Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIB Fös'tuðagur 18. marz 1960 ¦-¦¦¦¦:-¦"- Maenús Jochumsson, forsetl telagsins, og ívi. unonvai, senai- herra Frakka í Reykjavík. Alliance francaise fœr bœkistöð í skrifstotuhúsi franska sendiráðsins SL. laugardag opnaði Frakk- landsvinafélagið Alliance franca- ise bækistöð „centre culturel", í skrifstofu franska sendiráðsins að Túngötu 20, að viðstöddum menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, sendiherra Frakka hér á landi, M. Jean Brionval, borg- arstjóra menntamála, frú Auði Auðuns, og fleiri gestum. Lesstofa og bókasafn Er ætlunin að reka þarna les- stofu fyrir félagsmenn, sem opin verði fjórum sinnum í viku, þar sem þeir hafi aðgang að frönsk- Um blöðum og tímaritum. Er ies- stofan rúmgóð og hin vistlegasta. Þar hanga á veggjum eftirprent- anir af málverkum eftir þekkta franska málara og fréttamyndir frá Frakklandi. Auk þess verður bókasafn félagsins, sem í eru um 2000 bindi, opin til útlána tvisv- ar í viku. í safni þessu er að finna allt það bezta sem skrifað hefur verið á franska tungu allt fram á síðustu ár. Gömul menningartengsl Magnús Jochumsson, formaður Alliance Francaise, bauð gesti velkomna á þessum tímamótum í sögu félagsins og mælti m. a.: Þessi félagsskapur hefur nú starfað í nærfelt fimmtíu úr og það er fyrst nú, að honum hefur hlotnast fastur samastaður. Fyrir sérstakan höfðingsskap og sér- lega vinsemd ambasadors Frakk- lands, herra Jean Brionval, höf- um við nú fengið hér fast hús- næði, centre culturel, tvö her- bergi í skrifstofuhúsnæði sendi- ráðsins og auk þess nokkurt geymslupláss í kjallara. Gömul menningartengsl Menningartengsl íslendinga og Frakka eru gömul. Þau eru reyndar knýtt á fyrstu árum okkar eigin sögu. Sæmundur Sig- fússon, Jón Ögmundsson og marg ir fleiri, þó þessa tvo beri hæst, hafa leitað til fanga í Vallandi og flutt með sér heim áhrif þeirr- ar menningar, sem þá bar hæst í Evrópu. A myrkustu öldum í sögu okkar rofnuðu þessi tengsl ekki heldur. Trúbardúrsöngvarti- ir frönsku, riddaraljóð og sögur bárust um alla álfuna og einnig hingað út í fásinnið og eru hér þýddar og umskapaðar í ljóð og rímur. Og nú á allra seinustu ár- um hafa þessi gömlu tengsl auk- izt og eflzt að rai«, þ«r sem álit- legur hópur ungra Islendinga hefur sótt Frakkland hpim til framhaldsnáms á mör svið- , um. Að lokum þakkaði íormaður sendiherra tn*xm t/nr vin- semd og áhuga, sem hann hefði sýnt félaginu, frá komu sinni taingað, ekki hvað sízt með því nú að gera félaginu fært að setja upp bækistöð í skrifstofum sendi- ráðsins. Einnig þakkaði hann sendikennara Frakka við Há- skólann, Mademoiselle Gagnaire, fyrir hversu óþreytandi og fús hún hefur ætíð verið til að leggja félaginu lið, ekki sízt við að koma bókasafninu fyrir. , Afnám hafta og forréttinda jafnrétti í skattheimtu og útsvörum Úr jómftúrœðu Einars Sigurðssoitar EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, flutti Einar Sigurðsson, 3. þingmaður Austurlands, jómfrúræðu sína á öðrum degi þingsetu sinnar. Var söluskatturinn til 1. umræðu í neðri deild og höfðu talað auk fjármálaráð- herra, Eysteinn Jónsson og Einar Olgeirsson. Hafði Ey- steinn deilt hart á söluskatt- inn og einstaklingsframtakið í landinu og minntist oft á Bogesen í því sambandi. Hér verður drepið á nokkur* atriði úr jómfrúræðu Einars Sigurðssonar. — Ég er nýliði hér og ætlaði ekki að taka þátt í þessum um- ræðum, hóf Einar Sigurðsson mál sitt, en 1. þm. Austurlands gaf mér tilefni til að standa upp- Hann var að reikna og nefndi margar tölur. Ég ætla líka að reikna, en ég ætla aðeins að nota eina tölu, töluna 200. Það er við- urkennt og ekki véfengt, að við höfum á undanförnum árum tek- Hin nýja lesstofa Alliance francaise er vistleg og rúmgóð. Sœluvika Skagfirðinga verður óvenju fjölbreytt SAUÐÁRKRÓKI, 14. marz: — Sæluvika Skagfirðinga hefst að þessu sinni 20. þ. m. Skemmti- atriði vikúnnar verða fleiri og fjölbreyttari nú en venjulega áður, en þau verða, sem hér segir: Leikrit. Leikfélag Sauðárkróks frum- sýnir á sunnudaginn hinn vin- sæla sjónleik Músagildran eftir Agötu Christie. Leikstjóri verður Eyþór Stefánsson. Verður leik- urinn sýndur öll kvöld vikunnar, nema á mánudagskvöldið. Kabarett Ungmennafélagið Tindastóll Sæmilegt vega- samband við Eyjafjörð AKUREYRI, 16. marz: — Vega- samband við Eyjafjörð er sæmi- •egt eins og stendur. Eyjafjarð- arvegur er ágætlega bílfær og búið er að ýta Öxnadal og Oxna- dalsheiði og er suðurleiðin þar með opin. Verið er að ýta Dals- mynni, en þegar því er lokið, verður bílfært til Húsavíkur. — Mag. sýnir revíukabarettinn. Verða þar teknir til meðferðar ýmsir þættir úr bæjarlífinu svo og gamlar og sígildar persónur úr leiklistarsögu þjóðarinnar, svo sem Jón Hreggviðsson, Skugga- sveinn, Ketill o. fl. Söngur og dans Þá verður einsöngur, listdans, kvintettsöngur og sýning, sem heitir, Nótt í Moskvu. Um 30 manns koma fram á sviðið í þess- um skemmtunum auk HG- kvartettsins. Kór og lúðrasveit Karlakórinn Heimir syngur á fimmtudag og föstudag, en kór- inn mun einnig vera með skemmtiskrá af öðru tagi. Komið hefur til mála, að Lúðrasveit Siglufjarðar komi og haldi hljóm leika sunnudaginn 27. þ. m. kl. 16. Kvikmyndir Sauðárkróksbíó sýnir kvik- myndir alla daga vikunnar, og dansleikir verða í Bifröst á mið- vikudagskvöldi og hverju kvöldi úr því. Leikur HG-kvartettinn fyrir dansi. Félagsvist í Templó verður félagsvist og daus a miðvikudagskvöld. — Jón. ið lán erlendis, sem nemur 200 millj. árlega. Nú er komið að skuldadögunum, og það er ekki nein smáræðis skuld, sem þarf að greiða. Fordæmdi skatta. Það fannst mér einna bros- legast hjá 1. þm. Austurlands, er hann var að fordæma skatt- ana. Hann, sem hefur aldrei séð aðra björg en skatta og á vafa- laust metið í skattaálagningu. Er Framsókn komst fyrst til áhrifa á 4. tug aldarinnar, ofsótti hún einkareksturinn leynt og ljóst. Varð henni mikið ágengt og tókst þegar í byrjun valdaferils síns að leggja í rúst myndarlegan atvinnurekstur í mörgum byggð- arlögum. Samvinnufélögin arftaki sel- stöðukaupmannanna 1. þm. Austurlands minntist hér á eina af sögupersónum Lax- ness, Bogesen. Bogesen var at- vinnurekandi og kaupmaður um 1920 og lifði þá breytingu, er varð, er verkalýðsfélögin fóru að láta að sér kveða og beið á vissan hátt sinn ósigur. En íslendingar höfðu annan yfirdrottnara yfir atvinnu sinni og daglegu lífi en Bogesen og alla Bogesenana. — Fram um og fram yfir alda- mót voru selstöðukaupmenn- irnir alls ráðandi í lífi þjóð- arinnar, sem gátu haft hlutina eins og þeir vildu. Eru nokkrar hliðstæður nú við það, sem var fyrir 60 árum? Jú, það eru hlið- stæður til og það eru samvinnu- félögin. Það er leitt að þurfa að segja það, en samvinnufélögin og Framsóknarflokkurinn hafa gert allt sem hægt er til að útiloka samkeppni og skapa sér sömu að- stöðu víða um land og einokunar kaupmennirnir höfðu. Fyrir þeirra atbeina var sett í lög að banna t. d. að byggja sláturhús, þar sem sláturhús var fyrir 03 það voru oftast nær kaupfélags- húsin. Þannig gátu þeir útilok- að samkeppni um afurðir bænda. Við, sem unnum frjálsu fram- taki, viljum hins vegar fyrst og fremst samkeppni og teljum hana beztu leiðina til að skapa lágt vöruverð, góða lífsafkomu og fjöl breytni í framleiðsluháttum.' Viljum ekki, að lífið sé murkað úr okkur. í sambandi við efnahagsráð- Flokksmaður Adenauers saksóttur Miinchen, V-Þýzkalandi, 16. marz. (Reuter) FREIDRICH Zimmermann, framkyæmdastjóra flokks- deildar Kristilega demó- krataflokksins (flokks Ad- enauers kanzlara) í Bayern, hefur verið stefnt fyrir rétt, og er hann sakaður um að hafa svarið rangan eið í máli nokkru varðandi spila- víti, sem rekið var á sl. í sambandi við mál þetta hafa yfirvöldin í Bayern ákveðið að leyfa ekki starf- semi fleiri spilavíta í land- inu en nú eru — og endur- nýja ekki leyfi þeirra, sem fyrir eru, er þau renna út árið 1965. Einar Sigurðsson stafanirnar vil ég segj* þa8, að auðvitað eru atvinnurekend- ur ekki hrifnir af því, að vext- irnir séu hækkaðir og dregið úr lánum. Það getur hver sagt sér sjálfur. En við erum eins og sjúklingur, sem tekur inn bragð- vont lyf eða gengur undir skurð- aðgerð. Við viljum þola bragð- vont lyf og sársauka í von um að fá bata, en við viljum ekki, að lífið sé smá murkað úr okkur. Misrétti rekstarformanna. Það er ekki gaman að stunda atvinnurekstur í þjóðfélagi, þar sem eitt rekstarformið er ofhlað- ið sköttum á öllum sviðum, en annað ekki aðeins skattfrjálst, heldur spillt á allan hátt eins og opinberi reksturinn er. Ef sveitar eða bæjarfélag hefur atvinnu- rekstur með höndum, greiðir það ekkert útsvar af honum og engan skatt, en fær venjulega styrk af útsvörum borgaranna, á sama tíma og einkareksturinn má stynja undir þungum veltu- útsvörum og sköttum, og margs konar öðrum gjöldum. Ríkisrekst urinn er algerlega skattfrjáls, en greiðir sums staðar lítilsháttar útsvar. Þó er ekki fullupptalið misrétti rekstrarformanna, þvl samvinnufélögin eru einhvers staðar þarna mitt á milli og þeim er sannarlega hyglað í þessuia efnum. Við síðustu útsvarsálaga- ingu var SÍS útsvarsfrjálst í Reykjavík, en hefði það verið einkafyrirtæki hefði það orðið að borga margar millj., og sama er að segja um kaupfélögin úti um land. Og það er ekki aðeins í sam bandi við skattana, sem þessum aðilum er mismunað, heldur einnig í sambandi við innfluin- inginn. Bezt fyrir almenning í landinu. Einar Sigurðsson lauk máli sínu með þessum orðum: — Við sem trúum á einka- framtakið og einkareksturinn, neitum því að vísu ekki, að opin- ber rekstur getur verið nauð- synlegur á vissum sviðum. En ég fyrir mitt leyti trúi ekki á það, að atvinnurekstur í venjuleg- um skilningi geti nokkurs staðar náð betri árangri heldur, þvert á móti undir stjórn þess opinbera heldur en undir stjórn einstakl- inganna, ef á það er litið, hvað bezt er fyrir almenning í landinu og lífsafkomuna í heild. Við trúum á það, að samfara þeim efnahagsráðstöfunum, sem nú er verið að gera og sem eru erfiðar fyrst og fremst vegna synda, sem drýgðar voru í tíð vinstri stjórnarinnar, að við fáum aukið frelsi og kannski full- komið jafnrétti í atvinnu- rekstri og verzlun. Við trúum því, að farsælasta leiðin til betri lífskjara sé afnám skrif- finnskunnar, afnám haftanna, afnám forréttindanna og jafn rétti atvinnurekstarformanna í skattheimtu og útsvörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.