Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. marr 1880 MORCUNBLAÐIÐ 15 Leik- Iréttir ENGLENDINGAR eru miklir að dáendur Ibsens og leika á hverju ári eitt eða fleiri leikrit eftir þetta mikla skáld. Fyrir nokkrum mánuðum settu þeir á svið leikritið „Brand“ í London, og var það einhver bezta leik- sýning, sem sýnd hefur verið hér lengi. UmtöIuA leiksýning Á þessu ári hafa staðið yfir- sýningar á „Rosme.rsholm" og hefur sú leiksýning verið mjög umtöluð, sérstaklega vegna fram úrskarandi leiks Peggy Ashcroft í hlutverki Rebeccu Vests. Peggy Ashcroft er talin vera ein mikil- hæfasta enska leikkonan, látlaus, einlæg og afkastamikil. John Rosmer er leikinn af ung- um leikara, Eric Porter. Fyrir leik sinn í Rosmerholm var hann kosinn af einu dagblaðinu (Even ing Standard) • bezti leikari árs- ins. Frjálslyndi undirstaðan Ibsen skrifaði Rosmersholm á árunum 1884—1886 og dvaldist þá að mestu erlendis. Hann var á þeim árum mjög undir áhrifum Óháði söfnuðurinn 10 ára Peter Mortensgard til hægri (John Blatchley) er glaðhlakka- Iegur blaðamaður, ánægður yfir að geta birt fréttir af prest- inum í blaði sínu. Rosmer (til hægri) vill ekki leyna neinu um breytingu sína ,en blaðamaðurinn vill einungis birta það, sem bezt gengur í lesendur sína. segist ekki geta gifzt honum, það sé á móti hugsjón þeirra beggja. Ein leið til undankomu Síðar í leiknum er vikið að því frá Lundúnum ingur hans á hlutverki sínu ekki svo framúrskarandi, að hann yrði kosinn bezti leikari ársins. Sýningin var í heild mjög góð, en leikurinn of -hægur í byrjun. Það sem á vantaði var norskt andrúmsloft. Enskir leik- arar virðast aldrei geta fullráðið við Ibsen, að „Brand“ einum undanskildum. Krf. ÓHÁÐI söfnuðurinn í Reykjavík minntist nýlega 10 ára afmælis síns með fjölmennu og ánægju- legu samsæti. Veizlustjóri var Sigurjón Guðmundsson forstjóri og ræðui fluttu Andrés Andrés- son, er verið hefir form. safn- aðarstjórnar frá upphafi, Bogi Sigurðsson kennari, sem er gjald keri safnaðarins, séra Emil Björnsson, safnaðarprestur, frú Álfheiður Guðmundsdóttir, sem verið hefur formaður kvenfélags safnaðarins frá stofnun þess, og Stefán Árnason, er talaði af hálfu Bræðrafélags safnaðarins í for- föllum Jóns Arasonar, sem hefur verið form. þess félags frá upp- hafi. Ennfremur töluðu Kristinn Ágúst Eiríksson járnsmiður, Ás- mundur Guðmundsson, fyrrver- andi biskup íslands, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og frk. María Maack. Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona söng með undir- leik Fritz Weisshappel, við fögn- uð áheyrenda og sýnd var kvik- mynd af vígslu kirkju Óháða safnaðarins sl. vor. Formaður og prestur safnaðarins vottuðu þakk j ir öllum þeim í söfnuðinum, og utan vébanda hans, sem lagt hafa málum safnaðarins og kirkju- byggingu lið á undanförnum ár- um. í afmælishófinu var skýrt frá veglegum gjöfum, sem kirkjunni hafa nýlega borizt. Kvenfélag safnaðarins hefur ákveðið að gefa altaristöflu, sem íslenzkur list- málari málar í sumar. Bræðrafé- lag safnaðarins gaf 5000 krónur til kirkjunnar að þessu sinni og Vestur-íslendingurinn Skúli Bjarnason, sem nýlega dvaldist hérlendis, gaf 10 þúsund krónur til Kirkju Óháða safnaðarins. Kvenfélag og Bræðrafélag safn- aðeins hafa lagt ómetanleg- Andrés Andrésson formaður safnaðarins frá upphafl an skerf til uppbyggingar safn- lífsins og byggingar kirkjunnar á undanförnum árum. í hinni nýju kirkju er í vetur súnnu- dagaskóli á hverjum sunnudags- morgni og sækja hann hverju sinni miklu fleiri börn en kirkj- an rúmar í sæti. Prestur safnað- arins veitir þessu vinsæla barna- starfi forstöðu. Óháði söfnuðurinn hefir byggt kirkju og félagsheimili á óvenju skömmum tíma sem kunnugt er, safnaðarstarfið og félagslítfið hefur jafnan verið þróttmikið og aldrei staðið með meiri blóma en nú. Óháði söfnuðurinn hefir með ýmsum hætti rptt nýjar brautir í kirkjulífinu þau 10 ár sem hann hefur starfað og vakið þjóð arathygli vegna fórnfýsi og dugn aðar þeirra, sem í honum eru og málum hans stjórna. frjálslyndra manna og ekki vel- látinn á meðal hægri stjórnar- flokkanna í Noregi. Aðalpersóna leikritsins, Re- becca Vest, er mjög frjálslynd kona og lætur skoðanip sínar í ljós engu síður en karlmennirnir. Hún býr undir sama þaki og presturinn Rosmer, sem hefur látið hempuna af hendi fyrir nýtt og betra líf í frjálslyndu hreyf- ingunni, sem svífur yfir þjóðinni, eldri mönnum til skelfingar. Þau tvö eru félagar, tengd böndum, sem þau telja ekki ástabönd, en almenningur hefur aðra skoðun á því. Kona prestsins varð örvingluð yfir þessari breytingu manns síns, og í örvinglun sinni fremur hún sjálfsmorð, fellur i mylluna. Hann hafði þó í lengstu lög dulið þær vegna andlegrar heilsu hennar. Rosmer kiknar undir byrðinni, hann biður Rebeccu um að giftast sér. Hún neitar og að Rebeccka hafi sofið hjá föður sínum án þess að vera þess vit- andi. Full af syndum fortíðar- innar, játar hún að hafa rekið eiginkonu Rosmers til þess að fremja sjálfsmorð með afbrýði sinni. Fet fyrir fet hefur hún unnið að því að taka hennar stað á Rosmersholm og í hjarta prests ins. En nú þráir hún að slíta sig lausa frá Rosmersholm, þar sem hvítur hestur dauðans sveimar um staðinn. Rétt þegar hún er að taka þá ákvörðun kemur Ros- mer heim. Hann getur ekki látið hana fara. Spurningarnar hrynja yfir hann, er hún sek, hvers eðlis er samband þeirra, er það ást? — Það er aðeins ein leið opin fyrir þau. Þau bindast hjúskaparheit- um, og ganga út í mylluna, út í dauðann. Vantar norskt andrúmsloft Peggy Ashcroft er áhrifamikil í leik sínum. Eric Porter sýnir mikla tilfinningarsemi, en skiln- Nokkrar notaðar en vel uppgerðar stimpilklukkur til sölu. Hinar marg- eftirspurðu I. B. M. stimpilklukkur væntanlegar. OIIIi A. MICHELSEN Laugaveg 11 — Simi 24202. Stimpilklukkur SÁSJMIvn M M HJ'TT m(E n M(GAD8 Sambandshúsinu. Sími 17080. er trygging fyrir alla fjölskylduna. Skrifið eða hringið eftir nánari upplýsingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.