Oslitið fiskirí hefir verið hér frá mán- aðamótum og unnið hvíldarlítið í frystihúsunum og á söltunar- slöðinni. Heildarafli bátanna *rá áramót um er orðinn 5177 tonn í 594 róðr um, og hefir hæsti báturinn, sem er Jón Jónsson, fengið 615 tonn í 59 róðrum. Með hann er Jón- steinn Halldórsson, sonur Hall- dórs Jónssonar útgerðarmanns, Koma við í Fœreyjum EINS og áður hefur verið skýrt frá hefur Fiskimannafélag Fær- eyja aflétt banni því, sem sett var við því að Færeyingar réðu sig á íslenzk skip. Margir íslenzkir togarar, sem sigla með afla sinn til útlanda, koma nú við í Færeyjum á heim- } Norðurlandaþjóðir leggi niður sendiráð hver hjá annarri Úr þingræðu Magnúsar Jónssonar í ÍTARLEGRI framsögu ræðu um fjárlagafrum- varp 1960 á Alþingi í gær ræddi formaður fjárveit- inganefndar, Magnús Jónsson, um möguleika til sparnaðar í ríkis- rekstrinum. Um sparnað í utanríkisþjónustunni fórust honum orð á þessa leið: — Utanríkisþjónustan og þátttaka í öllum greinum alþjóðlegs samstarfs er að verða of þungur baggi. Sendiráðin eru óþarflega mörg og má ekki lengur dragast að endurskipu- Ieggja utanríkisþjónustuna með fækkun sendiráða fyr ir augum. Jafnvel meðal stórþjóða er tekið að kvarta yfir útgjöldum til utanrík- isþjónustu. Ég vil í þessu sambandi varpa fram þeirri hugmynd hvort ekki geti komið til greina að leita samstarfs við aðrar Norð- urlandaþjóðir um það að Ieggja niður öll sendiráð landanna innbyrðis, en fela í þess stað skrifstofum Norð urlandaráðs í hverju ríki þau störf, sem ekki eru hægt að vinna í hinum föstu samstarfsnefndum og ráðherrafundum. Mál sem þessi þurfa auðvitað ítar- lega athugun áður en hægt er að flytja um það form- legar tillögur. leið til þess að leita fyrir sér um ráðningu færeyskra sjómanna. Togarinn Keilir kom við í Fær- eyjim sl. þriðjudag og tók þar 16 iæreyska sjómenn. Röðull var í Færeyjum í gærkvöldi sömu erinda og Gylfi og Ólafur Jó- hannesson verða þar í dag. Þá sig’di togarinn Sólborg frá ísa- firði til Færeyja í gær þeirra er- inda að ráða þar 35 færeyska sjó- • * v jvS-: Bergsteinn Guðjónsson og eiga þeir bátinn. Næsti bátur er Stapafell með 603 tonn í 58 róðrum. Skipstjóri er Tryggvi Jónsson og á hann bátinn ásamt Víglundi Jónssyni, sem rekur söltunarstöðina. j Hásetahlutur á Stapafelli er orðinn yfir 40 þús. kr. — Þriðji hæsti báturinn frá áramótum er Bjarni Ólafsson (36 tonn), með tæp 500 tonn. í gær voru bátar héðan frá Ólafsvík með frá 11 tonnum og upp í 26, sem Bjarni Ólafsson hafði. Höfðu margir um 20 tonn. — Fréttaritari .. Skellinöðru stolið A MÁNUDAGSKVÖLD eða þriðjudag ar stolið skellinöðru frá Grundarstíg 3. Var hjólið inni í geymslu inni á lóðinni. Þetta var græn NSU skelli- naðra, og númer hennar R—396. Þeir sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar um þetta, eru beðnir um að hafa samband við rannsóknarlögregluna. HÉRNA eru þau, Háskóla- frimerkin frá 1940, sem samkvæmt upplýsingum er- lendis frá, áttu að hafa týnzt með skipi á stríðsár- unum. Þau lágu innpökkuð og óhreyfð í geymslu póst- stjórnarinnar hér, og höfðu af einhverjum ástæðum aldrei verið gefin út. — Hér sést Oddr Bjarnason, starfsmaður hjá póstinum, við þessa umræddu pakka. Geir Hallgrímsson tekur sæti á Alþingi GEIR HALLGRÍMSSON, borgar- stjóri, tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráð- herra, sem farinn er til landhelg- isráðstefnunnar í Genf. Var kjörbréf Geirs Hallgríms- onar tekið fyrir og samþykkt á fundi sameinaðs þings í gær. Geir er 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Fyrsti varaþingmaður flokksins, Davíð Ólafsson, situr landhelgisráðstefnuna í Genf. Bæjarráð leyfir umferðarmiðstöð A FUNDI bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn ákvað bæjar- ráð, að heimila fyrir sitt leyti, að framkvæmdir verði hafnar við byggingu hinnar miklu umferð- armiðstöðvar fyrir Reykjavík. Stöðin verður þar sem kallað er Aldamótagarðarnir, en þeir eru fyrir neðan Hringbraut á móts við Kennaraskólann eða þar um bil. Umferðarmiðstöð þessi verður Lýðræðissinnor unnu í Frumu í GÆR og fyrrádag fór fram stjórnarkjör í Bifreiðastjórafélag inu Frama. Úrslit urðu þau, að Alisti lýð- ræðissinna hlaut 217 atkv. og alla menn kjörna. B-listinn hlaut 159 atkvæði. Stjórn Frama er þannig skip- uð: Bergsteinn Guðjónsson, for- maður, Andrés Sverrisson, vara- formaður, Sófus Bender, ritari og meðstjórnendur Jóhann V. Jónsson og Grímur Runólfsson. aðalbækistöð fyrir fólksflutninga með bílum til og frá bænum. Það verður rikið, sem lætur reisa þessa byggingu. Hefur fyrir nokkru verið kjörin sérstök bygg ingarnefnd og er formaður henn- ar Jón Sigurðsson forstöðumaður Innflutningsskrifstofunnar. KÓPAVOGUR KÓPAVOGSBÚAR! — Munið skemmtikvöld Sjálfstæðisfélag- anna í Félagsheimilinu annað kvöld kl. 9. KEFLAVÍK HEIMIR, félag ungra Sjálfstæð- ismanna, Keflavík heldur spila- kvöld kl. 9 að Vík uppi. Aðgangur ókeypis. Góðir vinn- ingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.