Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 5
Fðstuðagur 18. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ — Mamma, fer fólk, sem skrökvar upp til himna? spurði bandariskur drengu'r. — Það hugsa ég ekki, sonur minn. — Hefur pabbi nokkrum sinn- um skrökvað? — Eg hugsa ekki, þó gæti það verið — einu sinni eða svo. — Skrökva ekki allir einhvern tímann? — Það held ég — einhvern tima. — Hefur þú skökvað mamma? — Já, einum tvisvar sinnum að minnsta kosti. Nýlega hafa opinberað trúlof- n sína ungfrú Margrét Böðvars- dóttir, Kársnesbraut 15 og Sigþór Jóhannsson, endursk., Skaftahlíð 27.— Læknar fjarveiandi Snorri P. Snorrason, f jarv. 3—4 mán- uöi frá 22. febr. — Staðgengill: Jón Þorsteinsson. SigurSur S. Magnússon læknir verð- ur fjarverandi frá 14. marz um óákv. tíma. Staðg.: Tryggvi Þorsteinsson, Vesturbæjarapóteki. Viðtalstími 4.30— 5 alla virka daga nema laugardaga. Sími 1-53.40. 'ÁHEIT og GJAFIR Kristján Þorvarðsson verður fjarver- andi um óákveðinn tíma. Staðgengill: Eggert Steinþórsson. Lamaöi íþróttamaðurinn, afh. Mbl.: — Onefndur kr. 200. Hofsóssöfnunin, afh. Mbl. — K.H. kr. 25,00. Rafnkelssöfnunin, afh. Mbl.: — Kol- brún kr. 50; Onefnd 100; K.H. 25. Rafnkelssöfnunin. aib Mb' . — NN kr. 500,00. — Ja, mikið hlýtur að vera hræðilega einmanalegt fyrir þá Guð og Georg Washington uppi í himninum. Það bezta, sem þér getið gert fyrir manninn yðar frú, er að fara á matreiðslunámskeið. MENN 06 m MAL£FNI=k ÞAÐ hefur lengi verið trú manna, að því feitari og sællegri sem börn væru, því hraustari vseru þau og liklegri til lang- lífs. En nú hafa læknar, bæði hér á íslandi og annars staðar visað þess- ari gömlu kenningu á bug. I Bandaríkjunum er t. d. vaxandi ótti við að börn og unglingar séu að éta sér til óbóta. Bandarískur mann- fræðingur, Stanley M. Garn, hefur fjallað um þetta vandamál í skýrslu sem leggja á fyrir fyr- irhwgaða ráðstefnu þar um börn og unglinga. Er það skoðun hans, að Bandaríkjamenn byrji að taka sér gröf með tónnunum þegar á barns aldri. Unglingar hafa nú aðgang að mjög fitandi fæðu, en jafnframt fara tækifæri minnkandi til að hlaupa af sér spikið. Athuganir þar hafa sýnt, að meiri hluti þeirra unglinga, sem of þungir eru, verða einnig of þungir sem fullorðn- ir. Þessu er illa farið vegna þess að æða- skemmdir og hjartveiki fylgja í kjölfarið. Niðurstaða Garns er sú, að feitt kjöt, mayonn- aise og rjómaís sé gott fyrir bændur og útfarar- stjóra, en slæmt fyrir lífselska neytendur. Mikill f jöldi frjálsra bænda í Austur-Þýzkalandi hefur flúið yfir til Vestur-Þýzka- lands síðustu vikur vegna þess, að kommúnistastjórn- in er að innleiða samyrkju- búskap í stærri stíl en verið hefur. Myndin hér að ofan er tekin í flóttamanna- búðum Rauða krossins í Berlin Tempelhof, þar sem nokkrar fjölskyldur hafa fengið inni.* Eimskipafélag íslands b.f.: — Detti- foss er á leið til Hamborgar. — Fjall- foss er í Rvík. — Goðafoss er á leið til Bergen. — Gullfoss er á leið til Hamborgar. — Lagarfoss er á leið til Rvíkur. — Reykjaloss er á 'eið til Rvíkur. — Selfoss er í Wamemunde. — Tröllafoss er á leið til New York. — Tungufoss er á leið til Rostock. H.f. Jöklar: — Drangajökull lestar á Akranesi. — Langjökull er á leið til Ventspils. — Vatnajökull er í Rvik. Skipadeild S.t.S.: — HvassafeU er I Borgarnesi. — Arnarfell er 1 Sas van Gent. — Jökulfell er á leið til New York. — Dísarfell losar á Norðurlandi. — Litlafell er á leið til Rvíkur. — Helgafell er á leið til Sarpsborg. — Hamrafell er á leið til Aruba. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer frá Reykjavík í kvöld austur um land í hringferð. — Herðubreið er á leið vestur um land í hringferð. — Skjald- breið er 1 Reykjavík. — Þyrill fór frá Fredrikstad 14. þ.m. áleiðis til Hjalt- eyrar. — Herjölfur fer frá Hornafirði í dag til Vestm.eyja og Rvíkur. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Keflavík. — Askja er á leið til Reykjavíkur. Flugfélag Islands h.f.: — Millilanda- flug: Sólfaxi fer til Oslóar, Kaupmh. og Hamborgar kl. 08:30 í fyrramálið. — Innanlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. — A morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Sauðárkróks og Vestmanna eyja. . Leiðrétting: — I blaðinu i fyrrad. var skipstjórinn á Vísundi nefndur Gísli Magnússon, en á að vera Gísli Marins- son. Þá var prentvilla 1 frásögninni. Slökkviliðið var fimm stundarfjórð- unga að slökkva eldinn í bátnum, ekki stundarfjórðung. Gott þykir að fægja stál- vaska á sama hátt og kopar eða messinghluti. sfúlka óskast til afgreiðslustarfa. Skóvinnustofa Gísla Ferdinandssonar Lækjargötu 6. Ljósmœður Nokkrar ljósmæður óskast að Fæðingarheimili Reykjavíkur, Eiríksgötu 37. Umsóknir sendist fyrir 10. apríl n.k. til forstöðukonunnar, frk. Huldu Jens- dóttur, sama stað. Forstöðukonan er til viðtals í síma 22544, daglega kl. 1—2. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Kona sem vön er bakstri getur fengið atvinnu nú þegar. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjud. merkt: „Eld hússtörf — 9905". asmidir Húsgagnaverzlun óskar eftir að kaupa svefnher- bergissett. Tilboð ásamt verði, viðartegund, stærð og mynd sendist afgr. blaðsins merkt: „Svefnher- bergissett 9358" fyrir 1. apríl n.k. Fokhelt raðhus Vel staðsett raðhús (endahús) til sölu við Hvassa- leiti. Nokkurt lán getur fylgt. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR hrl., Laufásveg 2 — Sími 19960. tfuseign a Stokkseyri Til sölu er á Stokkseyri húseignin Símonarhús ásamt jarðarhúsum og jarðarafnotum. Ibúðarhúsið er 5 her- bergi og eldhús ásamt baði. Jarðarhús: Hlaða og f jájr- hús. Eignin æst með hagkvæmu verði. Allar nánari upplýsingar gefur JÓN HJALTASON, hdl., Heimagötu 22 — Sími 447, — Vestmannaeyjum. Ríkisskuldabréf að upphæð kr. 130 þúsund til sölu. Hagkvæm kjör. Væntanlegir kaupendur sendi nöfn, heimilisfang eða símanúmer á afgreiðslu Morgunbl. sem allra fyrst merkt: „Bréf — 9899". Allt á gamla verðinu: Mísiitt Sængurveradamask Einbreitt og tvíbreitt léreft Hvitt og mislit flunel Sirz ^"mm^wmim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.