Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ M'KviVudagur 20. aprí! 1960 Dr. Páll ísólfsson: Á sjó Dr. Páll ísólfsson er á ferða- lagi um Evrópu og hefur heit ið því að skrifa nokkrar ferða greinar fyrir Morgunblaðið. — Fyrsta grein dr. Páls fer hér á eftir. Þess má geta, af Jón Þór- arinsson tónskáld verður tón- 1 listargagnrýnandi Mbl. í fjar- veru dr. Páls. ALDREI kynnist fólk eins fljótt og á sjó. Jafnvel þótt fjöldi manns sé um borð í sama skipi, verður hópurinn lítill eins og fjölskylda á hinu mikla úthafi. Þarna ægir öllu saman, því ólíkasta af öllum manntegundum. En 1 þetta sinn vorum við fá um borð í Gullfossi. Mátulega mörg og vel samvalið lið. Litlu dóttur minni fannst hafið stórt, og hún starði hug- fangin á öldurnar, alveg laus við sjóveiki — en það voru nú flestir, því veðrið var ágætt alla leið. Já hafið með sitt volduga hjartaslag. Að mega berast á bylgjum þess á jafndásamlegu skipi og Gullfossi er sæla og unaður. Að mega hlusta á öldurnar og vindana í stað nöldurs og ill- kvitni er endurnæring. Mér þykir bara bara verst ef ekki ruggar meira, segir einn, sem sat á barnum, hann er karl í krapinu. En Gullfoss er eins og lifandi vera á sjónum. Stund- um eins og leikur hann sér; tekur að mér finnst óþarf- lega djúpar dýfur, rétt eins og hann væri að leika sér með höfrungunum, sem kút- veltust meðfram kinnungun- um. Já, Gullfoss er dásam- legt skip. Eg skrúfa frá danska útvarpinu úti á Norð- ursjó. Einhver er að tala um ferðir víkinganna um úthöfin til forna. Þrennt var nauð- synlegt: afbragðs skip, örugg áhöfn og vitur skipstjóri. Eins er það í dag, og á allt þetta ekki hvað sízt heima um Gullfossinn, flaggskipið okkar. Þar fer allt þetta saman. Við höfum marga skemmtilega farþega, þar á meðal loftskeytamann, sem er að sækja togara ásamt áhöfn til Þýzkalands. Hann er músíkalskur, á fjölda af óper- um á plötum, og veit alltaf hvar fiskur liggur undir steini, þ. e. a. s. hann hlustar sér til hvar fiskurinn er, og segir svo skipstjór^num. — Skipstjórinn er nú búinn að vera hjá mér í 21 ár, segir hann. Og skipstjórinn hlær, enda gamansamur í meira lagi. Við getum ekki verið án i hvors annars, segir hann. Ja, við fáum okkur einn til á barnum og svo koma sögurn- ar um fárviðri, mokfiskirí og ævintýri á höfunum. Þetta er frjálsa, glaða lífið, segir Odd- geir, sá ágæti maður. Þak'ka þér fyrir samveruna. Svo er það bakarinn, vinur minn. Hann er tónskáld í álögum, eins og fleiri íslendingar, að ég held. Hann vill syngja fyrir mig lögin sín úti á dekki. En ég færist heldur undan því, en geri samning við hann: Hann bakar alda- mótavínarbrauð fyrir mig þegar við komum heim (þau voru svo góð, að engum nú- lifandi ungum manni dettur slíkt í hug; þá var allt ekta), en ég hlusta á melodíurnar hans og skrifa þær máske upp Nú er hringt í matinn. Kræsingarnar eru mildar og freistingarnar sömuleiðis. — Ætli maður þyngist ekki um pund á dag? Svo eru sagðar sögur, draugasögur og þjóð- sögur. Sögur af skrítnum köllum. Jón í Roðgúl og Páll í Gerðum voru vel bjargálna menn og áttu flest til allra hluta, þeir voru nágrannar. Flestir voru fæddir á Stokks- eyri í þann tíð. Einn þeirra vantaði hjólbörur, en átti engar sjálfur. Hann fór til Jóns í Roðgúl og bað hann lána sér hjólbörur. Farðu til Páls í Gerðum. Hann á góðar hjólbörur. Hann þangað. Farðu til Jóns í Roðgúl, hann lánar þér hjólbörur. Sagan segir að hann hafi ekki feng- ið neinar hjólbörur. Þessa sögu hefði H. C. Andersen getað notað vel. Hvort skips- draugar séu til? Það er nú líklega. Þeirra verður æðioft vart, undan óveðrum. Þeir vara menn við hættunum. Gamalt skip var mannað nýjum mannskap. Brátt fór að bera á því að skipinu fylgdi ósýnilegur farþegi, og gerði hann vart við sig með höggum og hávaða. Eitt sinn um kvöld, þegar fullt tungl óð í skýjum, verða skipsmenn varir við það, að einhver var kominn upp í reiða. Þegar þeir fóru að horfa á þetta, sáu þeir að draugsi sat uppi á flaggstangarhún og hló og lamdi fótastokkinn. Hann gerðist svo kátur og fyndinn, að skipverjar gleymdu öllu öðru en að horfa upp í loftið, þar til allir féllu fyrir borð, nema einn, sem var svo rang- eygður að hann sá ekki neitt hvað gerðist. Þegar allir hin- ir voru fallnir í sjóinn spýtti draugsi út úr sér tanngörðun- um og steypti sér niður á eft- ir þeim, en í því steytti skip- ið á skeri og sögumaður bjargaðist og hált áfram að vera rangeygður og gekk undir nafninu „ljúgandi rang- eygingurinn". Svo leggur maður sig og les. Ég les ágæta bók eftir Jón Dan: Tvær bandingjasög- ur. Þær eru mjög athyglis- verðar. Ég hef tvílesið þær. i 1 1 SKAK i I i í A-NNARRI umferð skákmótsins í Mar del Plata tefldu þeir sam- an Friðrik Ólafsson og David Bronstein. Skákin varð jafntefli eftir 19 leiki en var engu að síð- ur athyglisverð. Bronstein lék franska vörn. Friðrik valdi í 5. og 6. leik litið teflt afbrgiði og Bronstein fór í 7. og 8. leik á ókannaða stigu. Friðrik fórnaði peði fyrir sóknarstöðu en neiddi síðan hjá frekari óvissu með því að fórna manni til að ná þráskák. — Skákin fer hér á eftir og hefir Friðrik hvítt: 1. e4, e6; 2. d4, d5; 3. Rc3, Bb4; 4. e5, c5; 5. Bd2, Re7; 6. a3, BxR; 7. BxB, b6; 8. b4, a5; 9. Rf3, Dc7; 10. b5, Rf5; 11. Bd3, Rd7; 12. 0-0, Rxd4; 13. RxR, c5xR; 14. Bxd4, Dr. Páll Isólísson Þar er skemmtilega tekið á efni, sem varðar marga. Bók- in á erindi til margra. Svo er miðdagslúr. — Dreymir mig ekki Þorberg skjögrandi upp háan stiga haldandi ræðu til heilla mannkyninu, segir hann. Ég hafði borðað reykt- an ál, sem er eitt hið bezta sem ég fæ, ásamt snaps og Carlsberg. Kannski hefur þetta farið illa í maga? Ég vildi ég myndi þá ræðu. Hún var snjöll, en mér er ómögu- legt að muna hana. — Ham- borg. Þar er einhver sú mesta „trafik“ sem fyrirfinnst í heiminum. Og mann sundl- ar við að sjá öll þau ósköp af skipum, skipasmíðastöðvum og umferð sem þar er. Sumir ætla upp í St. Pauli. Þangað nenni ég ekki. Því miður var ekki tími til að fara í óper- una. En vonandi kemst ég þangað bráðum. — Kielar- skurðurinn er stórfellt mann- virki. Mig hefur oft dreymt að ég sigldi í gegn um landið — loftið og jörðina. Hefur ykkur ekki einhverntíma dreymt það líka? Það er líkt þessu þegar maður siglir um hinn mjóa Kielar-skurð. — Bændabýlin á stjórnborða og bakborða, skógar og ekrur, nautgripir, kindur, svín og hestar. 100 kílómetrar á lengd. Svo til Helsingborg. Rigning og kuldi. Kvef og Bronkítis. Kaupmannahöfn. Désamlegasta borg á Norður- löndum. Og nú eru páskar í námd. Klukknaómur frá hundrað kirkjuturnum. — Stemningin er mikil hér þessa bænadaga. Hér er mikið af fallegum kirkjum Og nú er nóg að gera að sýna lítilli stúlku borgina, fara í Frúar- kirkju og sjá myndir Thor- valdsens og heyra fagra músík og kröftuga páskapré- dikun. Kaupmannahöfn hef- ur upp á margt að bjóða, sem aðrar borgir hafa ekki. Haf- meyjan hefur enn ekki verið sprengd hér í loft upp. Hún situr ein úti á steini við Löngulinu, talandi (eða rétt- ara sagt þegjandi) tákn mik- illar menningar að fornu og nýju. Ferðin hingað var lík- ust ævintýri. Og strax er maður farinn að hlakka til að fara heim með Gullfossi í júní, skipinu góða og Krist- jáni Aðalsteinssyni með sína fríðu hirð um borð. P. t Rxe5; 15. Dh5, RxB; 16. c2xR, 0-0; 17. Bxgl* KxB; 18. Dg5+, Kh8; 19. Df6+, Kg8; jafntefli. Af frásögnum sýnist mega ráða að Friðrik tefli nokkuð vel á þessu móti. Lesandi Morgunblaðsins í Buenos Aires, A. Gravenhorst, hefir sent blaðinu fregnir af mót- inu. Lætur hann af því að Friðrik njóti vinsælda þar Syðra vegna geðþekktrar framgöngu sinnar. Dvaldist Friðrik þrjá daga hjá þessum fslandsvini áður en hann hélt áfram til Mar del Plata. Germanía minnist 40 ára afmælis síns Fyrirlestur um „Samfélag og stjórn skipun Þýzkafands" fluttur á morgun FÉLAGIÐ Germanía varð fjörutíu ára nýlega og minnist afmælis síns með hátíðahöldum í þessari viku. Afmælið Þau hefjast á morgun, sumar- daginn fyrsta, með fyrirlestri próf. Karl Erdmann í hátíðasal Háskóla íslands um „Samfélag og stjórnskipun Þýzkalands á 20. öldinni", á föstudaginn verður skemmtun í Lido og á laugardag- inn verða þýzkar fræðslu og fréttamyndir fyrir almenning sýndar í Nýja Bíói. Margvísleg menningarstarfsemi Félagið Germanía var stofnað þann 5. marz 1920 fyrir forgöngu Próf. Karl Erdmann frá Kiel próf. Matthíasar Þórðarsonar, þjóðminjavarðar, sem var fyrsti formaður þess en meðstjórnend- ur þeir Einar Jónsson magister og Guðmundur Gamalíelsson bók •sali. Voru stofnendur um 80 tals- ins Félagið hefur um sína daga með ýmsu móti unnið að aukn- um menningartengslum milli Þýzkalands og íslands. Það hefur m. a. gengist fyrir hljómleikum þýzkra listamanna hér oftar en einu sinni, efnt til sýningar á þýzkri svartlist árið 1953 og ári síðar á listvefnaði, að ógleymdri sýningu á íslenzkum málverkum í ýmsum borgum Þýzkalands árin 1955—56. Þá hefur félagið gefið út á þýzku ársrit til kynningar á íslenzkum málefnum og fer sú útgáfa nú fram í samvinnu við félög íslandsvina í Hamborg, Hannover, Giessen og Köln. — 1 stjórn Germaníu sitja nú dr. Jón E. Vestdal, formaður, Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, Már Elísson, hagfræðingur, Þóra Timmermann og Ludwig H Siem sen, stkpm. Félagsmenn eru nú um 190 að tölu. Gestur flytur fyrirlestur Prófessor Karl Erdmann, sem áður var nefndur og flytja mun afmælisfyrirlestur Germaníu á morgun, er hingað kominn gagn gert þeirra erinda. Hann er próf- e«sor í nútímasögu við háskól- ann í Kiel, en þar er sem kunnugt er lögð mikil rækt við norræn fræði. Fyrirlestur sinn flytur prófessorinn á þýzku og nefnist hann á þeirri tungu „Gesellschaft und Verfassung Deutschlands im 20. Jahrhundert“. Almenningi er heimill aðgangur að fyrirlestrin- um, sem ekki er að efa að verður hinn fróðlegasti. Fyrirlesturinn hefst kl. 4 e. h. Þetta verður eini fyrirlestur- inn, sem próf. Erdmann flytur hér að þessu sinni en hann mun dveljast hér um hálfsmánaðar- skeið og skoða landið, og væntan- lega segja frá þeim ferðum sín- um, er heim kemur. Eitt alvarlegt bíl- slys yfir páskana Slökkviliðið kvatt út 6 sinnum SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kallað nokkrum sinnum út yfir Páskana en engir meiriháttar brunar urðu í bænum. Eitt alvar- legt umferðaslys varð á annan í Páskum á móts við Undraland við Suðurlandsbraut. Þangað var sjúkrabifreið kvödd til að flytja 7 ára gamlan dreng, Sumarliða Guðbjörn Bogason, á Slvsavarðstofuna, en hann varð fyrir bifreiðinni R-375 og meidd- ist mikið á höfði og innvortis og er líðan hans mjög slæm. Fimmtudaginn 14. apríl kl. 17:57 var Slökkviliðið kvatt að Háteigsvegi 50, en þar höfðu börn kveikt í geymsluskúr, full- um af drasli. Var eldurinn þegar slökktur og skemmdir litlar sem tngar. Föstudaginn 15. kl. 00:58 var Slökkviliðið kvatt að Hverfisgötu 80, en þar hafði verið kveikt í bréfarusli í kjallara hússins, en búið var að slökkva eldinn er slökkviliðið kom á vettvang. Sama dag kl. 13:26 var Slökkvi- liðið kvatt til að slökkva sinu- bruna í Blesugróf, og enn sama dag kl. 11:12 var það kvatt á Suðurlandsbraut vegna bifreiðar, sem kviknað hafði í, en bíllinn var hvergi sjáanlegur þegar Slökkviliðið bar þar að. Sunnudaginn 17. var Slökkvi- liðið kvatt á Vesturgötu, reynd- ist vera gabb. Sama dag kl 15:53 var það kvatt að Stangarholti 20, en þar hafði kviknað í herbergi í risi hússins út frá útvarpstæki, sem nafði verið skilið eftir í sam bandi. Eldurinn var slpkktur áður en hann breiddist út, en út- varpstækið eyðilagðist. K1 00:4 kom bifreið, sem kviknað hafði í, niður á Slökkvistöð og var eldurinn kæfður þar á auga- bragði. 1 gær var Slökkviliðið svo kvatt á Reykjanesbraut 6, en þar hafði kviknað í vinnuskúr Félags garðyrkjumanna út frá röri í kolaofni, sem skúrinn er hitaður u.pp með. Asbestplötur voru á þaki skúrsins og urðu þær alelda og varð að rífa þakið. Skemmdir urðu þó ekki teljandi. - 301 lest AKRANESI, 13. apríl. — í dag eru allir bátar á sjó héðan, utan einn. f gær fiskuðu bátarnir 301 lest — 20 bátar. Þessir 4 voru aflahæstir: Ólafur Magnússon með 33,5 lestir, Sæfari með 29,6 lestir, Sigurður með 29,2 lestir og Sigríður með 26,5 lestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.