Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
FSstudagur 18. marz 1960
Norrœnar frœðirann-
sóknir í Bandaríkjunum
Félag, sem vinnur að þeim 50 ára
í MAÍ 1911 hittist hópur amer
ískra vísindamanna í Chicago
háskóla og stofnuðu félag til efl-
ingar norrænna fræðarannsókna
(Society for the Advancement of
Scandinavian Study), vísindafé-
lag, sem ætlað var að glæða
áhuga manna á að nema og rann-
saka danska, íslenzka, norska og
sænska tungu, í amerískum fram
haldsskólum, menntaskólum og
háskólum. Hópurinn samdi lög
Verksmiðjutogara hleypt af stokkunum í Barcelona.
Spánverjar og íslendingar
geta aukid vidskipti sín
Samtal vid kaupsýslumann frá
Barcelona, sem hefir langa reynslu
í Islandsviðskiptum
EINN þeirra erlendu kaupsýslu-
manna, sem haldið hafa viðskipta
tengslum við íslenzka kaupsýslu-
menn áratugum saman er S.
Montaner, sem rekur umfangs-
mikla útflutningsverzlun suður í
Barcelona á Spáni.
Montaner, sem kemur árlega
hingað til lands í verzlunarer-
indum, er nú hér í bænum. Átti
blaðamaður frá Mbl. tal við hann
stutta stund í gærdag, en hann
býr á Hótel Borg.
Minnist gamalla kaupsýslumanna
Montaner, kvaðst minnast
hinna helztu forvígismanna ís-
lenzkrar kaupmannastéttar með
mikilli virðingu. Þetta voru mik-
ilhæfir menn eins og þeir Ölaf-
ur Johnson og Garðar Gíslason.
Þeim kynntist ég allnáið, þegar
við fyrstu komu mína hingað til
Reykjavíkur með Goðafossi árið
1932. Mér eru t. d. minnisstæð orð
Garðars Gíslasonar, er hann
spurði mig með hvaða skipi ég
hefði komið og ég sagði honum
að það hefði verið Goðafoss. —
Já, það var ánægjulegt, þér eruð
sannur vinur Islands! Ég minn-
ist Ólafs Johnson og allra þeirrar
fyrirgreiðslu er hann veitti mér
er ég kom hingað til lands svona
hálft í hvoru sem flóttamaður
vegna borgarastyrjaldarinnar á
Spáni. Ég þekki einnig allmarga
kaupsýslumenn, sem nú starfa
hér af miklúm áhuga.
Miklir uppgangstímar
Ég hef mikinn hug á því að
reyna að efla samskipti Spánar
og Islands á verzlunarsviðinu.
Miklir uppgangstímar virðast
vera hjá okkur Spánverjum, at-
vinnuleysi þekkist ekki og verk-
smiðjurnar starfa af fullum
krafti að framleiðslu varnings
til útflutnings. Breytt gengi
pesetans hefur auðveldað okkur
að hasla okkur völl á heimsmörk
uðum og í vaxandi mæli flytjum
við nú út ýmiskonar varning,
60-70 þús. tonn
af TNT
PARÍS, 16. marz: — í dag skýrði
varnarmálaráðuneytið frá því, að
fyrsta atom-sprengjan, sem
Frakkrr sprengdu nú fyrir
skömmu í Sahara-eyðimörkinni,
hefði jafngilt 60—70 þúsund tonn
um af TNT sprengiefni. Til sam-
anburðar má geta þess, að
sprengjan, sem varpað var á
japönsku borgina Hiroshima jafn
gilti 15—20 þús. tonnum af TNT.
Stærsta sprengja Bandaríkja-
manna, sem þeir sprengdu árið
1953, jafngilti hins vegar 120 þús.
tonnum af TNT sprengiefni.
vefnaðarvöru og skó, — til
Bandaríkjanna. Ég þekki þetta
sjálfur því ég rek þar umboðs-
skrifstofu, sem sonur minn veit-
ix forstöðu.
Vill aukin viðskipti
Ég tel fullvíst að Islendingar
og Spánverjar sem um tuga ára
skeið hafa stundað verzlun sín
á milli, geti aukið hana til hags-
bóta fyrir báða.
Ég ætla mér t- d. að kynna mér
freðfiskframleiðslu ykkar. Heima
á Spáni eru nú að rísa eftir
amerískum fyrirmyndum svo-
kallaðir súpermarkets, stórar
verzlanir með matvörur og fleira.
Þar myndi ég telja að hraðfrystí
fiskurinn ykkar myndi eiga
heima.
Við megum ekki um of ein-
blína á Baccalao-saltfiskinn, því
á sviði neyzluvarnings eru
breytingar á Spáni, sem og víða
annarsstaðar.
Ég ætla líka að reyna að kynna
mér hvort Spánn gæti ekki tek-
ið að sér að byggja fyrir ykkur
fiskiskip, af ýmsum stærðum og
svona mætti fleira til nefna. En
þrátt fyrir miklar breytingar
heima, þá er Spánn enn þann dag
í dag eitt ódýrasta landið fyrir
ferðamenn. Þangað suður liggur
S. Montaner
ur ferðafólks og íslendingar eru
í þeim hópi.
S. Montaner á hér allmarga
vini, sem munu í ríkum mæli
hafa notið gestrisni hans suður
í Barcelona, og mun þeim þykja
fengur að því nú að rifja upp
gömul kynni við þennan athafna-
sama kaupsýslumann, sem hér
mun að þessu sinni hafa 10—14
líka stöðugur og vaxandi straum daga viðdvöl.
félagsins, kaus stjórn og nefndir
og stofnaði tímarit, sem út kom
4 sinnum á ári (ársfjórðungsrit).
Stofnendur takmörkuðu ekki
meðlimatölu sína við atvinnu-
vísindamenn heldur veittu við-
töku öllum þeim, sem trúa á j,efl-
ingu norrænna fræðirannsókna"
og fúsir voru að greiða árstillag
til félagsins.
„Norrænar fræðirannsóknir"
Hið opinbera blað kemur út
með þriggja mánaða fresti, ár
eftir ár.
Þúsundir blaðsíðna hafa verið
ritaðar á liðnum árum um rann-
sóknir á forn- og nútímamáli og
bókmenntum Dana, Islendinga,
Norðmanna og Svía. Um þessar
mundir birtast í tímaritinu grein
ar um ýmis mál, sem efst eru
á baugi í bókmenntum og mál-
vísindum þessara þjóða, árleg
bókaskrá yfir amerískar útgáfur
á Norðurlandamálunum, ritdóm-
ar um bækur frá Norðurlöndum
og athugasemdir um ameríska
kennara og kennslu í norrænum
fræðum. Aðalritstjóri ritsins er
próf. Walter Johnson, við nor-
rænu deildina í háskólanum í
Washington í Seattle, aðstoðar-
ritstjóri er Erik Wahlgren, próf.
í norrænu við háskólann í Kali-
forníu, Los Angeles.
Núverandi stjórn félagsins
skipa: formaður próf. Lee M.
Hollander, Texasháskóla, vara-
formaður: Dr. Henry Goddard
Leach, við Amerísk-Norrænu
stofnunina, gjaldkeri: Thomas R.
Buckman, Kansasháskóla.
í varastjórn eru: próff. Kernp
Malone Johns Hopkins-háskóla,
próf., P. M. Mitchell, Illionishá-
skóla, Dean Theodore Blegen,
Minnesota háskóla próf. Kenn-
eth'Björk, St. Olaf-skóla, próf.
Arthur Wald, Augustana-há-
skóla, próf. Gösta Franzen, Chi-
cago-háskóla próf. Assar Janzén,
Kaliforniu-háksóla, Berkley og
próf. Stefán Einarsson, Johns
Hopkins-háskóla.
Félagið heldur árlega tveggja
daga mót, sem haldið er í mai í
einhverjum háskóla eða mennta-
skóla. Dagskráin samanstendur
af lestri og umræðum um ýmsar
ritgerðir, félagsfundi og veizlu,
sem haldin er fyrir meðlimi og
gesti þeirra. Dagskrá 15 ára af-
mælismótsins, sem undirbúin
hefur verið af aðalritstjóranum,
skrifar ur
daglegq lifinu
]
* Afleiðingar
slysanna
Þegar slys verða, heyrum
við venulega um þau ífréttum,
en oftast vitum við ekki
hvernig þeim reiðir af, sem
fyrir slysunum verða. Bati
tekur oft langan tíma, gengur
hægt og ekki er hægt að slá
því föstu, hvort eða hvenær
maðurinn er orðinn jafngóð-
ur eftir slysið, eða þá að hann
verði það ekki.
Frá afleiðingum eins slíks
slyss, sem mikla athygli vakti
á sínum tíma, er sagt í skýrslu
frá héraðslækninum á Akur-
eyri í nýútkomnum Heilbrigð
isskýrslum. Slysið varð fyrir
nokkrum árum, og er það stór
merkilegt og dásamlegt hve
vel rættist úr. í skýrslunni
segir:
•Ótrúlegt^aðslíkt
geti^erz^
„Jeppabifreið rann aftur á
bak af hlaðinu á Fosshóli nxð-
ur í árgljúfrið rétt við brúna.
I bifreiðinni sátu roskinn mað
ur og 7 ára drengur. Gamli
maðurin komst út úr bílnum,
áður en hann rann fram af
glúfurbarminum, en drengur-
inn fór með bílnum þama of-
a í 10—11 metra djúpt glúfr-
ið. Er hann náðist upp aftur,
sást að höfuðkúpa hans var
brotin og heilaslettur voru
utan við sárabarmana. Dreng-
urinn var þó ekki alveg með-
vitundarlaus, er hann náðist
upp, og missti aldrei alveg
meðvitud eftir það.
Læknar komu bæði frá
Breiðumýri og Húsavík, og
einnig fór ég þegar með sjúkra
bíl frá Akureyri. Með dreng-
inn var ekið svo hratt sem
kostur var til Sjúkrahúss Ak-
ureyrar og hann tekin á skurð
arborðið til hreinsunar og að-
gerðar á höfuðsárum hans.
Eftir IVt mánaðar legu í
sjúkrahúsinu gat drengurinn
farið heim með lítils háttar
lömun á öðrum handlegg og
fæti, sem nú er bötnuð til fulln
ustu. Það virðist algerlega ó-
trúlegt, að menn geti haldið
lífi og orðið jafngóðir eftir
slíka áverka, sem þarna var
um að ræða, en það getur auð
sjáanlega átt sér stað“.
• Malbikunar þörf
(a) skrifar:
í V og SV-horni Reykja-
víkurhafnar er nú mikið at-
hafnasvæði. Fiskibátum og
botnvörpungum er ár frá ári
búin þarna betri leguskilyrði,
og við Grandagarð eru ver-
búðir bátaflotans og tvö stór
fiskiðjuver.
En mikil ósköp haugast
þarna alltaf upp af rusli. —
Vöruvöndun í fiskiðnaði er nú
mjög ofarlega á baugi. Hert
skal á fiskmati, er sagt, borgar
læknir fylgist með því, að
vinnusalir fiskiðjuverana séu
hreinir, hreinlætistæki öll í
lagi og starfsfólk allt snyrti-
lega klætt.
En það er leiðinlegt að þurfa
að sjá þetta snyrtilega starfs-
•
OSLO, 12. marz. (NTB) —
Það hefur vakið athygli og
talsverða gremju í Noregi, að
yfirvöldin í Kaliforníuríki í
Bandaríkjunum hafa látið í
ljós, að þau muni nú nota
sér heimild, sem þau hafi
haft samkvæmt lögum allt frá
1937 til þess að skattleggja
erlend fyrirtæki. — Til að
byrja með a. m. k. mun að
eins norskt fyrirtæki koma
hér til greina, útgerðarfyrir-
tækið Westfal-Larsen, en það
á dótturfyrirtæki i Kaliforníu.
Norska utanríkisráðuneytið
hefir látið sendiráðið í Wash-
ington koma á framfæri mót-
mælaorðsendingu af þessu til
efni •
en það verður haldið dagana 6.
og 7. maí 1960, í Chicago-háskóla,
verður sem hér segir:
a) Lagðar hafa verið fram 15
ritgerðir eftir prófessorana víðs
vegar að í Bandaríkjunum um
Eddu, fornskáldskapinn, fornsög
urnar íslenzku, Bergman, Brann-
er, Garborg, Gunnar Gunnarsson,
Hamsun, Lagerkvist, Lageriöf,
Halldór Laxness, Laura Marholm
og gagnrýni á dönskum nútíma-
bókmenntum, ásamt ýmsum skoð
unum viðvíkjandi tungumálun-
um.
b) Veizla, þár sem Dr. Henry
Goddard Leach, við amerísk-nor
rænu stofnunina, flytur ávarp.
c) Almennar umræður, sem
stjórnað mun verða af próf. Erik
Wahlgren, um hagkvæmar ráð-
stafanir, til að koma á kennslu
í norrænum fræðum í fleiri amer
ískum fræðslustofnunum og að
auka rannsóknir á norrænum
fræðum í' amerískum háskólum.
d) Félagsfundur.
Félagsfundurirm mun verða
sérstaklega áríðandi. Rædd verða
efnahagsvandamál félagsins, en
kostnaður við útgáfu „Norrænna
fræðirannsókna‘“ og framkvæmd
ir vegna félagsstarfsins hefur
aukizt stórkostlega. Árstillög og
gjafir eru einu tekjustofnar fé-
lagsins.
Sérhverjum sem áhuga hefur
á eflingu norrænna fræðirann-
sókna í Ameríku, er fúslega
heimilt að gerast meðlimur í
félaginu. Einstaklingum og fé-
lögum og bókasöfnum í Dan-
mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi
og Svíþjóð er velkomið að gerast
þátttakendur. Árstillag er 5 doll-
arar, sem senda skal til gjald-
kera félagsins, Thomas R. Buck-
man, háskólabókasafninu, Kans-
asháskóla, Lawrence, Kansas.
ina, vaða aurinn upp í ökla.
(Því ekki er malbikað í kring
um þessi athafasvæði).
Því er ekki Mýrargatan mal
bikuð, Grandagarðurinn, og
því er ekki malbikað í kring
um fyrstihúsin við Kirkjusand
og úti á Seltjarnarnesi.
Fiskimatsmenn, hr. borgar-
læknir, bæjaryfirvöld og eig-
endur fiskiðjuveranna! Mundi
það ekki tilheyra hreinlæti að
beita sér fyrir malbikun gatna
og athafnasvæða við hin af-
kastamiklu fiskiðjuver hér í
bæ.