Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 24
ísinn við Crœníanr*
Sjá veðurkart á bls. 2.
Erlent yfirlit
Sjá bls. 10.
65. tbl. — Föstudagur 18. marz 1960
Þykk kísillög í vötnum
í nánd við Reykjavík
NÝLEGA hafa fundizt þykk
kísilþörungalög í vötnum í
nánd við Reykjavík, og virð-
ist ástæða til að halda að slík
lög, mismunandi þykk og
mismunandi hrein, muni yfir-
leitt að finna í vötnum hér.
Ekki hefur en farið fram nein
rannsókn á því hvort borgi
sig að vinna kísil á þessum
stöðum, en það er alldýrmætt
efni, eftir að búið er að
hreinsa það.
Það var Haukur Tómasson,
jarðfræðingur, sem fann þessi lög
af kísiljörð af tilviljun, að því
er hann segir, er hann var að at-
huga kísilþörunga í þeim til-
gangi að rannsaka hvort sjór
hefði gengið lengra á land en
hingað til hefur verið haldið.
Allt að 10 m Iag
Er hann búinn að bora í nokk-
ur vötn og finna 10 m. þykkt lag
í Elliðavatni, 7—8 m þykkt í
Vífilstaðavatni einnig talsvert lag
í Rauðavatni, en í Hafravatni eiu
lífrænu leyfamar blandaðar. Hef-
ur hann ásamt sjálfboðaliðum,
sem hann hefur fengið til hjálp-
Frímerkjamdlið
til fyrirsagnar
• FRÍMERKJAMÁLIÐ svo-
nefnda, stuldur hinna verð-
miklu gömlu frímerkja í
geymslu póststjórnarinnar, hef
ur nú verið sent dómsmála-
ráðuneytinu til fyrirsagnar. —
Bárust ráðuneytinu gögnin
varðandi rannsókn málsins í
fyrradag.
ar, unnið við þessar boranir und-
anfarnar þrjár helgar.
Virðist ástæða til að halda að
neðst í vötnunum sé leir frá lok-
um ísaldar, en langan tíma eftir
það hafi myndast kísilþörungalög.
Ofan á sé svo um meterslag af
leirblandi, sem lagzt hefir ofan á
er landið hefur blásið upp. Get-
ur verið að erfitt reynist að ná
kísilmoldinni án þess að hún
blandist saman við' leirinn.
Dýrmætt efni
Hversu dýrmætur þessi fundur
er, fer að sjálfsögðu eftir hve
gott er að vinna þar kísilgúr, en
svo nefnist hið endanlega unna
efni. Kemur þar til hvort næg
orka er á staðnum hve flutning-
ur er dýr o. s. frv. Á markaðnum
mun tonnið af bezta gísilgúr gefa
40—60 sterlingspund, en til þess
að hreinsa kísilmoldina og fá úr
henni kísilgúr, þarf dýra verk-
smiðju.
Kísillög hafa áður fundist hér
við Mývatn og er verið að at-
huga hvort borgi sig að vinna kís-
ilinn þar og gera áætlanir þar
að lútandi. Hefur Baldur Líndal
það verkefni með höndum.
Verið að taka netin um borð.
Ljósm.: O.V.S.
Mannhœðarháir skaflar
á Skagaströnd
SKAGASTROND, 17. marz. —
Allir bátar hér eru hættir línu-
veiðum og hafa tekið net, en afli
er mjög tregur. Mb. Húni fór
suður fyrir síðustu helgi á neta-
veiðar og hefur aflað prýðilega.
Mikill snjór var hér í þorpinu
og enn eru hér mannhæðarháir
skaflar, þó mikið hafi tekið upp
síðustu dagna. Búið er að ryðja
snjó af flestum götum, svo greið-
fært er um mest allt þorpið.
Yiír 12 lestir í rólri að jainaði
PATREKSFIRÐI, 17. marz. —
Afli Patreksfjarðarbáta hefur
verið sem af er vertíð sem hér
segir: Samtals 1207 lestir í 96
róðrum, eða 12,6 lestir að meðal-
tali í róðri, sem skiptist þannig:
Sæborg 616,2 lestir í 53 róðrum,
þar af 178,4 lestir í net. Sigurfari
382,8 lestir í 37 róðrum, þar af
138,6 í net. Andri, sem er nýr
bátur og hóf veiðar 6. marz, 208
lestir í 6 veiðiferðum, allt í net.
Aflinn hefur verið unninn hjá
Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar.
Þrír litlir þilfarsþátar hafa
hafið veiðar með handfæri og
fiskað sæmilega.
f Tálknafirði hefur verið góður
afli það sem af er vertíðinni. Alls
hafa borizt þar á land 1009 lestir
í 95 róðrum, eða 10,6 lestir í róðri
að meðaltali, allt á línu. Aflinn
skiptist þannig: Guðmundur á
Sveinseyri 546,5 lestir í 51 róðri,
Tálknfirðingur 462,5 lestir í 44
róðrum. Aflinn er allur unninn í
Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar.
Báðir togararnir héðan eru á
heimleið úr söluferð frá Eng-
landi. Hafa þeir viðkomu í Fær-
eyjum og taka þar sjómenn, sem
búið er að ráða. — T. Á.
Fulltrúaráð
Heimdallar
ÁRÍÐANDI fundur í dag kl. 6
í Valhöll.
Stjórn Heimdallar
Rauðmagaveiði hefur verið
mjög treg það sem af er, bæði hér
á Skagaströnd og eins í Kálfs-
hamarsvík, en þar stunda bænd-
ur á Skaga þó nokkra hrognkelsa
útgerð.
Heyrzt hefur að stjórn Síldar-
verksmiðja ríkisins ætli að láta
taka eina síldarpressuna úr verk
smiðjunni og flytja hana til
Raufarhafnar, og hefur þetta
vakið nokkra óánægju. Vona
menn að ekkert verði úr þessu.
'Síldarverksmiðjan hér tók á móti
um 36 þús. málum sl. sumar og
var það um 10 þús. málum meira
en hún hefur fengið mest áður.
Skíðakennsla — stangaveiði
Skíðakennsla hefur verið ■ tek-
in upp hér í barnaskólanum og
er mikill áhugi ríkjandi meðal
nemenda fyrir þessari hollu og
góðu íþrótt. Kennari er Ingólfur
Ármannsson.
Ákveðið hefur verið að stofna
Stangarveiðifélag fyrir Austur-
Húnavatnssýslu og verður stofn-
fundurinn á Blönduósi næstkom-
andi sunnudag, 20. marz. Allir
heimilisfastir Austur-Húnvetn-
ingar geta orðið meðlimir.
Ekki minnzt á fisk-
veiðideiluna
í sambandi við ráðningu brezkra sjómanna
í GÆR kom til Reykjavíkur mr.
Pears, Pólverji, sem rekur verzl-
unarfyrirtæki í Bretlandi og er
brezkur ríkisborgari, en það var
hann sem útvegaði hingað brezku
sjómennina tvo og Pólverjana,
sem sagt var frá í blaðinu í gær.
Þannig stóð á því, að fyrirtæk-
ið Fiskur h.f. í Hafnarfirði var
búið að ráða Færeyinga á Fylki,
en er þeir brugðust, datt eigend-
um þess í hug, að biðja kunn-
ingja sinn, mr. Pears, um að út-
vega brezka sjómenn og sendi
hann þeim þá fjóra menn, sem
vantaði á bátinn.
Fréttámaður Mbl. hitti mr.
Pears snögguast að máli á flug-
vellinum í gær. Sagði hann að
sér hefði gengið vel að fá sjó-
mennina. Þó hann hefði verið
beðinn um að útvega 50, hefði
það vafalaust gengið, en hann
hefði aðeins verið beðinn um 8
og þeim síðan fækkað ofan í 4.
Mennina réði hann gegnum ráðn-
sjómanna. Og sumum þeirra sem
sóttu um skipsrúmið þótti það
slæmt að vera ekki ráðnir.
— Af hverju vilja brezkir sjó-
menn koma til íslands? Hafa þeir
meira upp úr því?
— Sumir þeirra sem vildu
koma voru atvinnulausir, aðrir
vildu koma til tilbreytingar. Ég
býst við að þeir hafi svona 5—8%
meira upp úr sér hér.
— Urðuð þér nokkuð varir við
að deilan um fiskveiðitakmörkin
hefði áhrif á þá, þannig að þeir
vildu ekki koma?
— Það var ekki á deiluna
minnzt hjá þeim stofnunum, sem
ég leitaðí til áður en ég fór að
ráða mennina, hvorki í innan-
ríkis- og atvinnumálaráðuneyt-
inu eða á ráðningarstofu sjó-
manna. Ég útskýrði málin þar og
fékk umtölulaust „grænt ljós“.
Ef einhverjar umræður hafa orð-
ið um það, hefur það aðeins ver-
ið í hópi sjómannanna sjálfra, en
ingarskrifstofu verkamanna og ég vissi ekki til þess,
Mr. Pears.
Pears kvaðst ekki vera hingað
koimnn í sambandi við ráðningu
sjómanna, heldur í einkaerindum
og í heimsókn til kunningja.
liann var hér í sex vikur í fyrra.
Fyrirlestur um
landlæknis-
embættið
HINN 18. marz 1760 stofnaði kon-
ungur með tilskipun landlæknis-
embætti á íslandi og Veitti em-
bættið sama dag Bjarna Pálssym.
Af því tilefni mun prófessor Jón
Steffensen flytja fyrirlestur í há-
tíðasal háskólans sunnudagi-nn 20.
marz kl. 2 e.h.: Bjarni Pálsson og
samtíð hans. — Öllum er heimili
aðgangur.
Vlikill steinbíts-
afli og góð
rauðmagaveiði
DALVÍK, 17. marz: — Sl. mánu-
dag lönduðu hér togskipin Björg
vin og Bjarnarey 43 og 65 lest-
um af fiski. Þetta er fyrsta lönd
unin frá því um miðjan febrú-
ar. Aflinn var aðallega smár
þorskur, blandaður ýsu, karfa og
stcinbít.
Varla er hægt að segja að
þorskvart verði á línu. En stein-
bitsafli er óvenjulega mikill allt
upp í 1—3 tonn í lögn.
Rauðmagaveiði er einnig miklu
meiri en undanfarin ár, enda
stunduð allmikið, þar sem önn-
ur vinna hefur verið stopul um
skeið. En ef veiði glæðist á tog-
bátum, sem menn fastlega vona,
má einnig gera ráð fyrir að nóg
verði að staría. — SPJ.
Netin
250 km
ALLIR bátar í Keflavík eru
nú hættir við línu og búnir að
taka netin um borð. Afli hefur
þó verið tregur og engin feng-
ið neitt sérlega mikið. Mesti
afli hefur verið frá 26 til 30
tonn og margir bátar þar langt
fyrir neðan. Um þetta leyti er
/ænzt mikils afla, því lagt er
á hrygningarstöðvum fisks-
ins. —
50 bátar frá Keflavík eru nú
með net og flestir með um og
yfir 100 net í sjó, svo saman-
lögð netalengd er um 250 km,
75 þúsund steyptum steinum
er sökkt og 100 þúsund kúlur,
úr plasti og gleri halda strengj
unum uppi. Þær milljónir
metra, af nælongarni, sem í
netunum eru verða ekki tald-
ar. —
Netaveiðin getur gefið góð-
an afla, en því miður er sá
fiskur ekki eins góður til út-
flutnings og sá sem veiddur
sr á línu og ef gæftir eru slæm
ar getur netafiskur orðið slæm
ur og allt að því hættuleg út-
flutningsvara.
Vonir standa nú til að góður
afli gefist og ef hægt verður 1
að vitja neta, svo sem gert er
/ráð fyrir, má búast við batn-
landi afkomu.
Ný flótta
manna-
frímerki
HINN 7. apríl n.k. gefur póst-
og símamálastjórnin út tvö ný
frímerki í tilefni af alþjóðaflótta-
mannaárinu 1959—1960. Merkin
eru gerð eftir standmynd pró-
fessors Einars Jónssonar „Útlag-
inn“ og eru að verðgildi 2i,50 og
4,50, það fyrrnefnda brúnt og í
upplagi 1500.000, hitt blátt í upp
lagi 750.000.
Krónumerki með hesti
Sama dag verður gefið út al-
mennt frímerki að verðgildi 1,00
kr. með mynd af íslenzkum hesti,
sömu myndinni og á frímerki frá
1958. Frímerkið er dökkrautt að
lit.
Prentun allra þessara merkja
annaðist fyrirtækið Thomas de la
Rue & Co. Ltd. London.