Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. apríl 1960 Sigurðtir iliagnússon hreppstjóri, áttræður: „Ég var boðínn út á hreppaskilaþingi’ SIGURÐUR Magnússon hrepp- stjóri í Stykkishólmi á 80 ára afmæli í dag. Starfsöm og löng ævi og margt hægt að segja enda hefir hann lifað mestu byltingar- tíma sem orðið hafa á íslandi. Man vel þau kjör sem æskufólk fyrir aldamót var alið upp við og erfiðleika og sigra sem þá voru unnir. Væri fróðlegt fyrir sagnritara að kynnast því sem hann man og hefir séð um dag- ana, enda minnið frábært. í ti'- efni þessa dags kom mér til hug- ar að fá Sigurð til að svara nokkr um spurningum um liðinn tíma. Ég veit að það er erfitt að velja þær spurningar því af svo mörgu er að taka og hvað á að taka og hverju á að sleppa en í lítilli grein verður að einskorða sig mjög. Það fyrsta sem þú manst? Ég man fyrst eftir mér fjögra ára. Man það vel þegar móðir mín lá banaleguna, og man það að systir mín var þá tekin í fóstur af Ragnhildi föðursystur minni og ’Skúla úrsmið Eiríkssyni frá Brúnum. Það var hann sem smíð- aði galdralæsinguna fyrir koff- orti því sem Eiríkur gaf Valde- mar prins út í Danmörku. Enda var Skúli þjóðhagasmiður. Af föður mínum hafði ég ekkert að segja. Man hann ekkert. En ég er fæddur á ísafirði vorið 1880. Það má segja að andað hafi kalt um mig fyrsta ár tilverunnar því haf ís og hörkur voru þetta vor sem alkunna er. Móðir mín hét Guð- björg Jónsdóttir, Marteinssonar og var hann Húnvetningur, en kona hans Kristín ættuð úr Döl- um. Faðir minn var Magnús Sigurðsson. Hann var sonur Sig- urðar Gíslasonar á Ósi á Skógar- strönd. Salvör hét kona hans ívarsdóttir ættuð úr Dalasýslu. Sigurður þessi var sonur séra Gísla í Hítarnesi sem kallaður var Glímu-Gísli. En kona hans vár Ragnhildur Gottskálksdóttir Jónssonar frá Stóra-Ási í Hjalta- dal. Það má segja að ég væri til seinustu stundar hjá móður minni því ég var tekinn upp úr rúmi hennar látinnar. Einn morgun er gömul kona sem leit eftir mér og móður minni komin inn í herbergið og vekur mig.Bið ur hún mig að hafa ekki hátt og bjóst ég við að það væri af því að mamma svæfi, því ég sá hvítan klút breiddan yfir ásjónu hennar. Fór hún með mig fram í næsta herbergi og klæddi mig þar og leiddi mig svo við hönd sér inn í næsta hús, en þar bjuggu Ágúst- ína og Vedhólm veitingamaður, en hann var fæddur í Viðvík við Stykkishólm en sigldi til Dan- merkur til smíðanáms og tók sér þá þetta nafn Veðhólm. Hjá þeim hjónum var ég svo og geri ég ráð fyrir að þau hafi ætlað að taka mig að sér en atvikin höguðu því þannig að vegna fjárhagsörðug- leika skrifaði hann til minnar foreldrasveitar Skógarstrandar og vildi fá einhverja meðgjöf, en hreppsnefndin kaus heldur að fá mig heim en greiða með mér til ísafjarðar. Er ekki að orðlengja það að ég var „boðinn út“ á hreppsskilaþingi sveitarinnar og var hæsta boðið frá Magnúsi Márussyni frænda mínum áYtra- Leiti 80 krónur yfir árið. Að undirboðunum 70 og 75 krónum var ekki sinnt átti ég Jóni Jóns- syni hreppstjóra á Narfeyri að þakka sem var vinur foreldra. minna. og vildi velja mér þann bezt stað sem hann áleit vera. Til Magnúsar og konu hans Jófríðar Hallsdóttur kom ég ár- ið 1888 um vorið og var hjá þeim til 25 ára aldurs. Hvað er þér minnisstæðast frá unglingsárum þínum? Það er margt. En ég gleymi aldrei förinni frá ísafirði. Um morguninn vakti vinnukona Veðholms mig og sagði mér að ég ætti að flýta mér og koma með Vedholm út í Lauru sem hann ætlaði að leiðbeina út úr höfn- inni. En gamli maðurinn hafði oft látið mig fylgja sér eftir þeg- ar hann leiðbeindi skipum. Það þurfti ekki að hvetja mig en ein- kennilegast fannst mér við þetta að vinnukonan kom með vatns- skál og þvoði mér vel í framan og kom með ný föt sem ég skyldi fara í. Þetta hafði ekki komið fyrir áður. Þegar ég kom í eld- húsið var Vedholm þar fyrir með lítinn pinkil í hnjánum. Var það ullarklútur sem ég átti hnýttur saman í horn. Við fórum um borð í skipið. Hann tók til starfa en ég var á gangi um dekkið og varð því fljótlega kalt. Hann hafði oft áð- ur sagt mér að ég mætti fara niður í skipið og bíða þar til hann kallaði en upp í brúna til hans mátti ég aldrei koma. Ég fer því niður á annað pláss. Þar var hlýtt. Þar niðri var maður sem ég kannaðist vel við og oft hafði komið í veitingastofu Veðholms. Hann rabbaði við mig og bauð mér síðan appelsínur og undi ég við að borða þær. Allt í einu finn ég skipið hreyfast. Þá fer ég upp á dekk og sé þá mér til skelfingar að við e;um komnir út á Prestabót og hafnsögubátinn sá ég hvergi. Ég varð ær og hróp- aði hástöfum í Veðholm sem auð- vitað gegndi ekki. Kom þá þessi maður sem ég hitti niðri en hann hafði þá verið beðinn fyrir mig og tók mig niður. Það var mikill bardagi á milli okkar og sársauka laust gekk þetta ekki fyrir sig. Ég klóraði hann og man vel að það blæddi úr andliti hans. Ég brauzt um, ætlaði ekki að láta mig. Þá komu tvær konur sem voru á leið til Flateyjar og tóku mig að -1- og var ég hjá þeim í klefa þar til þ fóru ^ar á land. Ég fann ekkert til sjóveiki á leið- inni og mér er vel minnisstætt morguninn sem við komum að Elliðaey í blæja logni og glaða sólskini. Kom þá bátur með þrem mönnum frá Elliðaey, og var hafnsögumaðurinn þar á ferð, en hann bjó þar þá. Hann hét Magnús og var giftur Ingi- björgu ívarsdóttu. ömmusystur minni. Strax og hann var kom- inn um borð var haldið til Flat- eyjar. Þar sem veðrið var svona gott spókaði ég mig á dekkinu. Mæti ég þá Magnúsi sem víkur sér að mér og spyr mig að heiti. Ég segi honum það og hver ég sé. Fer þá gamli maðurinn ofan í vasa sinn. Nær í tveggja krónu péning og gefur mér. Þegar til Flateyjar kom, komu margir bát- ar að borði. Sumir til að flytja fólk í land en aðrir til að flytja vörur. Þegar báturinn rennir að fer ég strax niður í hann og bið um far í land og var hugsunin að verzla eitthvað fyrir aurana sem hafnsögumaðurinn gaf mér. Ég átti að greiða 25 aura fyrir farið Breiðfirðingafélagið heldur sumarfagnað í kvöld í Breiðfirð- ingabúð kl. 8,30. Sala aðgöngumiða hefst kl. 8. Sími 17985. STJÓRNIN. 771 sölu 4ra herb. íbúð á 3. hæð í Heimunum. fbúðin er sérstaklega skemmtileg. Sér hiti. Útsýni yfir allan bæinn. Lán tii 13 ára með 7 % vöxtum hvílir á eign- inni. FASTEIGNASALA Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar Sölum. Ólafur Ásgeirsson Laugaveg 27 sími 14226 og frá 19—20,30 34087 jí land, en þegar ég var að enda I við að semja um farið koma vel- | gerðarkonur mínar að stiganum ’og kalla á mig og segja mér að skipið standi svo stutt við að ég megi ekki fara í land. Hins veg- ar skuli þær senda mér síðar eitthvað gott og varð því ekki af ferðinni í land. Þær fóru síðan í land í Flatey en gleymdu hér ekki því með næsta bát fékk ég frá þeim bréfpoka með.gráfíkj- um o. fl. frá þeim. Næst var haldið til Stykkis- hólms og lagst inn á Sundi eins og þá var títt. Strax og skipið var lagzt komu bátar úr landi. Ég sé að þar kemur einn bátur með tveimur mönnum og þegar hann kemur nær þekki ég annan manninn og var það Lárus Lár- usson bróðir Rögnvaldar skipa- smiðs en honum var ég kunnugur frá ísafirði. Ég varð glaður við að sjá han. Hann kvaðst vera kominn að taka á móti mér og flytja mig upp á Skógarströnd. Fyrst var farið í land í Stykis- hólm því vegna sjávarfalla varð að bíða þar til kvölds. Mitt fyrsta verk var þar að fara inn í næstu búð og verzla fyrir peninginn sem Flateyingar urðu af og keypti ég mér sjálfskeiðing og blýant og eitthvað annað mun ég hafa keypt líka. Ferðina upp á Skógarströnd man ég lítið, enda svaf ég mikið af leiðinni. Var því orðið kalt er ég kom að Ósi. Þá bjó þar Guð- björg Stefánsdóttir með börnum sínum og þótti henni ég illa bú- inn og gaf mér nýja vettlinga. Hestur Lárusar beið þarna á Ósi og reiddi hann mig fyrir framan mig heim að Leiti en farangur- inn var fyrir aftan hnakkann. Ekki var fyrirferðin meiri. Mikið hafa þetta verið harkalegur að- ferðir að láta þig svona út í skip á ísafirði. Það þótti mörgum. En ég hygg að þetta hafi verið bezta aðferðin því ég heffei sjálfsagt orðið erfiður og átt bágt með að skilja við Veðholm og konu hans því þau voru mér bæði einstak- lega góð. Ég veit líka að þau hefðu ekki síður átt bágt með að kveðja mig. Hvernig voru viðtökurnar á Skógarströndinni? Þær voru góðar. En mér þótti mjög sárt að skilja við Lárus, en hann lofaði að hann skyldi oft koma til mín og það efndi hann. En 1. árið mitt á Ytra-Leiti var erfitt. Ég fór oft einförum og það var þungt yfir mér og það svo að fóstra mín hafði orð á þessu og leiddi mér fyrir sjónir hversu skaðlegt þetta væri heilsu minni. Hún reyndi það sem hún gat til að hafa sín góðu áhrif. Eftir ár- ið komu svo þau skilaboð til hreppsnefndarinnar frá Magnúsi í Elliðaey að hann myndi vilja taka mig til sín meðgjafarlaust. Vildi ég þá ekki fara frá Leiti og endaði það með því að þau hjón- in, fóstra mín og fóstri, komu sér saman um að ég yrði þar áfram án meðgjafar. Ég var þar svo til 25 ára aldurs og má segja að ég hafi að einhverju leyti goldið fósturlaunin því þeim vann ég svo sem manndómur leyfði. Níu ára og til fimmtán ára ald- urs sat ég hjá ánum á sumrin og kunni ég vel við það starf, þó mér leiddist fyrsta daginn því ég var hræddur við huldufólkið, og útilegumenn, þó bættist það upp síðar, því allur ótti hvarf eftir fyrsta daginn. Hjásetutíminn á fjölmargar góðar minningar í huga mínuiji, þvi hjásetuplássið var uppi í fjalli þar sem ég sá yfir Breiða- fjörðinn, eyjar og sund. Hefði verið gaman að rifja það upp þó síðar verði Þegar ég var 16 ára fór ég fyrst á sjó. Reri ég þá haust- vertíð í Elliðajy hjá Guðmundi Guðmundssyni frá Ósi. Upp frá þ.ví var ég á sjó meira og minna á hverju ári þar til -w ---- 32 ára. Sum árin var ég ekki nema tvo már-uði heima af árinu. Þá reri ég undir Jökli að vetrinum hjá sama formanni og í Elliðaey I og var það um aldamótin. En að sumrinu til sjós á skútum en um haustið var ég svo í ketflutning- um á Hvammsfirði. Fyrst fór ég á skútu þegar ég var 17 ára. Var það Pálminn og var skipstjóri Steinþór Magnússon frá Elliðaey. Þegar hann hætti fór ég á skútu til Jóns Lárussonar síðar bónda að Gröf í Eyrarsveit. Hjá honum var ég þar til hann fór að búa þar. Eftir það var ég með Oddi Valentínussyni á ýmsum skipum. Ég gifti mig 1908 Ingibjörgu Daðadóttur Daníelssonar frá Dröngum. Ég átti tvö ár heima í Reykjavík áður en ég fór að búa í sveit. Var ég þar á vertíð að vetrinum fyrst með Ingólfi Lár- ussyni á skútu sem Haffari hét og Sigurður í Görðunum átti. Hinn veturinn hjá Duus á skipi sem Keflavík hét og var skip- stjóri þar og Egill Þórðarson frá Ráðagerði. Við fluttumst svo frá Reykja- vík að Leiti á Skógarströnd og byrjuðum þar búskap á i/3 af jöfðinni á móti fóstra mínum. Þar vorum við eitt ár og fluttumst að Setbergi í sömu sveit, en á þess- um árum voru efnin lítil og varð ég því að leita mér atvinnu ann- ars staðar. Fór ég því suður í atvinnuleit. Gekk til Borgarness. Ég hafði lengi haft augastað á að komast á togara, en það var ekki auðsótt mál þá en eftirsótt mjög. Komst ég loks á togara í gegnum kunningsskap. Var það enskur togari sem Elías Stefáns- son útgm. hafði á leigu. Var Hró- mundur Jósefsson fiskiskipstjóri á honum. Tvo vetur var ég á togara með Hrómundi. Var kaup- ið þá 70 kr. á mánuði og lifrar- hlutur. Lifrartunnan var þá á 9 krónur. Var því ekki eins feitan gölt að flá þarna eins og á skút- unum ef vel gekk. Vinnan var erfið. Mikið að gera og lítið um svefn. Mér féll vel vinnan á tog- urunum og geri ég ráð fyrir að ég hefði ekki orðið bóndi í sveit ef ég hefði komizt á togara fyrr. Ég var svo lánssamur á öllum mínum sjómannsárum að eiga á- gæta yfirmenn. 1915 fluttumst við hjónin að Kársstöðum í Helgafellssveit og þar bjuggum við til ársins 1937 að við hættum búskap. Fluttum við eitt ár austur í Fljótshlíð. Til Stykkishólms komum við sumarið 1938 og þar höfum við áft heima síðan. Þú hefir fengist við smíðar, Sigurður. Hefirðu nokkuð lært? Nei, ég fór til Þingeyrar þeg- ar ég var 25 ára og ætlaði mér að læra smíðar hján Jónasi Jón- assyni snikkara, en ég var ekki nema stuttan tíma hjá honum. Það var lítið við að vera þar þá og lauk því ekki námi. En þetta hjálpaði mér mikið. Sigurður Magnússon hefur mörgum trúnaðarstörfum gegnt um dagana, setið í hreppsnefnd, skattanefnd og síðustu 13 árin hefur hann verið hreppstjóri í Stykkishólmshreppi. Allt sem hann hefur fengizt við, hefir hann leyst með ágætum af höndum. Samvizkusemi hans er einstök og dugnaður við hvað sem er. Minnið er gott og gaman. að heyra hann segja frá liðnum dögum. Eins og áður segir, er hann kvæntur Ingib/örgu Daðadóttur, hinni ágætustu konu, dóttur Maríu Andrésdóttur og Daða Danielssonar. María varð 100 ára í fyrra, og dvelur hjá þeim hjón- um. Sigurður og Ingibjörg eignuð- ust 5 dætur og eru 4 á lífi. María, gift Sigurði Tómassyni bónda að Barkarstöðum í Fljótshlíð. Aðal- heiður gift Stefáni Siggeirssyni afgreiðslumanni í Stykkishólmi og búa þau Ingibjörg og Sig- urður hjá þeim. Ágústa gift Bald vin Ringsted tannlækni á Akur- eyri, Guðbjörg ljósmóðir á fæð- ingardeildinni í Reykjavík. Jó- fríði misstu þau uppkomna, en hún var gift Bjarna Sveinbjörns- syni sjómanni í Stykkishólmi. Árni Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.