Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐ1Ð MiðviEudagur 20. apríl 1960 Heilaspuni komm- únistabladsins um símahleranir ÁKÁSIR kommúnista á lögreglu- stjórann og lögregluna í Reykja- vik hafa nú snúizt npp í hratt undanhald. Þjóðviljinn gerir sér nú Ijóst, að almenningur lítur á rógburð hans um lögregluna sem pólitíska ofsókn. En til þess að verja undanhald sitt reynir Þjóð- viljinn enn sl. fimmtudag að skrökva upp nýjum ásökunum á Á 3, þúsmid manns sóttu sýninguna Á ÞRIÐJA þúsund manns hafa sótt sýningu Félags íslenzkra húsgagnaárkitekta, sem opnuð var fyrir páska í nýbyggingu Almennra trygginga að Pósthús- straeti 9. Nokkrar myndir eftir Jón Stefánsson, listmálara, hafá selzt á sýningunni, en hér er um að ræða myndir, sem aldrei hafa verið sýndar fyrr hérlendis. Sýningin er opin áfram dag- lega frá kl. 2—10, nema helgi- daga frá kl. 10—10. Öll húsgögn- in á sýningunni eru teiknuð af íslenzkum húsgagnaarkitektum og hafa engin þeirra verið fram- leidd áður. Lyfjalmð fyrir Lauoarneshverfi ? c A FUNDI bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn var lagt fram bréf frá Lyfjafræðingafélagi Is- lands, varðandi fjölgun lyfjabúða í bænum. Er í bréfinu vakin at- hygli á því að aðkallandi sé að sett verði á stofn lyfjabúð fyrir hið ört vaxandi íbúðahverfi við Laugarnes, Kleppsveginn, „Læk- ina”. Er bent á það í bréfinu að fólk í þessu hverfi þurfi að fara annað hvort niður í Austurbæj- arapótek eða Holtsapótek. Þiju hus i mio- bænum rifin ÞÁ hefur bæjarráð ákveðið að láta rifa þrjú hús sem bærinn á hér í miðbæ Reykjavíkur. Á fundi ráðsins á þriðju- daginn var, fól það borgar- stjóra að gera ráðstafanir til þess að húsin: Austur- stræti 1, Hafnarstræti 20 og Túngata 2, verði rýmd svo fljótt sem kostur er. 1 ályktun bæjarráðs seg- ir að það telji nauðsynlegt af skipulagsástæðum að þessi hús þrjú verði fjar- lægð hið fyrsta. hendur lögreglustjóranum. Seg- ir kommúnistablaðið frá því, að lögreglustjóri hafi nú fyrirskip- að víðtækar símahleranir gágn- vart lögregluþjónum sínum! Það er óþarfi að taka það fram, að hér er um algeran heilaspuna að ræða af hálfu kommúnistablaðsins. Lögreglu- stjóri hefur ekki fyrirskipað neinar símahleranir eða njósnir um lögreglumenn. — Frásögn kommúnistablaðsins um sima- hleranir er uppspuni frá rótum. Þjóðviljinn ætti að gera sér það Ijóst, að herferð hans á hendur Sigurjóni Sigurðssyni er farin út um þúfur. Það er þess vegna þýðingarlaust fyrir blaðið að halda áfram að finna upp nýj- ar skröksögur. Þær mundu að- eins auka fyrirlitningu almenn- ings á framferði þess. Barnadagurinn ; I Kópavogi Hátíðahöldin í Kópavogi á sum- ardaginn fyrsta hefjast kl. 1 með skrúðgöngu barna frá báðum barnaskólum bæjarins. Gengið verður að Félagsheimilinu og mætast göngurnar þar. _ Kl. 10,30 hefjast útihátiðahöld. Ávarp flytur sr. Gunnar Árna- son. Baldur og Konni skemmta. Lúðrasveit leikur. Kl. 2.00. Fyrsta víðavangshlaup Ungmennafélagsins Breiðablik. Kl. 2,30—4 og 5,30 verða inni- skemmtanir í Félagsheimilinu. Kl. 10 verður dansleikur í Fé- lagsheimilinu. — Kaffi selt í Fé- lagsheimilinu frá kl. 2. Aðgöngu- miðar á barr,askemmtanirnar seldir í barnaskólunum kl. 5—7 i,' dag. Merki afhent á sama stað. Allur ágóðinn rennur til bygg- ingar dagheimilis í Kópavogi. Á skíradagsmorgun var bif- Áeiðarslys kippkorn fyrir ofan' iLækjarbotna. Sjö ungir menn /sem voru að fara upp í Skíða- /skála til að borða hátíðarmat, /enduðu för sína við 20 km steininn. Bilstjórinn missti /stjórn á bílnum og kastaðist /hann Út af veginum og fór /þar tvær veltur og skemmdist /mikið. Þrír farþeganna meidd )ust, en ekki alvarlega. Fóru Ssjúkrabílar á vettvang til að ksækja hina ungu menn. Grun- tur leikur á að bílstjórinn hafi /ekki verið vel fyrirkallaður )var honum tekið blóð til )ákvörðunar á hugsanlegu ) alkoholinnihaldi þess. Dregið í 4-flokki Happdrættis V ------ : ríkissjóðs j DREGIÐ var í A-flokki Happdr. ríkissjóðs 15. apríl sl. Vinning- ar komu á eftirtalin númerí 75 þús. kr. nr. 16646, 40 þús. kr. nr 110248, 15 þús. kr. nr. 42398, 10 þús. kr. nr. 27421, nr. 68185 og nr. 85373. 'i’ ---------------------4 Allt á floti allsstaða — var sungið í miðri ánni // MIKIÐ var um ferðir fólks úi bænum yfir páskana eins og við var að búast í jafnlöngu fríi eft- ir langt og mikið strit flestra. Fyrir utan einstaklinga á eigin bifreiðum efndi Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsens til öræfaferðar 90 manna á 18 bílum. Farið var frá Reykjavík á skírdagsmorgni austur að Klaustri í góðu veðri. Þar var dvalið um nóttina við góða skemmtan, en að morgni var haldið austur að Hofi í öræfum 12 selveibiskip leifa hafnar á ísafirði ÍSAFIRÐI, 19. apríl. — í Dymbil- vikunni leituðu 12 norsk selveiði- skip hafnar hér á ísafirði, vegna sjóskaða, sem þau höfðu hlotið í ísnum. Voru 6 skipanna með skemmda skrúfu, en hin komu inn vegna vélbilunar og skemmda á ísklæðningu. Á skírdag kom norska eftir- litsskipið Salvador með selfang- arann Maiblomsten í eftirdragi. Hafði það festzt í ísni m og voru Björgúlíur kominn til Dalvíkur DALVÍK, 19. apríl: — Um sex- leytið í gær lagðist hið nýja tog- skip Dalvíkinga, Björgúlfur, hér að hafnargarðinum, þar sem mikill mannfjöldi var samankom ihn til þess að fagna skipinu. Kariakór söng og sveitarstjórinn, Valdimar Óskarsson, bauð skip ög skipshöfn velkomna og bar fram heillaóskir skipinu til handa, en skipstjórinn, Helgi Jakobsson, þakkaði. Skip þetta er að sömu stærð og gerð og skip, er keypt hafa verið frá Austur-Þýzkalandi und anfarin ár og búið samskonar siglinga- og öryggistækjum. Helgi Jakobsson sigldi skipinu heim og verður skipstjóri á því eftirleiðis, en stýrimaður var hinn landskunni aflamaður og síldarkóngur Bjarni Jóhannesson, fyrrum skipstjóri á Snæfellinu, og mun hann ráðinn með Björg- úlf á næstkomandi síldarvertíð. Fyrsti vélstjóri var Helgi Björns- son, sem ráðinn ér í það starf eftirleiðis. Skipið fékk bezta veður á hafi og var aðeins fjóra og hálfan sólarhring frá Kaupmannahöfn. Akveðið er að skipið fari á tog veiðar strax og veiðarfæri eru komin í lag, enda þótt veiðihorf- ur séu fremur slæmar, því heita má að skip, sem stundað hafa tog veiðar við Norðurland undanfar- ið, hafi varla orðið vör við fisk En menn lifa í voninni um að úr rætist. — SPJ. skipsmenn búnir að yfirgefa skipið. Þegar lygndi tókst Salvador a9 bjarga skipinu úr ísnum ög draga það til ísafjarðar. — Var bráðabirgðaviðgerð framkvæmd hér, en í morgun var það dregið áleiðis til Akureyrar, þar sem það fer upp í slipp °g bíður eftir nýrri skrúfu frá Noregi. Er það hætt veiðum og heldur heim- leiðis að lokinni viðgerð. 1 morgun kom Salvador svo aftur með Munkoy í dragi, sem var með bilaða skrúfu. Norsku selveiðiskipin eru nú að veiðum í vesturísnum, 120 sjó mílur frá Straumnesi. Hefur veður verið óhagstætt, stöðug A- átt, en þá leggur strauminn með ísnum, svo órólegt er við ísrönd- ina. Skipin eru öll frá Álasundi og Tromsö. Hefur veiði verið all- misjöfn, frá 500—1700 dýr. — J. P. í góðu útsýni. Litið sem ekkert vatn var í Núpsvötnum, en i Súlu og Sandgýgjukvísl var nokkuð vatn, en þó ekki meirá en í öxul og sama er að segjá um Skeiðará. \) Næst var stanzað við Skafta- fell og sezf þar að snæðingi I steikjandi hita. Ekið var að Hofi um kvöldið og stóð til að haldá inn á Öræfin um morguninn, en þá skall á úrhellis-rigning og varð því ekki af því í þessarí ferð. Þess má geta að á Fagur- hólsmýri mældist 11 mm rign- ing þennan dag. Þegar komið var að Skeiðará á leiðinni til baka hafði vaxið það mikið í ánni að bílhjólin fóru í kaf og Sandgýgjukvísl hafði vaxið um 63 cm og straum- þunginn orðinn um t m á sek., að sögn Sigurjóns Rist, sem var með í förinni, auk margra ann- arra kunnra ferðamanna. Þrátt fyrir að áin væri orðin nærri J. m og 20 cm á dýpt gekk vel að koma bílunum yfir hana. Aftur á móti gekk heldur ver að koma þeim yfir Núpsvötnin, sem höfðu vaxið verulega. Þegar komið var að næst síðustu kvíslinni stöðvaðist einn minni bílanna í kvíslinni. Gekk greiðlega að kippa honum upp og var lagt í síðustu kvíslina. Þar stöðvaðist einn stóru trukkanna og braut upp að rúðum hans straummeg- inn. Söng fólkið „Allt á floti allsstaðar" meðan verið var að ná honum á þurrt. Gekk það einnig fljótt fyrir sig. Síðan var beðið í tvo tíma við áframhaldandi söng — en þá snerist til norðlægrar áttar og stytti upp og var ferðinni haldið áfram. Síðasta daginn var ágætt veð- ur ok komu allir hressir og glað- ir til Reykjavíkur, albúnir þess að leggja í stritið. — /* NA /5 hnútar / SV 50 hnútar X Snjókoma > Oó i \7 Skúrir IC Þrumur W:z KuUaskil Hitaski! H H»S L* Latqi Enn eykst millilandaflugið SUMARÁÆTLUN millilanda- flugs Flugfélags fslands gekk í gildi um síðustu mánaðamót. — Samkvæmt henni fara flugvélar félagsins fleiri ferðir milli landa en nokkru sinni fyrr, enda er út- lit með farþegaflutninga á veg- um félagsins gott, einkum liggja fyrir miklar pantanir á flugleið- um milli staða erlendis og einnig frá útlöndum til íslands. Mun láta nærri að tala bókaðra far- þega með millilandaflugvélum Flugfélags fslands sé tvöföld mið að við sama tíma í fyrra. Með sumaráætlun breytast brottfarar- og komutimar milli- landaflugvéla frá því sem var í vetraráætlun, enda fara flugvél- arnar nú fram og aftur samdæg- urs. Brottfarartímar frá Reykjavik til útlanda verða kl. 8 og 10 ár- degis, komutímar verða frá kl. 20:40 til 23:55 nema sunnudags- ferðir frá Hamborg, Khöfn og Oslo, sem koma til Rvíkur kl. 16:40. Sumaráætlun millilandaflugs Flugfélags íslands er þannig hátt að, að ferðum verður fjölgað og tíu ferðir frá útlöndum til Reykjavíkur í hverri viku, þegar flestar eru. Þar af eru níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar, átta ferðir til Bretlands, tvær til Oslo og tvær til Hamborgar. Auk áætlunarferða eru á- kveðnar margar leiguferðir með mikinn fjölda fólks. Þær fyrstu voru um páskana og fóru tvær flugvélar þá til Palma á Mallorca á vegum Ferðaskrifstofunnai- Sunnu með á annað hundrað far- þega. Þá munu þátttakendur í mótum lögfræðinga og hjúkrun- arkvenna sem haldin verða hér á landi í sumar ferðast með flug vélum Flugfélagsins. Ekki hefir ennþá borist svar við umsókn Flugfélags íslands um leyfi fyrir áætlunarflugi til Grænlands og er' af þeim sökum ekki unnt að segja fyrir um hvernig þeim mál um verður háttað á næstuimL Veldur skúrum hér á landi LÆGÐIN yfir Grænlandshafi hreyfist norður eftir og mun valda SV-átt og skúrum eða éljaveðri hér á landi. Veðurhorfur klukkan 22 í gærkvöldi. SV-land til Vestfjarða, SV- mið til Vestfj.miða: V-kaldi og skúrir í nótt, lægir með Háþrýstisvæði er yfir Bret- morgninum og gengur til SA- landi og Norðurlöndum, enda áttar með rigningu, þegar líð- er sumarblíða víða í vestan- ur á morgundaginn. N-land verðri Evrópu, t. d. er 13 stiga til SA-lands, N-mið til SA- hiti í London og 14 stig í Stokk miða: V-gola eða kaldi, víð- hólmi. ast bjartviðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.