Morgunblaðið - 20.04.1960, Side 13

Morgunblaðið - 20.04.1960, Side 13
Miðvikudaerur 20 apríl 1960 MOPnrwrtT A fílÐ 13 Milljón gestirí Þjóðleikhúsinu á 10 árum Mest aðsókn að gaman- leik um og óperum F R Á því að Þjóðleikhúsið tók til starfa hinn 20. apríl árið 1950 hefur það sýnt 85 leikrit, 13 óperur og óperett- ur, 6 balletta, þar af tvo ís- lenzka, og flutt 14 erlenda gestaleiki, bæði óperur, leik- rit og balletta. Samtals hafa verkefni Þjóðleikhússins á þessum 10 árum verið 118. Tala leikhúsgesta frá upp- hafi til þessa dags er 973 þúsund manns, þar af tæp- lega 35 þúsund manns úti á landi og 1458 erlendis. Þessar upplýsingar gaf Guðlaugur Rósinkranz, þjóð- leikhússtjóri, Morgunblaðinu meðal annars, er það hitti hann að máli í gær og ræddi við hann um starfsemi Þjóð- leikhússins í tilefni af 10 ára afmæli þess. Þjóðleikhús íslendinga 2129. sýning Leikhúsið minnist í kvöld 10 ára afmælis síns með frumsýn- ingu á Skálholti eftir Guðmund Kamban. Er það 2129. sýning leikhússins frá upphafi. Þar af hafa 155 verið úti á landi í flest- um bæjum og kauptúnum lands- ins og þrjár erlendis, tvær í Kaup mannahöfn og ein í Öslo. Eftir efni og þjóðerni skiptast leikrit þau, sem leikhúsið hefur sýnt, þannig, að sýnd hafa verið 22 íslenzk leikrit, þar af 12 ný. Af hinum íslenzku leikritum hafa verið fimm gamanleikir. Þá hafa verið sýnd 35 erlend leik- rit alvarlegs efnis og 29 erlendir gamanleikir. Erlendir leikstjórar og hljóm- sveitarstjórar hafa verið 11, meðal þeirra einhverjir þekkt- ustu leikstjórar Evrópu, svo sem prófessor Rott frá Vín, Sven Aage Larsen frá Kaupmanna- höfn, prófessor Firner frá Vín og Walter Hudd frá London. Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri: — Leikarar eru sízt verri viðskiptis en ' iVrir nieiin. Af erletndum gestum, sem komið hafa fram á sýningum leik hússins, má nefna Poul Reumert og söngkonurnar Hjördísi Schön- berg, Stinu Brittu Melander og Ulla Sallert. Ein þekktasta er- lenda leikkonan, sem komið hafa fram á sviði Þjóðleikhússins, er Tore Segelcke frá Noregi. Af íslenzkum gestaleikurum, sem lengi hafa starfað erlendis og getið sér þar gott orð, má nefna Stefán íslandi, Einar Kristjánsson, Önnu Borg, Maríu Markan, Guðrúnu Á. Símonar og Þorstein Hannesson, sem öll hafa komið fram á sýningum eða hljómleikum Þjóðleikhússins. Þverskurður af leikbókmenntum — Hvað viljið þér segja um að- sóknina að einstökum leikritum og sýningum? — Leikhúsið hefir leitast við að sýna þverskurð af leikbók- menntum heimsins, eftir því sem tími og kraftar hafa hrokkið til. Það hefir sýnt jöfnum höndum erlend og innlend leikrit alvar- legs efnis og gamanleiki og óper- ur. Reynslan hefur sýnt, að að- sókn hefur verið mjög dræm að leikritum alvarlegs efnis, hvort sem þau hafa verið erlend eða islenzk. Þannig sóttu til dæmis aðeins 1528 manns sýningar á „Konu ofaukið“ eftir Sönderby og 1868 sýningar á Júlíusi Sesar eftir Shakespeare, svo nefnd séu tvö erlend leikrit alvarlegs efn- is. Aðsóknin að íslenzkum leik- ritum alvarlegs eðlis er sízt meiri. Þannig sóttu til dæmis 1205 manns sýningar á „Spádómnum“ eftir Tryggva Sveinbjörnsson og og 1893 sóttu sýningar á „Haust“ eftir Kristján Albertsson. Það íslenzkt leikrit, sem lang- samlega mest aðsókn hefur verið að, er íslandsklukkan eftir Hall- dór Kiljan Laxness. Sýningar á því leikriti sóttu 33 þúsund manns. Mest aðsókn að gamanleikum Ef athuguð er aðsóknin á er- lendum gamanleikjum, kemur hins vegar þetta í ljós: Sýningar á Tópasi urðu 105 og sóttu það rúmlega 34 þús. manns. „Fædd í gær“ sóttu rúmlega 18 þúsund manns og Kardemommubæinn hafa til þessa séð rúmlega 24 þús. manns. Ef við lítum svo á aðsóknina á óperettunum, þá verður auð- sætt að aðsókn að þeim er alla jafna mjög mikil. Þannig sóttu til dæmis 18605 sýningarnar á Rigoletto, Kátu ekkjuna sáu 18295 og Rakarann í Sevilla 17685. Fjárhagurlnn er góður — Hvað viljið þér svo segja um fjárhagsafkomu leikhússins á þessum fyrsta áratug starfsemi þess? — Það er mí* skoðun, segir Þjóðleikhússtjóri, að rekstur leik hússins hafi á þessum fyrsta ára- tug gengið vel og fjárhagsafkoma þess sé nú góð. Frá upphafi hafa aðgöngumiðar verið seldir fyrir 35,6 millj. króna. Leikhúsið kost- aði upphaflega 21,2 millj. kr. með nauðsynlegum búnaði. Bygging þess byrjaði eins og kunnugt er árið 1930. Leikhúsið skuldar í dag rúmlega 1 millj. kr. af bygg ingarkostnaði sínum. — Hve mikinn styrk hefir leik- húsið fengið frá opinberri hálfu, síðan það hóf rekstur sinn? — Það hefur fengið hluta af skemmtanaskatti 35—50%. Sl. tvö ár hefur það fengið 50% af skattinum. Námu tekjur leik- hússins af honum á sl. ári 3,2 millj. kr. Er það eini styrkurinn, sem leikhúsið fær frá hinu opin- bera. í þessu sambandi má minna á það, að Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn fær 11 millj. danskra króna í styrk á ári. Á síðastl. ári vai>ð 420 þús. kr. rekstrarhagnaður af rekstri leik hússins. Hefur þá að sjálfsögðu verið reiknað með styrknum, sem það fær af> skemmtanaskatti. — En hefur ekki stundum orðið halli á rekstrinum? — Jú, mestur halli á einu ári hefir orðið 750 þús. krónur. Það var árið 1958. Leikhúsið fékk nokkur ár sér- staka fjárveitingu frá Alþingi til þess að mæta rekstrarhalla sín- um. En ég geri mér vonir um, að við séum nú komnir yfir aðalerfiðleikana. Farið fram úr björtustu vonum — En yfirleitt finnst yður reksturinn hafa gengið vel? — Já, ég tel að starfsemi leik- hússins hafi farið fram úr björt- ustu vonum. Sjálfur verð ég að viðurkenna að ég hafi litla reynslu af leikhússtjóm. Eitt fyrsta verk mitt, eftir að ég hafði tekið við stjórn hins nýja leik- húss, varað afla mérmargvíslegra upplýsinga hjá leikhússtjórun- um á Norðurlöndum. Mér er það mikil ánægja að geta sagt frá því, að þeir hafa ávallt verið boðnir og búnir til hverskonar hjálpar og aðstoðar við hið íslenzka Þjóð leikhús. ’Samstarfið við þá hefur frá byrjun verið hið ánægjuleg- ásta. Hér innan leikhússins hefur sámstarfið einnig verið hið ákjósanlegasta. Er óhætt að full- yrða að aldrei hafi komið til al- varlegra árekstra milli stjórnar leikhússins og samstarfsmanna þess, hvort heldur eru leikarar eða aðrir. Gott að lynda við leikara — Þér teljið þá ekki sérstak- lega erfitt að lynda við leikara? — Nei, því fer víðs fjarri. Þeir eru vissulega ekki verri við- skiptis en aðrir menn. Það hefur einnig verið mikils virði að and- að hefur mjög hlýtt frá almenningi til leikhússins. Á starfsemi þess hefur ríkt mikill áhugi. Það er mjög ánægjulegt, segir Þjóðleikhússtjóri, að með starfsemi Þjóðleikhússins skapaU ist hér aðstaða til þess að sýna bæði óperur og listdans. Hefur leikhúsið, eins og áður er sagt, sýnt 13 óperur og óperettur, aS langsamlega mestu leyti með is- lenzku listafólki. í listdansskóla leikhússins eru nú um 200 nemendur og 10 í leik— listarskólanum. Það þótti djarft, þegar leik- húsið réðist fyrst í að sýna söng- leiki. En það var mikill sigur fyrir það, hversu vel fyrstu óperusýningamar tókust. Nýjungar í leikbókmenntum Um val leikrita vil ég aðeÖM segja það, að það hefur veriS reynt að velja þau þannig, aS islen?kir leikhúsgestir geti fylgzt með nýjungum í leikbókmennt- um heimsins. Það þarf oft tölu- verða áræðni til þess að taka ný verk til sýningar. En það er nauS synlegt að gera það. Ella er hætt við stöðnun. Listahátíðin gagnrýnd ' — Hafið þér ekki orðið var við, að hin fyrirhugaða listahátiS leikhússins hljóti gagnrýni meðal almennings, og sé talin bera vott um óþarfa eyðslu og óhóf? — Jú, ég viðurkenni að lista- hátíðin er dálítið djörf, en ég vona að hún takist vel og beri sig fjárhagslega. Útgjöldin af þessum hátíðahöldum munu þvi aldrei leggjast á almenning. Hún á algerlega að standa undir sér sjálf. — En kostar þetta ekki nokkra gjaldeyriseyðslu? — Gjaldeyriseyðsla leikhúss- ins hefur undanfarin ár numið um 250 þús. kr. á ári. Gétur það oaumast talizt mikil gjaldeyris- eyðsla, þegar um er að ræða millj. kr, veltu á ári. — Hvað vilduð þér svo segja um framtíðina? — Ég er bjartsýnn á framtíð Þjóðleikhússins, segir Þjóðleik- hússstjóri. Leikhúsið er búið að ná rótfestu. Fólkið leitar hingað sér til andlegrar uppbyggingar og skemmtunar. Aðsóknin að sýningum leikhússins er orðin mjög jöfn. Við gerum okkur að vísu ljóst, að margt fólk óskar eftir meiru af léttum leikritum. En það er ekki hægt að elta full- komlega smekk aimennings. Þess vegna reynir leikhúsið að iramh. á bls. z3. Rætt við Guðlaug Rósirikranz þjóðleikhússtjóra um 10 ára starfsemi leikhússi/is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.