Morgunblaðið - 06.04.1960, Side 22

Morgunblaðið - 06.04.1960, Side 22
22 MORCVISBT. AÐIÐ Miðvikudagur 6. apríl 1960 eru oft hraðar og skemmtilegar en einhvern veginn finnst manni að stundum leggi þeir of mikið ' i.ps úr hröðum skiptingum og missi af taekifærum til að skora fyrir vikið. Staðan í hálfleik var 30:21 IR í hag. 1 byrjun síðari hálfleiks tókst Armenningum að stytta' forskot ÍR-inga niður í 31:28, en svo komu fram veilur í vörn Ar- manns. Guðmundur Þorsteinsson skorar tvisvar í röð, síðari körf- una eftir að hafa hlaupið upp endilangan völlinn, í gegn um vörn Ármanns, óáreittur, og lagt knöttinn í körfuna. Eftir þetta var sigur ÍR aldrei í verulegri hæitu. Sigurvegarar í. R. í 2. fl. karía. Talið frá vinstri: Óli Geirsson, Donald Rader, Einar Hermannsson, Guðumndur Aðalsteinsson, Guðmundur Þorsteinsson, Einar Bollason, Björn Johannsson og Þor- steinn Hailgrimsson. Með þeim er þjálfari flokksins Helgi Jóhannesson. Ljósm. Sv. Þormóðsson. Körfuknattleiksmótið: ÍR sigraöi í 2. fl. jr Armann í kvennafl. ISLANDSMÓTIÐ í körfuknattleik hélt áfram að Hálogandi sl. mánudagskvöld. Leiknir voru þrír leikir, þar af tveir úrslitaleikir. Fyrsti leikurinn var milli KR og Ármann-B í II. flokki karla. ★ Líkir búningar Liðin mættu til leikg í búning- um, sem voru svo líkir á litinn að það ráð var tekið að láta Armenn inga leika bera að ofan. Slíkt er í hæsta máta óviðkunnaniegt á ís- landsmóti og gerir leikritara erf- iðara fyrir að fylgjast með gangi móisins. Það kom einnig á daginn að KR-ingar töldu að leikritarinn hefði ruglast í ríminu og haft af sér 4 stig. Þetta kom þó ekki að sök þar sem KR sigraði örugg- lega með 40:31, en staðan var 15:12 KR í hag í hálfleik. Bezti maður á leikvelli var KR-ingur- inn Guttormur Ólafsson, en annars voru mörg góð körfu- knattleiksefni í báðum liðum. Þjálfari KR er hinn góðkunni körfuknattleiksmaður Þórir Ól- afsson, en Ásgeir Guðmundsson íþróttakennari þjálfar Armenn- inga. Dómarar voru Guðmundur Þor steinsson og Einar Ólafsson. ÍJrslit í meistaraflokki kvenna Ármann 36, ÍR 2. Nýtt heimsmet 2 19,99 Á frjAls-íþróttamöti, sem haldið var í Austin, Tex- as s.l. sunnudag, bætti Banda- ríkjamaðurinn Bill Nieder enn heimsmetið í kúluvarpi, er hann varpaði kúlunni 19.99 metra. Þar með endurheimti hann aftur heimsmeistaratitil- inn, sem Bandaríkjamaðurinn Dallas Long tók frá honuin fyrir viku síðan, er Dallas varpaði kúlunni 19.61 metra. Það að met bandaríska Olympíumeistarans Parry O’ Brien, 19.40 metrar, er enn hið opinbera heimsmet, er ein- ungis vegna þess að metið hef ur verið slegið svo ört á undan rörnum vikum, að alþjóðasam bandi frjálsíþróttamanna hef- ir ekki unnizt tími til að senda út hinar opinberu tilkynning- ar' ★ Úrslit í mfl. kvenna Annar leikurinn var úrslita- leikur í meistaraflokki kvenna, en aðeins Ármann og ÍR sendu lið til keppni í þessum flokki. Leikur þessi átti samkvæmt leik skrá að fara fram ásamt úrslita- ieik í meistaraflokki karla n.k. miðvikudag 6. þ.m. Það kom á daginn þegar í upp hafi leiks þessa að motanefnd hafði gert rétt er hún ákvað að færa leik þennan til. Ahorfenda- hópurinn á mánudagskvöldið var ekki stór, en það hefði orðið áfail fyrir körfuknttliksíþróttina í landinu, ef húsfyllir áhorfenda hefði séð þessa leiksýningu. Bæði liðin byrjuðu með fumi og bægslagangi, sem ekkert átti skylt við körfuknattleik og 5 mín. liðu af leiktímanum, þar til Rut Guðmundsdóttir tók á sig rögg cg skoraði fyrir Ármann. Fór þá heldur að lifna yfir Armanns- stúlkunum og endaði hálfleikur- inn 12:0. í síðari hálfleik virtust Ar- mannsstúlkurnar hafa áttað sig á að engin hætta stafaði frá ÍR enda náðu þær nú oft skemmti- legum samleik, sem gaf góðan árangur. Leikataflan sýndi 30:0 psgar ÍR-stúlkurnar skoruðu sína einu körfu við óhemjufögnuð óhorfenda. Leiknum lauk með yfirburða- sigri Armanns 36:2. Þessi sigur var verðskuldaður. Armanns- stúlkurnar náðu oft góðum sam- leik í síðari hálfleik og þær voru ákveðnar og ágengar við mót- herja, enda margar þeirra þaul- vanar handknattleikskeppnum. ÍR-stúlkurnar virtust tæplga kunna leikreglurnar og virðist það vafasamur greiði að senda slíkt lið til úrslitakeppni í meist- araflokki. Stigahæst var Kristín' Jóhanns dóttir með 17 stig og var hress- andi frískleiki yfir leik hennar. Dómarar voru Ólafur Thorla- cius og Helgi Rafn og virtust þeir ekki taka þessa leiksýningu alvarlega. Örslit II. fl. karla ÍR 54, Ar- mann43. ★ Beztu liðin? Körfuknattleiksunnendur biðu með talsverðri eftirvæntingu eft- ir úrslitaleiknum í II. flokki karla, þar sem vitað var að liðin voru mjög jöfn að styrkleika og í góðri æfingu. Það varð heldur enginn fyrir vonbrigðum. Leikur- mn var fjörlega leikinn frá upp- hafi til enda og sýndu þessi lið ólíkt skemmtilegri körfuknatt- leik heldur en sum meistara- flokksliðin, sem oft leggja heldur mikið upp úr kröftunum. Guðmundur Aðalsteinsson skor aði fyrstu körfuna fyrir IR og Einar Bollason bætti annari við skömmu síðar. Davíð og Árni svara fyrir Armann og staðan er 4:4, skömmu síðar 6:6 og 10:10. Leikurinn er hraður og vel leik- inn og áhorfendur hvetja liðin óspart. Ármenningarnir virðast öruggari á löngum skotum, en ÍR-mgarnir eru hættulegri undir körfunni. Skiftingar Armenninga Jón Pétursson fyrstur ístendinga yfir 2 metra Á FRJÁLSÍÞRÓTTA- ÆFINGU hjá K.R. í í'yrrakvöld tókst Jóni Péturssyni K. R. að stökkva yfir 2 metra í hástökki. Jón Pétursson er því fyrsti Islendingur- inn, sem nær þessum glæsilega árangri. ■— Slá- in, sem notuð var við stökkið var bambusstöng, og er hæðin var mæld mældist hæsti púnktur hennar 2.04 metrar, enn lægst mældist hún 2.02 metrar. — Þar sem þetta var aðeins æfing og að- stæður ekki lögum sam- kvæmt, verður afrekið eigi staðfest sem met, — en eftirtektarvert er það eigi að síður. Spjótkast ALLT bendir til þess að Ingvar Hallsteinsson, F.H., nái í sumar þeim árangri að kasta spjóti 70 metra. — Ingvar dvelur sem kunnugt er við nám í Bandarikj- unum og á æfingu í sl. viku náði (hann kasti, er mældist rúmlega ■ 65 metrar. — s Evrópubikar • Á MIÐVIKUDAGINN vann Glasgow Rangers hollenzka knatt spyrnuliðið Sparta 3:2 og leika því undanúrslitaleikinn í keppn- 1 inni um Evrópubikarinn gegn 1 Eintracht, Frankfurt. Ársþing ÍBK FJÓRÐA ársþing íþróttabanda- lags Keflavíkur var haldið sunnudaginn 28. febrúar sl. — Þingið sátu fulltrúar UMFK, KFK og sérráða IBK. Þá sátu þingið einnig Þorsteinn Einars- son, íþróttafuiltrúi, og Hermann Guðmundsson, framkvæmdastj. ÍSÍ. — Hafsteinn Guðmundsson, form. ÍBK, setti þingið með ræðu. Þing foT-seti var kosinn Gunnar Sveins son og þingritari Steinþór Júlíus- son. Formaður ÍBK flutti ársskýrslu Stjórnarinnar fyrir sl. starfsár og gjaldkeri las upp reikninga bandalagsins. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna og reikning- ana, en hvorttveggja lá fjölritað fyrir þinginu. Stjórn íþróttabandalags Kefla- víkur var endurkosin en hana I skipa: Hafsteinn Guðmundsson, formaður, Hörður Guðmundsson, varaformaður, Skúli Fjalldal, gjaldkeri, Þórhallur Guðjónsson, rivari, og Heimir Stígsson, með- stjórnandi. Varastjórn: Sigurður Albertsson, Gunnar Albertsson, frá KFK, Höskuldur G. Karlsson og Hólmbert Friðjónsson, frá UMFK. I héraðsdómstól voru endurkosnir: Hermann Eiríksson, Ragnar Friðriksson og Tómas Tómasson. Endurskoðendur voru kosnir Guðm. Ingólfsson og Sig. Eyjólfsson. Guðm. Þorsteinsson sést hér skora fyrir Í.R. með sveiflu- kasti, eítir að hafa leikið svo á vörn Ármanns að varnarleiksmaðurinn getur ekki annað en horft hjálpar- vana á hann skora. Stigahæstir ÍR-inga voru Guð- mundur Aðalsteinsson með 14 stig og Guðmundur Þorsteinsson með 13 stig. Af Armenningum var langbeztur í þessum leik, Davið Helgason, sem skoraði 15 stig. Dómarar voru Viðar Hjartar- son og Þórir Arinbjarnarson. Þern tókst að halda leiknum vel niöii, enda var hann prúðmann- iega le'kinn. Stundum fannst manni þeir taka full hart á smá- brotum, einkum þegar maður hef ir í huga hvað oft er leyft í meist araflokksleikjum. En það er vand ratað meðalhófið í þessu eins og cðru. — BÞ. Drengjahlaup r Armanns DRENGJAHLAUP Armanns fer fram sunnudaginn fyrstan í sumri (24. apríl). Keppt verður i fimm manna sveitum um bikar, j sem Eggert Kristjánsson, stór- i kaupmaður, gaf, handhafi hans j er Glímufélagið Ármann, þá er ‘ og keppt í þriggja manna sveit- ! um um bikar, sem Jens Guð- björnsson, form. Ármanns hefir gefið, handhafi hans er ÍR j Óllum félögum innan F.R.Í. er heimil þátttaka og skal tilkynna hana til form. frjálsíþróttadeild- ar Armanns, Jóhanns Jóhannes- sonar, P. O. Box 1086 viku fyrir hlaupið. I Úrslit í kvöld I KVÖL.D fara fram að Há- logalamli úrslit Körfuknatt- leiksmeistaramótsins. Leika þá í 2. fl. kvenna KR a-lið og KR b-lið. Þessi lið eru talin beztu kvennalið landsins, þó ungar séu stúlkurnar. Síðari leikurinn er úrslita- Ieikur m.fl. karla. Mætast ÍR og KFR. Er ómögulegt að spá um úrslit. KFR varð Reykja- víkurmeistari á s.l. hausti en ÍR er núverandi Íslandsmeist- ari. Þarna verður hápunktur motsins. Myndin sýnir verðlauna- gripinn í 2. fl. kvenna en hann gaf Lífstykkjabúðin. — Ljósm. Sv. Þormóðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.