Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUNnr AfílÐ Miðvikudagur 20. apríl 1960 TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UTAN UR HEIMI ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ♦ DAG eru 10 ár liðin frá því * að Þjóðleikhúsið tók til starfa. Þegar það var vígt komst Morgunblaðið m. a. að orði á þessa leið um hlutverk þess: „Það á að verða höfuðvígi íslenzkrar listar. Það á í senn að vera þjóðlegt en veita þó stöðugt straumum nýrra ' menningaráhrifa til þjóðar sinnar. Listin er alþjóðleg, en því aðeins getur hver einstök þjóð tileinkað sér heims- menninguna eða brot af henni að hún eigi sjálf sína eigin þjóðlegu menningu, sprottna upp úr jarðvegi síns eigin lands, sögu þess og bar- áttu. Á grundvelli þessa skiln- ings fagnar íslenzka þjóðin Þjóðleikhúsi sínu“. Ómetanlegur styrkur 10 ár eru ekki langur tími. En á þessum áratug hafa margar þær vonir rætzt, sem tengdar voru við hið íslenzka þjóðleikhús, er það hóf starf- semi sína. íslenzku listalífi hefur orðið að því ómetanlegt gagn. Það hefur ekki aðeins orðið höfuðvígi leiklistarinn- ar í landinu heldur hefur það einnig átt ríkan þátt í eflingu hljómlistarstarfsemi og list- dans. Það hefur veitt þjóð- inni allri fjölbreytta skemmt- un og innsýn í leikbókmennt- ir heimsins. Nær milljón gesta hafa frá upphafi séð sýningar Þjóðleikhússins. — Rúmlega 2000 sýningar hafa verið haldnar á vegum þess. Leikflokkar Þjóðleikhússins hafa ferðazt um allt landið. Þannig hefur það komizt í ennþá nánara samband við þjóðina í heild. Á traustum grunni íslendingar hafa á þessu 10 ára tímabili öðlazt mikils- verða reynslu af rekstri þjóðleikhúss. Ýmislegt hefði að sjálfsögðu mátt betur fara í rekstri þess. Engu að síður er óhætt að fullyrða, að Þjóð- leikhúsið hafi farið vel af stað. Það stendur nú á traust- um grunni. Fjárhagur þess hefur einnig farið batnandi, og ástæðulaust er að ugga um hann í framtíðinni. Morgunblaðið óskar Þjóð leikhúsinu og forráða- mönnum þess til hamingju með 10 ára afmælið, um leið og það þakkar leik- húsinu mikilsvert framlag þess til eflingar íslenzku listalífi og menningu. Ættfaöir nýrrar manntegundar SÁ FURÐULEGI atburður hef ur gerzt í Svíþjóð að lítill drengur hefur í frumunum 69 lítninga (kromosom, sem fela í sér erfaðaeiginleika manns- ins) í stað 46 litninga, eins og eðlilegt er. Áður hefur það komið fyrir, að börn hafi fæðzt með of fáa eða of marga litninga, en þau hafa yfirleitt aðeins lifað skamman tíma. Sænski dreng- urinn er þó þegar orðinn eins árs gamall. Hann hafði verið lagður í sjúkrahús til rannsóknar á af- brigðilegum vexti á efri hluta líkamans og heilans. Á rannsóknarstofnun háskólans í Uppsölum var gerð rannsókn á húðvefjum og kom þá í ljós að litningar í frumunum voru 69. Er talið að barn þetta sé hið eina í heiminum, sem svo er komið, og vakna nú með mönnum ótal spurningar um, hvort það muni lifa áfram, hvort það muni geta aukið kyn sitt og þar með hvort það eigi ef til vill eftir að verða ættfaðir nýrras manntegund- ar. Telja prófessorar rannsókn- arstofnunarinnar, að líklegt sé hér um að ræða stökkbreyt- ingu frá ehndi náttúrunnar, en utanaðkomandi áhirf hafi þar engu um ráðið. SKATTA- LÆKKUNIN Tif Á L G A G N íslenzkra kommúnista, Þjóðvilj- inn, og hið dygga stuðnings- blað þeirra, Tíminn, hafa haldið því fram að undan- förnu að ríkisstjórnin hafi fyrst og fremst beitt sér 'fyrir lækkun á tekjuskattinum til þess að ráðherrar fengju lægri skatta. Þetta er það sem hin „ábyrga stjómarand- staða“ hefur til málanna að leggja, þegar verið er að leið- rétta, að nokkru, áratuga gamalt óréttlæti, sem ríkt hefur í skattamálum þjóðar- innar. Sannleikurinn er sá, að for- ystumenn stjórnarandstöð- unnar hafa lengi vitað um þetta óréttlæti og vita jafn- framt að lagfæringar á skatta málunum munu verða mjög vinsælar. Af þessum rótum eru furðuskrif þeirra runnin. Eins og margoft hefur ver- ið bent á, þá munu tekjur hinna ýmsu stétta á íslandi vera jafnari en í nokkru öðru landi heims. Mestur mun mismunurinn hins vegar vera í kommúnistaríkjunum, ef öll fríðindi forystumannanna þar eru meðtalin. Þessi mikli jöfnuður á íslandi hefur farið vaxandi með hverju ári, þar sem skattar hafa farið mjög stighækkandi, en verðbólgan hefur stöðugt rýrt verðgildi krónunnar. Þannig hafa menn með miðlungslaun orð- ið hátekjumenn á fáum árum samkvæmt skilningi skatta- laganna, þó að raunveruleg kjör þeirra hafi lítið batn- að. — Hin óréttlátu skattalög hafa einnig ýtt mjög undir skattsvik og þar með dregið úr virðingu manna fyrir lög- um almennt. Hitt er ekki síður alvar- legt hvernig hin úreltu skattalög hafa dregið úr af- kastagetu þjóðarbúsins og þar með gert alla íbúa þessa lands fátækari en ella hefði orðið. Bretar hœtta v/ð fram- leiðslu eldflauga — og treysta á Bandaríkin TIL háreysti mikillar kom í neðri deild brezka þingsins um daginn, er varnamála- ráðherrann, Harold Wat- kinson, tjáði þingheimi, að brezka stjórnin hefði ákveðið að hætta við framleiðslu hinna svonefndu „Blue Streak“ eldflauga til hernaðarþarfa. — Stjórnar- Glerskreytingar - nýtt fvrirtæki I>AÐ hefur færzt mjög í tízku hin síðari ár, að menn hafi í hí- býlum sínum ýmiss konar gler- skreytingar. í hurðum. Er þetta gler þá oft sandblásið, myndir eða abstrakt form. Einnig er það nú að komast nokkuð í tízku að lita og blýleggja gler sem kallað er, og menn setja þá einkum í sam- band við rúður í kirkjum. Fyrir nokkru var stofnað fyrirtæki hér í bænum, Glerskreyting og er til húsa í litlu skúrbyggðu bak- húsi að Bröttugötu 14. Eigendur þess eru bræðumir Jón og Þórir Haraldssynir, en þeir hafa báðir staðgóða þekkingu á sviði mynd- skreytinga. 53 lestir i róðri iHÖFN, Hornafirði, 13. apríl. — í gærmorgun lönduðu 6 Horna- fjarðarbátar 228 lestum af slægð- um fiski með haus. Afli bátanna var sem hér segir eftir 3 lagnir: Gissur Hvíti 53 lestir, Hvanney 43% lest, Sigurfari 42 M: lest, Ak- urey 40 lestir, Helgi 29 lestir, Helgi 29 lestir. Jón Kjartansson var með 20 lestir eftir eina lögn. Allar líkur eru til að páska- jhrotan sé nú að byrja, ef veður hamlar ekki. — Fréttaritari. andstaðan sakaði stjórnina um sóun fjármuna og krafð- ist upplýsinga um, hve mtklu hefði verið varið til tilraun- anna. - * - Watkinson upplýsti, að fram- kvæmdakostnaður við „Blue Streak“ eldflaugarnar næmi nú um 65 millj. punda — heildar- kotnaður við að koma öllum á- ætlunum í framkvæmd mundi sennilega nema um 600 milljón um. — Stjórnin teldi, að einung- is Rússland og Bandaríkin hefðu hernaðarlegt og efnahagslegt bol- magn til framleiðslu langdrægra eldflauga til hernaðarþarfa. Mundu Bretar nú treysta á Banda ríkjamenn í þessum efnum. Þessi ákvörðun brezku stjórn- arinnar vekur mikla athygli, og eru skoðanir allskiptar um mál- ið, eins og fram hefur komið brezkum blöðum. Tvær kindur koma from VALDASTÖÐUM 8. apríl: — Þann 6, þ.m. voru bændurnir í Skorhaga í Kjós að huga að fé sínu. Var þá ein ókunnug ær saman við, reyndist hún vera frá Ólafi bónda á Valdastöðum. Þessi ær, heimtist í síðustu rétt í haust, en var sleppt aftur. Sið- an hefir hún e'kki sézt, þar til nú. Hún lítur furðuvel út, og er í sæmilegum holdum. Hún virð ist vera kominn nokkuð nærri burði. Lambsárið gekk þessi kind, að mestu leyti úti, í Svartagili í Þingvallasveit. Það mun hafa ver ið sama dag og að framan getur, að önnur kind, sem eflaust hefir gengið úti í vetur, kemur fyrir á Fremra-Hálsi í Kjós. Er það grár hrútur og er hann talinn vera 2ja vetra gamall. Ekki er vitað um eiganda að honum. Er hann marklaus á eyrum. En grann- gerð sýlíng á hægra horni. Talið er að hann sé ekki illa til fara, eftir svo langa útivist. — St. G. Tímarnir breytast Tímarnir hafa breytzt síðan fyrsti Grikkinn hljóp með olym píueld af Olympsfjalli. Hér er stytta ítalska myndhöggvarans Emilio Greco, en á blysi hennar mun Olympíueldurinn loga í Róm. Fimmtán bátar með 160 lonn SANDGERÐI, 13. apríl. — Fimmtán bátar komu til Sand- gerðis í gær með samtals 160 tonn. Muninn var aflahæstur með 21,1 lest, og Guðbjörg og Stafnes höfðu 16,3 lestir hvort. Línubáturinn, Jón Gunnlaugs, landaði 6,6 lestum. Hér er norðan strekkingur, en þó eru allir bátar á sjó. Biður drottn- ingu náða idauðadæmdan( mann sinn FYRIR skömmu var 26 ára gamall maður að nafni Jim Smith fundinn sekur um að hafa myrt lögregluþjón — og dæmdur til dauða. Morð á lögreglumönnum er með- al þeirra fáu afbrota, sem nú liggur dauðarefsing við í Bretlandi. — Nú hefur kona hins dauðadæmda, Mary, sent Elísabetu drottn ingu bréf „sem móðir til móður“ — og beðið hana að beita áhrifum sínum til þess að maður hennar verði náðaður. — Þau hjón in eiga 11 mánaða gamla dóttur — og konan á von á öðru barni sínu í næsta mánuði. Samkvæmt brezkum lög- um, er Butler innanríkis- ráðherra, ráðgjafi drottn- ingar í málum sem þessu. Skal hann i samráði við sérfræðinga í brezkum lög- um rannsaka öll atriði málsins og leggja niður- stöðurnar fyrir drottningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.