Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 20
20 MORGUNJtLABIÐ Föstudagíir 18. marz 1960 OPHíXjA hefði verið betra þannig. Það var betra, að þetta skyldi koma fyrir, svo að þeir sem báru traust til mín skyldu vita, að ég var eng- in hetja, enginn dýrlingur, eng- inn guð, sem hafði náðarsamleg- ast sýnt það lítillæti, að reísa upp umkomulausa sjúka mann- eskju, til að sitja við hlið Hans í skýjum himinsins. Ef ég veitti nú ást hennar viðtöku þá var ekki lengur um neina fórn að ræða. Nei, nú var það mitt að biðja um fyrirgefningu og henn- ar að veita hana. Þannig var það lika bezt. Aldrei fyrr hafði ég verið svo öruggur um sjálfan mig. Aðeins einu sinni brá fyrir skugga af ótta í huga mér og það var í Lundenburg, þegar feitur maður ruddist inn í járnbrautarklefann, hneig niður í sætið og másaði: „Guði sé lof, að ég náði henni. Ef hún hefði ekki komið sex mín útum of seint, þá hefði ég misst af henni". Eitt augnablik greip mig ofboðs leg skelfing. Ef Condor hefði nú alls ekki komið heim til hádegis verðar? Eða ef hann hefði kom- ið of seint til að ná í hádegislest- ina? Þá væri þetta allt til einskis. Hún myndi bíða og bíða. Enn einu sinni minntist ég hins hræði lega augnabliks á svölunum, þeg ar hún hallaði sér út yfir hand- riðið og starði niður í dýpið fyr ir neðan. Oh, guð minn góður, hún varð að fá að vita í tíma, hversu mjög ég iðraðist svik- semi minnar. Áður en örvænting in næði valdi yfir henni, áður en það versta skeði. Kannske væri bezt að ég sendi henni skeyti á næstu viðkomustöð, bara fáein orð, til þess að friða hana, ef Condor skyldi ekki hafa fært henni skilaboðin. í Brúnn, næstu stöð, stökk ég út úr lestinni og hljóp yfir að símaklefanum á brautarpallinum. En hver ósköpin voru eiginlega að ske? Fyrir utan dyrnar var ið andi mannþröng, dökkur, þéttur, æstur hópur af fólki, sem allt var að lesa auglýsingu. Ég varð að olnboga mig og troðast áfram að litlu glerhurðinni. Fljótt, fljótt, eyðublað fyrir símskeyti. Hvað átti ég að segja? Mestur vandinn var að vera fáorður. — „Edith von Kekesfalva, Kekes- falva.. Innilegustu kveðjur og beztu óskir. Kallaður burtu til herþjónustu annars staðar. Kem fljótlega aftur. Condor útskýrir allt. Skrifa innan skamms. Þinn einlægur, Anton", Ég rétti símskeytið inn. Af- greiðslustúlkan var svo sein í snúningum og spurði svo margra spurninga: nafn og heimilisfang sendanda, eitt formsatriðið eftir annað. Og lestin mín átti að fara eftir tvær mínútur. Aftur varð ég að beita afli, til þess að troð- ast í gegnum hinn forvitna mann söfnuð, sem stóð umhverfis aug- lýsinguna og hafði aukizt um all- an helming, frá því að ég kom þangað. Hvað var eiginlega á seyði? Ég ætlaði að fara að spyrj ast fyrir um það, þegar hinn hvelli eimpipublástur lestarinnar barst mér til eyrna og ég hafði rétt tima til að stökkva upp í vagninn. Ég þakkaði guði fyrir, að þessu skyldi nú vera lokið. Nú þurfti hún ekki að vera tortrygg in, nú gat hún verið róleg. Ég var nú fyrst farinn að gera mér grein fyrir því, hve örþreyttur ég var eftir þessa tvo taugaslítandi daga, þessar tvær svefnlausu nætur. Og umkvöldið, þegar við komum til Czaslau, varð ég að beita ýtrustu orku minni, til að staulast upp í hótelherbergið mitt á fyrstu hæð, þar sem ég sökk niður í djúp svefnisins, eins og niður í hyldjúpa gjá. Ég hlýt að hafa sofnað um leið og höfuð mitt snerti koddann — það var eins og að sökkva með — Við höfum reiknað út, að það séu 4,267,921 % sekúndu til afmælisins hans Péturs! sljófgaða skynjun niður í myrkt, djúpt flóð, langt, langt niður í djúp upplausnar, sem aldrei verð ur náð með öðru móti. Það var fyrst löngu seinna, sem mig dreymdi draum, en upphaf hans man ég nú ekki lengur. Það eina sem ég man, er að ég stóð inni í herbergi, sem ég held að hafi verið biðstofa dr. Condors. Og allt í einu heyrði ég þetta hræði- lega hljóð, sem svo lengi hafði hljómað í eyrum mínum, hið reglubundna hljóð í hækjunum, þetta skelfilega tap-tap, tap-tap. Fyrst heyrði ég það í fjarska, eins og það bærist utan af göt- unni en svo færðist það nær — tap-tap, tap-tap — og svo mjög nálægt, hátt og ákaft — tap-tap, tap-tap — og að lokum svo hræði lega nálægt herbergisdyrum mín um, að ég hrökk upp með and- fælum. Ég starði opineygur út í myrkr ið í ókunnuga herberginu. En þarna kom það aftur: tap-tap — hin áköfu hnúahögg á harðan við. Nei, þetta var ekki lengur draumur. Það var raunverulega einhver að banka á hurðina mína Ég snaraðist fram úr rúminu og flýtti mér til dyra. Næturvörður- inn stóð fyrir utan. „Símtal við hr. liðsforingj- ann". Ég starði á hann. Símtal? Við mig? Hvar___hvar var ég þá? Ókunnugt herbergi, ókunnugt herbergi .. ah, já .. Ég var í .. Czaslau. En hér þekkti ég ekki nokkra lifandi sál, svo að hver gat farið að hringja til mín um miðja nótt? Fjarstæða! Það hlaut a. m. k. að vera hánótt. En '„Ger- ið þér svo vel að flýta yður, hr. liðsforingi", sagði næturvörður- inn. — „Þetta er símtal við Wien. Ég heyrði ekki greinilega nafn- ið". Á sama andartaki glaðvaknaði ég. Það gat aðeins verið Gondor. Hann hlaut að hafa einhverjar fréttir að segja mér. „Flýttu þér niður", skipaði ég dyraverðinum. „Segðu þeim að ég komi eftir andartak". Dyravörðlurinn fór og ég flýtti mér í frakkann minn utan yfir nátttreyjuna og hraðaði mér á eftir honum. Síminn var í einu horni skrifstofunnar á neðstu hæð. Dyravörðurinn stóð og hélt símtólinu við eyrað. Ég ýtti hon- um óþolinmóðlega til hliðar, enda þótt hann segði. „Það er búið að rjúfa sambandið". En ég heyrði ekki neitt . . ekki neitt. Ekkert nema fjarlægt suð og dauf an hvin .. bzz .. bzz . . brrr, málmkennt suð, eins og í mýflugnavængjum. — „Halló, halló", hrópaði ég og beið, beið. Ekkert svar. Ekkert nema þetta starkandi, tilgangslausa suð. — Skalf ég vegna þess að ég var aðeins í frakkanum mínum, utan yfir nátttreyjunni, eða var það af skyndilegum ótta, sem tenn- urnar glömruðu í munninum á mér? Kannske hafði sjúkdómur- inn versnað. Eða kannske. .. Ég beið, ég hlustaði og þrýsti heitum gúmmíhringnum fast að eyranu. Loksins — krrx, krrx — línunni var breytt og ég heyrði rödd símastúlkunnar: „Hafið þér fengið samband?" „Nei". „En það var fultt samband fyrir augnabliki. Símkvaðning frá Wien. Viljið þér gera svo vel að bíða andartak?" Aftur þetta sama krrx, krrx. Svo breyttist línan aftur og nú heyrðist brestir, smellir, ýlfur, niður, sem smátt og smátt lækk- aðí og rann saman við hið daufa suð símavíranna. Skyndilega heyrðist rödd, hás og hranaleg karlmannsrödd: „Höfuðstöðvarnar, Prague, tal ar. Er þetta hermálaráðuneyt- ið?" „Nei", hrópaði ég í örvænt ingu minni. Röddin þusaði eitt- hvað, sem ekki varð skilið og hljóðnaði svo, týndist í tóminu. Enn einu sinni þetta heimsku- lega söngl og kliður og því næst aftur ruglingslegt suð fjarlægra radda. Loks heyrði ég í síma- stúlkunni. „Afsakið, ég hef verið að at- huga þetta. Línan er nú alveg hrein. Áríðandi embættislegt sím tal. Ég hringi til yðar jafnskjótt og símkvaðningin verður endur tekin. Gerið svo vel að hengja símtólið upp". Ég gerði eins og mér var sagt, örmagna, vonsvikinn, bálreiður. Hjartað barðist í brjósti mér, lík ast því sem ég hefði klifrað of hratt upp fjallshlíð. Hver gat það hafa verið? Það gat ekki hafa verið neinn annar en Condor. En hvers vegna var hann að hringja til mín klukkan hálf eitt að nóttu til? Dyravörðurinn kom til mín. „Herra liðsforingjanum er alveg óhætt að bíða í herberginu sínu! Ég skal gera honum aðvart jafn skjótt og kvaðningin verður end urtekin". En ég hafnaði boði hans. Ég mátti ekki koma of seint í annað skipti! Ég varð að vita hvað kom ið hafði fyrir, því að eitthvað — það fann ég greinilega — hafði komið fyrir, marga kílómetra í burtu. Það hlaut að hafa verið annað hvort Condor eða Kekes- falva. Hann var sá eini, sem gat hafa sagt þeim heimilisfang mitt. Hvað sem því leið, þá hlaut það að hafa verið eitthvað mjög mikilvægt, eitthvað áríðandi, því að annars hefði ég ekki verið kallaður upp úr rúminu um há- nótt. Óljós innri rödd sagði mér að mín væri þarfnazt. Að ein- hver þyrfti á mér að halda. Að einhver hefði eitthvað mjög þýð ingarmikið að segja mér, eitt- hvað sem réði úrslitum lífs eða dauða. Nei, ég gat ekki farið í burtu. Ég mátti til með að vera á verði. Ég vildi ekki missa eina mínútu. Og svo settist ég á harða tré- stólinn, sem næturvörðurinn færði mér o'g beið, með bera fæt- urna falda undir yfirfrakkan- um og starði stöðugt á símatól- ið. Ég beið í stundarfjórðung, hálfa klukkustund, skjálfandi af eftirvæntingu og sennilega kulda og þurrkaði aftur og aftur með skyrtuerminni svitann, sem stöð- ugt hélt áfram að brjótast út á enni mér. Loksins — rrr — hring ing. Ég þaut að símtólinu og þfeif það báðum höndum. Nú, nú fengi ég að heyra allt. Ég hafði gert heimskulegt glappaskot, sem næturvörðurinn vakti þegar athygli mína á. Það var ekki síminn, sem hafði hringt heldur hótel-bjallan og síðkomn- HOPING TO SAVE TALL TIMBER ELK RESERVATION AS A NATURAL WILPER- NESS, MARK TRAIL GOES TO SEE SENATOR WATSON WHO HAS INTRODUCED A \ BILL TO SELL THE LANP TO PRIVATE INTERESTS a r í ú Sjáðu til Markús, vinur minn, hversu mikið sem við elskum Guðs græna náttúruna, getum við um hjónum var hleypt inn og þau litu með óblöndnum undr- unarsvip á hinn kynlega mann, sem sat berfættur og berhálsað- ur inni í dyravarðarherberginu í einum liðsforingjafrakka. Og nú þoldi ég þetta ekki leng ur. Ég þreif símtólið og spurði símastúlkuna: „Hefur símakvaðningin ekki verið endurtekin?" „Hvaða kvaðning?" „Frá Wien. .. Ég held frá Wi- en .. fyrir hálfri klukkustund". „Ég skal athuga það. Bíðið and artak". Það andartak vir-tist heil eilífð. Loks var hringt. Eh símastúlkan sagði aðeins hughreystandi: „Þér verðið að bíða örlítið leng ur. Ég hringi aftur mjög bráð- lega". Bíða! Bíða enn í nokkrar mín- útur? Mínútur? Mínútur? — Á einni einni sekúndu getur mann- eskja dáið, örlög verið ráðin, heill heimur farizt. Hvers vegna voru þeir að láta mig bíða, bíða svona glæpsamlega langan tíma? Það var píslarvætti, vitfirring. Klukkan var þegar orðin hálf tvö. Ég var búinn að sitja hér skjálfandi og titrandi og bíða í heila klukkustund. Loksins, loksims var aftur hringt. Ég greip símtólið með titrandi höndum og þrýsti því að eyranu, en símastúlkan sagði að- eins: „Símakvaðningin hefur veriö afturkölluð". „Afturkölluð? Hvað merkti það? Afturkölluð? „Augnablik, Fraulein". En hún hafði þegar hringt af. aiíltvarpiö 8.00- 12.00 13.15 15.00 18.25 18.30 18.50 19.00 19.35 20.00 20.30 22.00 22.10 22.20 22.40 23.10 Föstudagur 18. marz 10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfiml. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 T6n- leikar. — 9.10 VeSurfregnir. — 9.20 Tónleikar). Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). Lesin dagskrá næstu viku. -16.30 Miðdegisútvarp. Veðurfregnir. Utvarpssaga barnanna: „BræB- urnir" eftir Karen Plovgárd; VI. (Sigurður Þorsteinsson banka- maður). Framburðarkennsla í spænsku. Þingfréttir. — Tónleikar. Tilkynningar. Fréttir. Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Þorsteins þátt- ur stangarhöggs (Oskar Hall- dórsson cand. mag.). b) Islenzk tónlist: Verk eftlr Skúla Halldórsson. c) Frásöguþáttur: Þegar Vest- mannaeyjabátarnir Farsæll og Island fórust (Jónas St. Lúó- víksson). d) Vísnaþáttur (Karl Kristjánsson alþingismaður). e) Islenzk tónlist: Sönglög eftir Gunnar Sigurgeirsson. Fréttir og veöurfregnir. Passíusálmur (28). Frá Suður-Afríku — síðara er. indi (Vigfús Guðmundsson veit- ingamaður). A léttum strengjum: Frank <!• Vol og hljómsveit hans leika. Dagskrárlok. ekki staðið í vegi fyrir framför- unum. En hér er ekki um framf arir að ræða þingmaður. Hér er um að ræða að bjarga einstaka friðuð- um svæðum, svo allir geti fengið að njóta þeirra. Laugardagur 19. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleile ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir) . 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 FrétUr og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eirikur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- lir.ga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt" eftir Stefán Jónsson; XV. lestur (Höfundur les). 18.55 Frægir söngvarar: Alexander Kipnis og Max Lichtegg syngja lög og aríur eftir Mozart, Wagner, Strauss og Tjaikovskíj. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „John Gabriel Borkman" eftir Henrik Ibsen, í þýðingu Helga Halldórssonar. — Leik- stjóri: IndriSi Waage. Leikendur: Valur Gíslason, Anna Guðmunds- dóttir, Jóhann Pálsson, GuSbjörg Þorbjarnardóttir, IndriSi Waage og Kristín Waage. 22.00 Fréttir og veSurfregnir. 22.10 Passíusálmur (29). 22.20 Danslög, þ. á. m. leikur hljóm- sveit Kristjáns Kristjánssonar. Elly Vilhjálms og Oðinn Valdi- marsson. 02.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.