Morgunblaðið - 06.04.1960, Page 15
Miðvikudagur 6. apríl 1960
MOnCVTSBLAÐlÐ
15
I
Óli Valur Hanson, garðyrkjuráðunautur ;
tofugullsdpur
ÓÐUM styttist til vorsins. Þær
húsmæður, sem hafa yndi af
stofublómum, þurfa nú fljót-
iega að hyggja að þeim með
umpottun og áburðargjöf hafi
þær ekki þegar byrjað á því.
Jafnframt þarf einatt að
klippa nokkuð og laga til jurt-
irnar áður en vöxtur örvast
að nýju.
Þótt mörgum húsmæðrum
lánist yfirleitt vel að halda
lífi í innij urtum sinum yfir
vetrarmánuðina, þá heggur
svartasta skammdegið oft
stórt skarð í hópinn hjá sum-
um. Sjaldan mun þó gebzt
upp þrátt fyrir ýms skakka-
föll, aðeins beðið unz sól hækk
ar á lofti og hlýna tekur í
veðri, og þá strax hafizt handa
um að endurnýja það, sem
forgörðum hefur farið.
Ymist er þá reynt á nýjan
leik við sömu tegundir eða
einhverjar aðrar, jafnvel áður
óþekktar.
Af innijurtum vekja blóm-
sælar plöntur alla tíð hvað
mestan unað á meðan þær
, skarta sínu fegursta. Fyrir
nokkrum dögum brá ég mér
inn í blómaverzlanir höfuð-
staðarins tii að kanna hvað
væri á boðstólum af blómg-
andi innijurtum Ég varð þess
fljótlega var, að ekki var um
auðugan garð að gresja í þeim
efnum. Þó rakst ég víða á
eina tegund, er segja má, að
sé tiltölulega nýr borgari með-
al innijurta hér Vildi ég gjarn
an vekja athygli húsmæðra á
tegund þessari, sem á garð-
yrkjumannamál heitir Cytisus
Madeirensis, en á íslenzku
mætti kall* stofugullsóp
Stofugullsópur er ættaður
frá Madeira Hann er einn af
þeim fáu inniplöntum, er
blómgast síðla vetrar og ber
gul blóm
Stofugullsópur er runni,
sem getur orðið allhávaxinn.
Er hann með þéttstæðum, þrí-
fingruðum, ljósgrænum og af-
ar fíngerðum blöðum. Blómin
eru smá og sitja mjög þétt í
löngum uppréttum klösum, er
sveigjast oft nokkuð niður á
við af þunga, ef blómahafið er
mikið. Lögun blóma er hin
sama og á ilmbaunum, enda
tilheyrandi sömu ætt, þ. e. a. s.
ertublómaætt.
Blómin eru ekki aðeins fög-
ur að lit og útliti, heldur einn-
ig ilmrík.
Algengt er að rækta stofu-
gullsóp sem lágvaxinn og
marggreindan runna eða láta
hann mynda einn stofn um
40—60 cm. á hæð með þétt-
skipaðri krónu á endanum líkt
og einstofna tré.
A margvíslegan annan hátt
má forma og laga hann til, því
hann þolir vel klippingu og
vex ört. Ennfremur má láta
hann breiða úr sér á vegg eða
grind á björtum stað; með tím
anum getur han orðið mjög
umfangsmikill, fái hann að
vaxa þar að mestu óskertur.
Stofugullsópur þrífst bezt við
frekar lágan hita. Sé honum
valinn staður í glugga, hentar
betur staðsetning í austur- eða
vesturglugga en í suður-
glugga. Blómgunartíminn er
aðeins einu sinni á ári. Að af-
loknni blómgun er hafizt
handa um að klippa hann til
og má halda því áfram fram
í september byrjun.
Stofugullsópur er mjög
skemmtileg og góð stofuplanta
og sómir sér vel hvort heldur
er sem blaðplanta eða blóm-
planta. Þó ber eins sérstaklega
að gæta, og það er vökvunin.
Plantan má aldrei þorna
skyndilega, eða verða þurr
ella kastar hún blöðunum.
Verður því að hafa góða gát á
vókvun, en vökvun er sá þátt-
ur, sem almennt er erfiðastur
viðfangs við hirðingu stofu-
blóma.
Bændur íái styrk
til húsbygtfintja
Frumvarp á Alþingi frá Jóni Pálmasyni
JÓN PÁLMASON hefur á Al-
þingi gert tillögu um stuðning tii
íbúðarhúsabygginga við bændur
með örðugan f járhag.
Var frumvarpi þingmannsins
um þetta efni útbýtt á þingi í
gær. Þar var kveðið svo á, að
nýbýlastjórn verði heimilað „að
veita þeim bændum ,er hafa örð-
ugan fjárhag, styrk til íbúðar-
húsbyggingar á sama veg og ný-
býlastofnendum“.
í greiargerð að frumvarpinu
minnir Jón Pálmason á þá skyldu
frá 28. maí 1957, er lögð á herðar
nýbýlastjórn ríkisins „að vinna
eftir föngum gegn því, að byggð-
ar jarðir fari í eyði“. Eitt af því
sem miklu máli skipti í því sam-
bandi sé sú aðstaða, sem bændum
sé sköpuð til þess að búa við
sómasamlegan húsakost. Þar sem
kostnaður við byggingar hafi
vaxið stórkostlega síðustu árin,
, en lán oft ekki hrokkið nema
fyrir 25—40 byggingarkostnaðar
* sé nauðsynlegt að veita aukinn
stuðning í þessu efni þeim bænd-
um, sem við örðugan fjárhag búa.
Lýkur greinargerðinni á þessa
leið: „Á mörgum jörðum, sem
enn eru í byggð, er allt eins mikil
þörf á aðstoð við íbúðarhúsa-
byggingar og á nýbýlum. Er því
eðlilegt, að nokkuð af því fé,
sem ætlað er til þess að varna
því, að jarðir fari í eyði, sé not-
að til þeirrar aðstoðar".
Stórhríðarmót
AKUHEYRI, 4 apríl. — Stórhríð-
armót Akureyrar fór fram í Hlíð
arfjalli við Akureyri sl. sunnu-
dag. Skíðaráð Akureyrar sá um
mótið. Fyrstur varð Svanberg
Þórðarson, Reykjavík, á 76.4 sek.,
annar varð Hákon Ólafsson,
Siglufirði á 81.4 sek., þriðji varð
Reynir Pálmason, Akureyri og
fjórði ívar Sigmundsson, Akur-
eyri á 91.7 sek. Brautin var 280
m löng og 40 hlið.
4
LESBÓK BARNANNA
GRETTISSAGA
13. Létu þeir nú í haf, þegar
þeir voru búnir og byr gaf.
Grettir gerði sér gröf undir
bátnum og vildi þaðan hvergi
hræra sig. Líkaði skipverjum
það illa. Hrepptu þeir veður
stór og gaf mjög á skipið.
Báðu þeir þá Gretti enn að
hjálpa til við austurinn. Fer
hann þá niður og sökkvir
byttunum og voru fengnir til
tveir að ausa til móts við
hann. Héldust þeir eigi lengi
við, áður“~þeir voru yfirkomn-
ir af mæði. Þá gengu til fjór
ir og fór allt á sömu leið. Svo
segja sumir menn, að átta
jusu þeir við hann áður en
lauk. Var þá og upp ausið
skipið.
•
14. Ber þá nú austur í haf.
Fundu þeir eigi fyrr eina
nótt, en þeir sigldu upp á sker
skipinu, svo að undan gekk
undir hlutinn. Var þá hrund-
ið bátum, og fluttar af konur
og allt það, er laust var. Þar
var hólmur lítill skammt frá
þeim og færðu þeir þangað
föng sín.
En er lýsa tók áttu þeir um
ið tala, hvar þeir voru komn-
ir. Þar var ey ein skammt frá
þeim til meginlands, er heit-
ir Háramarsey. Þar var byggð
mikil í eyjunni. Hún liggur
skammt frá Sunnmæri í
Noregi.
is. mrnwmimmmmw^
15. Þorfinnur hét lendur
maður, sá er þar átti bú í
eyjunni. Hann var sonur Kárs
hins gamla, er þar hafði lengi
búið. Þorfinnur var höfðingi
mikill. Þorfinnur flutti alla
menn af skipinu heim til sín.
Grettir varð eftir hjá Þor-
finni, þá er kaupmenn fóru.
Hann var fátalaður lengstum
og lét lítið um sig. Þorfinnur
lét gefa honum mat. Grettftr
var honum ófylgjusamur og
vildi eigi ganga með honum
úti á daginn. Það líkaði illa
Þorfinni, en nennti þó eigi
ið kviðja honum mat.
16. Auðunn hét maður, er
bjó þar, sem heitir á Vind-
rieimi. Þangað fór Grettir
daglega
Það var eitt kvöld, er Grett
ir bjóst heim að ganga, að
hann sá eld mikinn gjósa upp
á nesi einu — Grettir spurði
eftir, hvað nýunga það væri.
„Þar á nesinu stendur
haugur“, segir Auðunn, en
þar var í lagður Kárr hinn
gamli, faðir Þorfinns. Hefur
hann svo aftur gengið, að
hann hefur eytt brott öllum
bóndum þeim, er hér áttu
jarðir, svo nú á Þorfinnur
einn alla eyna“.
Grettir kvað hann vel hafa
sagt. „Mun ég hér koma á
morgun, og lát til reiðu graf-
tól“.
Bangsi fer til rakarans
BANGSI, — hann var
bara ósköp lítill tusku-
bangsi, — leit í kringum í
barnaherberginu og sagði:
„Ég geri það, þó ég
verði í allan dag. Ég geri
það samt. Hvað sem hver
segir!“
Bangsi hlustaði, en það
sagði enginn neitt. Eng-
inn virtist taka eftir hon-
um. Hljóðlega læddist
hann út úr herberginu og
niður stigann.
Fimm mínútum síðar,
sáu Kalli og Maja, hvar
lítill, brúnn bangsi
þrammaði út úr húsinu og
niður eftir götunni.
„Bangsi“, kallaði Maja,
„hvert ertu að fara?“.
En Bangsi svaraði ekki.
Hann hélt hiklaust áfram
með Kalla og Maju í hum
átt á eftir sér. Hvert
skyldi hann ætla? Um
leið og hann beygði fyrir
hornið rakst hann á
gamla konu, sem hélt á
körfu fullri af kartöflum
í hendinni.
„Æ,æ, sagði gamla kon-
an, þegar hún missti körf
una, svo að kartöflurnar
ullu í allar áttir.
Bangsi gaf sér ekki
tima til að stanza. Það
kom í hlut Kalla og Maju
að hjálpa gömlu konunni
við að tína saman kartöfl
urnar.
„Það rakst éinhver á
mig“, sagði gamla konan,
„mér sýndist það helzt
vera venjulegur leik-
fangabangsi, en það getu:
auðvitað ekki verið.
Varla fara þeir að hlaupa
um“.
Kalli og Maja tóku nú
sprettinn á eftir Bangsa
og náðu rétt að sjá hann
skjótast inn um dyrnar
hjá rakaranum. Þegar
þau litu inn um gluggann
stóð hann bísperrtur á
miðju gólfi og talaði við
rakarann.
„Klipping", sagði Bangsi.
„Nei, nei“, sagði rakar-
inn, „það get ég ekki gert.
Mér er það alveg ómögu-
legt“. í sömu svipan
komu Kalli og Maja inn.
„Halló, Bangsi", sögðu
þau.
„Er hann kunningi ykk
ar þessi?“, spurði rakar-
inn. „Þá ættuð þið að
taka hann með ykkur.
Hann heimtar klippingu,
eli ég klippi ekki leik-
fangabangsa.
„Af hverju ekki?",
spurði Bangsi móðgaður.
„Ég þori ekki að byrja
á því“, sagði rakarinn,
„það er ekki að vita nema
allir bangsarnir í bænum
færu að streyma til mín
og heimta klippingu. Og
hver ætti þá að klippa
borgarstjórann og alla
hina?“
„Þetta er rétt hjá rak-
aranum", sagði Maja,
„hann hefur ekki tíma til
að klippa oangsa.
„Hver á þá að gera