Morgunblaðið - 06.04.1960, Side 2

Morgunblaðið - 06.04.1960, Side 2
< 2 MORGUNRrAfííÐ Miðviku'dagur 6. aprfl 1960 hagsmuna- nuveitenda Reynt ad hindra árekstra milli vin og verkalýðs Tillaga Sjálfstæðismanna á Alþingi tRÍR þingmenn Sjálfstæöisflokksins, þeir Sigurður Bjarnason, Magnús Jónsson og Matthias Mathiesen lögðu í gær fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um hlutdeildar- og arðskiptafyrirkomu- lag í atvinnurekstri íslendinga. Er tillaga þeirra svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta rannsaka og gera tillögur um, hvar og hvernig megi bezt koma á hlutdeild- ar- og arðskiptifyrirkomulagi í atvinnurekstri islendinga og á hvern hátt þing og stjórn geti stuðlað að eflingu slíks fyrir- komulags. Skal ríkisstjórnin hafa samráð við fulltrúa frá sam- tökum atvinnurekenda og Iaunþega um þetta undirbúnings- starf, er skal lokið eins fljótt og möguleikar eru á“. I greinargerð segir m. a. á þessa leið: Tillaga um þetta efni hefur verið flutt á Alþingi nokkrum sinnum áður, en ekki hlotið loka- afgreiðslu. Á Alþingi árið 1937 fluttu þeir Jóhann G. Möller og Thor Thors tillögu svipaðs efnis og þá, er hér að ofan greinir. Skyldi samkv. henni skipuð 5 manna milliþinga nefnd til þess að rannsaka og gera tillögur um hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag í atvinnu- rekstri Islendinga. Tillaga þessi var samþykkt og nefndin kosin samkvæmt henni. En við það sat. Nefndin hélt að- eins einn fund, og engar tillög- ur komu frá henni. Hagsmunaárekstrar tíðir Það er skoðun flutningsmanna þessarar tillögu, sem nú er flutt, að hér sé um svo merkilegt mál að ræða, að gera beri tilraun til að koma því á frekari rekspöl. Hagsmunaárekstrar eru tíðir milli vinnuveitenda og verkalýðs í hinu íslenzka þjóðfélagi. Efna- hags- og afkomugruijdvöllur þjóðarinnar verður vitf þessar deilur ótraustari. Engra úrræða má því láta ófreistað til þess að sætta vinnu og fjármagn, koma á friði milli þeirra, sem stjórna atvinnutækjunum, og þeirra, sem vinna við þau. Mjög líklegt verð- ur að telja, að stórt spor væri stigið í þá átt með því að gera verkamennina, sjómennina eða iðnaðarmennina að meðeigendum og meðstjórnendum í atvinnu- fyrirtækjunum, bar sem því verð ur við komið. Hlutdeild í arði og stjórn 1. að verkamennirnir fái auk hinna föstu launa einhvern hluta í arðinum; 2. að þeim gefist kostur á að safna arðhluta sínum, eða einhverjum hluta hans, til þess með honum að eignast hluta í atvinnufyrirtækjun- um; 3. að þeir fái hlutdeild í stjórn fyrirtækjanna, annað hvort með með því: a) að eignast hlutafé og verða á þann hátt aðnjótandi réttinda venju- legra hluthafa, eða með því: b) að nefnd verkamanna hvers fyrirtækis hafi íhlutun um rekstur þess. Eru þetta þær grundvallar- seningar, sem sérstaklega hefir verið byggt á í þessu efni. En fjölbreytni fyrirkomulagsins er svo að segja takmarkalaus, enda hægt að beita því við svo til all- ar greinar atvinnulífsins. Er fengin í þessum efnum mikil reynsla erlenöis. Geislovirkni jókst ekki ó íslondi AUKINNAR geislavirkni varð vart nokkuð langt norður eft- ir, eftir að Frakkar sprengdu kjarnorkusprengju sína í Sa- hara eyðimörkinni. Spurðist rannsóknarstofnun í París fyr ir um það hjá Eðlfræðistofnun ríkisins í Reykjavík, hvort mælzt hefði meiri geislavirkni hér síðustu vikurnar, en fékk það svar að svo hefði ekki orð- ið. Náðu skýrslur þær yfir geislamælingar Eðlisfræði- stofnunarinnar, sem hinni frönsku rannsóknarstofnun voru sendar, fram til 20. marz, og var á þeim að sjá að geisla- virkni haldi enn áfram að minnka hér á landi. Síðan seinni sprengjan var sprengd heíur heldur ekki orðið vart aukinnar geislavirkni. Fyrningarafskriftir útsvarsskyldar í HÆSTARÉTTI er genginn dómur í máli Olíustöðvarinnar h.f. í Hafnarfirði gegn bæjarsjóði Hafnarfjarðar, vegna útsvars, sem Hafnarfjarðarbær gerði Olíustöðinni h.f. að greiða af fyrningar- afskriftum. — Taldi Olíustöðin h.f., að óhcimilt væri að telja fymingarafskriftir útsvarsgjaldstofn, en bæjarsjóður taldi, að nefnd útsvarsálagning hefði verið ákveðin innan lögleyfðra marka. 1 héraði tapaði Olíustöðin h.f. málinu. Hæstiréttur staðfesti þau úrslit og segir m.a. s. j í for- sendum: „Samkvæmt 3. tölulið 4. gr. laga um útsvör nr. 66/1945 er málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákvaðst kr. 8.000.—“. Kjartan Ragnars, hrl., flutti málið fyrir Hafnarfjarðarbæ, en Benedikt Sigurjónsson, hrl., fyrir Olíustöðina h.f. niðurjöfnunarnefnd rétt við álagningu útsvars að taka til greina sérhvað það, er telja má máh skipta um gjaldþol útsvars greiðenda, og eftir 24. gr. sömu laga er úrskurður ríkisskatta- nefndar fullnaðarúrskurður um fjárhæð útsvars. Við álagningu útsvars þess, sem hér er deilt um, voru nefnd skattayfirvöld því eigi bundin við sömu fyrningu eigna, sem lögð var til grundvallar við ákvörðun tekjuskatts, og þar sem skattayfirvöldin hafa haldið sér innan valdmarka sinna, eru eigi slíkir annmarkar á ákvörðun út svarsins, að dómstólar fái hnekkt gerðum þeirra. Með þessum at- hugasemdum ber að staðfesta úr- skurð fógeta. Afrýjanda ber að greiða stefnda Kielland Iseiðurs- gestur LISTAMANNAKLÚBBURINN verður að venju opinn í baðstofu Naustsins i kvöld, miðvikudags- kvöld. 1 þetta sinn verður norski hljómsveitarstjórinn, Olav Kiel- land heiðursgestur klúbbsins, og verða umræður um hljómsveitar uppeidi og önnur hljómsveitar- ^ LÆGÐIN fyrir sunnan land S er mjög djúp, 965 mb. í lægðar S miðju, og hefur hún hreyfzt • norður, en loftvog hefur ekki ^ fallið að sama skapi á Græn- S landi, svo að norðaustan hvass ) viðri og hríðarveður var kom- \ ið í gær milli Vestfjarða og s Grænlands. Á Galtarvita var ^ þá þriggja stiga frost, en 8 ^ stiga hiti sunnan lands. S i Veðurhorfur kl. 22 í gærkvöldi ; SV-land, Faxafl., SV-mið og Faxafl.-mið: Hvass austan eða ; NA, víða dálítil rigning. S Breiðafj. og Breiðafj.mið: ) Hvass NA, sums staðar dálítið ^ fjúk. s Vestf., Norðurl., Vestfj.mið ) og norðurmið: Hvass NA, ■ slydda eða snjókoma. i NA-land, Austf., norðaustur S mið og Austfj.mið: Austan i kaldi, þokuloft og rigning með j köflum. S SA-land eg suðausturmið: i Ailhvass SA, rigning. \ „Beðið eftir Godot“ í kvöld Þau mistök urðu við auglýsingar blaðsins í gær, að birt var röng auglýsing frá Leikfélagi Reykjavíkur. Var sagt að félagið myndi sýna sjónleikinn „Gestur til miðdegisverðar“ í kvöld, miðvikudag. Svo er ekki, en sýndur er sjónleikurinn „Beðið eftir Godot“. — „Gestur til miðdegisverðar" er hins vegar sýndur annað kvöld. Myndin hér að ofan er úr „Beðið eftir Godot“ og sýnir Brynjólf Jóhannesson og Árna Tryggvason i hlutverkum sínum. Úr ræðu utanrík- isráðherra í Genf GUÐMUNDUR I. Guðmundsson, utanríkisráðherra, flutti ræðu á landhelgisráðstefnunni í Genf sl. fimmtudag og hefur blaðið skýrt frá meginatriðum hennar, en þykir rétt að birta lokaorðin í ræðu ráðherrans. Hann sagði: „Herra forseti! Eins og ég hef þegar sagt, er það skoðun íslenzku nefndarinn- ar, að styðja beri 12 mílna fisk- veiðitakmörk sem almenná reglu. En við teljum einnig að þörf sé sérstakrar reglu í viðbót, þegar um sérstöðu er að ræða, þannig að afkoma þjóðar er að lang- mestu leyti háð fiskveiðum henn ar við ströndina. Þessa sérreglu verður auðvit- að að orða á þann veg að hún verði ekki misnotuð. fslenzka nefndin á fyrri ráðstefnunni um réttarreglur á hafinu lagði raun- ar fram tillögu í þessu máli, sem hlaut talsverðan stuðning. Við munum leggja fram svipaða til- lögu á þessari ráðstefnu. Eg vil í þessu sambandi leggja áherzlu á það, að þótt því hafi verið haldið fram að þessu vanda máli hafi verið gerð fullnægj- andi skil í samþykktinni um sér- stakar aðstæður við strandveiðar, sem gerð var á fyrri ráðstefn- unni, þá er einn megingalli á þeirri samþykkt, nefnilega sá, að samkvæmt ákvæðum hennar skulu allar ráðstafanir háðar sam þykki einmitt þeirra ríkja, sem fiskveiðar stunda á umræddu svæði og eru því ekki líkleg til að hafa mikinn áhuga á því að fall- ast á forgangsrétt strandríkis á því svæði. Samþykktin yrði í slíku til- viki aðeins pappírsgagn. Sendi- nefnd mín mun því leggja fram tillögu um þetta efni, er myndi að minnsta kosti verða viðbót við umrædda samþykkt, ef hún kæmi þá ekki í stað hennar. Þetta, herra forseti, eru meg- inskoðanir stjórnar minnar, og með yðar leyfi vildi ég ljúka máli mínu með því að rifja upp höfuðatriðin. 1. Húg' ikin frelsi á hafinu og lögsaga við strönd eru hliðstæð og hvorugu verður haldið fram sem röksemd fyrir því að tak- marka hitt óhæfilega. 2. Skýrt skyldi greint á milli landhelgi og fiskveiðilögsögu. 3. ísland getur fallist á þrönga landhelgi að því tilskildu að fiskveiðilögsagan sé nægilega víð. 4. Almenna reglan er sú, að fiskveiðilögsaga geti náð allt að því 12 mílur. 5. Þegar aðstæður eru sérstak- ar og íbúarnir eiga afkomu sina að langmestu leyti undir fisk- veiðum við ströndina, má fisk- veiðilögsagan ná lengra, en regl- an um þetta verður að vera þann- ig orðuð, að hún verði ekki mis- notuð. Sendinefnd mín vill nota þetta tækifæri til þess að beina því til allra vina okkar á þessari ráð- stefnu, að þeir sýni þessum at- riðum skilning og geri það, sem þeim er fært til að styðja þau. Fleira hef ég ekki að segja að svo stöddu. Þakka yður, hr. forseti." Biðskák Moskvu 5. apríl. 10. SKÁK þeirra Botvinniks og Tals í keppninni um heimsmeist- aratitilinn, fór í bið í kvöld og verður henni haldið áfram á morgun. Tal er álitinn hafa betri stöðu. Leikar standa þannig, að Tal hefur 5 vinninga en Bot- vinnik 4. — Alls verða tefldar 24 skákir. i * Utsprungmir fíflar VORIÐ hefcur komið óvenju snemma í ár, og nú eru fyrstu fíflarnir sprungnir út í Reykja vík. Einn lesandi blaðsins fann í gær sex útsprungna fífla í hnapp suður hjá Hlíð- arenda, félagsheimili Vals.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.