Morgunblaðið - 20.04.1960, Side 24

Morgunblaðið - 20.04.1960, Side 24
Íþróttasíðan er á bls. 22. OT0ltttWaí)ÍÍÍ> 89. tbl. — Miðvikudagur 20. apríl 1960 Isl. kvikmyndadís Sjá bls. 4 — „í DAG“ Hvalfell nær kaf- siglt á Fylkismiðum UM miffnæturskeið laugar- daginn fyrir páska lentu tveir Islenzkir togarar í hörðum árekstri vestur á Fylkismiff- um undan austurströnd Græn lands. Þetta voru togararnir Hvalfell frá Reykjavík og Patreksfjarðartogarinn Ólaf- nr Jóhannesson. Togararnir skemmdust báðir allmikið en slys varð ekki á mönnum og mun fyrst og fremst mega þakka þaff skipstjóranum á Hvalfellinu, Pétri Jóhannes- synL Báffir urffu togarnir að hætta veiðum og héldu þeir til Reykjavíkur og komu hingað á ?. í páskum. 1 gærdag hófust sjópróf út af þessum árekstri hjá borgar- dómara og voru í sjórétti þeir Sigurður Uíndal, fulltrúi, og meffdómendur skipstjórarnir Jón Sigurffsson og Jónas Sig- urðsson. Það kom fram í réttinum, aff þegar áreksturinn varð hafði Hvalfell veriff að veiðum með vörpuna úti, en Patreksfjarð- artogarinn hafði veriff á fullri ferff að færa sig til á veiði- svæffinu. Togarinn Ólafur Jó- hannesson kom á Hvalfeli mitt. Hafa kunnugir menn skýrt Morgunblaðinu svo frá, að undravert megi teljast að Ólafur skyldi ekki sökkva Hvalfellinu í árekstrinum, því svo hafi höggiff sýnilega veriff mikið. Pétur Jóhannsson, skipstjóri á Hvalfellinu, skýrffi réttin- um frá því að hann hefði nokkru áður en áreksturinn átti sér stað séð til skipa í nám unda við sig. Það næsta sem gerffist er það, aff skömmu seinna sér hann í radarnum skip, sem reyndist vera Ólafur Jóhannesson, og var hann þá 2—3 strik á bakborða og stefndi hann á Hvalfellið. Þegar hann nálgaðist það, án þess aff breyta í skyldu segist Pétur skipstjóri hafa þeytt eimpípu skipsins í það minnsta 30 sekúndur en togarinn breytti ekki stefnu. Þá segist Pétur hafa kallaff niður á þil- far um að losa bremsur. Og þegar skipstjórinn taldi sig sjá að árekstur væri óumflýj- anlegur og Patreksfjarðartog- arinn að lenda á miðsíðu Hval fells, segist hann hafa tekið stýrið í bakborð til þess að víkja Hvalfellinu sem mest á snið og rétt í því skall Pat- reksfjarðartogarinn af feikna afli á síðu með stefni og kinn- ung á bakborðssíðu Hvalfells, á móts við brúna. Skipstjórinn sagffist strax hafa kallað, hvort ekki væru allir vakandi, hringt niður í vél, en þar háfði ekki orðiff vart viff neinn leka. Enginn hafði slasast. Skipstjór inn lýsti skemmdunum á Hval fellinu, að síðan á skipinu væri talsvert dælduff en hvergi rifin. Öll lagffist lunn- ingin inn aftur fyrir aftur- Páskahroí- an brást VESTMANNAEYJUM, 19. apríl. Hin langþráða páskahrota brást algjörlega hjá Vestmanna- eyjabátunum í ár. Fiskveiði var lítil sem engin og virðist ör- deyða vera á miðu mbátanna. Sæði á laugardag fyrir páska og á öðrum í páskum brugðust von- ir manna um veiði almennt. — Afli í dag var einnig sáratregur Friðrik nr. 3—4 AUÞJÓBASKÁKMÓTINIT í Mar del Plata, Argentínu, lauk á sunnudaginn. Ekki hafa borizt öruggar heim- ildir um úrslit mótsins, affrar en þær at efstir og jafnir að vinningum eru Spaasky, Rússlandi, og Robby Fiseher, Bandarikj- unum, með 13 vinn. hvor. Eftir 12. umferff varð biðskák hjá Spaasky og Friðrik Ólafssyni og einnig hjá Bronstein og Fischer. Biðskákir úr 12. umferð voru tefldar á miffvikudag- inn og fóru Ieikar þannig að Fisher og Bronstein skildu jafnir en Spassky vann Friðrik. t 13. umferð varð jafn- tefli hjá Spassky og Marini (Argentínu) en Fisher vann del Monte. — Eftir 13 umferðir hafði Spassky 12 vinninga, Fisher ll'A en Friffrik og Bronstein 9'/i. Freyr og Sigurður í gærdag mun hafa verið mik- ið um dýrðir í skipasmíðastöð Sebecks í Bremerhaven, þegar tveim störum togurum, byggðum fyrir íslendinga, var hleypt af stokkunum.Við það tækifæri átti að sjálfsögðu að skíra þá. ís- björninn hf. á annan þessara tog- ara. Hann hlaut nafnið Freyr, RE 1. Frú Áslaug Jónsdóttir, kona Ingvars Vilhjálmssonar út- gerðarmanns, mun hafa skírt Frey. Hinn togarinn er eign Is- vers á Flateyri. Elisabet, 10 ár^, dóttir Einars Sigurðssonar útgerð armanns, skírði togarann og hlnut hann nafnið Sigurður, ÍS 33. Gissur hvíti afla- hæstur í Ilorna- firði HÖFN, Hornafirði, 16. apríl. — Fyrra hluta aprílmánaðar hafa Homafjarðarbátar aflað 986,2 ■'estir í 58 sjóferðum. Aflahæstur á þessu timabili er Gissur hvíti með 187 lestir í 5 sjóferðum. Frá áramótum er heildarafl- inn orðinn 3,645,5 lestir af slægð- um fiski með haus í 408 sjóferð- um. Er það 1220 lestum meira eo á sama tíma í fyrra. Afli heima- bátanna er nú þessi: Gissur hvíti 703,9 lestir í 50 sjóferðum, Sigur- fari 611,2 lestir í 53 sjóferðum og Helgi 564,2 lestir í 53 sjóferð- um. Afli hinna bátanna er: Jón Kjartansson 456 lestir, Akurey 425,5 lestir, Hvanney 295 lestir í aðeins 20 sjóferðum, Svanur 275 lestir og annarra aðkomubáta 315 lestir. — Fréttaritari. gálga en hann brotnaði svo og björgunarbátur, en á brú urðu þær skemmdir að brúarhorn- ið og vængur lagðist inn. Þeg- ar Hvalfellsmenn tóku trollið i.nn, var það allt flækt og sund urtætt. Skipstjórinn sagðist hafa haft samband við skip- stjórann á Ólafi Jóhannessyni en stefniff laskaðist mikið nokkuð fyrir ofan sjólínu. Var þá þegar ákveðið að halda til Reykjavíkur enda skipin bæði svo löskuð. Var togarinn Gylfi fengin til að fylgja skipunum nokkuð áleiðis. Þegar þessi harði árekstur hafði orðið, hafði orðið snjókoma á mið- unum. Eftir upplýsingum sem blaff ið aflaði sér í gær, þá var ekki vitað, hve alvarlegar skemmdirnar á skipunum eru og hve langur tími muni í þaff fara að gera þau aftur haffær. Lunningin á Hvalfelli. Gálginn brotinn og björgunarbát- urinn Iaskaður. — (Ljósm. Mbl.) Stefni Patreksfjarffartogar- ans eftir áreksturinn. Lik í höfninni Klukkan 8 í gærmorgun fannst mannslík á floti í höfninni í Reykjavík. Reyndist það vera af háseta á togaranum Karlsefni, Braga Marteini Jónssyni. Hann hafði komið um borð í togarann klúkkan 4 um nóttina og átti þá tal við vaktmanninn. Kvaðst hann aðspurður ætla að fara í land aftur og halda áfram að skemmta sér, en hann mun hafa verið eitthvað undir áhrifum áfengis. Sá vaktmaðurinn hann ganga upp bryggjuna og hverfa sjónum. Síðan er ekkert vitað um hann, en hann hefur sennilega fallið í sjóinn á leið sinni um borð aftur. Bragi heitin var fæddur 1927 og var ógiftur. Barnadagurinn; Skrúðgöngur og útiskemmtanir — fyrsta sumardag — mun Barnavinafélagið Sum- argjöf gangast fyrir hátíðahöld- um og barnaskemmtunum í höfuðborginni svo sem undanfar in ár. Hátíðahöldin mun hefjast með skrúðgöngum barna, sem leggja upp frá Austurbæjarskól- anum og Melaskólanum kl. 12.45 og munu mætast í Lækjargötu kl. 1.30 og þar mun prófessor Jó- hann Hannesson flytja ávarp, Gestur Þorgrímsson flytja skemmtiefni og Lúðrasveit drengja leika vor- og sumarlög, og ef veður leyfir munu nokkrir fáséðir gestir koma í vinabæja- heimsókn. Að útihátíðahöldum loknum fara fram skemmtanir í mörgum samkomuhúsum og munu nemendur úr barnaskólun- um skemmta þar með leik og söng. Hluti af ágóða af sýning- um kvikmyndahúsanna mun renna til starfsemi Sumargjafar og um kvöldið verða dansleikir í Framsóknarhúsinu og Alþýðu- húsinu til styrktar Sumargjöf. í tilefni dagsins kemur barnabók- Opnað iyrir Eaxa- ffönffu í Elliðaárnaw ÞEIR, sem átt hafa leið með Elliðaánum, hafa veitt því eftir- tekt að búið er að hleypa úr lón- inu fyrir ofan Arbæjarstífluna. Þetta er að vísu venjulega gert á hverju ári til athugunar á stíflugörðunum og viðihalds á tækjum, en nú stendur annað og meira til. Hugmyndin er að láta Isxinn ganga þarna upp ána í sumar og framvegis næstu sumur, ef þessi tilraun tekst vel. Lax hefur ekki gengið upp árnar síðan 1933, eftir að stíflað var alveg yfir árnar, heldur hefur hann verið fluttur upp fyrir Arbæjarstífluna. Astæðan fyrir því að þetta er nú hægt er sú að ekki er nú jafn- mikil þörf á orkuvinnslu gömlu stöðvarinnar á sumrin eftir að Efrasogsstöðin tók til starfa í des ember s.l Orkuþörfin verður ekki svo mikil á næstu árum, að stöðvarnar við Sogið geti ekki fullnægt henni yfir sumartímann. Aftur á móti verður gamla raf- stöðin við Elliðaárnar notuð yfir veturinn, eftir því sem þörf kref- ur. Þess má geta, að það er mjög sérstætt að laxar geti gengið upp í ár, sem eru, ef svo má segja, koinnar inn í bæi. in Sólskin út í 37. sinn og flytur hún að venju fjölbreytt efni við barna hæfi, sem þær Helga og Hulda Valtýsdætur hafa valið. Þá kemur einnig út blaðið „Sumardagurinn fyrsti“, sem hefst á ávarpi frú Auðar Auðuns borgarstjóra og er þar einnig að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Sumargjafar, auk skemmtiskrár barnadagsins og fleira efnis. Á fundi með blaða- mönnum í gær skýrði Páll S. Pálsson, formaður stjórnar Sum- argjafar, frá starfsemi félagsins á undanförnum árum og jafn- framt þeim áformum sem nú eru efst á baugi. Félagið rekur nú 10 dagheimili fyrir börn og tvær vöggustofur auk þeirrar ný- breytni að starfrækja leikskóla fyrir börn á aldrinum 6—8 ára, en hann er til húsa í heimili Æskulýðsráðs Reykjavíkur að Lindargötu 50 og er opinn kI. 10—3 virka daga. Félagið á við mikil húsnæðisvandamál að etja og getur ekki nærri því sinnt allri eftirspurn. Mun þó nokkuð úr rætast þegar félagið fær til afnota nýja byggingu að Forn- haga 8 og munu þar geta dvalið 85 börn á dagheimili og í leik- skóla. Sumargjöf hefur átt við fjárhagsörðugleika að etja og hefur það notið styrkja frá riki og bæ en á morgun gefst almenn ingi tækifæri til að styrkja hina ágætu starfsemi Sumargjafar með því að kaupa merki og blöð sumardagsins fyrsta. Þau verða afgreidd á eftirtöldum stöðum: í skúr við Útvegsbankann, í skúr við Lækjargötu, Grænu- borg, Barónsborg, Steinahlíð, Brákarborg, Drafnarborg, Vest- urborg, Austurborg, Sundlauga- turninum, anddyri skrifstofu Sumargjafar, Fornhaga 8, og í bókabúðinni Hólmgarði 34. — Foreldrum er vinsamlega bent á eð búa börn sín vel, þau sem ætla að selja merki eða taka þátt í hátíðahöldunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.