Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 6
6 MORCJJTSfíJ.AÐ 1Ð Miðvik'udagur 20. april 1960 Kristján Albertsson: Landhe 1. 1 BRÉFUM, sem Hannes Haf- stein hefur haldið saman, rekst eg á eftirfarandi ekki ófróðlegt tilskrif frá tónskáldinu Svein- birni Sveinbjörnssyni: 63 Comiston Drive, Edinburgh 4ða d. Augmán. 1906 Hæðstvirti herra ráðherra. Eg sé í íslenzkum blöðum miklar kvartanir um yfirgang útlenzkra botnverpinga og dett- ur mér í hug að láta yður vita því viðvíkjandi, að stjórn Breta hefur nýlega gjört það að Iög- um, að banna skuli alla botn- vörpuveiði í Morayfirth. _ Áður voru þau lög, að leyft var að veiða með. botnvörpu 3 enskar mílur frá landi. — Þessi nýja fyrirskipun hér gæti að minni ætlun orðið ættjörðu vorri að notum í tilliti til botnvörpuveiða við strendur Islands. Fyrir hértimbil mánuði síðan var norskur botnverpingur tek- inn fyrir utan 3ggja mílna tak- mörk í Morayfirth, og sektaði sýslumaður í norðurhluta Skot- lands hann um £50 St; skaut botnverpingur máli sínu til hæðsta réttar Skotlands, en tólf dómarar staðfestu dóminn í einu hljóði. Með því nú stjórn Breta hefur gjört þessa fyrirskipun í tilliti til Morayfirth gæti stjórn Is- lands gjört hið sama í tilliti til Faxaflóa. — Þessu mætti til leiðar koma á þann hátt, að ept- ir að bönnun á allri botnvörpu- veiði innan Faxaflóa hefði gjörð verið að lögum, íslenzkur botn- verpingur væri sendur inn á Morayfirth, og látinn veiða þar svo að hann yrði sektaður um £50 St., gæti þá stjórn íslands sektað hvern þann botnverping sem fyndist innan Faxaflóa um sömu upphæð, hvort sem hann væri bretzkur, eða annarar þjóð- ar. — Með því þessi dómur var kveðinn á Skotlandi, væri það æskilegt að skotskur botnverp- ingur yrði fyrst fyrir sektinni, svo að nota mætti það sem „precedent" (fordæmi) fyrir öll síðari brot. Eg er hæðstvirti herra ráð- herra yðar einlægur landi Sv. Sveinbjörnsson. Okkur íslendingum hlýtur að að þykja vænt um þetta bréf. Það er gott til þess að vita, að tónskáldið, sem gaf íslandi einn hinn fegursta þjóðsöng, sem nokkurt land á, hefur þrátt fyr- ir búsetu í Skotlandi meginhluta æfinnar alla tíð borið í brjósti óskerta tryggð og ást til ætt- jarðar sinnar. En auk þess er bréf hans næsta fróðlegt einmitt nú, ef rétt er hermt, en það er ástæðu- laust að draga í efa. Samkvæmt því eru það engir aðrir en Bret- ar sjálfir (fyrstir þjóða?) sem gefið hafa það fordæmi, að rýmka landhelgi sína, upp á sitt eindæmi, út fyrir þriggja mílna takmörkin — þegar þeim þótti nauðsyn á til verndar fiskstofni og veiðum innlendra manna. Eg man ekki til þess að áður hafi verið á þetta bent. Það er sérfræðinganna að rannsaka nánar þessa brezku löggjöf frá 1906, og draga af henni rétt rök í baráttu okkar fyrir stækkaðri landhelgi. 2. Þegar þetta er skrifað, á pásk- um, er hugsanlegt að ráðstefnan í Genf komist næstu daga að úrslita-niðurstöðu um hver verða skuli fiskiveiðalögsaga að al- þjóðalögum. En ef við þurfum enn um skeið að berjast fyrir skilningi á málstað okkar gagn- vart erlendum fiskiþjóðum, þá kemur ef til vill til greina að gefa út enn eina hvítbók — sem væri nokkuð annars efnis en fyrri sóknarskjöl. Eins og Sveinbjörn Svein- björnsson víkur að í bréfi sínu, hefur alltaf, en einkum fyrr á tímum, mátt lesa miklar kvart- anir í blöðum okkar um yfir- gang erlendra fiskimanna. Hvernig væri að segja heimin- um eitthvað af þeirri sögu, með nokkur hundruð frásögnum? Deila um fleiri eða færri mílur kann að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þorra manna út um heim, vekja lítinn enduróm skilnings og samúðar. Það væri ef til vill ekki úr vegi að minna á, hvað lítil vopnlaus þjóð, með óvernduð heimamið og óvarðar strendur, fram til síðari tíma, hefur mátt þola af gripdeildum og hvers konar yibbaldahætti af hálfu útlendra fiskimanna. Þeir hafa gengið á land, misþyrmt fólki og stolið búpeningi, og frá því togarar komu til sögunnar hafa net íslendinga ekki verið óhult á innmiðum. Við gætum sagt söguna af valdsmönnunum tveim úr Barðastrandasýslu, sem brezkur togari sigldi með til Englands, eftir að þeir höfðu farið um borð í hann til þess að koma lögúm yfir hann að veið- um í landhelgi. Og við gætum sagt þá sögu, þegar brezk tog- araskipshöfn ,undir stjóm skip- stjóra sænskrar ættar, horfði á íslenzka menn drukkna við skipshlið á Dýrafirði í október 1899, án þess að rétta þeim hjálp arhönd, og munaði minnstu að einn af ágætustu mönnum lands- ins, Hannes Hafstein, missti líf- ið á sama hátt — í tilraun til að koma lögum yfir landhelgis- brjótinn. Ef til vill gætu slíkar frá- sagnir, ásamt öðrum góðum og gildum rökum, stuðlað að því að gera heiminum skiljanlegt, að við erum langþreyttir á erlend- um fiskiveiðum of nálægt ströndum okkar — og biðjum um skilning á allri aðstöðu okk- ar, og lög og rétt. 3. Hitt skyldum við Islendingar varast eins og heitan eldinn að ala með okkur óvild til nokk- urrar þjóðar þó að einstakling- ar af hennar bergi brotnir komi illa fram í okkar garð. Það kemur líka fyrir að íslendingar komi illa fram erlendis, það kemur fyrir allra þjóða menn — og í þeim efnum hlýtur hver þjóð að afsegja alla samábyrgð á illkynjuðu athæfi einstakra manna. Eins ættum við að haga orð- um okkar af skynsemd og kurt- eisi þótt okkur falli ekki aðgerð- ir erlendra stjórnarvalda, þegar missætti og þræta kemur upp. Því það er alltaf hugsanlegt að þau séu jafn-sannfærð um sína nauðsyn og sinn rétt og við um okkar nauðsyn og rétt. Ég sé ekki að við yrðum fyrir það minni menn, að við reynum að skilja rök og sjónarmið annara þjóða þegar á milli ber. Við kunnum því vel þegar brezk blöð eða brezkir þingmenn sýna skilning á okkar málstað — þótt í bága fari við aðgerðir stjórnar sinnar og ríkjandi skoð- un í landi sínu. Okkur þótti líka Kristján Albertsson vænt um þegar Bruun, fyrrver- andi sendiherra Dana á íslandi, tók svari okkar drengilega í hand ritamálinu, fyrst í fundarræðu og síðan í blaðagrein — og var á gagnstæðri skoðun við opinbera afstöðu í Danmörku. Og því fór svo fjarri að hann væri látinn gjalda þess af löndum sínum, að hann var skömmu síðar skipaður sendiherra Dana í Sviss. Öllum þjóðum ríður á sam- vinnu og samlyndi við aðrar þjóðir. Allar þjóðir líta á vináttu við nágrannaþjóðir sem eitt af sínum tilveruskilyrðum. Þess vegna er það eitt fremsta undir- stöðuatriði í utanríkisstefnu hverra þjóðar að varðveita sam- lyndi og vináttu við aðrar þjóðir eftir því sem þess er nokkur kost- ur. Ef deila rís við vinaþjóð ber jafnt stjórn sem blöðum og út- varpi að forðast hörð orð og hóf- laus í lengstu lög. I deilunni við Breta eru allir sammála um að ekki komi til greina neinn undansláttur af okkar hálfu. En hitt skyldum við hafa i huga, hvort æskilegra sé að sem mest hljótist illt af þessari deilu — eða sem minnst. Frá sjónarmiði þeirra, sem um- fram allt vilja spilla samvinnu okkar við vestrænar þjóðir, er auðvitað æskilegt að æsa gegn Bretum og viðhafa öll þau orð, sem til þess eru líklegust að hvor þjóðin fái skömm á hinni. En frá sjónarmiði okkar hinna, sem teljum aðild okkar að sam- vinnu og vináttuböndum vestur- þjóða, og virðingu okkar innan þess bandalags, höfuðtryggingu fyrir framtíð okkar og öryggi, er íslandi enginn greiði gerður með óvirðulegum munnsöfnuði í garð Breta — né því, að ísl. blað þjóti upp eins og naðra, með stórum fyrirsögnum um „hnifsstungu í bakið“ af því að Bandaríkin hafa dirfst að hafa hliðsjón af eigin hagsmunum í stað þess að hirða ekki um neitt nema „íslenzka málstaðinn“. (Og mér finnst held ur ekki rétt af íslenzku blaði að birta með loflegum ummælum „kröftuga grein“ um landhelgis- málið eftir bölvandi krakka á Austfjörðum. Hvar í viðri veröld munu bölvandi krakkar skrifa um utanríkismál í aðalmálgögn valdamikilla flokka?) Við eigum réttan málstað, sem okkur ber að halda fram með rökum og veglátri festu En við eigum enga heilaga kröfu á að allir hugsi eins og við, né hafi ekki aðra hagsmuni en við — og ókvæðisorð og tryllingur og barnaleg hæðiorð um mestu þjóð ir heims, og þær þjóðir sem við eins og allur vestrænn heimur á mest að þakka, verða okkur aldrei til gagns né heiðurs. Op/ð bréf til Alþingis EFTIRFARANDI bréf barst blað inu í gær frá Bandaríkjunum: Háttvirta Alþingi! Við undirritaðir, sem allir stunda framhaldsnám í landbún- aðarvísindum við Cornell-há- skóla, viljum eindregið mæla með því, að fyrirhugaður land- búnaðarháskóli á íslandi verði staðsettur í Reykjavík, sem deild innan Háskóla íslands. Teljum við framkomna tillögu um Hvanneyri sem háskólasetur fjar stæðukennda. Máli okkar til stuðnings viljum við taka fram eftirfarandi: Góður landbúnaðarháskóli verð ur að geta veitt beztu kennslu, sem völ er á í undirstöðufögum, svo sem efnafræði, eðlisfræði, stærðfræði, jurtafræði, lífeðlis- fræði, gerlafræði, jarðfræði og hagfræði umfram þá menntun, sem veitt er í þessum fögum til stúdentsprófs á íslandi. Slíkur háskóli verður auðvitað að geta veitt kennslu og þjálfun í ýmsum sérgreinum búvísind- anna, svo sem fóðrun og með- skrifar úr dqgleqq lifirni ] ALLMARGIR hafa upp á síð- kastið spjallað við „Velvak- anda“ um útvarpið, og er það reyndar engin nýlunda. Sá háttur að láta þulina kynna sig mælist mjög vel fyrir meðal hlustenda og ber vissulega að fagna þeirri ný- breytni. • Bylgjulengd útvarpsins Sjómaður einn hefur skýrt „Velvakanda" frá því, að bylgjulengd sú, sem Ríkisút- varpið tók upp ekki alls fyrir löngu — en varð síðan að hverfa frá aftur — hafi að því er sjómenn snertir gefizt mun betur en sú gamla. Nefndi sjó- maðurinn það m. a. máli sínu til staðfestingar, að t. d. hefði á hinni nýju bylgjulengd heyrzt héðan bæði til Græn- lands og Hamborsar. „Velvakandi" verður að vísu að skjóta því hér inn í, að honum hafði einhverntíma skilizt, að sjómenn hefðu flest annað fyrir stafni en hlusta á útvarp, þegar staðið væri við á siðarnefnda staðnum! Hvort sem það er rétt eða ekki er hitt hinS vegar vissulega mjög æskilegt, að íslenzkir sjómenn geti sem víðast, lengst og oft- ast hlustað á „Útvarp Reykja- vík“ Það styttir þeim stund- imar fjarri ættjörð og ást- vinum. Og í því sambandi skiptir að sjálfsögðu miklu máli á hvaða bylgjulengd út- varpað er. Þetta snertir reyndar ekki íslenzka sjómenn eina, því að sums staðar úti um land eru truflanir á núverandi bylgju- lengd ærið miklar, eins og oftlega hefur verið að vikið í blaðaskrifum. — Niðurstaðan verður því sú, að talsverð á- stæða sé til að breyta um bylgjulengd eða gera aðrar ráðstafanir, sem að gagni mega koma til lausnar á því vandamáli, sem hér er við að etja. • Kynning dagskrár Húsvíkingur hefur rætt við „Velvakanda" um lestur út- varpsdagskrárinnar, sem hann telur fólk úti á landsbyggðinni naumast eiga nægilega greið- an aðgang að fyrirfram: „Þeg- ar dagskrá næstu viku er les- in, en það skeður kl. 13.15 á fimmtudögum eða föstudög- um,er allur þorri fólks að vinna. Svo er dagskráin lesin kl. 22.15 á kvöldin fyrir dag- inn eftir og missi maður af þvi, fær maður ekki að vita um dagskrána fyrr en kl. 20 sama kvöldið og hún er flutt. Við úti á landi getum ekki gáð í blöðin, þegar við röbb- um um, hvernig kvöldýi verði bezt varið. Það væri því mik- ill munur að fá dagskrána lesna í hádegisútvarpi, áður en við förum í vinnuna, svo að við getum þá ráðstafað kvöldinu." Ekki er að efa, að dagskrár- stjórar útvarpsins munu taka þessa málaleitan Húsvíkings- ins til athugunar. • Ávallt reiðubúnir f sambandi við umkvörtun „Óánægðs símnotanda" hér í dálkunum á dögunum, hefur Bæjarsíminn beðið „Velvak- anda“ að láta þess getið, að starfsmenn símans séu að sjálfsögðu nú sem áður reiðu- múnir að koma til skjalanna, þegar bilana verður vart. Þurfa símanotendur aðeins að hringja í síma 05 og skýra frá því, hvernig bilunum eða truflunum er háttað, og munu starfsmennirnir þá gera sitt til þess að allt komist í samt lag sem skjótast. ferð húsdýra, jarðvegsfræði, jarðræktarfræði, jurta- og nús- dýrasjúkdómum, skordýrafræði, veðurfræði, tilraunafræði, land- mælingum o. s. frv. Mikilsvert er einnig að hafa í huga, að nútíma landbúnaðarhá- skólar leggja mikla áherzlu á kennslu í meðferð, vinnslu, sölu og dreifingu afurða, ekki ein- ungis landbúnaðar, heldur og sjávar. Ef kennsla í ofangreindum greinum á að geta veitt hlið- stæða menntun og krafizt er fyr- ir „Bachelor of Science“ gráðu I öórum löndum, þarf sérmennt- aða kennara í hverri grein. — Kennararnir verða einnig að vera starfandi við rannsóknir, hver í sinni grein. Til þess að háskólanum haldist á slíkum mönnum, þarf hann að eiga kost á velútbúnum rannsóknarstofum og góðum bókasöfnum. Háskóli, sem uppfyllti ofan- greind skilyrði, yrði ákaflega dýr í stofnun og rekstri. Sá vísir, sem til er í landinu að fram- haldsnámi i landbúnaðarvísind- um, er fjarri því að uppfylla þessi skilyrði. Vegna fámennis þjóðarinnar, og þess, að öll bændastétt lands- ins telur aðeins um 6000 manns, virðist okkur fráleitt, að íslend- ingar hafi efni á að stofna sjálf- stæðan landbúnaðarháskóla. Hins vegar álítum við sjálfsagt, að há- skólamenntun í landbúnaðarvís- indum sé veitt á íslandi, og full- nægi hún þörfum landsins fyrir háskólamenntaða sérfræðinga í landbúnaði, matvælaiðnfræði, sölu og dreifingu matvæla o. s. frv. — í Reykjavík eru starfandi stofnanir, sem hafa á að skipa færustu mönnum þjóðarinnar í hverri grein grundvallarfræð- anna og í fjölmörgum hinna sér- stöku greina landbúnaðarins og framleiðslunnar í heild. Þessar stofnanir eru Háskóli íslands, Náttúrugripasafnið, Atvinnu- deild Háskólans og Búnaðarfé- lag íslands. Þær hafa yfir að ráða beztu aðstæðum, sem völ er á í landinu til kennslu og rann- sóknarstarfa. Auk þess er bóka- Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.