Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. marz 1960 Starfsstúlka óskast í Kópavogshælið nýja. Upplýsingar í síma 19785 og 19084. Frímerki Kaupi frímerki hai. verði. Guðjón Bjarnason, Hólm- garði 38. — Sími 33749. 2 kolakyntir miðstöðvarkatlar, 0,7 ferm. til sölu. Ennfr. barnarúm, sundurdr. Tækifærisverð. Uppl. í síma 7, Selás, eftir kl. 6 á daginn. íbúð Einhleyp kona óskar eftir 2ja herb. íbúð í Mið- eða Austurbænum, fyrir 1. mai. Uppl. í síma 23484 kl. 9—5. Til sölu aftanívagn hentugur fyrir smáflutning Uppl. á Sogavegi 144 og í síma 34256, í dag og næstu daga. Ódýr saumavél óskast. — Má vera hand- snúin. — Sími 33084. íbúð fyrir starfsmann. Helzt 2 herbergi, óskast sem fyrst. Ottó A. Michelsen, Lauga- vegi 11. — Sími 24202. Sælgætisturn — ísbar Þið sem viijið selja eða leigja sælgætisturn eða ís- bar, hringið í síma 23627. Vanur sjómaður óskar eftir plássi á góðum bát, helzt sem stýrimaður eða kokkur. Upplýsingar í síma 23627. Prjónavél til sýnis og sölu að Selás- bletti 3. — Til sölu Falleg, svört, ensk kápa, til sölu (meðal stærð). Tæki- færisverð. — Saumastofan Blómið, Hafnarfirði. Keflavík 1—2ja herb. íbúð óskast. Barnlaus hjón. Vinna bæði úti. Uppl. í sima 1394 eða 1657. — Keflavík Tvö herb. og eldhús óskast fyrir 14. maí. Uppl. í síma 1637. — Afgreiðslustúlka óskast hálfan daginn. — Upplýsingar í síma 33435. íbúð Óska eftir 4ra—5 herbergja íbúð. — Uppiýsingar í síma 10440, eftir kl 5 á daginn. I dag er föstudagurinn 18. marz, 78. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 08:38. Síðdegisflæði kl. 21:06. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Vikuna 12.—18. marz verður nætur- vörður í Ingólfsapóteki. Næturlæknir i Hafnarfirði: — Krist- ján Jóhannesson, sími 50056. E) Helgafell 59603187. VI. 2. RMR Föstud. 18-3-20 Vs-Fr-Hvb. I.O.O.F. 1 = 1413188% _ D.d.v. Dansk-íslenzka fél. heldur skemmt- un í kvöld i Tjarnarcafé kl. 20,30. Tii skemmtunar verður talnahappdrætti o. fl. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn heldur bazar í kvöld ki. 3,30 í Sjálf- stæðishúsinu í Hafnarfirði. Skátakaffi: — Kaffidagur Kvenskáta- félags Reykjavíkur er á sunnudaginn í Skátaheimilinu. Þær konur, sem ætla að gefa kökur komi þeim þangað fyrir hádegi á sunnudag. Frá Guðspekifélaginu: — Reykjavík- urdeildin heldur fund í kvöld á venju- legum stað og hefst hann klukkan 7,30 með aðalfundarstörfum. Að þeim fundi loknum, kl. 8,30, hefst venjuleg- ur fundur. Grétar Fells flytur erindi er hann nefnir: ,,Sálarhungur þitt". Allir eru velkomnir og að lokum verð- ur kaffidrykkja. Má gerast nunna Átján ára gömul stúlka frá Vínarborg, Kaethe Korpitsch, gekk fyrir skömmu í kaþólskt klaustur gegn vilja foreldra sinna. Hæstiréttur Vínarborgar felldi í gær þann úrskurð, að ¦foreldrar hennar gætu ekki skip- að henni að hverfa úr klaustr- inu ef hún óskaði að gerast nunna. Héraðsdómur hafði áður fallið á sama veg. — Hinn göfugi gerir kröfur til sjálfs sín; ómerkingurinn gerir kröfur til annarra. — Konfucius. • — Ó, guð — ef guð er til; bjarga þú sál minni — ef ég heí nokkra sál. Amen - Ernest Renan. Nei, smáfríð er hún ekki og engin skýjadís, en enga samt ég þekki, sem ég mér heldur kýs. Þótt hún sé holdug nokkuð er höndin ofursmá. Iliin er svo íturlokkuð með æskulétta brá. (Hannes Hafstein: Úr: Nei, smáfríð er hiín ekki) mmi i i i -< ¦ * B ¦ 7 t 9 ,. -y. 1 m H n Lárétt: — 1 dýr — 6 snjó — 7 Dönunum — 10 reykja — 11 skel — 12 á fæti — 14 íþróttafélag — 15 átrúnaðurinn - 18 illa fenginn. Lóðrétt: — 1 vatnsfall — 2 mjólkurafurða — 3 vend — 4 smábátur — 5 borgar — 8 logið —- 9 við fossa (með greini) — 13 skemmd — 16 kyrrð _ 17 tveir eins. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: — 1 strákar — 6 aða — 7 óigusjó — 10 lán — 11 tám —• 12 in — 14 tá — 15 iðuna — 18 óðurinn. Lóðrétt: — 1 skóli — 2 ragn — 3 áðu — 4 kast — 5 rjóma — 8 lánið — 9 jatan — 13 múr — 16 ÐU — 17 Ni. Stúlkan hafði gefið þá yfir- lýsingu í réttinum, að einlæg ákvörðun hennar um að verða nunna og verja lífi sínu til hjúkr- unarstarfa, væri óbifanleg. Vitni skýrðu svo frá, að móð- ir hennar hefði lagt mjög að henr.i að giftast manni, sem jafn- QSÐIIIE vel að áliti föður hennar, var lít- ið eftirsóknarverður maki. Sa-nkvæmt austurrískum lög- um hefur sérhver, sem náð hefur 14 ára aldri, rétt til að ganga í trúarreglu, jafnvel gegn vilja foreldra sinna. Kjötkveðjukóngur 1 Lissabon er á hverju ári kjörinn kjötkveðjukóngur á kjötkveðjuhátíðinni og hér birtum við mynd af þeim, sem fyrir valinu varð í ár, í full- um skrúða. — Eitthvað kann ast ég við svipinn á honum þessum, munu margir segja, enda ekki að undra, þar sem að þessu sínni var kjörinn eng inn annar en sjálfur Fernan- del, sem ekki er síður vinsæll í Portúgal heldur en hér. — Augsýnilega tekur hann hlut- verk sitt ekki alvarlega, a. m. k. getur hann ekki stiltt sig um að brosa við og við sínu fræga brosi. í vestur-íslenzka blaðinu Lögberg — Heimskringla birtist nýlega mynd og grein «m Vestur-íslend- inginn Ross L. Thorfinns son, frá Minnesota. Hann er varaforseti járnbraut- arkerfisins — The Soo Line. Ross er sonur Matthías ar Thorfinnssonar, sem er yfirmaður við „Soil Conservation Service" fyrir Minnesota og starf- ar í sambandi við búnað- ardeild háskólans. Matt- hías kom til íslands fyr- ir nokkrum árum, var þá sendur af Bandaríkja- stjórn til að leiðbeina í landbúnaðarmálum. Þeir feðgar eru báðir kvæntir kanadiskum konum. Afi og amma Ross) Thorfinnssonar voru Þor lákur Þorfinnson og Guð ríður Guðmundsdóttir, bæði úr Hjaltadal í Skagafirði. Bróðir Guð- ríðar er Barði G. Skúla- son lögfræðingur í Port- land, Oregon. Ross Thorfinnsson út- skrifaðist frá Minnesota háskóla 1943, var um tíma í sjóliði Bandaríkj- anna en tók stöðu í laga- deild járnbrautarfélags- ins The Soo Line árií 1946, varaforseti félags- ins varð hann árið 1958. JUMBO Saga barnanna Teddi er duglegur drengur, og hann gat stafað „hundakofi" rétt. Það hefði Júmbó aldrei getað — og auk þess var hann nú önnum kafinn við að bjarga aumingja litlu Maríuhænunni upp úr blekbyttunni. Þegar hún loks komst upp úr, tók hún til fótanna þvert yfir stílabók Júmbós — og skildi eftir sig ótal svört spor á hvítum pappírnum. — Hí! skríkti Teddi — og hr. Leó- heyrði það. — Hvað ert þú að gera, Júmbó? spurði hann. Og svo varð Júmbó að sýna honum stílabókina með öllum blekklessun- Þú ert nú ljóti sóðinn, sagði um. hr. Leó byrstur. — Nú er bezt að þú sitir inni í frímínútunum og skrifir stílinn upp aftur. hftr FERDIIMAND ft vt iSa^ f?S8_2p— ^ &»' 'a)' ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.